Dagblaðið - 29.03.1978, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978.
Ritarar óskast
Opinber stofnun óskar að ráða vana ritara,
annan í afleysingar 4 til 5 mánuði. Umsóknir
er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist
blaðinu fyrir 1. apríl nk. merkt: „Vanur ritari..
Auglýsingateiknari
óskast að starfandi auglýsingastofu.
Til greina kemur að viðkomandi gerist meðeig-
andi í fyrirtækinu.
Umsóknir leggist inn á afgr. Dagblaðsins
merkt „Auglýsingateiknari”
Til sölu 2ja herb.
hugguleg risíbúð í Vogahverfi með góðum kvistum,
rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi, laus nú þegar. Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. 3ja til 4ra herb. íbúð á neðri hæð i tví-,
býlishúsi við Efstasund. Mjög vel útlítandi. Góður
garður i kringum húsið, laus nú þegar. Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. 4ra herb. íbúð í Hlíðunum ásamt 5
herb. í risi. Góðar geymslur, sólrikar svalir, mjög vel
skiptanleg útborgun. Sumarbústaðaland í nágrenni
bæjarins stærð 1500 ferm. Bókhaldsþjónusta Bjarna
Garðars Austurstræti 7. 2. hæð. Heimasími sölumanns
82768.
' ................................
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmm
A' V , EIGNAÞJÓNUSTAN
4..... |\ A FASTEtGNA OGSKIPASALA
V I I Æ NJÁLSG0TU23
ÍÉMÉ# SÍMI: 2 66 50
Kastalagerði
Höfum til sölu 5 herbergja jarðhæð, 110 ferm með sérinngangi á bezta
stað i Kópavogi. Skiptanlcg útb. aðeins 6,5—7,0 millj.
Sölustj.: Örn Scheving.
Lögm.: Ólafur Þorláksson.
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 1 — Símar 43466 — 43805
Kópavogsbraut
2ja herbergja íbúð, ca 80 ferm.
Verð 7,5 milljónir.
Hamraborg
2ja herbergja ibúð, 55 ferm. 8 1/2
til 9 milljónir.
Efstaland
2ja herbergja ibúð, 50 ferm. 8 1/2
milljón.
Melgerði
3ja herb. íbúð, 80 ferm. 7 1/2 til 8
milljónir.
Kvisthagi
3ja herbergja íbúð, 100 ferm. 10
milljónir.
Kópavogsbraut
4ra herbergja íbúð, 100 ferm, er í
risi. lOmilljónir.
Asparfell
4ra herbergja íbúð, 120 ferm. 15
milljónir.
Hlégerði
4ra herbergja ibúð, 100 ferm. 15
milljónir.
Lækjarkinn
4ra herbergja, ca 100 ferm. 11 1/2|
milljón.
Grenigrund
4ra herbergja íbúð í eldra tvibýlis-
húsi, 90ferm. 12 milljónir.
Stigahlíð
5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi,
stórglæsileg, 140 ferm. 17 milljón-
ir.
Helgaland
Fokhelt einbýlishús með gleri og
hágengnu þaki. Verð 13 millj.
Markarflöt
Stórglæsilegt einbýlishús á góðum
stað, ca 190 ferm. Verð 35 milljón-
ir.
Þinghólsbraut
4ra til 5 herbergja einbýlishús á
góðum stað, ca. 125 ferm. 18 til 20
milljónir.
Þorlákshöfn
Stórglæsilegt viðlagasjóðshús,
laust fljótlega. Verð 11 1/2
milljón.
Hveragerði.
Gott raðhús, verð 7 milljónir, laust
strax.
Vilhjálmur Einarsson söiustjórí og Pétur
Einarsson lögfræöingur.
Samtök leigjenda íbúðarhúsnæðis í undirbúningi:
Embættismenn erlendis
ogútiálandi aðai-
leigusalar húsnæðis
á Reykjavíkursvæðinu
Skattamál og nútíma lóðaúthlutunaraðferðir talin eiga
stóran þátt í vanda leigjenda
„Talið er að 20—30% heimila á
Reykjavíkursvæðinu búi við leigu-
húsnæði. Þessi þjóðfélagshópur á við
mjög þröngan kost að búa nú er
húsnæðisskortur rikir. Réttur leigjenda
er hvergi tryggður í lögum, en hinsvegar
eru t.d. skattalög landsins þessu fólki
mjög andstæð. Verð leiguhúsnæðis er
gjörsamlega háð framboði og eftirspurn,
samkeppni er hörð meðal leigjenda yfir-
boð tíð og því uppsprengt verðlag á
leiguhúsnæði. 1 sumum tilfellum er um
hreint leiguokur að ræða.”
Þannig segir í fréttatilkynningu frá
nefnd er nú starfar að undirbúningi að
stofnun samtaka leigjenda. Nefnd þessi
er til orðin fyrir frumkvæði nokkurra
leigjenda og hafa ýmis hinna stóru
verkalýðsfélaga skipað fulltrúa til að
vinna að stofnun samtaka sem gæta
mættu hagsmuna þeirra er í leigu-
húsnæði búa. Er stefnt að stofnun slikra
samtaka leigjenda í næsta mánuði.
Margar hliðar
á leigumálunum
Dagsbrún, Iðja og Sókn eru meðal
þeirra félaga er fulltrúa hafa skipað til
undirbúnings stofnunar samtakanna.
„Einn aðalvandinn er að húsaleiga er
ekki frádráttarbær á neinn hátt til
skatts” sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son form. Verkamannasambandsins í
stuttu spjalli við DB. „Húsnæðisleigu
mál í höfuðborginni hafa ýimsar hliðar.
Hér er gamalt fólk sem hefur húsnæði
aflögu til leigu. Það vill alls ekki okra á
leigunni, en það vill fá góða leigjendur.
Sumt af þessu fólki þorir ekki að leigja af
ótta við að fá slæma leigjendur. Svo er
hér á markaði slatti af húsnæði á hrika-
legu verði. Allalgeng er 40 þús. krónu
leiga fyrir 3ja herbergja ibúð og ársfyrir-
framgreiðsla. Það er þungur biti fyrir
launafólk,” sagði Guðmundur J.
einstaklingsherbergja. Þessi leigumáti
þrengdi kosti fjölskyldufólks til leigu-
húsnæðis.
Embættismenn og
utanbæjarmenn
leigutakar
Úthlutunaraðferðir
gallaðar
Guðmundur taldi að óeðlilega lítið
væri af leiguhúsnæði í Reykjavík miðað
við fjölda íbúa. Taldi hann þar margt*
koma til t.d. hækkandi fasteignagjöld,
erfiðleika með hluta af þeim hópi fólks-
sem leigir og siðast en ekki síst
byggingarmátann i höfuðborginni. Nú
væri ýmist byggt í blokkum, raðhúsum
eða einbýlishúsum þannig að fólk hefði
ekki húsnæði aflögu til leigu. Áður t.d.
er byggt var í Norðurmýri og í Hlíðun-
um byggðu tveir fjölskyldufeður tvær
hæðir og annarri fylgdi kjallari, hinni
risíbúð. Margar þessar íbúðir hefðu alla
tíð verið reknar sem leiguhúsnæði.
Guðmundur lagði áherzlu á að ætið
væri viss hópur fólks sem þyrfti að leigja
og hefði ekki aðstæður til að byggja.
Hagur þess fólks væri oft á tiðum
bágur. Aðrir hópar fólksþyrftuá skamm-
tímalausn að halda t.d. námsfólk og
einstaklingar á vissu árabili. Leigumáti
þessa fólks væri nú öðruvísi en áður.
Námsfólk eða stúlkur á vinnumarkaði
tækju sig saman og leigðu ibúðir í stað
Guðmundur taldi að verulegur hluti
af eigendum þess húsnæðis er væri á
leigumarkaði i Reykjavík byggi erlendis
eða utanbæjar. Væri þar um embættis-
menn s.s. lækna, sýslumenn, póst-
meistara að ræða svo og útgerðarmenn
og fleiri sem ættu ibúðir í Reykjavík
ýmist til að varðveita fé sitt gegn verð-
bólgunni eða til afnota fyrir sig eða börn
sin síðar. Væri þetta atriði athyglisvert
er kastljósi væri beint að leiguhúsnæðis-
málum höfuðborgarsvæðisins.
1 umræðum er fram hafa farið varð-
andi stofnun sambands leigjenda hefur
verið bent á hversu veigamikill þáttur
skattamál af húsaleigu væri. öll húsa-
leiga er tvísköttuð, fyrst greiðir leigutaki
skatta af þvi fé sem hann notar til húsa-
leigugreiðslunnar og leigusalinn aftur
skatta af sama fé. Talið er að breyttar
reglur um þetta atriði gætu haft áhrif til
minnkandi spennu á leigumarkaðnum.
Ljóst er að augu manna hafa opnazt
fyrir nauðsyn á löggjöf um málefni leigj-
enda og ýmsum öðrum atriðum er
snerta þann þjóðfélagshóp er leigir, bæði
að því er varðar réttindi þess hóps og
skyldur.
ASt.
Scandinavian
Fashion
Week:
DROTTNINGIN í
ÍSLENZKU DEILDINNI
Margrét Danadrottning kom í heim-
sókn á Scandinavian Fashion Week í
Belle Center i Kaupmannahöfn á dögun-
um. Meðal annars kom hún við í
íslenzka básnum þar sem 8 íslenzk fyrir-
tæki sýndu vöru sína. 1 fréttum frá
Utfiutningsmiðstöð iðnaðarins segir að
sala fyrirtækjanna á sýningunni hafi
gengið að óskura, enda þótt svo hafi litið
út að gróft prjón og þjóðlegur fatnaður
sé ekki eins mikið í tizku og verið hefur.
Þá er og ljóst að samkeppni við erlenda
framleiðendur, sem notast við íslenzkt
ullarband, fari nú vaxandi. Virðist oft
sem þar sé um hreinar eftirlíkingar á
islenzkri þrjónavöru að ræða.
JBP