Dagblaðið - 04.04.1978, Side 7

Dagblaðið - 04.04.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. 7 Diane Keaton fékk Oskarsverðlaunin fyrir leik sinn I kvikmyndinni Annie Hall. Richard Dreyfuss fékk Óskarinn fyrir leik sinn i kvikmyndinni The Goodbye Girl. BURTONVARÐ ENNAF ÓSKARNUM — Richard Dreyfuss og Diane Keaton hrepptu verðlaunin fyrir beztan leik í aðalhlutverkum—Woody Allen bezti leikstjórinn og með beztu myndina — Annie Hall Diane Keaton vann i nótt Óskars- verðlaun fyrir beztan leik konu í aðal- hlutverki í myndinni Annie Hall, gamanmynd Woody Allens. Richard Dreyfuss fékk Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk í myndinni Goodbye Giri, gamanmynd Neil Simon. Vanessa Redgrave fékk Óskar fyrir aukahlutv. i myndinni Julia og Jason Robards fékk einnig Óskar fyrir auka- hlutverk í myndinni Julia. Robards sem er 55 ára að aldri fékk Óskars- verðlaun fyrir aukahlutverk, einnig í fyrra, en þá fyrir hlutverk í kvikmynd- inni All the Presidents Men. Þar lék hann ritstjóra. Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn fékk Woody Allen fyrir stjórn á kvik- myndinni Annie Hall. Verðlaunin fyrir tónlist fékk kvikmyndin Star Wars, beztu útsetningu A Little Night Music, beztu kvikmyndun Close Encounters of the Third kind, klipping Star Wars,- bezti söngur You Light up my life, Irving Thalberg verðlaunin til framleiðenda: Walter Mirisch, frum- samin mynd: Woody Allen og Marshall Bricklin fyrir Annie Hall, kvikmyndahandrit eftir sögu: Alvin Sargentfyrir Julia. Bezta mynd ársins var kjörin Annie Hall undir leikstjórn Woody Allens, en hún fjallar um unga elskendur og er i gamansömum tón. Raunar búa þau saman Woody Allen og Diane Keaton. sem leikur aðalhlutverkið i myndinni og fékk nú Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið. Gyðingar höfðu hótað mótmælum við verölaunaafhendinguna vegna út- nefningar Vanessa Redgrave til verð- launa. Þegar til kom var mótmælenda- hópurinn lítill og hafði ekki mikil áhrif. Baráttan um Óskarsverðlaunin fyrir aöalhlutverk kvenna stóð á milli Diane Keaton og Jane Fonda, en hún lék í kvikmyndinni Julia. Helzti keppi- nautur Dreyfuss um verðlaunin var Richard Burton fyrir hlutverk sitt í Equus, en hann hefur verið útnefndur til Óskarsverðlauna sjö sinnum, en aldrei hlotið þau. Woody Allen, sá frægi háðfugl, var valinn bezti leikstjórinn. Kvikmyndin sem hann framleiddi og leikstýrði, Annie Hall, var valin bezta mynd ársins og Diane Keaton, sem lék aðalhlutverkið i þeirri mynd, fékk Óskarinn að launum. Þau búa reyndar saman að sögn en ekki er Ijóst hvort veraldleg eða gcistleg yfirvöld hafa blessað sambúðina. Bandaríkin: Sjónvarpsgláp veldur ótta, óöryggi og ofbeldishneigö Sjónvarpsefni sem elnkum er ætlað börnum i Bandarikjunum er talið sýna þrisvar sinnum meira ofbeldi en efni fyrir fullorðna. Samkvæmt nýgerðum rannsóknum á efni síðastliðins árs, en þær fram- kvæmdu aðilar á vegum háskólans í Pennsylvania, er ofbeldi i einhverri mynd í 75% af öllu sjónvarpsefni. Þar skar sig sérstaklega úr sjónvarps- efni, sem sýnt er fyrri hluta laugar- og sunnudaga. Að meðaltali sextán of- beldisaðgerðir voru þá sýndar í klukku- tíma en ekki nema fimm í efni fyrir full- orðna. 1 niðurstöðum rannsóknarinnar á sjónvarpsefni segir að sannað sé að þeir sem mikið horfi á „kassann” þjáist meir af ótta og öryggisleysi en þeir sem minna horfk Hinum fyrrnefndu hætti meir til að óttast að fara út fyrir hússins dyr eftir að skyggja tekur. Þeir kaupi einnig fremur byssur sér til varnar, einnig varðhunda og sérstakar dyralæsingar á heimili sín. Skólabörn voru spurð hvenær réttlæt- anlegt væri að slá annan aðila sem reitti þau til reiði. Þau sem mikið horfðu á sjónvarp svöruðu mun oftar að slíkt væri nær alltaf réttlætanlegt. Þúsundir viðriðnar tryggingasvikin Talið er að þúsundir manna muni blandast í trygginga og sjúkrasjóða- svikin sem upp komst um í Ástraliu um síðustu helgi. Þau munu hafa farið þannig fram að læknar gáfu fólki — flestu af grísku bergið brotið — röng læknisvottorð, sem siðan voru notuð til að svikja fé úr tryggingarstofnun- um. Ákveðið var i gær að stöðva alla þá sem greiðslur fá úr sjúkra og trygg- ingasjóðum og ætla úr landi þar til mál þeirra hafa verið rannsökuð. Yfirvöld i Ástraliu munu hafa hug á að fá 350 manns sem nú búa i Grikk- landi til að snúa aftur til Ástralíu og gera grein fyrir máli sínu. Nú er talið að svikin hafi átt sér stað á tímabilinu frá 1972 fram til dagsins í dag og hafi kostað Ástralíustjórn í"það minnsta 50 milljónir dollara eða jafnvirði nærri 13 milljarða íslenzkra króna. FISKIMENNICADIZ SLÁST VID LÖGREGLU Fiskimenn í borginni Cadiz á Spáni efndu til óeirða eftir að yfirvöld þar höfðu leyst upp mótmælafund þeirra. Fiskimennirnir, sem eru i verkfalli og krefjast hærri launa, höfðu safnazt saman kröfum sínum til stuðnings. Talið er að i það minnsta 700 fiski- menn hafi verið á fundinum en þeir brutu glugga, rifu upp götusteina og grýttu lögreglumenn. Fyrir viku meiddist einn lög- reglumaður og þrir verkfallsmenn í svipuðum átökum i Cadiz. Lögregluyfirvöld í borginni segja að fimmtán manns hafi verið handteknir i óeirðunum. Einnig segja þau aö nokkrum bensínsprengjum hafi vcrið kastað að ráðhúsi borgarinnar og lóg reglubifreiðum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.