Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1978. Erlendar fréttir JÓNAS HARALDSSON 1 REUTER GISSUR SIGUROSSON V-þýzkirferðamenn eyða mest allra ferðamanna erlendis Ferðamannaiðnaður í Portúgal og Bretlandi óx mest á síðasta ári samkvæmt tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Þá kemur það einnig fram í þeirri skýrslu að V-Þjóðverjar eyða mun meiri peningum erlendis en aðrar þjóðir. Þrátt fyrir versnandi efnahag fjölmargra þjóða á árinu eyddu ferðamenn mun meira en áður. Velta vegna ferðamanna í hinum 24 löndum OECD nam 40.5 millj- örðum Bandarikjadala og er það 20% aukning frá árinu áður. Aðalaukningi'n var i Portúgal, þar sem aukningin nam 43% á sl. 11 mánuðum, og í Bretlandi, þar sem aukningin nam 24% sl. átta mán- uði. Þá varð einnig mikil aukning á ferðamannastraumi til Sviss. ANKER JORGENSEN SPÁIR SÓSÍALIST - UM SIGRI í FRÖNSKU KOSNINGUNUM Forsætisráðherra Dan- merkur, Anker Jörgensen, spáði því í gær að sósíalistar undir forystu Franeois Mitter- and yrðu sigurvegarar frönsku kosninganna sem fram fara í næsta mánuði. Jörgensen lýsti þessu yfir á blaðamannafundi er hann var spurður álits á hugsanlegum áhrifum þess á starf Efnahags- bandalags Evrópu, ef vinstri menn sigruðu í kosningunum í Frakklandi. Jörgensen er nú í forsæti EBE-ríkjanna. Hann sagði jafnframt að hann teldi sigur vinstri manna í Frakk- landi ekki hafa miki áhrif á EBE. Anker Jörgensen hefur undanfarna þrjá daga verið í heimsókn í Bandaríkjunum þar sem hann hefur átt viðræður við Carter forseta og Cyrus Vance utanríkisráðherra og fleiri bandariska ráðamenn. CARTER MUN BINDA ENDA Á KOLAVERK- FALLIÐ FUÓTLEGA — nái deiluaðilar ekki samkomulagi án tafar Carter Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að hann muni grípa til alvarlegra að- gerða til þess að binda enda á verkfall kolanámumanna sem hefur nú staðið í 80 daga. For- setinn setti námuverkamönn- um og námueigendum úrslita- kosti í gærkvöldi eftir að hafa ráðgazt við þingleiðtoga. Carter sagðist þrátt fyrir allt enn vonast til þess að aðilar vinnudeilunnar næðu sam- komulagi. í- viðræðum sínum við þingleiðtoga hefur Carter fengið fullan stuðning þingleið- toganna til róttækra aðgerða til að binda enda á verkfallið og einnig hafa ríkisstjórar þeirra þriggja rikja sem framleiða hvað mest af kolum heitið stuðnirigi við að koma fram- leiðslunni aftur í gang. Verkfall kolanámumanna er hið lengsta sem um getur í sögu Bandarikjanna og ógnar það al- varlega efnahag Bandaríkj- anna. Fjölskyldan bjargað- ist á siðustu stundu ÍIÍÉÍmM^i L.{wBiHilE % \ _ ■gt \ f— , j > Jt... ' —• SW í SS 1 H ;>*»*** • • , . • •.^ * m ** Jf 0 ' _ kj, v, % i. H.jón ásamt tveim sonum sinum höfðu rétt nýlega yfirgefið þetta hús sitt i Kvalöya í Noregi á mánudag þegar sn.jóflóð lék það eins og myndin her með sér. Annað hús í grenndinni varð fyrir svipaðri útreið en ekki varð þar heldur manntjón. a C/ LITSIÓNVARPSTÆKIN FRÁ V GENERAL ELECTRIC ^ TOPP FRAMLEIÐSLA Á FRÁBÆRU VERÐI 22”................KR. 359.000. 26”................KR. 425.000. 26” M/FJARSTÝRINGU KR. 467.000. 1 árs ábyrgð Sölustaðir: TH. GARÐARSSON H/F Vatnagörðum 6 Sími 86511 (2 línur) UTVARPSVIRKIA o HN0TUKASSI o IN-LINE-MYNDLAMPI o KALT EININGAKERFI o SNERTIRÁSASKIPTING oSPENNUSKYNJARI Staögreiðsluafsláttur SJONVARPSVIRKINN Arnarbakka 2 Símar 71640 — 71745 9 e

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.