Dagblaðið - 29.03.1978, Síða 4

Dagblaðið - 29.03.1978, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. 22. skoðanakönnun Dagblaðsins: Eruð þér fylgjandi eða andvígur að bruggun og sala áfengs öls verði leyfð hér á landi? „ÞAÐ BRUGGA ALLIR „Það brugga allir. Þetta skiptir ekki máli lengur.” (Karl á Akureyri). „Nei. Þetta kæmi unglingunum til að drekka.” (Karl i sveit). „Sjálfsagt að leyfa bjór, ef hann verður bara seldur í „Rík- inu”.” (Kona á Akranesi). „Ég þekki bjórinn frá dvöl minni erlendis og vildi gjarnan hafa hanrnfyrir mig, þótt ég treysti ekki öllum öðrum til að fara rétt með hann.” (Kona á Reykjavíkursvæðinu). „Andvíg, þótt mér þyki bjór góður.” (Kona á Reykjavíkur- svæðinu). „Ég er andvígur sölu og tel betra, að menn bruggi í heimahús- um.” (Karl á Hellu). „Ég fylgi bjórnum, ef sett verða ströng fyrirmæli um sölustaði og aldurstakmörk.” (Karl á Suðurnesjum). „Ég er fylgjandi bruggun áfengs öls og sölu íslenzks öls ein- göngu.” (Karl á Vestfjörðum). „Það skiptir ekki máli, hvort ölbruggun er leyfð eða ekki. Þetta er að minnsta kosti gert í öðru hverju húsi hér um slóðir.” (Kona á Austurlandi). Menn segja, að ekki þýöi að standa gegn bjórnum lengur, þvi aö heimabruggið sé svo mikið. „Ég er á móti öllum áfengum drykkjum.” (Karl á Reykjavíkur- svæðinu). Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi..............................138eða46% Andvígir........................143 eða 47 2/3% Óákveðnir..........................19eða6 1/3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi..................................49,1% Andvígir...................................50,9% Þannig athugasemdir létu sumir fylgja svörum sínum í skoðanakönnun Dagblaðsins um afstöðuna til bjórsins. Spurt var, hvort menn væru fylgjandi eða andvigir bruggun og sölu áfengs öls hér á landi. Könnunin var gerð með sama hætti og fyrri kannanir DB og talað við 300 manns, 150 karla og, 150 konur, og var helmingurinn á Reykjavikursvæðinu. Úrslit þessarar skoðanakönnunar voru nánast jafntefli. Tæplega 48 af hverjum hundrað sögðust andvígir en 46 af hundraði fylgjandi. Þegar þess er gætt, aö i slikri skoðanakönnun getur munað örfáum prósentum, að niður- stöður gefi nákvæmlega rétta mynd, er aðeins unnt að segja, að hóparnir, með og móti bjórnum, séu nckkurn veginn jafnstórir. Og bjórinn hefur unnið á. t skoðanakönnun Dagblaðsins i fyrra- vor voru yfir 60 af hundraði andvígir bruggun og sölu áfengs öls hér á landi. Skoðanakönnun, sem fyrirtækið Hag- vangur gerði á vegum Visis um sama leyti, sýndi svipaða niðurstöðu. Fyrir ári var sem sé öruggur meirihluti á móti bjórnum. Nú er jafnara á metun- um. Vaxandi heimabruggun Af ummælum, sem fólk lét fylgja svörunum, má ráða, að vaxandi bruggun í heimahúsum hafi mikil áhrif á svörin. Margir sögðu sem svo, að til lítils væri að banna bjór, þegar bruggað væri „í öðru hverju húsi” eða eitthvað á þann veg. Andstæðingar bjórsins nefndu einna helzt, að nógur væri drykkju- skapurinn fyrir og mundi hann aukast með tilkomu bjórsins. Einkum yrði unglingum hættara en áður. Mjög stór hópur þtirra, sem léðu bjórnum liö, sagðist aðeins gera það, ef tryggt væri, að hann yrði ekki seldur nema í áfengisverzlunum ríkis- ins og á vinveitingastöðum og aldurs- mörk hin sömu og um annað áfengi. Fólk úti á landi andvígt bjór Það skipti mjög í tvö horn, eftir því hvort fólk var á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess. Á Reykjavikursvæðinu var meirihluti, bæði karla og kvenna, fylgjandi bjórnum. Úti á landi var meirihluti, bæði karla og þó einkum kvenna, á móti bjórnum. Andstaðan var mest i sveitunum. Þegar litið er á karlahópinn sér, kemur i Ijós, að 71 karl var meðbjór, 69 á móti og 10 óákveðnir. Af konunum voru hins vegar 67 fylgjandi, 74 á móti og 9 óákveðnir. •HH. Neytendasamtökin 25 ára Barátta fyrir eigin tilveru — neytenda- dómstóll væntanlegur? Frá blaöamannafundi þeim sem Neytendasamtökin héldu. Stjórnin situr þarna nema Reynir Armannsson formaður stendur og flytur tölu. DB-mynd Hörður. Neytendasamtökin höfðu starfað í aJdarfjórðung á skírdag. En i hvað hafa þessi 25 ár farið? Að sögn forystumanna þeirra að mestu i að berjast fyrir eigin tilveru og það að aðstoða neytendur eftir mætti, sem oft er ekki mikill. Menn geta eins og allir vita kært gallaða vöru eða slæma þjónustu til Neytendasam- takanna. En Neytendasamtökin geta ekkert annað gert en talað við þann sem seldi vöruna eða þjónustuna og reynt að fá hann til þess að taka vöruna aftur, veita afslátt eða bæta þjónustuna. Vilji seljandi þetta ekki er ekki um annað að ræða fyrir kaupanda en að fara i mál. Og vegna þess að dómskerfið er eins og það er tekur slíkt mál bæði óratima og er fjárhagslega óhagkvæmt vegna þess að verðbólgan er ekki tekin með í reikninginn. En hvað er þá til úrbóta? Forystumenn Neytendasamtakanna telja það helzt til ráða að fleiri gangi i samtökin, því eftir fjöldanum vex styrkurinn. Nú eru félagarnir aðeins 3004 en þyrftu helzt að vera tíu sinnum fleiri. Reyna á að koma á samstarfi við verðlagsstjóra um verðkönnun og gæða- könnun og eins að koma á nefnd sem kannað getur gæði vöru sem kvartað er yfir og þá með tilkvöddum sér- fræðingum því samtökin sem slik hafa ekki yfir slikri þekkingu að ráiða. Er þetta fyrsti vísir að neytendadómstóli sem afgreitt gæti kvörtunarmál i hasti þegar þurfa þykir. Það sem allt strandar á hjá Neytenda- samtökunum er hversu fjárhagur þeirra er slæmur. Félagarnir eru fáir og styrkur sá sem riki og borg veita er mjög tak- markaður. Þetta veldur því að ekki er hægt að kanna gæði vöru til nokkurrar hlitar, hvað þá að hægt sé að gera al- menna könnun á öllum þeim vörum sem seldar eru. Neytendasamtökin geta þvi ekki ráðlagt fólki hvaða vöru á að kaupa og hverja ekki nema að eiga yfir höfði sér málsókn. Núna stendur yfir ein slik vegna deilu um það hvort ákveðin gerð af sjónvarpstækjum hafi verið aug- lýst á sanngjarnan og réttlátan hátt og farið rétt með þær upplýsingar sem fyrir hendi lágu. Samtökin treysta sér ekki út i fleiri slik mál i bili vegna fjárhags síns. Ekki þykir samt rétt að ríkið reki neytendasamtök þar sem ríkið er það stór aðili hvað varðar sölu á vöru og þjónustu að hann þyrfti þá hvað eftir annað að fást við sjálfan sig. Menn binda því mestar vonir við það að meðlimum í samtökunum eigi eftir að fjölga og benda á að allir menn séu neytendur hvað sem þeir eru annað. -DS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.