Dagblaðið - 29.03.1978, Síða 14

Dagblaðið - 29.03.1978, Síða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978. íþróttir Iþróttir 14 I Iþróttir Iþróttir ' Fögnuður — vonbrigði, sigur — ósigur. KR-ingar fagna en Njarðvikingar ganga vonsviknir frá leik. DB-mynd Bjarnleifur. KR — íslandsmeistarí 1978 \ KR varð i gærkvöld tslandsmeistari i körfuknattleik i sjötta sinn i sögu félags- ins. Að viðstöddum metáhorfendafjölda á körfuknattleik hér á landi, rétt um tvö þúsund manns, sigruðu KR-ingar Njarð- vfkinga 96-86 i Laugardalshöli I gær- kvöld. Áhorfendur voru sannarlega með á nótunum — baráttuleikur tveggja bar- áttuliða. KR hreppti lslandsmeistaratign og enn máttu Njarðvíkingar bita i það súra epli að horfa á eftir íslandsmeistaratign til Reykjavíkur. KR getur þakkað tveimur leikmönnum öðrum fremur glæsilegan árangur — og sigur í gær- kvöld. Jón Sigurðsson lék allan leikinn snilldarlega og hann var maöurinn á bak við sigur KR. Jón Sigurðsson hefur aldrei verið betri en nú — tækni hans og mýkt er langt umfram aðra islenzka leik- menn. Og Jón hefur í raun bætt þann þátt er hann var hvað veikastur i — hittni. Hittni hans í gærkvöld var mjög góð — fjölbreytni mikil. Já, Jón Sigurðs- son var maðurinn á bak við kærkominn sigur KR. En annan leikmann má og til nefna, Bandaríkjamanninn Andrew Piazza. Hittni Piazza hefur í vetur verið mjög góð — af löngu færi. Þannig hefur hann skorað mörg þýðingarmikil stig í vetur og í gærkvöld. Ef til vill nokkuð klossaður leikmaður en KR ákaflega þýðingarmikill þó ekki hafi borið eins mikið á honum og öðrum Bandarikja- mönnum í vetur. KR byrjaði af krafti í gærkvöld og náði i upphafi góðri forustu, 14-6 og síðan 20-12. Þá gekk flest upp hjá KR en Njarðvikingar með mikilli yfirvegun og baráttu náðu að vinna upp forskot KR og gott betur. Þegar fyrri hálfleikur var liðlega hálfnaður náði Njarðvík forustu, 23-22. Leikurinn var síðan í jafnvægi — KR-ingar áttu nokkuö í vök að verjast en Jón Sigurðsson bókstaflega hélt KR á floti með snilldarleik. Þannig hafði KR endurheimt forustu sína á 14. minútu, 30-29. Og í kjölfarið náöi KR sjö stiga forustu, 40-33. Njarðvikingum urðu á mistök í innáskiptingum — Kári Marís- son var hvildur eftir hinn góða leikkafla j er Njarðvíkingar komust yfir. Staðan i j leikhléi var 45-41 KR í vil. Það mátti því vart á milli sjá — en i byrjun síðari hálfleiks geröu KR-ingar bókstaflega út um leikinn með snjöllum leik. Þeir náðu að keyra hraðann upp i kringum Jón — Njarðvikingum urðu á afdrifarík mistök þá. Þeir reyndu að svara hraða KR með að setja upp eigin hraða. Það þoldu þeir ekki — misheppn- aðar sendingar fylgdu i kjölfarið, ótíma- bær langskot eftir örstutta sókn voru reynd, skot er ekki rötuðu leiðina i körf- una og siðast en ekki sizt — í opnum færum tókst Njarðvíkingum ekki að finna leiðina i körfuna. Á meðan gekk allt upp hjá KR, hver sóknarlotan rak aðra með glæsilegri körfu — já, KR-ing- ar voru í essinu sínu. Jón Sigurðsson stjórnaði leik liðsins, hraðanum og skoraði þess á milli laglegar körfur. Andrew Piazza skoraði grimmt með hnitmiðuðum langskotum — og þeir félagar, Einar Bollason og Kristinn Stefánsson voru drjúgir. íþróttir Þegar siðari hálfleikur var hálfnaður skildu 20 stig, 75-55 — og frá bekknum komu þau fyrirmæli að minnka hrað- ,ann. Það hefðu áreiðanlega verið mikil mistök — og Jón Sigurðsson þaggaði niður slikar raddir. Hraðinn var einmitt aðalvopn KR. Njarðvíkingar neituðu að gefast upp þó þeim tækist ekki að snúa leiknum sér nóg í vil — þeim tókst að saxa á forskot KR. Þegar hálf þriðja mínúta var til leiksloka skildu niu stig, 88-79 — en KR-ingum varð ekki skota- skuld úr því að halda fengnum hlut og sigruðu 96-86. Verðskuldaður sigur — en Njarðvíkingar veittu harða keppni. Kári Marísson, bráðsnjall leikmaður þó hann félli nokkuð í skugga landsliðs- félaga sins, Jóns. Allt spil snerist í kring- um Kára. Þá var Þorsteinn Bjarnason drjúgur og Gunnar Þorvarðarson traustur. Geir Þorsteinsson ákaflega sterkur leikmaður og Jónas Jóhannsson traustur i vörn. Þeir Andrew Piazza og Jón Sigurðs- son komu mjög við sögu hjá meisturum KR — en annars er KR jafnt lið og traust. Bjarni Jóhannsson, Einar Bolla- son og Kristinn Stefánsson komu allir mjög vel út -*■ og Kristinn átti sinn bezta leik í vetur. Kolbeinn Pálsson lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin i vetur — og hann stóð skil á sinu. Stig KR skoruðu — Jón Sigurðsson 24, Piazza 20, Kristinn og Bjarni 14, Einar Bollason 12, Gunnar 8 og þeir Árni, Kolbeinn og Ágúst 2 stig hver. Hjá UMFN varð Þorsteinn Bjarnason stigahæstur með 24 stig, Kári skoraði 19, Brynjar og Geir 8, Gunnar 13, Stefán 6, Árni Lárusson 5 stig og Jónas 4 stig. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valur Halldórsson og Erlendur Ey- steinsson — og höfðu góð tök á leiknum. H Halls. Frjálsarí KR-heimilinu í kvöld verður frjálsíþróttamót I íþróttahúsi KR við Frostaskjól. Keppt verður I langstökki án atrennu — i karla- og kvennaflokki. Einnig i kúluvarpi. Keppnin hefst kl. 19.30. c D Verzlun Verzlun Verzlun og 26”, hnota A myndlampi. . Yfir 30 ára £r Co Suðurlandsbraut 10 R. Slmi 81180. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Vorum aö taka upp 10" tommu hjólastell fyrir Combi Camp og flairi tjaldvagna. Höfum á lagar allar staarðir af hjolastellum og alla hluti i karrur, sömuleiðis allar gerfiir af kerrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparstig 8. Simi 28616 (Heima 72087) Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, simi 16139. Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli. Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sfDalshrauni 8 Hafnarflrði, simi 50877. Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Sími 43211 G.G. Innrömmun Grensásvegi 50, simi 35163, opifl frá kl. 11-6. Áður Njálsgötu 106. Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma- val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og glært gler. Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.