Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 23

Dagblaðið - 01.04.1978, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1978. 23 <§ D Útvarp Sjónvarp Sjónvarpíkvöld kl. 21.55: Óbyggðirnarkalla Sjónvarpsmynd byggð á sögu eftir Jack London Óbyggöirnar kalla (The call of the wild) nefnist bandarísk sjónvarpsmynd sem er á dagskrá í kvöld kl. 21.55. Þessi mynd er gerð eftir sögu hins þekkta rit- höfundar Jack London en sagan hefur komið út i íslenzkri þýðingu Ólafs Friðrikssonar. Söguhetja myndarinnar er hundur. Hann hefur alizt upp við mjög gott atlæti i Kaliforníu. Einn góðan veður- dag er honum stolið og fara ræningj- arnir með hann til Alaska. Þar kaupa tveir gullleitarmenn hann svo að senni- lega verður nokkuð erfitt fyrir eiganda hans að hafa upp á honum. Jack London, þessi mikli ævintýra- maður, er fæddur áriö 1876 í Kaliforníu. Hann var um skeiö einn af víðlesnustu RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTI iC Aðalleikari myndarinnar I kvöld er hundur. Sjónvarp sunnudag kl. 20.30: Gagn og gaman Starfskynning í sjónvarpinu „Gagn og gaman er starfsfræðslu- þáttur. Hugmyndin að honum er gömul og er upprunnin hjá Iðnnemahreyfing- unni. M6r finnst vanta mikið á starfs- fræðslu í skólum og er ég þess fullviss að bæði útvarp og sjónvarp gætu mikið gert til þess að bæta úr þessu. Þetta er fyrsta tilraun til starfskynningar af þessari teg- und i sjónvarpinu og höfum við óskaö eftir því að þættirnir verði fleiri. Gott væri að geta kynnt 20 starfsgreinar i 10 þáttum. Ekki mun þó sjónvarpið taka ákvörðun i þessu máli fyrr en að lokinni sýningu þessa þáttar.” Þessar upplýsingar fengum við hjá Gesti Kristinssyni en hann ásamt Val- gerði Jónsdóttur er umsjónarmaður þáttarins Gagn og gaman sem er á dag- skrá sjónvarpsins á sunnudagskvöldið kl. 20.30. i þessum þætti mun útvarpsvirkjun kynnt. Farið verður á ýmsa vinnustaði, s.s. öryrkjabandalagið þar sem fram- leiddir eru gjaldmælar í bifreiðar. Þá verður Iðnskólinn einnig heimsóttur og einnig verður eitthvað vikið að radióamatörum. Þvi næst mun Þórður Sigurgeirsson útvarpsvirki sitja fyrir svörum fjögurra unglinga um námið og starfið. Þvi næst eru frímínútur. í þeim mun Trítiltoppakvartettinn leika og syngja. Þessi kvartett er skipaður þremur nemendum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og einum úr Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Þau hafa litið komið fram, en hafa þó leikið og sungið fyrir aldraða á elliheimilum, og þá aðallcga á vegum Æskulýðsráðs. Eftir frímínútur mun meinatækni kynnt. Verður notuð sama aðferðin við kynningu hennar og útvarpsvirkjunar- innar. Farið verður i heimsóknir á vinnustaði meinatækna og fylgzt með störfum þeirra. Því næst mun Elísabet Kristbergsdóttir meinatæknir svara spurningum fjögurra unglinga um starfið. Þátturinn er i litum og er um 45 minútna langur. Stjórn upptöku annaðist Örn Harðarson. RK í þættinum Gagn og gaman verður útvarpsvirkjun kynnt. Utvarpí kvöld 1. aprílkl. 21,40: Teboð GETUM VID TREYST ff FRÉTTUM FJÖLMIDLANNA?’ I kvöld, laugardaginn 1. apríl, ætlar Sigmar B. Hauksson að fjalla um áreiðanleika fjölmiðla í þætti sínum Teboð. Sagðist Sigmar einkum ætla aö fjalla um hvort almenningur gæti treyst þeim fréttupi, sem fjölmiðlar bera honum, en þvi miður verðum við oft vör við misræmi i fréttaflutningi á sömu fréttinni. Sigmar gerði sér ferð niður i miðbæ með hljóðnemann og spurði vegfar- endur aö þvi hvort þeir treystu fjölmiðlunum. Voru svörin nokkuð misjöfn, en þó virðist fólk almennt hafa vaðið fyrir neðan sig i þessum efnum. Litið sem ekkert hefur verið rætt um áreiðanleika fjölmiðla og er þetta að minnsta kosti í fyrsta sinn sem slikt er gert eftir að frjálst og óháð Dagblað Sigmar Teboðs. Hauksson, stjórnandi hóf göngu sina. Flest blaðanna eru málgögn einhverra stjórnmálaflokka og sagði Sigmar þvi skrif þeirra mótast mikið af því hverjir sætu i stjórn. Það væri þvi ekki auðvelt fyrir fólkið að treysta i einu og öllu þeim fréttum sem slík blöð bera okkur. 1 þessu tilfelli væru ríkisfjölmiðlarnir sjónvarp og úvarp mikils virði. Kvað Sigmar fólk eiga kröfu á að fjölmiðlar vandi sig við fréttaflutning, þvi að það væru nú einu sinni þeir sem mótuðu skoðanir okkar og hefðu alveg gifurleg áhrif á daglegt lif okkar. Sér til aðstoðar hefur Sigmar fengið þá Einar Karl Haraldsson fréttastjóra Þjóðviljans og Braga Guðmundsson fréttastjóra Vísis. Þátturinn er tæplega klukkustundar langur. RK. Alaska o.fl. Þar sem hann hefur starfað sem gullleitarmaður i Alaska má búast við því að hann hafi þekkt alla stað- háttu og sögusvið myndarinnar í kvöld sé þvi ekki svo ósennilegt. Fyrsta bókin sem vakti eftirtekt á nafni hans var „The son of the wolf” og kom hún ekki út fyrr en hann var nálægt þritugu. Eftir það skrifaði hann nærri þvi sleitulaust næstu 16 árin. Lifandi myndauðgi, fjör og hraði i frá- sögn einkennir mjög bækur Londons og megum við því að öllum likindum eiga von á spennandi og skemmtilegri mynd í kvöld. Með aðalhlutverkin í myndinni fara John Beck og Bernard Fresson. Þýðandi ,er Ellert Sigurbjörnsson og er myndin i litum. RK skáldsagnahöfundum heimsins og enn þann dag í dag eru bækur hans álcaflega víðlesnar, enda sumar skáldsagna hans taldar til sígildra rita i heimsbókmennt- unum, einkum fyrstu bækur hans. Áður en Jack London hóf að rita bækur af einhverri alvöru lifði hann mjög ævintýralegu lífi sem ostruþjófur við strendur San Fransicoflóans, flakk- ari, selveiðari og gullleitarmaður i 29555 OPID VIRKA DAGA FRA 9—21 UM HELGAR FRÁ 13—17 Álfaskeið 55 fm 2ja hb. górt íbúó á I. hæú, stórar suóurstalir, bílskúrsréttur. Veró 7.5 m. Bugðulækur 90 fm 3ja hb. jarðhæð. Verð 11 m. Bergþórugata Litil 3ja hb. ibúð á I. hæð, sérinn- gangur. Útb. 4-4,3 m. Hverfisgata 2 X 70 fm Tvær 3ja hb. íbúðir i sama húsi, hentar vel innan sömu fjólskvldu. Útb. 8,5 m. Langholtsvegur 100 fm 4-5 hb. nýuppgerð rishæð, sérinn- gangur. Útb. 9 m. Langholtsvegur 90 fm 4ra hb. sérhæð + bílskúrsréttur. V'erð ug útb. tilboð. Dvergabakki 135 fm Ira hb. góð ibúð. ( tb. I0 m. Ljósheimar 100 fm 4ra hb. ibúð i háhvsi. til: oð. Gaukshólar 138 fm 5 hb. íbúð, 4 svefnherbergi + hilskúr. Verð 16.5-17 m. Dyngjuvegur 110 fm 4-5 hb. nistandsett sérhæð. Verð og útb. tilhoð. Hafnarfjörður 95 fm 4ra hb. efri hæð + 2 hh. í kj„ hílskúr. Verð 12 m. Hjallabraut Hafnarf. 130 fm 5 hb. sérlega vönduð og falleg íbúð, 40 fm stofur, stórar suðursvalir, bein sala en skipti koma til greina á sérhæð, raðhúsi, eða einbýii i llafnarfirði, Garðabæ eða Kópavogi. Snorrabraut 30 fm K.instaklingsihúð. TilbmV Hrauntunga 150 fm Erum með i einkasölu sérlega vandað einbýli, 2 stofur, 4 svefn- herbergi, bílskúr, 40 fm. Til greina kemur að taka góða 4-5 hb. íbúð uppí, ekki síður f blokk, fremur í austurbænum i Reykjavik. Mosfellssveit Fokhelt Glæsilegt hús, I46 fm, +• 42 fnt bilskúr. Tilboð. Engjasel — Fokhelt Raðhús. 2 hæðir + kjaliarí, selst pússað utan, glerjað, ofnar og einangrun fylgir. Verðtilboð. Útb. 8,5 m. Úti á landi Vogar Vatnsleysuströnd, gott einbýli, I. hæð og ris, sem er óinnréttað, 40 fm bílskúr. Óskar eftir makaskiptum á 3-4 herb. ibúð með hiiskúr i Reykjavík. Líka i Vogum Nýtt einbýli, 170 fm, óskar eftir makaskiptum á 4-5 herb. íbúð i Rvík. Líka í Vogum Tvibýlishús, 2 4ra herb. ibúðir. Vantar llöfum kaupanda að ea 150 fm verkstæðishúsnæði fvrir bifreiða stiliingar. Vantar 100—120 fm einbýli eða raðhús í llveragcrði. Vantar 3ja herb. ibúð á 1.-2. hæð i Noröurmýri-Holtum. Höf um kaupendur að raðhúsum. einhýlum, sérhæðum i llafnarlirði. Kópavogi og Revkja- vík. Höfum kaupanda nteð allt að staðgreiðslu að 4-5 herb. íhúð i Fossvogshverfi. Höfum kaupanda að einhýli rneð 2 ibúðunt í Rcvkja- vik eða kópavogi, getur látið uppi raðhús með 5 sv.herb. í neðra Breiðholti. Höfum kaupanda að verulega góðri ca 5 hb, fbíið • austurbæhum, hugsanleg skipti a góðu einbýli á Seitjarnarnesi. Ath. Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gcrðir eigna á söluskrá. Aðstoðum fólk við verðmat. rSK EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubió) Sími 2 95 55 I SÖLUM.: HjÖrtur Gunnarsson. Lárus HolgaMj.i, Sipiiin Kröyer LOGM.: S'^anuV- Pór Vjlhiálmsson hdl

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.