Dagblaðið - 01.04.1978, Page 1
í
4. ÁRG. - LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978 - 67. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI 27022.
■i ■■> ~
:
Landssíminn fær takka- og skrautsíma:
Jón Skúlason póst- og símamálastjóri:
„Á von á að takka-
símarnir hafi sparn-
að í för með sér”
— komum til móts við óskir fólksins með skrautsímum
anum erfitt fyrir og ég hef oftlega bent
á i fjölmiðlum.”
Jón sagði að enn væri ekki búið að
gera sérstaka gjaldskrá fyrir þessi nýju
símtæki, „en hún verður gerð fljótlega
og ég á ekki von á miklum aukakostn-
aði,” sagði hann.
„Ég á einnig von á þvi að takkasím-
arnir eigi eftir að hafa sparnað í för
með sér,” sagði Jón, „auk þess sem
verkfræðingar okkar hafa sýnt fram á
að auðveldara er að ná sambandi út á
land með þeim. Hvað varðar „skraut-
símana”, eins og við köllum þá, erum
við nú aðeins að reyna að koma til
móts við óskir neytenda en mikið álag
hefur verið á okkur vegna þessara
síma.”
Nú er vitað að allmargir hafa slíka
síma og er talið að þeim hafi verið
smyglað inn í landið. Hvað verður gert
við þá?
„Við ræddum þetta mál sérstaklega
við ráðherra í gær og eins og hann
komst að orði, þá verða þeim „senni-
lega gefnar upp sakir", sagði Jón enn-
fremur. „En það er miklu flóknara mál
en svo að við förum nokkuð út i það
enda erfitt að henda reiður á fjölda
ólöglegra síma i landinu.”
Eíns og getið er um í auglýsingunni
má fólk sem hefur síma með venju-
legri kló taka þá sjálft úr sambandi og
fara með þá niður á Landssímastöð.
Hins vegar verður fólk að fá menn frá
Landssímanum til þess að aftengja þá
sima sem tengdir eru beint í vegg. Sim-
inn hjá viðgerðarmönnum Landssim-
anser05. HP
„Við þinguðum um þetta mál með
ráðherra i gær og að höfðu samráði
við hann var ákveðið að dreifa þessum
símtækjum í stað þess að senda þau
utan á ný,” sagði Jón Skúlason póst-
og símamálastjóri í viðtali við Dag-
blaðið í gær en í auglýsingu frá Lands-
síma íslands í dag er simnotendum
gefinn kostur á því að skipta á venju-
legu simunum sinum og „takkasím-
um" svonefndu, auk nokkurra tuga af
gömlum gerðum af símum, eftirliking-
um sem ntjög hafa verið vinsælar er-
lendis núna undanfarin ár.
„Þetta er sending frá LM & Ericson
fyrirtækinu í Svíþjóð sem fara átti til
Bandaríkjanna," sagði Jón ennfremur.
„Fyrir einhvern misskilning lenti hún
hér og enda þótt hún sé litil þá er Ijóst
að það borgar sig ekki fyrir okkur að
senda hana aftur út í gegnum tollinn.
Eins og fólk veit er rúmlega 100%
tollur á vörum til símans og er það eitt
fjölmargra atriða sem gerir Landssím-
Einn af birgðavörðum Landssímans hampar hér einu skrauttækinu sem
simnotendum gefst kostur á aö festa kaup á í dag, 1. apríl. — DB-mynd Höröur.
Fermingar um helgina
-bls. 12-13
Já, eftir hverju skyldi hún bíða, unga stúlkan á
myndinni? Það veit sjálfsagt enginn nema hún sjálf.
Okkur fannst myndin hins vegar sýna það og sanna að
það er að birta til með hækkandi sól og því á vel við að
sýna lesendum hana. Hitt er svo annað mál að nútíma
búnaður ljósmyndara, linsur til að draga niyndefnið til
sín og annað slíkt, gefur engum grið að heita má.
DB-mynd Hörður.
1