Dagblaðið - 29.03.1978, Side 9
9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978.
SMJORFJALUÐ HEFUR
MINNKAÐ UM 450 T.
— salan ekki neitt óskapleg, segja kaupmenn
„Eftir því sem viö komust næst
hefur smjörfjallið minnkað úr um
ellefu hundruð tonnum í 650,” sagði
Óskar Gunnarsson framkvæmdastjóri.
Osta- og smjörsölunnar í viðtali við
DB. „Salan á smjöri er orðin jöfn nú-
orðið en hún var mikil fyrstu vik-
urnar.”
Verð á smjöri var lækkað úr um
1400 krónum 20. febrúar sl. i 880 kr.
klóið. Tók fólk því vel, eins og gefur að
skilja, en nú hefur dregið eitthvað úr
sölunni eins og Óskar raunar nefndi.
„Verðið á smjörinu var orðið alltof
hátt miðað við þær vörur sem við
keppum við,” sagði Óskar ennfremur.
„Þetta verð verður í gildi eitthvað
áfram, það er auðvitað gott að hafa
minnkað birgðirnar eitthvað en nú fer
sumarframleiðslan að hefjast á ný.”
Dagblaðið leitaði til nokkurra kaup-
manna um álit þeirra á smjörsöl-
unni og fara svör þeirra hér á eftir:
„Kaupmaöurinn á Horninu”: Salan
hefur nú ekki verið svo óskaplega
mikil. Hún jókst í byrjun, en nú hefur
dregið úr henni. Það hefur lítið borið á
því að fólk væri að hamstra aðallega
er það þá eldra fólk sem hefur keypt
óvenjulega mikið.
„Stór kjörbúö”: Það hefur ekki
verið nein óskapleg pressa i sölunni.
Sennilega hefur hún ekki orðið það,
sem þeir ætluðu sér með þessari verð-
lækkun.
„Stórmarkaður”: Salan er heldur
meiri en hún var fyrir hækkunina en
það hefur dregið úr smjörsölu yfirleitt,
kannski vegna áróðurs um fæðu-
tegundir.
Leikf élag Kópavogs 20 ára:
NÚ ER BOÐIÐ
FRÍTT í LEIKHÚS
Þeir bjóða mönnum ókeypis í leikhús,
Kópavogsmenn, á morgun, fimmtudag,
kl. 20.30 i Félagsheimili Kópavogs.
Verður fólki gefinn kostur á að kynna
sér starfsemi leikfélagsins og opnar húsið
kl. 20.
Mikil gróska er nú í starfsemi félags-
ins, þrjú leikrit á fjölunum og miðnætur-
sýningar fyrirhugaðar á Jónsen sáluga ,
sem notið hefur mikillar hylli.
Leikritið sem sýnt verður ókeypis
annað kvöld verður Vaknið og syngið
eftir Clifford Odets. Myndin er úr því
leikriti.
Óhapp Arnarflugsþotunnar
á Heathrow f lugvelli:
HÖRÐ LENDING
SENNILEGASTA
ORSÖKIN
— f lugstjórinn þaulreyndur þotuf lugmaður
Flest bendir nú til að hörð lending , olli hinni hörðu lendingu en margt
hafi orsakað bilunina í nefhjólsbúnaði óvænt getur komið upp við slík tæki-
Arnarflugsvélarinnar i lendingu á færi. Flugstjórinn, Kristmundur
Heathrow flugvelli á laugardag, fremur Magnússon, er vel reyndur flugmaður
en um bilun í hjólabúnaðinum hafi með 7,500 flugtíma að baki og þar af
veriðaðræða. 2100 tíma á Boeing 720, eins og Arnar-
flugsvélin er.Flaug hann m.a. í þó nokk-
Brezk flugmálayfirvöld eru nú að ur ár þotum fyrir hollenzka flugfélagið
rannsaka málið og í gær fór Skúli Trans Avia. Þotan var nýkomin úr
Sigurðarson frá íslenzka loftferðaeftirlit- skoðun þar sem ekkert fannst að hjóla-
inu til London vegna þessa máls. búnaðinum.
Hins vegar var í gær óljóst hvað G.S.
Röng
mynd
Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að birt
var röng mynd með kjallaragrein Guð-
mundar Jónssonar Kópsvatni. Hér fylgir
hin rétta mynd af greinarhöfundi.
Andlega f ramfarasinnaðar
konur taka á móti fyrsta
kvenjóganum hér á landi
„Fyrsti kvenjóginn sem kemur hingað
til lands er væntanlegur 30. apríl næst-
komandi,” sagði Ágústa Stefánsdóttir í
samtali við DB. Ágústa er úr hópi ungra
kvenna sem kalla sig andlega framfara-
sinnaðar og starfa á vegum Ananda
Marga hreyfingarinnar.
„Þessi kvenjógi sem hingað kemur
heitir Acarya Kalpana Deve og er fædd í
Ástralíu. Hún hefur unnið mest í Þýzka-
landi og kemur þaðan. Annars hefur
hún einnig unnið víða um Evrópu,”
sagði Ágústa.
Til styrktar þessari jógaheimsókn
hyggjast hinar andlegu framfarasinn-
uðu konur halda tvenns konar basara.
Næstkomandi fimmtudag, 30. marz
hyggjast þær selja bækur og hljómplötur
að Laugavegi 42, annarri hæð á venju-
legum verzlunartíma. Fimmtudaginn 5.
april verður kökubasar á sama stað.
A.Bj.
- .JjM t -;
1 . j
'
Kínversk-íslenzka menningarfélagið:
Sjónvarpið gætir ekki nægrar
hlutlægni í Kína-fréttum sínum
„Formaður gat þess i skýrslu sinni að
íslenzkir fjölmiðlar hefðu fjallað all-
mikið um kínversk málefni og væri
fréttaflutningur ærið misjafn. Taldi
hann að Sjónvarpið gætti ekki nægi-
legrar hlutlægni í fréttum sínum og
vonaðist til að úr skorti þeim, sem er á
kinversku efni i dagskrá þess, yrði bætt.”
Svo segir í fréttatilkynningu frá Kin-
versk-islenzka menningarfélaginu, sem
nýlega hélt aðalfund sinn. Félagið hefur
haldið uppi tilþrifamiklu starfi undan-
farið, m.a. fóru 50 manns til Kina á
vegum félagsins. Félagar eru nú um 300
talsins og bættust 67 nýir félagsmenn
við á síðasta starfsári. Væntanlegur er
hingað listdanshópur frá Tíbet í sam-
bandi við 25 ára afmæli félagsins.
Stjórn félagsins var endurkjörin, en
hana skipa þeir Arnþór Helgason for-
maður, dr. Jakob Benediktsson varafor-
maður, Anna Einarsdóttir ritari, Ólafur
Elínmundarson gjaldkeri og Kristján
Jónsson meðstjórnandi. JBP
Söluhörn vantarí eftir-
talin hverfi í Reykjavík:
Hverfi 30 a.
Kleppsvegur
Hverfi 1.
Seltjarnarnes
Lindarbraut
Vallarbraut
Miðbraut
Melabraut að Bakkav.
Skólabraut að Bakkav.
Unnarbraut
Bakkavör
ásamt bæjum í kring.
Hverfi 30
Laugarás
Laugalandið
Múlavegur
Engjavegur
Holtavegur
Dyngjuvegur
Sunnuvegur
Hverfi 31
Kleppsspítalinn
Holtav. frá
Langholtsvegi
Vikan
Efstasund að Holtav.
Skipasund að Holtav.
Sæviðarsund að Holtav.
Hverfi 32.
Álfheimar
Hverfi 2.
Látraströnd
Fornaströnd
Selströnd
Skólabraut rest
Melabraut rest
Suðurbraut ásamt
bæjum í kring.
Uppl. í síma 36720.