Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 10

Dagblaðið - 01.04.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRtL 1978. HMEBIABIÐ Irjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannos Reykdal. Íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atii Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Pélsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorierfsson. Drerfingarstjóri: Már E.M. Halldórs- son. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðak sími blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1700 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Frumvarpið ogneytendur Stjórnarfrumvarpið um verðlagsmál, sem fram kom loks í fyrradag, felur í sér stórt spor í framfaraátt. í því er einnig ákvæði um stofnun neytendamáladeildar við verðlagsstofnunina, sem á að gæta hagsmuna neytenda. Sú nýlunda ætti að verða til bóta, en mun nægja skammt. Stjórnvöld hefðu samfara þessum breytingum átt að koma skipun málefna neytenda í það horf, sem samræmist kröfum tímans. Aðalefni frumvarpsins er, að verðlagning verði gefin frjálsari í áföngum. Hún skal verða frjáls, þegar sam- keppni er talin nægileg, eins og það er orðað, að dómi verðlagsyfirvalda. Jafnframt eru ákvæði um sérstakt eftirlit með fyrirtækjum, sem eru talin ráðandi á mark- aðnum, og leiðir til að stöðva samkeppnihömlur, er slík fyrirtæki gangast fyrir. Augljóst er, að allt veltur á fram- kvæmd slíkra ákvæða, hvernig þau gefast. Verðlagsyfir- völdum verður sá vandi á höndum að losa hvorki of hratt né of hægt um verðlagshöftin. Verðlagseftirlit er í grundvallaratriðum neikvætt. Það hindrar samkeppni og dregur úr hagkvæmni. Það er þjóðarbúinu óhagstætt. Alkunna er, hvernig ákvæði um hámarksálagningu hafa einatt valdið því, að kaupmenn hafa ekki áhuga á að kaupa vörur sínar inn sem ódýrast. Því hærra innkaups- verð því meiri verður álagningin, sem kemur í þeirra hlut, og þeim mun hærra verður vöruverðið til neytenda. Þetta hefur einkum bitnað á neytendum, þar sem sam- keppni hefur verið haldið niðri. Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir, að núverandi kerfi verði viðhaldið, þar til verðlagsráð hefur tekið afstöðu til einstakra tilvika. Hér er því ekki verið að af- nema verðlagseftirlit með einu pennastriki, heldur er ætl- azt til, að verðlagsyfirvöld kanni gaumgæfilega hvern einstakan þátt og tryggi, að samkeppni geti í reynd verið nægileg, þegar hömlunum verður aflétt. AnatolíKarpov: Hinn rólyndi heimsmeistarí — Senn líður að heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Karpovs og Kortsnojs Síöar á þessu ári munu Anatoli Karpov heimsmeistari í skák og Viktor Kortsnoj heyja einvigi um heims- meistaratitilinn í skák í Baguio á Fil- ippseyjum. Kortsnoj hefur verið all- mikið í fréttum vegna undankeppni heimsmeistaraeinvigisins og nú síðast er hann keppti við Spasskí um réttinn til þess að skpra á Karpov. Minna hefur hins vegar farið fyrir heims- meistaranum. Hann hefur þó unnið markvisst að undirbúningi einvígisins og jafnframt lokið námi sínu frá hag- fræðideild Leningradháskóla. Raunar var honum tilkynnt sama dag og hann lauk hagfræðiprófinu, 10. febrúar sl. að hann hefði verið kjörinn skákmaður ársins fimmta árið í röð. Hann á því fimm silfurstyttur sem veittar eru bezta skákmanni nýliðins árs. Þeir sem áður hafa hlotið þessi verðlaun eru: Bent Larsen Danmörku árið 1967, Boris Spasskí Sovétríkjun- um árin 1968 og 69, Robert Fischer 1970, 71 og 72. Karpov hefur unnið styttuna síðan. Afrek hans er því mjög athyglisvert og hann hefur unnið verðlaunin á leið sinni upp á hátind skáklistarinnar. Ólíkt fyrri heimsmeisturum hefur honum tekizt að vinna v -rðlaunin öll þau ár, sem hann hefur verið heims- meistari. Þegar Karpov var spurður að því fyrir nokkrum árum hvers vegna hann hefði ákveðið að stunda nám I hag- fræði og á hvern hátt það væri tengt skák, sagði stórmeistarinn: Bæði þessi starfssvið krefjast nákvæmrar rökvísi. í því felst höfuðlíkingin á milli hag- fræði og skákar. Þeim er sameiginlegt að leita beztu lausnar.” Hörð barátta framundan Nýlokið er sterku skákmóti í borg- inni Bugoyno í Júgóslavíu, þar sem sextán stórmeistarar leiddu saman hesta sína. Meðal keppenda voru Karpov heimsmeistari og tveir fyrrver- andi heimsmeistarar, þeir Boris Spasski og Mikjail Tal. Auk þeirra voru flestir sterkustu skákmanna heims meðal þátttakenda, t.d. Lajos Portisch Ungverjalandi, Bent Larsen Danmörku, Vlastimil Hort Tékkó- slóvakíu, Robert Húbner V-Þýzka- Igndi, Ljubomir Ljubojevic Júgó- slavíu, Antony Miíes Bretlandi, Jan Timman Hollandi, Juri Balasjov Sov- étríkjunum og fl. Þegar upp var staðið deildi Karpov efsta sæti með landa sin- um og fyrrum heimsmeistara, Boris Spasskí. Flestum mun minnisstætt hið harða einvígi þeirra Spasskis og Kortsnojs í lokaeinvígi áskorendakeppninnar. Taugaspennan kringum skákborðið var þrúgandi en hugsanlegt er að and- rúmsloftið verði enn rafmagnaðra í sjálfu heimsmeistaraeinvíginu. Karpov hefur þó ekki þótt upp- Þess verður að vænta, að frumvarpið verði að lögum hið fyrsta. Hins vegar skortir við þessa endurskoðun al- varlega, að málefnum neytenda sé komið í viðunandi horf. Við erum langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum í neytendamálum. Ríkisstjórnin hefði átt að ganga frá frumvarpi um róttækar endurbætur á þeim málum jafn- framt framangreindum breytingum á verðlagseftirliti. Nefna má, að stofna ætti kvörtunarþjónustu fyrir neytendur, sem stórefld neytendasamtök rækju. Stofna ætti kvörtunarnefndir í einstökum málaflokkum, svo sem um bifreiðir, heimilistæki, fatnað, ferðaþjónustu og fleira. Þá þyrfti að vera til neytendadómstóll, sem ann- aðist mál, sem ekki hlytu endanlega afgreiðslu í kvört- unarnefndunum. Neytendasamtökin gerðu tillögur um þessi atriði í umsögn um drög að þessu frumvarpi. Þau bentu ennfremur á, að stofna þyrfti embætti um- boðsmanns neytenda, eins og tíðkast nú viða um lönd. Ekki er nægilegt að telja,að starfsmenn verðlagsstofn- unar samkvæmt stjórnarfrumvarpinu verði í reynd nægilegir umboðsmenn neytenda. Mörg fleiri atriði mætti nefna, þar sem brýn nauðsyn er á mikilli eflingu ákvæða um neytendavernd og þetta frumvarp tekur ekki nægilega með í reikninginn. Atvinnulýðræöi Þessi grein mín verður að hluta til svargrein við kjallaragrein, sem Björg- vin Guðmundsson skrifaði 14/3 síðast- liðinn. Hann nefndi grein sína „Hvers vegna atvinnulýðræði”. Atvinnulýðræði er vissulega nýlegt hugtak I íslenzku máli. og þegar hefur nokkur reynsla á því fengizt. Ég held þó, að orðið sé bezt geymt sem „hug- tak”, merkingarlaust gæluorð. Þá hef ég í huga lýðræðið, sem ríkti í Alþýðu- bankanum, höfuðstofnun verkalýðs- hreyfingarinnar. Síðan kemur Alþýðu- orlof og Landsýn. Stjórnir þessara stofnana eru byggðar í anda atvinnu- lýðræðis og réttlætis, en toppstjórn þessara stofnana er að ég hygg „lýð- ræðisstjórn” i aumustu merkingu orðs- ins. Með hugtakinu atvinnulýðræði er átt við það m.a. að verkafólk, starfs- fólk fyrirtækja, fái rétt til þess að fylgj- ast með rekstri fyrirtækja og að það fái hlutdeild í ákvörðunartöku um allt, er varðar stjórnun, og um allan rekstur fyrirtækisins. Þannig skil ég hugtakið. Það er að vísu hugsanlegt, að þegar um er að ræða opinberan rekstur sé slíku atvinnulýðræði komið á, þó eng- an veginn allstaðar. Hagræðing, vinnunýtni og sparnaðarsjónarmið eru veikir hlekkir í rekstri opinberra fyrirtækja, — það vita bæði Guð og menn, — hér gildir einu ríki, bæjar- félög eða sveitarfélög, „mottóið er handabakavinna og auknar kröfur til þegnanna, auknar opinberar álögur og hert gjaldheimta. Þó tekur steininn úr, þegar tekur til lagningar gatna og vega, lagningar sima í jörð eða raflagna í jörð, þá kallar kerfið á þrefalt vinnuálag. Sam- starf, hagsýni eða hyggindi eiga fáa meðmælendur þótt þar geti og ætti að ríkja fullt samráð og samstarf, og þá ekki sízt þegar horft er til sparnaðar- sjónarmiða. Lærdómur og þekking ætti þar að duga. Ráð kunnugra og starfsreynsla án háskólaprófs er ekki talin marktækídag. Atvinnulýðræði i anda fram- kvæmda- og vinnusjónarmiða nær aldrei fram. Einn fulltrúi launafólks i stjórn fyrirtækis er rödd hrópandans í eyðimörkinni. Þar sem annars staðar ræður lýðræðislegur meirihluti. En steðji erfiöleikar að i rekstri fyrirtækis og kaup launafólksins sé talið þung byrði á því og hamli getu til greiðslu er hlutur fulltrúa launafólksins í stjórn fyrirtækis allt i einu orðinn geysimikil- vægur. Þá eru ráð hans mikilvæg og honum sem slíkum beitt fyrir hönd stjórnarinnar sem sönnunargagni um erfiðleika fyrirtækisins, sem „allir verði að taka þátt i”. Þá er atvinnulýð- ræðið mikill bjargvættur. Þá skal lýð- ræðið og réttlætið ráða húsum. I mörgum löndum í Vestur-Evrópu hefur þessu fyrirkomulagi verið komið á, en af þessu fer þó misjafnt orð, fyrir- bærið bæði lofað og lastað. Þar er heldur ekki okkar verðbólga ríkjandi, og heldur ekki eins tíð verkföll, kaup- gjald stöðugra, en hér er og kaup- máttur rýmri. Þar er líka stjórnað af meiri festu, meira viti og meiri ráð- deild, svo að allur samanburður er ó- traustur, sem vonlegt er. Baráttumál ASÍ Í Noregi og Danmörku eru að vísu V.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.