Dagblaðið - 24.02.1978, Síða 8

Dagblaðið - 24.02.1978, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1978. frjálst,áháð datfblað Útgefandi Dagblaðið hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hftllsson, Heigi Pótur'sson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnloifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormoðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, ‘ Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritsjjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mánuði innanlands. inds. í lausasölu 90 kr. í lausasólu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf, Síðumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Ágæ t hráðahirgðalausn Ekki þarf að breyta stjórnar- skránni til að lagfæra kosninga- rétt á hinum tveimur sviðum, sem helzt eru knýjandi um þessar mundir. Gunnar G. Schram prófessor rökstyður þessa kenn- ingu í nýútkominni bók um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Gunnar heldur því fram, að lina megi mis- vægi kosningaréttar eftir kjördæmum og koma á fót persónukjöri innan ramma listakjörs, hvort tveggja með einföldum breytingum á kosningalögunum. Þetta eru einkar mikilvæg atriði. Endur- skoðun stjórnarskrárinnar hefur dregizt mjög á langinn og mun vafalaust dragast enn um sinn. Þess vegna er gleðilegt, ef unnt er að framkvæma nauðsynlegustu réttarbætur á ein- faldari hátt. Stjórnarskrárnef ndin gæti raunar sjálf gripið frumkvæðið á þessu sviði. Hún mundi létta af sér þrýstingi og afla sér vinnufriðar til vandaðra breytinga á stjórnarskránni, ef-hug- myndir Gunnars um einfaldar breytingar á kosningalögunum næðu fljótt fram að ganga. Hugmyndir Gunnars leysa ekki allan vanda. Þær fela í sér bráðabirgðalausnir, sem gætu dregið úr almennri óánægju. Varanlegar stjórnarskrárbreytingar, sem gengju lengra í sömu átt, væru eigi að síður nauðsynlegar aó nokkrum árum liðnum. Misvægi kosningaréttar má minnka úr fimm- földu í tvö-þrefalt með einfaldrEbreytingu á reglum um úthlutun uppbótarsæta. Nú er þeim úthlutað til skiptis eftir atkvæðamagni og at- kvæðahlutfalli og bannaðir fleiri en einn upp- bótarmaður í hverju kjördæmi. Hugmynd Gunnars er sú, að uppbótarsætum verði eingöngu úthlutað eftir atkvæðamagni og að leyfðir verði fleiri en einn uppbótarmaður í hverju kjördæmi. Þetta hefði ekki áhrif á þing- mannafjölda stjórnmálaflokkanna, en drægi um heiming úr misréttinu milli kjördæma. Persónukosningum má koma á með því að leyfa kjósendum að raða frambjóðendum af framboðslistum, þar sem nöfn frambjóðenda koma fram í einfaldri stafrófsröð. Hlutkesti mætti ráða, hvar í stafrófinu væri byrjað hverju sinni. Hugmynd þessi felur í sér, að flokkarnir ráði nafnalista sínum, en kjósendur þeirra ráði, hvaða nöfn þeir vilja af listanum. Þetta er raunar sama hugmyndin og Jón Skaftason al- þingismaður hefur lagt fram á þingi. Hún sameinar í rauninni prófkjör og kosningar og gerir prófkjör óþörf sem slík. Auðvitað væri betra að ganga lengra og taka upp írsk-ástralska kerfið, þar sem kjósendur geta valið frambjóðendur af fleiri en einum lista. Og auðvitað væri betra að draga enn frekar úr misvægi atkvæðisréttar en hér hefur verið talað um. Ungliðasamtök Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa sameiginlega lagt fram ágætar tillögur í því efni. En þær hafa í för með sér stjórnarskrárbreytingar og verða því ekki framkvæmdar í hasti. Sem betur fer eru til bráðabirgðalausnir. Ný land- búnaðarstefna Á flestum bœndafundunum í vetur hafa verið samþykktar ályktanir um að bœndur semji beint við ríkisstjórnina um sln framleiðslu- og kjaramál. Eflaust eru margir sem telja að eingöngu sé um að ræða óskhyggju bænda, að þeir álíti að ríkisstjórnin eða fulltrúar hennar muni samþykkja hærra afurðaverð og að ríkis- stjórnin mundi vera ábyrgari samningsaðili en fulltrúar neyt- enda sem nú eiga sæti í sex- mannanefndinni. Þeir kostnaðar- liðir, sem augljóslega eru vantaldir nú, fengjust auðveldlega leiðréttir þegar farið væri að semja við stjórnvöld. Það má vel vera að þeir kostnaðarliðir við búreksturinn, sem eru ekki í neinu samræmi við staðreyndir, ■ fengjust leiðréttir, það ér þá fyrst og fremst um fjár- magns- og vélakostnað að ræða. Án efa mundu fulltrúar ríkis- stjórnarinnar fallast á sömu laun til kvenna og karla. Þe'tta'" er ekki aðalatriðið eða ástæðan fyrir kröfunni um breytta samningsaðstöðu heldur hitt að samhliða því sem samið verði um verðlagsgrundvöllinn, vinnslu og dreifingarkostnað búvara, þá verði gerður heildarsamningur við bændasamtökin um framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. í upphafi samningstímabilsins verði gerð heildarúttekt á land- búnaðinum og síðan ákveðið að hverju beri að stefna. Þannig er staðið að samningum við land- búnaðinn viðast hvar. Við getum tekið okkur til fyrirmyndar þá samninga sem tryggja hag bænda og neytenda sem best. Það tel ég vera í Noregi en hliðstæðir eru samningar sænskra bænda við stjórnvöld þar í landi. Hér á eftir mun ég skýra nánar hvernig hugsanlega yrði samið um kjör bænda. Verðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar Reynt hefur verið að meta hvernig verðmæti framleiðslunnar skiptast milli búgreina. Eflaust eru nokkrir óvissuþættir þvi gera má ráð fyrir að ekki komi öll fram- leiðslan til skila. Nautgripa- og sauðfjárrækt gefa um 84% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar, hrossin skila 1,5%, svín og alifuglar 7,5%, garð- ræktin 4% og hlunnindin gefa 3% af tekjum landbúnaðarins. Þessi skipting, sem mun vera nokkuð nálægt því rétta, verður lögð til grundvallar þégar ákveða á verð á einstökum afurðum og hvernig tekjunum verði réttlátlegast skipt milli framleiðenda. Á því verðlagsári, sem hófst 1. sept. 1977 og lýkur 31. ágúst 1978, var verðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar áætlað um 30 milljarðar króna. Reikna má fast- lega með því að þessi tala eigi eftir að hækka verulega. Miðað við næsta verðlagsár má áætla að heildarverðmæti framleiðslunnar verði um 40 milljarðar króna. Sam- kvæmt lögum er réttur landbún- aðarins til útflutningsbóta 10% af verðmæti framleiðslunnar. Ef gert er ráð fyrir í upphafi 'samningstímabilsins að bændur fái fyrir afurðirnar 40 inilljarða króna þá munu þar af koma 4 milljarðar beint frá ríkissjóði vegna þeirrar tryggingar sem bændur hafa vegna umframfram- leiðslunnar. Auk þess má bæta við framlög- um ríkissjóðs vegna jarðræktar og húsagerðar í sveitum. Þannig ætti landbúnaðurinn á næsta verðlags- ári að fá um 42 milljarða króna. Skipting framleiðslunnar í framhaldi af framanrituðu mætti hugsa sér eftirfarandi skipt- ingu milli búgreina á þeim 42 millj- örðum sem framleiðendum er ætlað aðfá. Fyrst yrði að ákveða skiptingu á þvi fjármagni sem fengist við sölu, hvort sem er á innlenda markaðinn eða til útflutnings, síðan kæmi tii viðbótar greiðsla úr ríkissjóði sem næmi sömu upphæð og útflutn- ingsbótunum og öðrum framlög- um ríkisins til landbúnaðarins. Afurðir Nautgripa Sauðfjár Hrossa Svína- og alifugla Garða- og gróðurhúsa Hlunnindi Samtals Þegar þessi skipting væri fengin væri eftirleikur auðveldur því hann væri eingöngu sá að finna af- urðaverðið og réttan vinnslu- og dreifingarkostnað, þ.e.a.s. miðað við þær greiðslur sem bændur ættu að fá gegnum afurðaverðið. Trúlega yrðu nokkrar deilur um hvernig skipta ætti niður þessum 6.000 millj. sem kæmu frá ríkis- sjóði. Þar koma að sjálfsögðu margar leiðir til greina. Hluta af upphæðinni ætti eðli- lega að nota til að jafna aðstöðu bænda, þá yrðu greidd svæðagjöld á mjólk og sauðfjárafurðir. Einnig kæmi til greina að nota hluta af upphæðinni til að greiða niður áburð og til lækkunar á vöruverði innanlands. Mikilsver't er að pen- ingunum yrði réttlátlega skipt niður og þeir gætu stuðlað að lækkun framleiðslukostnaðar. Einstaka sinnum þyrfti að grípa til tímabundinna aðgerða til að hafa áhrif á framboð á ákveðnum afurðum. Þá má benda á að miðað við rikjandi markaðsaðstæður væri ákjósanlegt að draga . úr mjólkurframleiðslunni og auka framboð á nautgripakjöti. Með því að greiða bændum all- verulega uppbót á þær kýr sem slátrað yrði, t.d. næstu 4 vikur, Ekki misskilningur heldur staðreyndir Senn líður að þvi að Hitaveita Suðurnesja fari að ylja íbúum á Suðurnesjum. En vegna ummæia sveitarstjóra Miðneshrepps í einu dagblaðanna 1 nóv. sl., þess efnis að ágreiningur um sölufyrirkomu- lag vatnsins frá Hitaveitu Suður- nesja væri af misskilningi sprott- inn og að mestu hljóðnaður, finnst mér ástæða til að ýta við ráðamönnum Hitaveitu Suður- nesja og rifja upp ýmis atriði úr sögu þessa máls. Fyrst vil ég vekja athygli á því að ákveðið hefur verið að hækka inntökugjöld Hitaveitu Suður- nesja um 34%. Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt miðað við verð- bólgu og annað verðlag en vegna þeirra staðreynda að svo til öll til- boð í verk, sem Hitaveita Suður- nesja hefur boðið út, hafa verið töluvert undir kostnaðaráætlun og að slikur hagnaður ætti að sögn ráðamanna Hitaveitu Suðurnesja að koma neytendum til góða kemur 34% hækkun dálítið ein- kennilega fyrir sjónir. Það gæti líka verið vert íhugunarefni hvernig standi á þeim mikla mis- mun á kostnaðarútreikningi sem er á reikningi verkfræðinga Hita- veitu Suðurnesja og þeirra sem bjóða í verkin þar sem tilboð eru nú oftast hærri en kostnaðaráætl- anir. Gæti verið að verkfræðingar Hitaveitu Suðumesja hefðu mis- stigið sig í öðrum útreikningi sem þeir hafa látið frá sér fara? Á ég þar við útreikning á samanburði á sölu vatns gegnum hemil eða mæli. Ég ætla nú að víkja að þeirri kenningu verkfræðinga Hitaveitu Suðuí-nesja að vatn sparist með notkun hemla. Þetta er fáránleg fullyrðing þar sem notandinn kaupir einungis það vatnsmagn sem hann notar ef notaður er mælir, en ef notaður er hemill þarf að kaupa miklu meira magn. Enda hefur einn verkfræðinga Fjarhit- unar sagt að meðalnotkun húss með mæli sé 500-600 tonn á ári en hús sem hefur hemil notar 1600- 1800 tonn á ári (3 mínútulítrar á mánuði gera 1580 tonn á ári). Er þetta sparnaður? Um þann spamað sem er við að nota mæli fremur en hemil hef ég margrætt og fer ekki út í það. En fróðlegt væri að fá svar við því hjá Olafi G. Einarssyni, þingmanni og varafor- manni Hitaveitu Suðurnesja, hvernig standi á því að mælakerfi sé heppilegra fyrir sveitunga hans I Garðabæ ef hemlakerfi bjóði upp á jafnmikil þægindi og ’sparnað fyrir Suðurnesjamenn og stjórn Hitaveitu Suðurnesja heldur fram. Ég vil ennfremur minna á viðtal í dagblaði í sumar við hitaveitu- stjóra í Reykjavik þar sem hann heldur því fram að Garðbæingar græði heil ósköp á hemlakerfinu. En hvað með Reykvíkinga, þeir hljóta að tapa ósköpum? Mikið skelfing hefur hitaveitustjórnin farið illa með sína samborgara. Eftir þessum ummælum hita- veitustjóra Reykjavíkur verður ekki annað séð en hann sé hlynnt- ur hemlakerfum á hitaveitum. Því er ástæða til að spyrja; Hvers vegna eru ekki settir hemlar í nýju hverfin í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði og af hverju er verið að breyta yfir í mælakerfi í Garðabæ? Er það kannski vegna þess að samanburður á hitunar- kostnaði innan Hitaveitu Reykja- víkur á mæla- og hemlakerfi sýnir

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.