Dagblaðið - 29.03.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978.
13
íuj3
u liðin
iu illa!
botninn eftirósigur
aðeins stigi meir en QPR en hefur leikið
þremur leikjum meira. Úlfarnir eru þremur
stigum á undan West Ham, hafa sýnt slaka
frammistöðu undanfarið.
Eddie Gray, skozki landsliðsmaðurinn,
reyndist Leicester drjúgur, skoraði þrennu
og bróðir hans, Frankie Gray skoraði eitt
af mörkum Leeds — ekki var getið um hver
hefði skorað fimmta mark Leeds né eina
mark Leicester.
Malcolm Allison, fyrrum stjóri Man-
chester City og Crystal Palace, tók við
Plymouth fyrir rúmri viku. Og Plymouth
hefur mjög sótt sig undir hans stjórn —
náði i gærkvöld jafntefli gegn Exeter á
útivelli. Þrátt fyrir það er liðið enn í mikilli
fallhættu niður í 4. deild.
Úrslit á Englandi i gærkvöld urðu:
l.deild:
Birmingham-West Ham 3-0
Coventry-Wolves 4-0
Leeds-Leicester 5-1
2. deild:
Blackpool-Burnley 1-1
Charlton-Stoke 3-2
3. deild:
Chesterfield-Carlisle 3-1
Exeter-Plymouth 0-0
Peterborough-Hereford 2-1
Port Vale-Cambridge 1-1
4. deild:
Bournemouth-Newport 4-2
Doncaster-York 1-1
Halifax-Scunthorpe 2-2
N orthampton-W atford 0-2
car niður körfunetið —
til minningar um sætan
ísland steinlá gegn
V-Þýzkalandi í körfu
Unglingalandsliðið í kðrfu tapaði gegn V-Þýzkalandi, 42-120
íslenzka unglingalandsliðið f körfu-
knattleik beið mikið afhroð í gærkvöld
gegn V-Þýzkalandi i Evrópukeppni ungl-
ingalandsliða, 120-42. V-Þjóðverjar
höfðu gífurlega yfirburði — og staðan i
leikhléi var 61-13 þeim i vil.
Ósigur gegn V-Þjóðverjum fylgir í
kjölfar ósigra gegn Belgum og Pólverj-
um — 59-88 gegn Belgum og 61-92 gegn
Pólverjum. Belgar og Pólverjar eru nú
einu liðin sem eru ósigruð í þessari
Evrópukeppni en V-Þjóðverjar höfðu
áður beðið ósigur.
Island á eftir að leika tvo leiki — gegn
Luxemburg, sem sigraði Portúgal, og
Portúgal, sem ásamt tslandi er enn án
stiga, en keppnin fer fram í Ludwigs-
hafen i V-Þýzkalandi.
Úrslit leikja í gærkvöld urðu:
Belgía— Portúgal 96-70 (44-39)
Pólland-Luxembourg 89-48(49-28)
V-Þýzkaland-ísland 120-42 (61-13)
Staðan i V-Þýzkalandi er nú:
Belgia
Pólland
V-Þýzkaland
Luxemburg
Portúgal
tsland
3 3 0 304—81 6
3 3 0 257-181 6
3 2 1 298-160 4
3 1 2 196-288 2
3 0 3 191-289 0
3 0 3 153—300 0
Gunnar Gunnarsson, þjálfari unglinga-
landsliðsins. tsienzku unglingarnir hafa
glimt við ofurefli í Evrópukeppninni f V-
Þýzkalandi.
Okkar stolt
smákökumar
Við erum eins hreykin af nýju smá-
kökunum okkar og nokkur húsmóðir
getur orðið af heimabakstrinum.
Enda standast þær hvaða samjöfnuð
sem er, líka hvað verð snertir.
KEXVERKSMIÐJAN FRON