Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1978.
Réttarhöld í New Jersey vekja mikla athygli:
Skurðlæknir sakaður um
morð á fimm sjúklingum
— f imm lík f rá árinu 1966 graf in upp
Skurðlæknir í New Jersey,
dr. Mario Jascalevich, verður
leiddur fyrir rétt í dag,
ákærður um morð á fimm
sjúklingum sínum árið 1966.
Læknirinn er sagður hafa
sprautað sjúklingana með ban-
vænum skammti af eiturefninu
curare, sem suður-amerískir
Indiánar notuðu fyrr á öldum.
Efni þetta nota læknar nú til
þess að slaka á vöðvum sjúkl-
inga, en í stærri skömmtum
getur það haft þau áhrif á
hjartavöðvann að hjartað hætti
að slá.
Dr. Jascalevich er ákærður
fyrir að hafa sprautað efninu í
sjúklingana er þeir voru á bata-
vegi eftir skurðaðgerðir eða
áður en þeir gengust undir
skurðaðgerðir og heldur sak-
sóknari þvi fram að annað
hvort hafi skurðlæknirinn
verið geðveikur eða framið
verknaðina vegna afbrýði út í
aðra skurðlækna, þ.e. orðið
þess valdandi að sjúklingarnir
létust i þeirra höndum.
Atburðir þessir áttu sér stað í
fremur litlu sjúkrahúsi, þar
sem sjúkrarúm eru aðeins 81.
Gert er ráð fyrir mjög
löngum réttarhöldum i málinu
og lögfræðingur læknisins
heldur þvi fram að ekki sé hægt
að skipa hlutlausan kviðdóm i
málinu, vegna þess hve mikla
athygli það hefur vakið í fjöl-
miðlum.
Saksóknari á erfitt hlutverk
fyrir höndum, þvi hann verður
að sanna að sjúklingarnir hafi,
látizt vegna of mikillar inn-
gjafar af curarelyfinu. Þá
verður hann einnig að sanna að
dr. Jascalevich hafi sprautað
lyfinu í sjúklingana, en hann
var mjög virtur skurðlæknir.
Færustu sérfræðingar verða
kvaddir til, en ágreiningur er
um hvort greina megi lyfið í
sjúklingunum eftir dauða
þeirra. Málið var látið niður
falla árið 1966, þar sem sér-
fræðingum tókst ekki að greina
lyfið í likömum sjúklinganna.
En málið var tekið upp áratug
síðar, eftir að New York Times
hafði birt rannsóknarskýrslur
um málið. Saksóknarinn heldur
þvi nú fram að greina megi
lyfið í sjúklingum, vegna fram-
fara í læknavisindum. Líkin
voru grafin upp og fannst efnið
í tveimur þeirra.
Skurðlæknirinn heldur fram
sakleysi sínu í málinu og segist
aðeins hafa notað efni þetta til
rannsókna á hundum.
Þegar mál þetta kom fyrst
upp var nafni læknisins haldið
leyndu og hann kallaður
„doktor X“. Hann er fimmt-
ugur að aldri, en foreldrar hans
eru komnir frá Italiu og
Júgóslavíu, en menntun sfna
sótti hann til Buenos Aires. Dr.
Jascalevich hafði getið sér mjög
gott orð sem skurðlæknir í
norðurhluta New Jersey, en
hann ákvað sjálfur að hætta
störfum, eftir að ákveðið var að
stefna honum fyrir rétt og
ákæra hann um morð.
Þess má geta að bandariski
njósnaflugmaðurinn, Francis
Gary Powers, sem tekinn var
höndum i Sovétrikjunum 1960,
eftir að U-2 njósnavél hans
fórst, hafði lyf þetta meðferðis
til nota ef hann yrði tekinn.
Hann notaði það þó aldrei.
Fórnarlömb lyfsins fyllast
skelfingu er þau skyndilega
geta ekki andað, þar sem
hjartað hættir störfum.
Erlendar
fréttir
REUTER
V-Þýzkaland:
DJÖFULUNN
í SPILIÐ
Lik 23 ára gamallar vestur-
þýzkrar stúlku, Annelise Michel
var grafið upp á laugardag, 19
mánuðum eftir dauða hennar.
Stúlkan var sögð hafa dáið af
völdum illra anda og foreldrar
stúlkunnar héldu þvi fram að lfk
hennar myndi ekki rotna, ef hún
hefði verið undir áhrifum djöfuls-
ins.
Það kom hins vegar i ljós við
rannsókn á líkinu, að eðlileg
rotnun hafði átt sér stað.
ÍSRAELSMENN BAKKA EKKI
Gert er ráð fyrir því að tsraels-
menn svari sfðasta friðartilboði
Egypta I dag og búizt er við
neikvæðu svari ísraelsmanna.
ísraelsstjórn hefur lýst þvi yfir að
hún haldi fast við stefnu sína um
aukna búsetu tsraelsmanna á her-
teknu svæðunum, þrátt fyrir að
vonir væru bundnar við að stjórn-
in myndi hæt.tá við frekari búseju
þar.
Búseta tsraelsmanna á her-
teknu svæðunum hefur verið
helzti þrándur I götu í samninga-
viðræðum Egypta og Israels-
manna um varanlegan frið fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Aðstoðarutanríkisráðherra
Bandarfkjanna, Alfred Atherton,
sem er sérstakur sendimaður
Carters Bandarikjaforseta vegna
friðarviðræðnanna, færði ísraels-
mönnum tillögur Egypta á laug-
ardaginn. Hann mun í dag hitta
Menachem Begin forsætis-
ráðherra Israels og Moshe Dayan
utanríkisráðherra og fá þar svar
við tillögum Egypta.
BURTON LÉK í EQUUS
TIL AÐ SANNA AÐ HANN
VÆRIEKKIALKÓHÓLISTI
Richard Burton og Peter Firth í hlutverkum sínum i EQUUS.
Richard Burton heldur þvi
fram að hann sé ekki alkóhól-
isti, en aftur á móti mjög háður
sígarettum. Hann segist hafa
tekið að sér hlutverk geð-
læknisins Martins Dysart í leik-
ritinu EQUUS, Hestur, sem
sýnt var á Broadway árið 1974,
til þess að sýnaúmheiminum að
hann væri ekki alkóhólisti.
Burton segist hafa sagt
umboðsmanni sínum, eftir að
upp úr hjónabandi hans og
Elísabetar Taylor slitnaði, að
hann yrði að leika aftur á sviöi,
til þess að sýna fólki að hann
dytti ekki í öðru hvoru skrefi.
Hann yrði að sýna að hann væri
ekki alkóhólisti og gæti lært
hlutverk sín utan að enn og í
raun sýnt að hann væri at-
vinnumaður í faginu.
Þetta kom fram í viðtali, sem
tímaritið OUI, átti við leikar-
ann, þar sem hann lýsti því yfir
að hann hefði ekki átt i neinum
erfiðleikum með að hætta að
drekka. En þegar hann reyndi
að hætta að re.vkja kom í ljós að
hann varð algerlega óhæfur í
sambúð, fjandsamlegur í garð
allra. Burton reykir 3-5 pakka
af sígarettum á dag.
Burton tók við hlutverki dr.
Dysart i EQUUS á Broadway af
Anthony Perkins. Síðar hefur
verið gerð kvikm.vnd eftir leik-
ritinu, þar sem Burton leikur
einnig geðlækninn. Hann hefur
verið útnefndur til Oskarsverð-
launa fyrir leik sinn í kvik-
myndinni. Þá kaus kvikmynda-
tímaritið Films and Filming
Burton bezta karlleikarann
fyrir hlutverk sitt í EQUUS.
Sama blað kaus Peter Firth,
sem lék Alan Strang í EQUUS á
móti Burton beztu framtíðar-
von meðal karlleikara.
Eins og menn muna e.t.v. var
EQUUS sýnt í Iðnó fyrir
nokkru og þar lék Jón Sig-
björnsson geðlækninn, en
Hjalti Rögnvaldsson Alan
Strang.
Mordingjar Sibai
fyrirréttí dag
Arabarnir tveir, sem myrtu
ritstjóra Al-Ahram, Youssef
Sibai, munu koma fyrir rétt I
Nikósíu í dag. Arabarnir voru
handteknir eftir átökin, sem
urðu á milli Egypta og Kýpur-
manna á Lanarcaflugvelli, þar
sem 15 egypzkir hermenn féllu,
eftir misheppnað áhlaup á flug-
vél morðingjanna, sem héldu
gislum um borð í vélinni.
Youssef Sibai var náinn
vinur og samstarfsmaður
Sadats Egyptalandsforseta, en
hann hefur krafizt þess að
morðingjarnir væru framseldir
til Egyptalands. Þvf hefur
Spyros Kyprianou forseti
Kýpur neitað og sagt að þeir
verði að svara til saka fyrir
morðið á Kýpur.
Sadat sleit stjórnmálasam-
bandi við Kýpur vegna þessa
máls og hefur kallað heim allt
starfsfólk sendiráðs Egypta á
Kýpur. Kyprianou Kýpurfor-
seti hefur reynt að ná sáttum,
þvi stuðningur Egypta var
stjórn hans mikilvægur, áður
en til þessarar deilu kom.
Þess má geta að Sibai rit-
stjóri fór m.a. með Sadat i
hina frægu Israelsferð
seint á fyrra ári.
Morðingjar Youssef Sibai. A
miili þeirra tveggja er einn úr
áhöfn flugvéiarinnar sem þeir
rændu og sneru til Kýpur.
ANTÍKMUNIR HENRY FORDS
SLEGNIR HÆSTBJÓÐENDA
Antikmunir, sem tilheyrðu
bílcframleiðandanum Henry
Ford II og fv. konu hans önnu,
voru boðnir upp á uppboði i New
York nú um helgina. Munirnir,
sem aðallega voru frönsk húsgögn
frá 18. öld, klukkur, gullbox og
postulín, seldust fyrir u.þ.b. 2,1
milljón dollara, eða á sjötta
hundrað milljóna Islenzkra króna.
Stór hluti antikmunanna seldist á
hærra verði en uppboðshaldarinn
hafði gert ráð fyrir.
INDÍRA VANN
GÓDAN SIGUR
Klofningsflokkut Indíru
Gandhi fv. forsætisráðherra Ind-
lands vann ótvíræðari sigur í
kosningum I Karnataka sem er í
Suður-Indlandi. Indíra klauf sig
sem kunnugt er fyrir skömmu úr,
Kongressflokknum, og telur
klofningsflokk sinn hinn eina
rétta Kongressflokk. Þessi sígur
styrkir Indíru mjög í sessi og
endurreisir hana sem pólitfskan
leiðtoga, eftir það afhroð, sem
hún og Kongressflokkurinn guldu
í síðustu þingkosningum.
Samkvæmt siðustu tölum, sem
eru frá miðnætti i nótt, hafði
flokkur Indíru fengið 125 sæti af
224 í stjórn Bangalore í Karataka.
Janataflokkurinn sem nú er við
stjórn f Indíandi fékk aðeins 47
sæti. Hinn opinberi Kongress-
flokkur vann aðeins tvö þingsæti.
Indfra, sem nú er sextug að
aldri, var forsætisráðherra
Indlands í 11 ár en tapaði I marz
sl. Hún treysti mjög á sigur i
Karnataka, eftir að hún klauf sig
úr Kongressflokknum 2. janúar
sl. En kosningar fóru jafnframt
fram I fjórum öðrum héruðum í
gær en úrslit eru ekki ljós. Þar
verður árangur að vera góður ef
flokkur hennar á að verða helzti
stjórnarandstöðuflokkur Janata-
bandalagsins sem nú stjórnar.
Talning á þessum héruðum hefst
á morgun.
Búizt hafði verið við góðum
árangri flokks Indiru í Karnataka
en úrslitin urðu þó betri fyrir
flokk hennar en bjartsýnustu
stuðningsmenn hennar höfðu
þorað að vona.