Dagblaðið - 18.03.1978, Page 7

Dagblaðið - 18.03.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978. 7 KSnnun á gæðum páskaeggja: „Brjóstsykurinn þrælgóður og endist ævilangfT — Nói þótti langbeztur en Víkingur fylgdi fast á eftir Nú eru páskarnir ekki langt undan og eitt sem tilheyrir þeim eru páskaeggin, sem jafnan eru á boðstólum nokkrar vikur fyrir páska. DB fór á stúfana og keypti nokkur páskaegg í viðurkenndri stórverzlun. Þar voru eggin vegin á nákvæma vog og vigtin skrifuð niður. Ætlunin var að athuga hvernig verðinu væri háttað, hvaða stærð af eggjum gefi ,,mest af eggi“ og hvernig tegundirnar bragðast. Við kevptum sex egg, tvö sem talizt geta i ,,stærri“ flokknum. annað frá Crystal og hitt frá Vík- ingi, síðan þrjú egg af millistærð, frá Nóa. Milka (reyndist vera frá Víkingi) og eitt ómerkt (reyndist vera frá Crystal) og síðan eitt mjög litið frá Nóa. I ljós kom að verð eggjanna miðað við þyngd var mjög svipað. Þó voru minnstu eggin örlítið ódýrari en þau stærstu en munurinn var svo lítill að hann er ekki umtalsverður. Súkkulaðið í eggjunum var nokkuð mismunándi en blaða- mönnum sem brögðuðu skipulega á öllum eggjunum kom saman um ANNA BJARNASON að Nóa-eggið væri langbezt. Hins vegar var Víkingseggið í öðru sæti hvað bragð snerti. Sömu- leiðis hafði það einnig mest að geyma, enda líka langstærsta eggið. Súkkulaðið í Crystalseggj- unum þótti bera of mikinn keim af kakói, og býsna líkt bragð af konfektmolunum sem voru inni í egginu. Málshættir voru i öllum eggjunum. ÍJtlit eggjanna var mjög álika. Unginn á einu egginu frá Milka (Víkingi) reyndist ætur. ,,Toppsúkkulaði,“ sagði einn blm. um stærra Crystal eggið. •..Dálítið kakóbragð af súkkulað- inu en konfektið ágætt," sagði annar um sama eggið. „Ofsagott súkkulaði," sagði einn um Nóa-eggin. ,,Þetta er lík- lega það bezta.“ sagði annar. „Gott súkkulaði,“ ^sagði einn blm. um Víkingseggið. „Agætis egg, en súkkulaðið full bragð- dauft,“ sagði annar um sama eggið. „Brjóstsykurinn er þræl- góður og endist ævilangt,“ sagði einn um brjósts.vkurinn í Víkings- egginu. Það er þvi greinilegt að smekk- urinn á páskaeggjum er eins mis- munandi og mennirnir eru marg- ir. Hér fer á eftir tafla yfir verð og þyngd eggjanna. Innihald þeirra má sjá á meðfvlgjandi mvndum. - A.Bj. Þvngd Verd Verð pr. gramm 11 Crvstal 350 gr. 1.676 4.78 Vikingur 300 gr. 1.443 4,81 Ómerkt (Crvstal) 200 gr. 933 4,66 'O Nói — 3 — 150 gr. 697 4,64 Milka (Víkingur) 120 gr. 527 4,39 m Nói — 2 — 80 gr. 354 4,42 iim Þarna eru eggin sem við kevptum áður en þeim var slátrað. SjáHstæðisflokkurínn á Sauðárkróki: AÐEINS EITT FRAMBOÐ BARST 22 hafa veríð tilnefndir af kjörstjórn Innihald eggja var dáiítið mismunandi. Eins og vera ber er auðvitað mest i stærstu eggjunum. Það var áherandi meira í Víkingsegginu en því frá Crvstal, sem var þó 50 g þvngra. 1 Crvstalsegginu voru hins vegar átta konfektmolar. DB-mvndir Bjarnleifur. Ætli þetta sé ekki almennt áhugaleysi, það geta ekki nema forstjórar og framkvæmdastjórar staðið I þessu," sagði Haraldur Friðriksson, formaður kjörnefnd- ar Sjálfstæðisflokksins á Sauðár- V króki, i viðtali við Dagblaðið. en . þar gengur erfiðlega að koma saman framboðslista fyrir próf- kjör vegna bæjarstjórnarkosnfng- anna i vor. „Það barst aðeins eitt framboð fyrir tilsettan tíma,“ sagði Har- aldur ennfremur. „Við höfum nú gripið til þess ráðs að tilnefna 22 menn og er verið að bíða eftir skriflegu samþykki þeirra.“ Akveðið hefur verið að efna til prófkjörsins dagana 1. og 2. apríl og sagði Haraldur að þeir von- uðust til að svör þeirra, sem til- nefndir hefðu verið, bærust fyrir næstu helgi, enda væri lítill tími til stefnu. - HP ÞÓRIR ER EKKISÁ ÞÓRIR Þórir Jónsson forstjóri hafði samband við blaðið og sagðist ekki vera sá Þórir Jónsson sem er á lista þeim er DB birti i gær og skráður er í Reykjavlk. I fvrsta lagi byggi hann í Garðabæ og í öðru lagi ætti hann enga peninga á erlendum bankareikningum. - HP VORUBILAR BENZ 1623 M/BÚKKA ÁRG. ’68. 1519 ÁRG. 71-73. 1418 ÁRG. ’65-’67. 1413 ÁRG. ’66-’69. V0LV0 485 OG 495 0G TITAN, ÝMSAR ÁRG F 86 2JA ÖXLA ÁRG. 1974. F 88 M/BÚKKA ÁRG. '67-74. SCANIA 75 SUP. M/BÚKKA ÁRG. '62 76 SUP. M/BÚKKA ÁRG. '65 67. 80 SUP. ÁRG. ’69 >g 74. 110 SUP. ÁRG. 71-74. 140 SUP. ÁRG. 74. M.A.N. 19.230 HA 3JA ÖXLA FRAMD& 15.200 ÁRG. 1972 M.]KRANA ÁRG. 74. 9.186 FÁRG. ’69. 9.186 HA, FRAMDRIF, ÁRG 70. 9.168 FÁRG. 73. VINNUVÉLA- & VÖRUBIFREIÐASALA. VAGNHÖFÐA 3 REYKJAVÍK. SÍMI 85265. rJÖLDI ANNARRA BIFREIÐA Á SÖLUSKRÁ. STÓRT SÝN- INGARSVÆÐI. SKOÐUNAR- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA. DRÁTTARVAGNAR — BEIZLISVAGNAR — PALLAR OG GRJÓTPALLAR. EINNIG BÍLKRANAR AF ÝMSUM STÆRÐ- UM. EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF ÝMSUM GERÐUM OG TEGUNDUM VINNUVÉLA.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.