Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1978. Óvenjulegt og sniðugt Sinfóníuhljómeikarnir á fimmtudaginn var voru á flestan hátt óvenjulegir, í það minnsta miðað við okkar aðstæður. Þar komu fram íslenskur einleikari og íslenskur stjórnandi, og þar voru flutt heil þrjú tónverk f fyrsta sinn hér á landi. Eitt þess- ara verka var meira að segja ís- lenskt, eftir kornungt tónskáld, Snorra Sigfús Birgisson, og var það frumflutt þarna, sem út af fyrir sig var auðvitað merkisvið- burður. Það er ekki annað hægt en dást að hugrekki stjórnandans, Páls P. Pálssonar, að taka til með- ferðar þrjú tónverk, sem öll voru hljómsveitinni ókunn, hefði margur þótt fullsæmdur af að flytja t.d. lokaverkið, Konsert f. hljómsveit eftir Lutoslawskí, og fylla sfðan upp með rútfnuverk- um. En hljómleikarnir hófust sumsé með Songs and places eftir Snörra, sem er á margan hátt lag- lega samið byrjandaverk. Er greinilegt að Snorri kann orðið margt fyrir sér, þó hann hafi ekki stundað tónsmfðanám lengi, og gæti ég best trúað að hann ætti eftir að semja margt skemmtilegt í framtíðinni. Nú ætla ég svo sannarlega ekki að segja að Songs and Places sé leiðinlegt eða ljótt. Þar eru ýmsar glettnislegar hug- myndir, sem vert er að gefa gaum. Hinsvegar vantar talsvert á að þessar hugmyndir þróist og vinni saman, svo að heildin verður væg- ast sagt dálftið laus í reipunum. Byrjunin var falleg og lofaði' ein- hveriu um þróun „klangfarbeb- melodie" (einsog hjá Schönber og Pijper?), en þetta rann fljótt útf sandinn. Áframhaldið var einsog upptaktar að ýmsu góðu, en þetta góða náði einhvernveginn aldrei skýrri mynd og athygli manns slævðist fyrir bragðið, og maður fór að hugsa um eitthvað annað Þetta má helst ekki koma fyrir í svona stuttu verki og ætti að vera , óþarfi, þegar svona talenteraður' maður einsog Snorri er að bjástra. Eitthvað held ég líka að megi kenna um hvernig verkið var flutt, því spilamennskan var sannast að segja í daufara lagi. En í öllu falli: áfram veginn, Snorri. Anna Áslaug Ragnarsdóttir var einleikari í útsetningu á Wander- erfantasíu Schuberts eftir Liszt. Ekki er þetta nú spennandi sam- setningur og gerði Liszt held ég flest betur en þetta. Ætli hann hafi verið að æfa sig í hljóm- sveitarútsetningu? í það minrista má sjá og heyra í hljómsveitar- verkunum hans (þau eru nú ekki svo fá) að hann hefur stúderað handverkið vel og vandlega. En þetta verk á helst ekki að flytja finnst mér. Ég láti Önnu Áslaugu alls ekki, þó leikur hennar hafi verið dálftið ósannfærandi á köfl- um. Hver meðalmaður hlýtur að missa áhugann á þessu f miðju kafi, ef hann leggur þá nokkurn- tfmann í að byrja. En Anna Áslaug er ágætur píanóleikari, held ég, spilar örugglega og hreint, og vildi ég gjarnan heyra hana í einhverju merkilegra, og það fljótt. Hljómleikunum lauk svo, einsog áður segir, með Konsert Lutoslawskfs. Þetta er stærsta verk Lutoslawskis áður en hann fann sjálfan sig einsog maður segir, samið í anda Bartóks, sem þótti vfst mikil bíræfni austan- sterka rvksusan... /§_ Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans. oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni. stóra. ódýra pappirspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og J stál. Svona er NILFISK: Vönduðog tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lcngdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Afborgunarskilmólar CAMIY HÁTÚN 6A IvlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði tjalds uppúr 1950. Og þetta er ótrúlega spennandi og magnað verk, og alls ekki nein Bartók- kópfa, því þar úir og grúir af frumlegum uppátækjum. Stjórn Páls P. á þessu var að mínu viti mikið þrekvirki, og vegna þess má sannarlega fyrirgefa honum pfnu- lítið (ekki veit ég hvað Snorri og Anna segja) hvað fyrrihluti hljómleikanna var slappur. Hann ætlaði sér og hljómsveitinni of mikið, því verður ekki neitað, og það má kannski segja að slfkt eigi ekki að koma fyrir jafnreyndan mann. En þegar maður tekur með f reikninginn að tækifærin til að reyria kraftana eru fá og strjál, skal engan undra þó áhugasamur músíkant brenni í skinninu að reyna eitthvað óvenjulegt og sniðugt. Leifur Þ.- ' ' - mHHgpiV mrm $ lÉÍSBJfeæÉlK. ■ ./■■■' ■ ...il* 1 *, Mikió úrval afnýjum dömih og herrapeysum þjonum ., stor- Reykja víkursvæóinu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.