Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1978. \ laust verða töluverðar framvegis nema til komi mun hærri uppbót á haustmjólkina en verið hefur. Ennfremur verður að gera ráð fyrir verulegum útflutningi á sauðfjárafurðum. Þetta þýðir að bændur fá minna greitt fyrir þær afurðir sem seldar eru úr landi. Þá kemur samtímis að því að ákveða að hve miklu leyti hver framleiðandi fær greitt fullt verð fyrir sínar afurðir. Verðmiðl- unarsjóður verður að vera til áfram því þannig getur farið að flytja verði út verulegan hluta framleiðslunnar í einum lands- hluta en úr öðrum hlutum landsins fari allt á innlenda markaðinn. I þessu kerfi felst raunverulega al- gjör stefnubreyting þvi framleið- endur taka á sig þann halla sem verður á útflutningnum. Þá má reikna með nokkurri neysluaukn- ingu innanlands þar sem útflutn- ingsbæturnar yrðu í einhverjum mæli notaðar til að greiða niður innlenda verðið. Þegar um er að ræða afurðir sem ekki seljast á innlendum markaði á skráðu verði má grípa til þess að lækka verð innanlands um tíma, eða með öðrum orðum hafa útsölu á um- framframleiðslunni sem í flestum tilfellum mun leiða til aukinnar neyslu (sbr. nautakjöts- og smjör- útsölu). í fljótu bragði mætti ætla að verið væri að leggja til að skerða tekjur bænda. Það er öðru nær því með sveigjanlegu verðl.kerfi og framlögum til landbúnaðarins vinnst það tvennt að framleið- endur ættu að geta haft meiri nettótekjur og neytendur ódýrari landbúnaðarafurðir. Bændur munu fljótlega aðlaga framleiðsl- una eftir eftirspurn og nota beinu framlögin frá ríkissjóði til að auka hagræðingu í landbúnaðinum. Fullt tillit yrði að taka til iðnaðar þar sem innlend landbúnaðarfram- ieiðsla væri aðalhráefnið. Ríkis- sjóður gæti styrkt þessa atvinnu- grein ef með þarf til að skapa henni betri samkeppnisaðstöðu er- lendis. Ekki væri ástæða til fækkunar í bændastétt. Þar hefur blóðtaka verið meiri en nóg undanfarin ár þar sem bændum hefur fækkað að jafnaði um 2—3 á viku. Framleiðsl- an yrði ekki aukin en nýting inn- lends fóðurs yrði betri og líklega mundi afkoma bænda batna eins ogfyrr vargetið. Agnar Guðnason forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. - það sem kemur fram í grein eftir konu í Garðabæ, í Tímanum 16. júlí 1977, þar sem hún segir það vera um 50% dýrara að hita upp með hemlakerfi, miðað við kald- asta mánuð, sem mundi þýða meiri mun yfir heitari mánuði ársins? Gæti verið að samanburður þessi endurspegli þær niðurstöður er fengust á reynslutíma hemla- kerfisins í Garðabæ sem sýni að mælakerfið sé hentugra og ódýrara fyrir neytendur? Gæti verið að Ólafur G. Einarsson, varaformaður Hitaveitu Suður- nesja væri ósammála meirihluta stjórnar Hitaveitu Suðurnesja um sölufyrirkomulagið á vatninu frá Hitaveitu Suðumesja? Þvi skora ég á stjórn Hitaveitu Suðurnesja að birta þær fundargerðir þar sem sölufyrirkomulagið var rætt og ákveðið. Greinilegt er að ekki hefur frá upphafi verið ákveðið að notast við hemlakerfið þar sem mér er kunnugt að stjórnin óskaði eftir tilboðum í tengistúta á mæla sem hægt væri að tengja við hita- veituinntök þau er Hitaveita Suðurnesja notaðL Eg hef verið að velta því fyrir mér hvað það hafi verið sem réð þeirri ákvörðun stjórnar Hitaveitu Suðurnesja að velja frekar hemla- kerfi en mæla. Ég spyr þvi: Hvert leitaði stjórnin eftir ráðlegging- um? Lét hún Fjarhitun alveg um að hafa áhrif á sig? Leitaði hún sér upplýsinga annars staðar frá, t.d. frá öðrum tæknimenntuðum mönnum á þessu sviði, þvi nú eru Kjallarinn GísliWium ekki allir sammála um ágæti hemlakerfisins? Leitaði stjórnin upplýsinga og fékk samanburð hjá Hitaveitu Reykjavíkur þar sem nokkur reynsla var á báðum kerf- um? Eða var það aðeins gróða- sjónarmið Hitaveitu Suðurnesja sem réð úrslitum en hagur neyt- andans, sem vildi spara og fara vel með, einskis virtur? Að endingu má beina því til Alfreðs Alfreðssonar, sveitar- stjóra og fulltrúa Miðnesinga í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, að á- greiningur um sölufyrirkomulag vatnsins frá Hitaveitu Suður- nesja er ekki af misskilningi sprottinn heldur byggður á stað- reyndum. GísliWium múrari Sandgerði mætti fullnægja eftirspuminni á kjöti og jafnframt draga eitthvað úr mjólkurframleiðslunni. Þeir peningar sem notaðir voru í þessu skyni gætu komið aftur í sparnaði vegna samdráttar í útflutningi á ostum og kæmu á vissan hátt neytendum innanlands til góða. Framleiðendur bera ábyrgð á útflutningnum Þegar komið hefur verið á fast- mótuðum samningum milli ríkis- stjórnar og bænda þá taka þeir á Fyrir seldar Greitt úr afurðir ríkissjóði miiljón kr. milljón kr. 16.200 2.300 14.040 3.300 540 100 2.700 100 1.440 200 1.080 36.000 6.000 Kjallarinn AgnarGuðnason sig tap af útflutningi meðan ekki fæst hærra verð á okkar land- búnaðarafurðum erlendis en raun ber vitni um þessar mundir. Eflaust verður alltaf einhver þörf fyrir útflutning á mjólkuraf- urðum ef tryggja á neytendum nægilega mjólk alla tíma ársins því sveiflur í mjólkurframleiðsl; unni frá sumri til vetrar munu ef- Austur-þýski luxuxbíliinn EFTIRSÓTTASTA BIFREKMN AUSTAN TJALDS Margra ménaða af greiðsluf restur til fjölmargra landa Sterkasti fólksbílinn á markaðinum Hann er byggður á grind, með þriggja hestafla tvigengisvél (gamla Saab-vélin). Gormar á öllum hjólum og billinn þvi dúnmjúkur. Eiginleikar bilsins i lausamöl og á holóttum vegi eru frábærir. Væntanlegir i marz bæði Sedan og Station, sem er mjög rúmgóður og bjartur. Verð — miðað við gengi i dag: Sedan kr. 1.395.000 — til öryrkja 1.025.000, Station kr. 1.545.000 — til öryrkja 1.145.000. Sýningarbíll á staðnum TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonar/andi við Sogaveg — Símar 8-45-10 ár 8-45-11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.