Dagblaðið - 01.04.1978, Side 24

Dagblaðið - 01.04.1978, Side 24
Tæknilegar innheimtuaðgerðir orsök erfiðleika RARIK á Austurlandi: Engir rafmagnsreikningar hafa borizt f rá í haust — með gömlu innheimtuaðferðinni hefði verið unntað standa undir rekstrarútgjöldunum „Við hefðum getað staðið undir rekstrarútgjöldum svo sem greiðslu fyrir oliu o.fl. ef innheimta raforku- gjalda hefði verið með sama hætti i vetur og undanfarin ár, en hið nýja allsherjarinnheimtukerfi fyrir landiði hefur virkað þannig að nú eigum við útistandandi tugi milljóna. sem við hefðum ella verið búnir að inn- heimta," sagði Erling Garðar Jónas- son rafveitustjóri Rafmagnsveitna rikisins á Austurlandi í viðtali við DBI gær. Umdæmi skrifstofunnar á Egils- stöðum nær frá Lónsheiði í suðri til Langaness i norðri. Þar til sl. haust sá Egilsstaðaskrifstofan um innheimtu raforkugjalda á þessu svæði og voru Austfirðingar beztu og skilvisustu greiðendur á landinu, að sögn Erlings, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Þá var það í okt. sl. að ákveðið var að taka upp samræmt innheimtukerfi fyrir allt landið og skyldi útskrift reikninga fara fram hjá Skýrsluvélum rikisins. Eftir því sem Eiiing vissi bezt komu upp erfiðleikar við gerð „prógrams” fyrir tölvuvinnsluna og jafnframt framkvæmd innheimtu með þeim af- leiðingum sem fyrr greinir. Sagði hann þetta hafa skapað gífur- leg vandamál i rekstrinum, svo sem komið væri á daginn. Notkun væri lang mest yfir vetrartímann og ættu þvi innheimtutekjur að vera i há- marki. Þannig þyrfti það að vera því rekstrarkostnaður væri einnig mestur yfir veturinn. Hann tók fram að þótt tekjustreymi hefði verið með eðlilegu móti í vetur, hefði það ekki leyst allan fjármagns- vanda Rarik á Austfjörðum, heldur hefði rekstrarútgjöldum verið horgið og þannig t.d. verið komið i veg fyrir hótanir um afgreiðslubann á olíu til dísilrafstöðva o.fl. - G.S. Reykjavíkurborg vatnslaus vegna óhapps hjá verktaka: Hundruð manna urðu verklausir í vatnsleysinu Er verktakafyrirtækið Hlaðbær var að byrja að grafa fyrir nýrri aðalæð fyrir hitaveituna rétt vestan við gamla skeiðvöllinn fóru þeir í 600 mm kaldavatnsæð og settu, hana í sundur,” sagði Þóroddur Sigurðsson vatns- veitustjóri i samtali við DB. Höfuðborgin var kaldavatnslaus fram eftir degi í gær því loka varð fyrir aðalvatnsæðina til borgarinnar á meðan viðgerð fór fram á æðinni sem I sundur fór. vatnsskorturinn illa til sin. í fisk- verkunarstöðinni varð sjálthætt við vöskun en þá hafði tekizt að bjarga nýj- um fiski. Var hægt að snúa sér að umstöflun þar til dagvinnu lauk svo fólk héll vinnu sinni. í frystihúsinu átti að vinna fram eftir kvöldi en við það varð að hætta og voru menn þar illa settir. Unnið var til kl. 5 í Bæjarútgerðinni. „Frá 600 mm æðinni liggur önnur 800 mm æð i bæinn. Þegar átti að loka fyrir þá æð bilaði stopplokinn sem er á aðalæðinni. Vegna framleiðslugalla brotnaði spindill og þar með var ekki hægt að loka þessari æð frá aðalæðinni. Loka varð þvi fyrir allt kalt vatn til bæjarins," sagði Þóroddur. í Hampiðjunni urðu 170 manns at- vinnulausir vegna vatnsskorls en þar er kalt vatn nauðsynlegt ni þes að nýju plastvélarnar þeirra geti gengið. Viða annars staðar mun vatnsskortur- inn hafa sagt illilega til sin og stöðvað at- vinnu fólks og framleiðslu. A.Bj./A.St. Um fimrn leytið i gærdag var viðgerð lokið og byrjað að hleypa vatni á aftur. Sagði vatnsveitustjórinn að langan tima tæki að fylla æðarnar aftur, þvi mörg hverfi voru orðin vita vatnslaus. Það var ekki fyrr en um hádegisbilið i gær sem Ijóst var að loka varð fyrir allt vatn til borgarinnar. Kaldavatnsleysi hefur i för með sér gifurlegt tjón og skapar óskapleg vand- ræði. Hjá Bæjarútgerð Reykjavikur sagði Er loka átti fyrir rennsli í aðala'ð til borgarinnar brast spindill i lokanum. Vatnsflaumurinn fyllti brunninn og maðurinn sem stóð við lokann synti upp úr brunninum. DB-myndir Ragnar Th. Tættistsundurá Ijósastaur : - Undarlegustu atvik koma fyrir i umferðinni og það sýnir þessi mynd ljóslega. Ung kona, rúmlega tvítug, var ein á ferð i þessum bíl er ökuferð hans lauk á þessum staur gegnt Slökkvistöðinni við Hafnarfjarðarveg. Höggið var mjög mikið og gekk vélin langt aftur i bilinn. Konan hlaut m.a. mikið höfuðhögg og var eftir rannsókn i slysadeild lögð inn á Borgarspitalann. Ekki var vitað í gær hvað valdið hafði þessu slysi. ASt/DB-mynd Sveinn. Rafkynding úti á landi: MEIRA EN HELMINGI DÝRARIEN SYÐRA Eftir hækkunina á rafmagni til húsa- hitunar á svæði Rafmagnsveitna rikisins kostar 124% meira að rafkynda á þvi svæði en t.d. í Reykjavik. Sem kunnugt er á þessi hækkun að færa rafveitunum 110 milljóna tekjuaukningu á þessu ári, en þegar betur er skoðað mun hún ekki skila nema 70 milljónum á þessu ári og 40 milljónum eftir næstu áramót. Fyrir hækkunina var húsahitunarrafmagn 84% dýrara á RARIK svæðinu en i Reykjavík. Þá eru heimilis- og iðnaðartaxtar á RARIK svæðinu einnig 85%hærrieni Reykjavik. Er hér átt við smásöluverð til neytenda. Eftir þvi sem blaðið kemst næst telja fróðir menn að vandi RARÍK stafi af því að rikið leggur þessu fyrirtæki sínu ekki til eigið fjármagn. svo að fjármagna þarf nær allar framkvæmdir með er- lendu lánsfé á mismunandi óhagstæðum kjörum. Þá hefur einnig verið eitthvað sleifarlag á innheimtu RARÍK síðan út- skrift reikninga var færð í Skýrsluvélar ríkisinssl. haust. G.S. fifálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR I. APRÍL 1978 Deiltásamgöngu- ráðherra: Þekkingar- laus maður ráðinn rekstrarstjóri Vegagerðará Austurlandi Allir umdæmisverkfræðingar Vega- gerðar rikisins en þeir hafa yfirumsjón með framkvæmdum hver í sínum lands- hluta hafa mótmælt ráðningu sam- gönguráðherra i embætti rekstrarstjóra stofnunarinnar á Austurlandi. Hafa þeir allir utan einn, undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lýsa megnri óánægju með að skipaður hafi verið i stöðuna maður sem enga þekkingu hafi á þeim störfum, sem honum séu falin. Sá eini sem ekki undirritar er umdæmisverkfræðingurinn á Austur- landi en hann mun hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna þessa máls. Mikil ólga hefur verið í mönnum fyrir austan vegna þessá, þó aðallega á Reyðarfirði, þar sem höfuðstöðvar Vegagerðarinnareru i fjórðungnum. Hefur þetta meðal annars valdið illvígum deilum innan Framsóknar- félags Reyðarfjarðar. í yfirlýsingunni segir ennfremur að yfirstjórn Vegagerðarinnar á Austur- landi telji að gengið hafi verið fram hjá hæfum manni sem starfað hafi hjá stofnuninni í fjölda ára. Ráðning reynslulauss manns og gjör- samlega ókunnugs starfsemi Vega- gerðarinnar geti valdið ómældum erfiðleikum og jafnvel lamað starf- semina. Sé einnig erfitt að skapa góðan starfsanda innan fyrirtækis þegar svo sé staðið að málum. Að lokum skora umdæmisverk- fræðingarnir á umdæmisverkfræðinginn á Austurlandi og einn vegaverkstjóra á Reyðarfirði að draga uppsagnir sinar vegna þessa máls til baka þvi þær muni skaða starfsemi Vegagerðarinnar. Undir yfirlýsinguna skrifa: Birgir Guðmundsson, umdæmisverkfræðingur Vesturlandi, Eirikur Bjarnason, Vest- fjörðum, Rögnvaldur Jónsson, Reykja- nesi, Guðmundur Svafarsson, Norðurlandi, Steingrímur Ingvarsson, Suðurlandi, og Bjöm Ólafsson, áður Vestfjörðum nú í sérverkefnum í Reykjavik. -ÓG. Skoðanakönnun sjálfstæðis- mannaí Borgarnesi: BJÓRN EFSTUR Björn Arason kaupmaður fékk flest atkvæði í skoðanakönnun sjálfstæðismanna i Borgarnesi, 59 alls. Annar varð Örn Simonarson bifvélavirki með 56 atkvæði, þriðji Jóhann Kristjánsson bílstjóri með 47. Þá kom formaður Sjálfstæðis- félagsins Kristófer Þorgeirsson með 32, María Guðmundsdóttir með 21, Guðmundur Ingi Waage 20 og Jón Helgi Jónsson 16. Alls kusu 75 og skilaði einn auðu. Trúlega mun listi sjálf- stæðismanna í Borgarnesi verða skipaður þessu fólki og í sömu röð við hreppsnefndarkosningarnar í næstamánuði. -JBP- i i i i i i i i i i i i i i ! I i í 4 í

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.