Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 32
— segir Snorri Jónsson „Ég vænti þess, að ekki færri en 40-50 þúsund manns taki þátt í allsherjarverkfallinu 1. og 2. marz,“ sagði Snorri Jóns- son, sem gegnir forsetastarfi í ASl, í viðtali við DB í morgun. „Með allsherjarverkfalli stefnum við að því að stöðva' sem flest,“ sagði Kristján Thorlacíus, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Kristján sagði, að stefnt væri að stöðvun kennslu í skólum, og raunar væru allir opinberir starfsmenn, hvar sem væri, hvattir til að leggja niður vinnu til að mótmæla því ófremdar- ástandi, sem skapazt hefði með Volkswagen lenti undirstrætó Harður árekstur varð klukkan rétt f.vrir 6 á föstu- dagskvöld á Stekkjarbakka og Breiðholtsbraut er Volks- wagenbifreið lenti undir vinstra afturhorni strætis- t vagns. Þrír menn voru í Volks- wagninum og slösuðust þeir allir og tveir eru töluvert ? meiddir. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Þó yrðu veittar undanþágur fyrir heilsu- og öryggisgæzlu. Gera má yfirleitt ráð fyrir lokun bensínstöðva, þar sem afgreiðslumenn eru í Dagsbrún. Verzlunarmanna- félag Reykjayíkur hvetur ekki til verkfalls, svo að búðir verða líklega opnar, þótt einstaka verzlunarmenn kunni að fara i verkfall. Asmundur Stefánsson, hag- fræðingur ASl, sagði í morgun, að við flugið starfaði bæði fólk í almennum verkalýðsfélögum og opinberir starfsmenn. Enn hefði að minnsta kosti ekki verið gefin nein undanþága fyrir flugið, svo að búast mætti við stöðvun þess. Heppnist allsherjarverkfallið eins og forsvarsmenn þess vilja, má búast við stöðvun framleiðslu á flestum sviðum. Þó munu sjómenn að líkindum róa. HH Suöumesjamenn stoppa bara 1. marz hefði náðst um eins dags stöðvun. Tvímælalaust yrði mikil þátttaka í henni. Fiskvinnslumenn ræddu við Karl Steinar og fleiri verkalýðs- foringja og bentu á vandræði sín og báðu um, að hætt yrði við stöðvun. HH Verkafólk á Suðurnesjum leggur bara niður vinnu hinn 1. marz en ekki báða dagana, að sögn Karls Steinars Guðna- sonar, formanns Verkalýðs- félags Keflavíkur og nágrennis, í morgun. Hann sagði, að bezt samstaða Allsherjarverfcfallið: „ Vænti ekki minna en 40-50 þúsund manna þátttöku" Stútaráferð yfirhelgina Tuttugu ökumenn voru teknir i höfuðborginni um helgina grunaðir um ölvun við akstur. Samkvæmt upplýsingum Magnús- ar Magnússonar aðalvarðstjóra er þetta há tala miðað við það sem annars gerist. -A.Bj. Sjálfstæðismönnum á Suðurlandi tókst ekki að koma saman f rambodslista á kjördæmisráðsfundi Eyjamenn hótuðu að ganga út ískyndingu 11 manna nefnd, sem kosin var og tók þegar til starfa á 74 manna kjördæmisráðsfundi sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, tókst ekki að koma saman framboðslista flokksins til næstu alþingis- kosninga á ráðsfundinum á laug- ardag. Árangur nefndarstarfsins varð hvorki meira né mirína en þrjár minnihlutatillögur. 1. tillaga var um Steinþór Gestsson bónda í 1. sæti, Guðmund Karlsson framkvæmdastjóra í Eyjum í 2. sæti, Eggert Haukdal, bónda í 3. sæti, Siggeir Björnsson bónda í 4. sæti, Ola Þ. Guðbjarts- son oddvita á Selfossi í 5. sæti, Jón Þorgilsson, fulltrúa á Hellu í 6. sæti og Árna Johnsen blaðamann í 7. sæti. 2. tillaga var um Steinþór í 1., Eggert í 2., Guðmund í 3., Siggeir í 4., Arna í 5., Ola Þ. í 6., og Jón í 7. Tillaga Vestmannaeyinga var hins vegar í því fólgin að Guð- mundur yrði í 2. sæti og Árni I 5., en önnur röðun mátti nokkurn veginn liggja milli hluta að því undanskildu. Þegar bera átti tillögurnar undir atkvæði, reis fulltrúi Eyja- manna úr sæti og sagði að ef gengið yrði til atkvæða um fyrri tillögurnar tvær, mundu þeir ekki taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og ganga af fundi. Var þá gripið til þess ráðs að samþykkja tillögu Guðlaugs Gíslasonar um að fresta fundinum strax. Guðlaugur hefur I áraraðir skipað 2. sætið á listan- um og Ingólfur Jónsson á Hellu það fyrsta, en þeir eru nú báðir að láta af störfum. Er nú beðið nýrrar málá- miðlunar, er miði að því að koma i veg fyrir sprengingu Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi, en eftir þvi sem blaðið kemst næst hefur ekki verið ákveðið hvenær fram- hald fundarins skuli vera. -HP. í Súgandafiröi: TVEIR DRENGIR HRÖPUÐU ÚR KLETTABELH OFAN VIÐ SUÐUREYRI — 8 ára drengur beið bana Atta ára gamall drengur, Egill Traustason, hrapaði til bana I fjallinu fyrir ofán Suður- eyri í Súgandafirði siðdegis á föstudaginn. Leikfélagi hans, Ingvqr Sigurðsson, 10 ára, slasaðist alvarlega, en er nú úr lífshættu og liggur á sjúkrahúsi í Rejlkjavík. Driengirnir voru að klifra í fjallínu sem rís beint upp af þorþinu og voru komnir I gilskorning í klettabelti sem er þar í 300-400 metra hæð. Þá brast allt I einu snjóhengja og rann af stað niður hlíðina með drengina tvo. Munu þeir hafa runnið að minnsta kosti 150 metra niður. Dreif að börn og náði tólf ára gamall piltur félögunum úr snjónum. Var sá yngri þá látinn en hinn mikið slasaður, tvílærbrotinn og með talsverða höfuðáverka. Móðir þess sá til hvar þeir runnu niður hliðina. Þegar var haft samband við lækni á Isafirði, því læknislaust er á staðnum, og var hann kominn til Suðureyrar laust fyrir kl. 7 um kvöldið. Gerði hann til bráðabirgða að sárum Ingvars og var siðan haldið með jeppa yfir Breiðadalsheiði til Isafjarðar. Mikill snjór er á háheiðinni — allt að 4 metra djúp snjógöng — og varð þvi að fá jarðýtu til að draga jeppann yfir á auðan veg ísafjarðar- megin. Komst læknirinn með sjúkling sinn á sjúkrahúsið á tsafirði um miðnættið. Ingvar litli var síðan fluttur á sjúkra- hús í Reykjavik á laugardaginn. -OV/SS, Suðureyri. Suðureyri við Súgandaf jörð: Drengirnir féllu úr klettabeltinu fyrir ofan bæinn þegar snjóhengja iosnaði. Ljósm: Mats Wibe Lubd, jr. frfálst, nháð dagblað MANUDAGUR 27. FEBRtJAR 1978. Próf kjör sjálfstæðis- mannaíKeflavík: Tómas efstur— Árni R. féll niður ífimmta Tómas Tómasson, sparisjóðs- stjóri í Keflavík og forseti bæjar- stjórnar, hlaut flest atkvæði í 1.-4. sæti i prófkjöri sjálfstæðismanna i Keflavík vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor, sem haldið var núna um helgina. Hlaut hann 379 atkvæði, en næstur kom Ingólfur Halldórsson aðstoðarskóla- meistari með 260 atkvæði. I þriðja sæti varð Ingólfur Fals- son vigtarmaður með 237 atkvæði og 1 fjórða sæti Kristinn Guðmundsson málarameistari með 226 atkvæði í 1. til 4. sæti. Þessir þrir fyrsttöldu áttu allir sæti f bæjarstjórn frá síðustu kosningum, en Arni R. Arnason, féll niður í fimmta sæti með 253 atkvæði. Á hæla honumkomu þau Ingibjörg Hafliðadóttir húsmóðir, Arni Þór Þorgrímsson flugum- ferðarstjóri Ingibjörg ELIasdóttir húsmóðir og Halldór Ibsen fram- kvæmdastjjóri. Kosningin er bindandi i þrjú efstu sætin, en alls greiddu 680 manns atkvæði. Er það töluvert minna en þátttakan var i sfðustu bæjarstjórnarkosningum, en þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn um eitt þúsund atkvæði. HP Námsmenn erlendisfá35 milljóniruppí gengislækkunina „Rikisstjórnin hefur veitt 35 milljónir króna til að bæta náms- mönnum erlendis áhrif gengis- fellingarinnar — og miðast það við 1. marz,“ sagði Sigurjón Valdi- marsson, framkvæmdastjóri lána- sjóðs íslenzkra námsmanna í við- tali við DB. „Stjórn lánasjóðsins taldi að til að bæta námsmönnum erlendis áhrif gengisfellingarinnar þyrfti 50 milljónir króna — sem miðaðist við 1. febrúar. Stjórnvöld hafa því komið til móts við sjóð- inn sem nemur um sagði Sigurjón ennfremur. Námsmenn erlendis hafa verið mjög óánægðir með aðgerðaleysi eða bið stjórnvalda og sent yfir- lýsingar þar að lútandi. Þar kemur fram, að námsmenn telja að gengislækkun frá áramótum hafi numið 21%. Þeir hafa látið í ljósi ótta við að leiðrétting þeim til handa verði ekki nema hluti lækkunarinnar — sem raunar hefur nú komið á daginn. H.Halis. Skólarvíða lokaðirvegna óveðursins Það var víðar óveður norðan- lands en á Siglufirði í morgun, því snemma tóku að berast til- kynningar um að felld yrði niður kennsla vegna veðurs. Grunnskól- arnir á Dalvík, Hvammstanga, úlafsfirði og Laugabakka i Húnavatnssýslu eru þannig ailir lokaðir i dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.