Dagblaðið - 24.02.1978, Page 6

Dagblaðið - 24.02.1978, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1978. Hraðar, hraðar, hraðar... Verðbólgan 48% á síðustu mánuðum Ljóst er nú samkvæmt út- reikningum opinberra aðila að verðbólguhraðinn hefur verið mun meiri á undanförnum mánuðum en nokkurn tíma hefur verið opinberlega viður- kennt eða reiknað með. Á síðustu sex mánuðum hefur hraði hennar verið 48% miðað við heilt ár. Frá 1. febrúar 1977 til 1. febrúar síðastliðins urðu verðhækkanir samkvæmt útreikningum 37% og á þessum hlutfallstölum sést glögglega hvernig stöðugt hefur sigið á ógæfuhliðina. Aftur á móti er ljóst að stjórnvöld hafa ekki gert sér grein fyrir hraða þessarar þró- unar eða þá ekki viljað viður- kenna hann þvf í opinberum umræðum, bæði á Alþingi og utan þess, hefur verðbólgan ávallt verið talin vera um það bil 40% í byrjun þessa árs. Athyglisvert er einnig að Seðlabanki Islands virðist ekki hafa talið ráðlegt að hækka al- menna vexti um jafnmikið hlut- fall af hækkun vísitölu og hann hefur gert f þau tvö skipti sem núverandi fyrirkomulag hefur verið á breytingum þeirra. Talið er að þar muni um það bil 2% eða í stað þeirra 3% sem vextir hækkuðu á þriðjudaginn var hefðu þeir átt að hækka um nálægt 5%. Er þetta raunar tekið fram í tilkynningu Seðlabanka og rétt- lætt með þeim ráðstöfunum og lagasetningum sem gerðar hafa verið til endurreisnar efna- hagsmálunum. Forvextir á víxlum hækkuðu f 23.5% og heildarársvextir vaxtaaukalána 33%. Almennir innlánsvextir á sparisjóðsbók- um hækka úr 16% í 19%. - ÓG Jarðsímastrengurinn slitinn 80 sinnum — kostnaður7 milljónir Verktakar og fyrirtæki Akur- eyrarbæjar slitu jarðsfmastreng- inn þar að minnsta kosti 80 sinnum frá í júnf sl. til áramóta. Nam heildarkostnaður vegna viðgerða rúmlega sjö milljónum króna, að þvf er segir í Akur- eyrarblaðinu Degi. Segir þar einnig að svo virðist sem ekki hafi verið höfð hliðsjón af teikningum sem Landssfminn hefur yfir legu strengsins um bæ- inn. Starfsmenn Landssímans á Akureyri hafa unnið um 3500 klst. við viðgerðir á strengnum — sem samsvarar fimm mánaða stöðugri vinnu fjögurra manna. Hafa þessar skemmdir tafið stór- lega fyrir framkvæmdum Lands- sfmans annars staðar á Akureyri. Til dæmis hefur tenging stofn- strengs f Glerárhverfi setið á hak- anum vegna þessara tfðu skemmda. -ov • Bæði Ijósaborð og strimill (mod 2251) • Stórir og skýrir stafir • Fullkomin kommusetning í ■ ' - ! GISLII JOHNSEN HF. Vesturgata 45 Reykjavík síml 27477 Veðurblfðan undanfarna verkfallsdaga blaðamanna hefur verið með eindæmum, enda snúa fréttamenn dagblaðanna hressir í bragði til vinnu að nýju. Suður f Nauthólsvfk hafa menn notfært sér góðviðrið (blaðamenn þó ekki í neinum mæli). Þessi mætti til leiks á reiðhjóli sínu og fékk sér heitt og gott bað f Volgu, heita læknum sem stöðugt rennur til sjávar ofan úr Öskjuhlíð.DB-mynd Bj.Bj. Kraf la komin í f yrsta gír— af níu mögulegum — vantar margfalt meiri gufu — stef na í gufuöf lun ekki f ullmótuð Kröfluvirkjun framleiðir nú um 1 /9 af því sem hún á að geta framleitt fullnýtt, eða 7 til 8 megawött og hefur gert svo síðan iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, gangsetti þar formlega vélasamstæðu sl. þriðjudag. Skv. upplýsingum vélstjóra við virkjunina í morgun virðist vélabúnaður allur vera í lagi og hafa engir gallar komið fram. Gufuskortur stendur f vegi fyrir frekari framleiðslu og hafa ekki verið teknar endan- legar ákvarðanir f gufuöfl- unarmálum enn. í fréttatil- kynningu iðnaðarráðuneytisins um gangsetninguna segir m.a. „verður nú að því stefnt að afla meiri gufu til þess að nýta að fullu vélakost virkjunarinnar." Skv. upplýsingum vélstjór- ans í morgun er rafmagnið sent til dreifistöðvar á Akureyri. Framleiðsla Kröfluvirkjunar nú er ámóta og Lagarfossvirkj- unar. G.S. Fengu ekki inngðngu í dýrðina: GERÐU AÐSUG AÐ ÁFENGISÚTSÖLU Sfðdegis í gær dró til nokkurra tíðinda við útsölu ATVR við Snorrabraut. Bar þar að garði tvo unga menn og eina konu rétt um sexleytið en dyrum hafði verið læst og þeim var neitað um inn- göngu. Þvf vildi unga fólkið ekki una og leitaði að bakdyrum. Þar var heldur ekki inngöngu að fá og tók nú að sfga f unga fólkið, einkum þó ungu konuna. Reif hún f bræði sinni upp stein úr freðinni foldinni, fleygði að hús- inu og hitti rúðu sem splundraðist með tilheyrandi hávaða. Var nú lögregla til kvödd og tók hún hóp- inn sem að húsinu sótti. Skýring fólksins var sú að ekki hefði átt að hæfa rúðuna heldur aðeins húsið. Málið gekk sfna leið. -ASt. Evuklæðin settu lögreglu- menn útaf laginu Náttfataball var haldið á Óðali á þriðjudagskvöldið og bar ekki til tfðinda svo vitað sé fyrr en að dansleik loknum. Þá barst lögreglu tilkynning um að ölvaður náttfataklæddur maður væri að aka brott frá staðnum. Var hans leitað í skyndi en fannst ekki einkum vegna þess að bfllinn er hann ók var skráður á firmanafn i Reykja- vfk. Loks fékk lögreglan grun urm hvar ökumanns væri að leita og var bankað upp á á þeim stað. Til dyra kom stúlka á Evuklæð- um og urðu lögreglumenn við svo búið að fella frekari leit niður, ökumaður gekk lögreglu úr greipum. - ASt. Smurbrauðstofan BJORNINN Njúlsgötu 49 - Simi 15105

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.