Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 3

Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978. Spuminga- þættirog hlutdrægni Nokkrar umræður hafa að undan- förnu orðið manna á meðal um svo- nefnda spurningaþætti i sjónvarpi og útvarpi. Deilt hefur m.a. verið á stjórnanda sjónvarpsþáttarins fyrir skort á rögg- semi. Sannleikurinn er hins vegar sá að þarna er erfitt um vik þegar bjöllu- kerfið er annars vegar og sá kemst oft fyrr að með svarið sem handfljótari er. Hinn þátturinn er að minu áliti sýnu lakari. Þar áttu nú báðir aðilar að hafa jafna möguleika, þegar stjóm- andinn hefur lokið sér af með mesta Raddir lesenda orðaflóðið. En í reynd virðast þeir hafa litla möguleika til sigurs, sem ekki hafa lært hina mætu list, latín- una, eða önnur rómönsk mál. Nefna má sem dæmi spurningar um merk- ingu orðanna Kosmos, Kanaríeyjar eða Equador, og enn versnar svo málið þegar t.a.m. er spurt í hvaða sveitarfélagi væri að finna tekjuhæstu einstaklinga landsins og svarið var í sveitarfélagi annars keppandans. Þá keyrði nú hlutdrægnin úr hófi fram. Með þökk fyrír birtinguna. Virðingarfyllst, Sigurjón Jónsson Þettaer mint-jelly — Pétursson leiðréttir misskilning Forðizt eftir- líkingar: „Ég hef undanfarna mánuði verið að auglýsa eftir mint-jellyi hér í les- endadálknum með litlum árangri eins og fram hefur komið. Mint-jelly þetta er hið mesta lostæti, eins og ég hef margtekið fram og því þykir mér það afskaplega undarlegt að menn skuli vera að reyna að vekja athygli á ein- hverju hermangsdóti, sem eigi að koma í staðinn fyrir mint-jelly. Nú á dögunum skrifaði einhver um grape-jélly í blaðið og taldi það vera allt eins gott og mint-jelly. Meira að segja fann hann því til ágætis, að það væri til sölu hér á landi andstætt mint- jellyinu. Það er vissulega rétt, en það sem fyrir mér vakti með því að hefja umræðu um mint-jelly hér í blaðinu var að fá menn til að betrumbæta og lyfta upp á sunnudagssteikina — vera svolítið „gourmet” — ekki venja sig á gömlu rabarbarasultuna og þvi síður fara að éta einhverja afganga frá Kananum á Vellinum. Ég leyfi mér þvi að fara fram á það við blaðið að það birti mynd af mint- jellyinu mínu þannig að fólk geti áttað sig á þvi hvað er rétt og hvað er rangt i jelly-heiminum. Eins vil ég biðja fólk að vera ekki að gefa mér alls konar rangar upplýsingar um, hvar sé hægt að fá mint-jelly hér á landi. Ég er búinn að þræða allar búðir hér á svæðinu og það þýðir ekkert að vera að gabba mig i búðir. Forðizt eftirlikingar!! • Pétursson Hvað óttast Þjóðviljinn? Hér á eftir fer stutt grein sem send var Þjóðviljanum 11. marz að gefnu tilefni. Hún var merkt sem „opið bréf' — en venjulegir siðir fjölmiðla eru meðal annarra þeir að birta slíkar greinar, a.m.k. úrdrætti og svar. Þykir það rétt þó ekki sé nema til þess að standa við orð þau er blaöamenn eða aðrir setja á þrykk um menn og málefni. Ekki skal gizkað á ástæður Þjóðviljans til ritskoðunarinnar, en lítil er reisnin og enn minni hug- dirfskan. Ég skora á Þjóðviljamenn að svara pistlinum og gefa mér siðan eitt tækifæri til svars i blaði sínu svo þeir geti svo lokið umræðuhringnum. A.T.G. Þjóðviljanum til leiðbeiningar. Opið bréf til Álfheiðar Ingadóttur og Einars Karls. í Þjóðviljanum, fimmtudaginn 9. mars sl., er minnst nokkrum sinnum á Einingarsamtök kommúnista (marx- leninista). Segir þar i grein um fundi í tilefni alþjóðadags kvenna, 8. mars, að það sé yfirlýst stefna EIK (m-1) að kljúfa allar samfylkingar vinstri manna svonefndra. Greinarhöfundur, Álfheiður Ingadóttir, nefnir fund 8. mars- hreyfingarinnar í Tjarnarbúð sér til halds og traust og svo kosningar nema i Háskóla tslands. Ekki veit ég hvar EIK (m-I) hafa lýst yfir klofningsstefnu á hendur öllum samfylkingum. En ef til vill gæti Á. I. aðstoðað við leit á slíku. Mjög margir vita eitt og annað um afstöðu samtakanna til samfylkinga. Það er t.d. alkunna að EIK (m-1) eru algjörlega ósammála því að Samtök herstöðvaandstæðinga taki ekki stefnuskrárbundna afstöðu i orði og æði gegn báðum risaveldunum, Bandaríkjunum og Sovétrikjunum. Þá afstöðu standa fél. EIK (m-1) í Samtökum hernámsandstæðinga við og berjast fyrir henni um leið og þeir taka þátt í baráttu og fundum SHA. Þá er vitað að EIK (m-1) eru algjörlega ósammála starfsaðferðum Rauðsokkahreyfingarinnar og megin- hluta stefnu hennar eins og hún hefur birst í 4-5 ár. EIK (m-1) eiga ekki fél. nú innan Rsh að fenginni reynslu, en styðja heilshugar og taka þátt í smíði 8. mars-hreyfingarinnar. Loks er ljóst að EIK (m-1) eru ósammála forvígismönnum „vinstri” stúdenta um hagsmúnamál nema i H.l. í ö.llum helstu atriðum og að þau berjast fyrir annarri grundvallar- stefnu. Hvatning um að skila auðu i kosningum er liður í þeirri baráttu og alls engin kofningsstefna fyrir það. Af þessum dæmum sést að það er ágreiningur um stefnu og starf sem meðal annars afmarkar EIK (m-1) frá ýmsum vinstri öflum svonefndum. Sé barátta allsendis ólikra stefna kölluð klofningur, mætti alveg eins saka Alþýðubandalagið um klofningsstarf- semi gagnvart Eik (m-1) og EIK (m-I) um klofningsstarf gagnvart Alþýðuflokki og Alþýðuflokk um klofningsstarf gagnvart Alþýðubanda- laginu! Ég skora á Á.I. að leggja fram hald- reipi fyrir dylgjur sinar um „yfirlýsta klofningsstefnu EIK (m-1)”. Við Álfheiði vil ég að lokum leiðrétta þá tölu sem hún býr til sem mælikvarða á fundarsókn til 8. mars- hreyfingarinnar. Hún staldraði í 2—3 mín. áfundinum, tók 1—2 ljósmyndir. en taldi ekki fundarmenn. Þeir 250 sem hún „sá” voru tæplega 350. Einar Karl Haraldsson bætir um betur i klofningstalinu og segir EIK (m-1) halda margar aðgerðir á „dögum vinstri manna”, 1. maí, 1. des., 8. mars o.s.frv. Þykir Einari þetta dónaskapur og feluleikur hinn mesti, þvi EIK (m-1) feli sig á bak við alls konar nefndir. Með þessu vill Einar fá lesendur Þjóðviljans til að gæta sin á komm- únistunum sem læðast í sauðargæru að þeim. Mjög margir, — og trúlega Einar sjálfur — vita vel að t.d. Baráttunefndin 1. des. og 8. mars- hreyfingin eru samfýlkingar ein- staklinga. Tugir og hundruð baráttu- sinna standa að aðgerðum hverju sinni, margir utan EIK (m-1) — meir að segja Alþýðubandalagsfólk. Þaö er betra að gæta að atkvæðunum en reyna að einangra EIK (m-1) án þess að gera a.m.k. tilraun til þess að gagnrýna stefnu samtakanna og hnjóta ekki utn augljósustu staðreyndir. Þjóðviljinn reyndi um sinn að þegja um kommúnistana ogEIK (m-1), síðan tók við smáskothrið, þar sem reynt var að gera lítið úr þeim, sneiða hjá stefnumörkun þeirra, vaxandi virkni og fylgi, en bera út haldlitlat gróusögur í staðinn — svo nú hlýtur blaðið að fara að helga kommúnistun- um heilar greinar og síður. Treysti Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn sér út í opnar umræður um stéttabaráttuna og sósíalíska hreyfingu munu EIK (m-1) og Verka- lýðsblaðið sjá um að flokkurinn og blaðið geti ekki skorast undan þeim. Ari T. Guðmundsson form. miðstjórnar EIK (m-1). Spurning dagsins Hefurðu hlaupið fyrsta aprfl? Brvndis Sveinsdóttir skrifstofumaöur: Jú, sjálfsagt hef ég hlaupið fyrsta apríl en ég man ekki eftir neinu i svipinn, ætli ég lád ekki eiginmanninn hlaupa i dag ef mér dettur eitthvað sniðugt i hug. Þórdis ívarsdóttir, 12 ára: Já, oft og mörgum sinnum, en i dag ætla.ég að láta einhvern hlaupa. Ásdis Bragadóttir nemi, MS: Komið hefur það fyrir en vel gæti skeð að ég léti einhvern hlaupa apríl i dag. Björn Ólafsson kennari: Já. börnin mín hafa oft látið mig hlaupa april en ég er staðráðinn í að láta einhvern hlaupa april i dag. Berglind Pálmadóttir húsmóðir: Já, og ég ætla örugglega að láta einhvern hlaupa apríl í dag. Eva Hreinsdóttir nemi: Ég hef hlaupið apríl þrisvar sinnum en það er leyndar- mál hvort ég læt nokkurn hlaupa í dag.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.