Dagblaðið - 04.04.1978, Page 11

Dagblaðið - 04.04.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. Kjallarinn GeirR. Andersen síðar að skera upp herör gegn þeim undirheimalýð, sem er i þann veginn að festa rætur í þessu þjóðfélagi sem og öðrum löndum, og hefur reynzt erfiðara við að eiga en nokkra aðra tegund glæpamanna. Stuttar eindálka fréttir í fjölmiðlum, stundum fimm til sex línur vel faldar innan um annað fréttaefni með upp- sláttarfyrirsögnum er ekki rétta leiðin til varnar þeim vanda, sem hér er við að etja, heldur hættuleg mistúlkun á máli, sem varðar allan almenning og mun, ef ekki er rétt á haldið, valda meiri ógæfu fyrir þjóðfélagsheildina en allar gamlar syndir í efnahags- og fjármálum samanlagt. Fjármögnun Það liggur í augum uppi, að eitur- lyf, er seld eru hér á landi á verði er nemur allt frá nokkrum hundruðum króna grammið eða þúsundir króna, allt eftir tegundum og áhrifum eitur- lyfjanna, fara ekki um eins manns hendur. Það er og staðreynd, að í flestum þeim tilfellum sem upp kemst um glæpamann á þessum sviðum er upp- runi eiturlyfjanna rakinn til þess aðila eða þeirra, sem hafa keypt þau er- lendis, hjá svokölluðum „dealers” eða „útvegsmönnum”, ef svo mætti nefna þessa aðila. Til þess að fjármagna sendimann til utanfarar til kaupa á eiturlyfjum þarf fjársterka aðila. Varla er hægt að ætla íslenzkan almenning svo fáfróðan að hann trúi því, að allur sá fjöldi „ung- menna”, sem tekinn hefur verið við komu til landsins fyrir smygl á eitur- lyfjum eða dreifingu þeirra hér, þegar heim er kömið hafi farið utan, hver fyrir sig, á eigin vegum til kaupa á eiturlyfjum fyrir hundruð þúsunda króna, og oft hærri upphæðir, án þess að fjársterkir aðilar, aðilar, sem aðgang hafa að lausu fjármagni, þ.á m. erlendum gjaldeyri, hreinlega „geri út" slík „ungmenni” til fararinn- ar. Auðvitað er fjarstæða að tala um „ungmenni” eins og að framan er drepið á því slíkir aðilar, sem veljast í slíkar „sendiferðir” eru glæpamenn af svipaðri gráðu og þeir, er fjármagna ferðina, eða glæpahneigðin ekki minni en svo, að viljann vantar a.m.k. ekki. Ástæðulaust er einnig að segja fólki, að íslenzk „ungmenni” nú á dög- um séu svo dæmalaust saklaus, að þau „hafi bara lent” í þeirri ógæfu að um- gangast slæma félaga! Það Ijúka þó allir unglingar á íslandi tilskildri skóla- göngu með meiru — og varla er verið að „fjármagna” mállausa óvita til utanlandsferða með kaup á eiturlyfi umfyriraugum! Þá er stóru spurningunni ósvarað. Hver er gangur venjulegs (svc að ekki sé nú minnzt á stærstu mál af þessu tagi) „fikniefnamáls hér á landi? — Rúmlega tvítugt „ungmenni” er tekið við komu til landsins með nokkur kíló eiturlyfja, „ungmennið úrskurðað í 30 daga gæzluvarðhald, og hvað svo...? Oftast eru fréttirnar af málinu ekki lengri eða ítarlegri. Fyrir kemur þó, að framhald fréttarinnar birtist, að nokkrum dögum liðnum, og þá eitt- hvað i þessum dúr: „Tvítugi pilturinn, sem úrskurðaður var i gæzluvarðhald á dögunum fyrir smygl á eiturlyfjum, hefur nú verið látinn laus. Frekari frétta af málinu var ekki hægt að afla”! Spurningunni, sem ósvarað er, þarf ekki endilega alltaf að beina að nafni þessa eða hins „ungmennisins”, sem uppvís varð að smygli eiturlyfjanna í viðkomandi máli, heldur miklu fremur að því, hver eða hverjir standi að baki „útgerðar”, dreifingu og sölu þeirra Kjallarinn EinarEyþórsson um og V-Evrópu eru reknir fyrir fé auðhringa, útgáfa og útbreiðsla kennslubóka er i þeirra höndum, svo og styrkir og heiðurslaun af ýmsu tagi. Slík itök geta þeir notað til að móta hagfræðimenntunina. (Sbr. t.d. Krist- ján Friðriksson: „Farsældarrikið og manngildisstefnan” bls. 25—26). Meðan hagfræðin heldur áfram að prédika ágæti hins ímyndaða frjálsa markaðskerfis halda auðhringarnir ótruflaðir áfram að ryðja hinum smærri keppinautum sínum úr vegi og tryggja yfirburði sina á markaðnum. Afleiðingar Eins og kemur fram í ályktuninni hér i upphafi hafa innflutningshömlur jafnt og þétt verið afnumdar hérlendis frá 1960 til dagsins í dag. Auk þess hafa tollar að mestu verið felldir búrt i viðskiptum við bæði EFTA og EBE og eiga að hverfa að fullu 1. janúar 1980. Allt er þetta gert í trú á blessun hins frjálsa markaðar, og virðist svo sjálfsagt að ekki þurfi um að ræða. En hverjar eru afleiðingamar, beinar og óbeinar? Þær eru reyndar velþekktar: — Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi óðaverðbólgu. — Erfiðleikar iðnaðar sem framleiðir fyrir heimamarkað. — Óeðlileg áhersla á sjávarútveginn sem kemur fram í rányrkju á fiski- miðunum. — Miklar lántökur erlendis. — Aukin áhersla á erlenda stóriðju. Þar sem samhengi þessara atriða og þáttur auðhringaveldis og innflutn- ingsfrelsis í þeim er e.t.v ekki Ijóst í einni svipan mun ég reyna að skýra það nokkru nánar hér á eftir. Greiðslujöfnuður Greiðslujöfnuður er í stórum drátt- um jöfnuður milli verðmætis innflutn- ings og útflutnings, eða milli gjald- eyrisstreymis út úr og inn í landið. Sé innflutningur á ákveðnu timabili meiri en svo að hægt sé að borga fyrir hann með útflutningstekjum sama tímabils, myndast svokallaður greiðsluhalli. Áhrifamesta tækið sem ríkisstjórnir ráða yfir til að rétta af slíkan halla er að takmarka innflutning eða gjald- eyrissölu, og efla jafnframt innlendan iðnað þannig að þörfin fyrir innflutta vöru minnki. Annað áhrifamikið tæki, sem beitt er í sama tilgangi, eru tollar, sem gera innflutta vöru dýrari og þar með minna eftirsótta. * Hafi ríkisstjórn aftur afsalað sér þessum stjórntækjum eins og tilfellið er á Islandi eftir samningana við EFTA og EBE, verður að beita öðrum aðgerðum gegn greiðsluhallanum. Samkvæmt kenningunni um hag- kvæmni frjálsrar verslunar, á að mæta auknum innflutningi, sem óhjákvæmi- lega er afleiðing innflutningsfrelsis, emð auknum útflutningi á þeim vör- um sem hægt er að framleiða á hag- kvæmastan hátt í landinu. tslendingar hafa lengst af bara framleitt eina slíka vöru, nefnilega fisk. Því hefur nú fiski- skipaflotinn verið efldur stórkostlega og landhelgin færð út. Fiskútflutning- urinn hefur þó ekki vaxið eins og til var ætlast, og ástæðan er einföld: það er ekki nógur fiskur í sjónum. — Eru nú góð ráð dýr. Nýr útflutningsiðnaður verður ekki hristur fram úr erminni, og spurning hverjar þær auðlindir sé að finna á Islandi sem gefi tækifæri til stórfelldrar gjaldeyrisöflunar. Þar koma mönnum fyrst í hug vatnsföll landsins, og orkan sem i þeim býr. Þessa orku er hægt að nýta fyrir svo- nefndan orkufrekan iðnað. Stóriðja Raunar var farið að huga að slíkum iðnaði strax uppúr 1960. Álverið i Straumsvík hóf starfsemi sina 1969, og sama ár gerðist ísland aðili að EFTA, ekki sist til að auðvelda álút- flutning til Evrópu. Álverið er í eigu erlends auðhrings, Alusuisse, og kemur það til af því að í þessarri iðn- grein rikir einokun. Fáeinir auð- hringar sitja yfir hráefnalindum, fram- leiðslutækni og markaði, svo ekki er árennilegt að leggja þar út í „frjálsa samkeppni”. Sömu sögu er að segja um aðrar helstu greinar orkufreks iðn- aðar sem til greina koma á íslandi. Reynslan af álverinu sýnir nokkuð vel að orkufrek stóriðja er ekki sá bjargvættur sem ýmsum hefur orðið á að trúa. Þótt sleppt sé að minnast á mengun, félagsleg áhrif og heilsufar verkamanna, er Ijóst að gjaldeyristekj- urnar eru dýru verði keyptar. Álverið fær raforku á verði sem liggur langt undir kostnaðarverði, og er undan- þegið venjulegum sköttum og tollum. (Greiðir svokallaðan lágmarksskatt sem er föst upphæð, — 250 milljónir 1975). Þannig greiða lslendingar í reynd útflutningsbætur með álinu. Það er lítil ástæða til að ætla að annað verði uppi á teningnum með stóriðju i framtíðinni, einfaldlega vegna þess að auðhringarnir hafa ekki áhuga á að byggja verksmiðjur sínar á íslandi nema orkuverðið sé svo lágt að það vegi upp kostnaðinn við að flytja hrá- efnið til landsins og vöruna út aftur og riflega það. Þvi má heldur ekki gleyma að Alusuisse notar sömu aðferðir og aðrir auðhringar til að koma hagnaði sínum úr landi: Álverið er látið kaupa hráefni sitt af móðurfyrirtækinu fyrir óeðlilega hátt verð, og eins er það látið taka lán á háum vöxtum hjá móður- fyrirtækinu. Þannig verða gjaldeyris- tekjur íslendinga af álverinu rýrari og dýrari en ætla mætti, það hefur jafnvel verið haft á orði að lambakjöts- útflutningur okkar sé hagstæðari en álútflutningurinn. Þrátt fyrir þetta er nú unnið kapp- samlega að undirbúningi nýrrar stór- iðju. Járnblendiverksmiðja er i bygg- ingu, þrátt fyrir útreikninga sem benda til að hún verði þjóðinni byrði fremur en tekjulind. Stóriðja á Suður- landi í tengslum við Hrauneyjarfoss- virkjun er í undirbúningi og sama er uppi á teningnum á Norðurlandi í tengslum visð Kröflu- og Blönduvirkj- un, þótt þar séu ýmsar blikur á lofti. Innflutningur takmarkaður óbeint tvær leiðir Þegar útflutningurinn nægir ekki til að standa straum af frjálsum innflutn- ingi er gripið til aðgerða sem takmarka innflutninginn óbeint (þar sem ekki er lengur hægt að takmarka hann beint). Verður þá fyrst fyrir að fella gengið. Gengisfellingin hækkar verð á inn- fluttri vöru og dregur þannig úr eftir- spurn eftir henni. Hún styrkir og útflutningsatvinnuveganna þar sem tekjur þeirra hækka í innlendri mynt. (Gjaldeyristekjurnar hækka þó ekki nema hægt sé að auka útflutninginn ). Þetta er skammgóður vermir, því erlendar rekstrarvörur allra atvinnu- vega hækka um leið og verðhækkun verður á öllum vörum áður en langt um líður. Launafólk unir því að sjálf- sögðu ekki og krefst hærri launa. Þegar launin hækka verður eftirspurn eftir erlendri vöru aftur jafnmikil og fyrir gengisfellinguna, og staða út- flutningsatvinnuveganna sækir í sama farið. Eina lausnin er því önnur gengisfell- ing, eða þá samfellt gengissig. Af þessu leiðir svo óðaverðbólga eins og Islend- ingar munu kannast við. Önnur leið til að draga óbeint úr innflutningi, sem eiturlyfja, sem hingað berast, og með hvaða hætti hinir sömu afli fjármuna til þessarar „útgerðar”. Fjármögnunin skiptir öllu máli í þessari hættulegu glæpastarfsemi. Þögn er misráðin 1 fámennu þjóðfélagi gilda sömu reglur, hvað snertir uppljóstrun af- brota og glæpa og í fjölmennu, að því betur sem almenningur er upplýstur um eðli og umfang misferla þeirra, sem til umfjöllunar eru hverju sinni, þeim mun betur stendur almennings- álitið með yfirvöldum og styður þau í aðgerðum sínum. Eða eiga aðrar reglur að gilda á íslandi i þessum efnum — og er al- menningsálitið einskis virði hér á landi — og ennfremur: ef svo er, hvers vegna? Hins vegar er það í hæsta máta óviðeigandi og sýnir ótvíræða hræsni og dómgreindarleysi, þegar fjölmiðlar með hina opinberu i fararbroddi ganga fram i því að „aumka sig yfir” glæpa- og misindismenn með viðeigandi harmakveinum umsjónarmanna slíkra þátta, vegna hinna „bágu” kjara og aðbúnaðs þeirra, sem hlotið hafa dóm eða eru að taka út refsingu fyrir aðild að eyðileggingarstarfsemi innan þess þjóðfélags, sem þegnarnir — a.m.k. allflestir — viðurkenna. Það er lika oft svo, að þeir sem hæst hrópa um „óréttlæti” og skort á „mannúð" i garð þeirra sem gerzt hafa sekir um hvers konar skemmdarstarf- semi í þjóðfélaginu eru líka hinir sömu ekki keyrir verðbólgu uppúr öllu valdi, er svokölluð samdráttarpólitík. Hún felst i því að draga úr almennri eftir- spurn innanlands, einkum með eftir- farandi aðgerðum: — Dregið úr útlánum banka, vextir hækkaðir. — Kaupgjaldi haldið niðri eins og mögulegt er. — Niðurskurður á opinberum út- gjöldum, hækkun á verði opinberrar þjónustu. — Dregið úr eða hætt niðurgreiðsl- um á neysluvörum. — Hætt opinberum verðlags- axvörðunum og verðlagseftirliti. Meiningin með þessu er í stórum dráttum að minnka fjárráð fólks, þannig að eftirspurn eftir innfluttri vöru minnki. Af skiljanlegum ástæðum cru þessar aðgcrðir lítt vinsælar meðal kjósenda og þvi erfiðar i íramkvæmd í lýðræðisrikjum'. Auk þess hafa þær þann galla að skaða þann sem síst skyldi, nefnilega inn- lendan atvinnurekstur. Vaxtahækk- anir og útlánahömlur gera innlendum fyrirtækjum erfitt fyrir og koma fram í verðlaginu. Minnkuð fjárráð al- mennings minnka svo auðvitað eftir- spurn eftir innlendri vöru svo sam- C' ittúi verður 1 framleiðslu og fyrir- tæki segja upp starfsfólki. Niður- staöa samdráttaraðgerðanna, sé þeim beitt að einhverju marki, verður þvi kjaraskerðing og atvinnuleysi — fyrir utan bættan greiðslujöfnuð auðvitað. Lántökur Þcasur tvær leiðir eru eins og við höfum séð báðar meingallaðar og leysa ekki vandann. Þá er þriðja leiðin eftir, þrautalendingin: að fá lánaðan gjald- eyri erlendis til að ná endum saman. Þessi lcið hefur þann kost fyrir rikis- ‘ájórnir að hún styggir ekki kjós- e ndur í sama mæli og hinar tvær fyrr- tieflidu. Vandanum er frestað, velt yfir i framtiðina. Lánin verður auð- vitað að borga á sínum tima með full- um vöxtum (— en þá má auðvitað reyna aðfá ný lán). Oft fylgja lánunum fleiri kvaðir en bara að endurgreiða þau. Alþjóða- í'jaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabank- inn b.cm eru systurstofnanir) eru stærstu lánardrottnar heimsins, og undir nafni alþjóðastofnana reka þeir hvarvetna erindi vestrænna iðnríkja og auðhringa. Bandaríkin og Vestur-Evrópulöndin hafa til samans meirihluta í stjórn þeirra beggja og fjármagnið kemur að stærstum hluta frá þeim. Mörg svokölluð þróunarlönd hafa á siðustu tveimur áratugum l’erst n'.iog háð þessum stofnunum um lánsfé. Stofnreglur Alþjóðagjald- <:> rissjóðsins krefjast þess af meðlim- um að þeir ástundi dyggð frjálsrar verslunar, þ.e. afnemi allar inn- og fyrstir verða til þess að lita þá horn- auga, sem tekið hafa út sína refsingu að lögum, og láta ekkert tækifæri ónotað til þess að bera út þann vitnis- burð, að þessi eða hinn hafi „setið inni” fyrir hitt eða þetta albrotið. Auðvitað er það þjóðfélaginu i heild fyrir beztu, svo og þeim, er gerast brot- legir við lög og rétt, að meðferð öll á afbrotamálum gangi sem fljótast, við- komandi taki út sína refsingu lögum- samkvæmt — en eigi siðan fullan rétt á þvi að vera tekinn aftur inn í sain- félag það er hann hvarf úr um tíma, og með fullum réttindum, eftir að refs- ingu lýkur. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er tví- mælalaust að fjalla ítarlega um hvers konar afbrot. grafast fyrir um aðdrag- anda þeirra og meðferð alla og knýja á um, að yfirvöld gefi upplýsingar um hvað eina, sem slík mál varða, án tillits til þjóðfélagsstöðu, áhrifa — eða að- standenda viðkomandi. Til þessa hafa fjölmiðlar verið afar hikandi i afstöðu sinrí, nema þegar afbrot eru sam- tvinnuð svonefndum hneykslismálum, sem fremur eru fram sett til þess að „lífga upp á” hversdagsleikanna í löngu skammdeginu. Það ætti ekki einungis að vera hlut- verk frjálsra fjölmiðla að upplýsa al- menning til hlitar um þau afbrot og glæpi sem til umfjöllunar eru hverju sinni, heldur verður að líta á slíkt sem skyldu þeirra. — Þögn um slík mál er ávallt misráðin. Geir R. Andersen. flutnings- og gjaldeyrishömlur, að vísu meú- nokkrum aðlögunartíma. Ástundun dyggðarinnar er mæli- kvarði á það hve verðugt hvert ein- stakt uiid er að fá lánafyrirgreiðslu. . Meó timanum hafa mótast fastar venjur i viðskiptum sjóðsins við þróunarlönd sem eiga í greiðslu- örðugleikum. Þegar ríkisstjórn biður um aðstoð koma „sérfræðingar” sjóðsins gal- vaskir og segja henni hvað hún skuli gera til að fá náð í augum sjóðsins. Ráðleggingarnar ganga í fyrsta lagi út á innflutnings- og gjaldeyrisfrelsi og í öðru lagi út á aðgerðir til að mæta afleiðingum frelsisins. Ráðlögð er gengisfelling ásamt samdráttarpólitik og þar að auki aðgerðir til að lokka erlent fjármagn til landsins Ifríðindi til auðhringa). Rétt er að taka það fram að þessar ráðleggingar verða ekki að skilyrðum fyrr en skuldir landsins við sjóðinn eru komnar yfir ákveðið mark. Með þessum hætti er landinu hrint inn í vítahring stöðnunar og sifellt þyngri skuldabyrði, meðan auðhririgarnir hrósa happi á tvennum vigstöðvum: þeir fá að starfa i landinu og nýta auð lindir þesss (oftast hráefni sem þeir flytja óunnin úr landi) og í öðru lagi fá þeir að selja vöru sina hömlulaust í landinu. Alþjóðabankinn ber einnig hag auðhringa mjög fyrir brjósti. T.d. er hann tregur til að veita lán til þjóð- legrar iðnaðaruppbyggingar sem líkleg er til að gera landið efnahagslega sjálf- stætt, en veitir gjarnan lán til vega, hafria og annarra framkvæmda sem koma auðhringum til góða. Á tslandi hefur hann veitt lán til stórvirkjana í samræmi við þessa stefnu sina og haft meira eða minna hönd í bagga með stóriðjusamningana. (Sbr. yfirlýsingu Eliasar Davíðssonar og Engilberts Guðm. Dagbl. 14.2. 78 bls. 9). Það er erfitt að fullyrða hve mikil áhrif þessara stofnana eru á erlendar fjár- festingar og aðgerðir i efnahags- málum á lslandi, en ef að likum lætur vaxa þau i hlutfalli við skuldir okkar við þær. Að lokum Ég hef nú reynt að sýna fram á að afleiðingar innflutningsfrelsis eru meiri og alvarlegri en látið er í veðri vaka opinberlega. Ríkisstjórnin hefur ekki lengur vald yfir einum mikilvæg- asta hlekknum i efnahagslífinu og afleiðingin er óðaverðbólga og öng- . þveiti. Eins og við er að búast stendur efnahagslegt sjálfstæði íslands á veikari grunni nú en i kringum 1960, og leiðin liggur beint til efnahagslegrar — og þá um leið stjórnmálalegrar ánauðar eins og nú horfir. Einar Eyþórsson Tromsö

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.