Dagblaðið - 04.04.1978, Síða 24

Dagblaðið - 04.04.1978, Síða 24
Eftir tæpar tvær vikur verður einn af áskrifendum Dagblaðsins orðinn glæsilegri bifreið ríkari. Þá verður dregið úr nöfnum áskrifenda í get- raunaleiknum, sem blaðið efndi til síðla i októbermánuði sl. Vinningur- inn er glæsileg CHEVROLET NOVA-bifreið, en slík farartæki kosta hátt i fjórar milljónir eftir siðustu gengisfellingu. Þeir sem gerast áskrifendur næstu dagana munu verða með i þessum leik okkar. Tölvan sér um að þeir eigi „miða” i leiknum okkar. Þeir sem voru áskrifendur fyrir 24. október sl. eiga fleiri „miða” ef svo mætti segja þ.e. einn fyrir hvern mánuð sem liðinn er frá því leikurinn hófst. Sá eða sú sem verður svo heppin(n) að verða {ireginn út af tölvunni fær það verkefni að halda til ritstjórnar Dagblaðsins og svara ósköp einfaldri spurningu: „Hver er ritstjóri Dag- blaðsins?” Ætti það ekki að verða neinum til trafala — og þá verða lyklar að glæsi- legu farartæki afhentir. Áskriftarsími Dagblaðsins er 27022, en skrifstofa blaðsins er í Þverholti 11. Verður húnopin eins og venja er til allt til kl. 22 á hverju kvöldi. - JBP áskrifandi dollaragrín” DB-myiid SveinnÞorin. Hinir frelsandi englar! Óhappið gerðist, þegar stoppað var við „bæjarins beztu”, þ.e. pylsuvagninn við Tryggvagötu. Nú voru góð ráð dýr! En birtast ekki allt í einu tveir ungir lögreglu- menn eins og frelsandi englar. Það vafðist ekki fyrir þeim að koma varadekkinu undir míní-bílinn en vinkona ökumannsins virðist gera grín að framtaksleysi hennar við minni háttar bílaviðgerðir. Þess skal getið af jafnréttisástæðum að -sumar konur geta skipt um hjól- barða á bílum sinum. ortíheimsókn ER MAÐUR FÆÐIST AEIGINLEIKA SMANS” Dr. Frank Herzlin: „Miðað við áframhaldandi starf á sama sviði verður eftir þrjú ár hvergi rekið betra Freeport-”pr6gramm” en á íslandi. Það verður fyrir- mynd fyrir allan heiminn.” — DB-mynd: Ragnar Th. — en ekki veröa þeir allir alkóhólistar — hvað um þig? „Alkóhólismi er ættgengur sjúk- dómur og ólæknandi. Allar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum í Bandarikjunum benda til að svo sé. Rannsóknir benda einnig tii að tíundi hver maður sé fæddur með þeim erfðaeiginleikum sem þarf til að verða alkóhólisti. Hins vegar verða þeir ekki allir alkóhólistar, ekki frekar en allir, sem fæðast t.d. með eiginleika sykursýki verða sykursjúklingar. Svo að alkó- hólistinn verði það sem við köllum „virkur” þarf fleira að koma til — m.a. ytri áhrif.” Það var dr. Frank Herzlin. yfirlæknir Ereéportsjúkrahússins og stofnandi þess, sem sagði þessi orð á fundi með frétta- mönnum i gær. Dr. Herzlin er hér staddur i boði Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið og mun tala á fundum þes; um helgina. Dr. Herzlin lýsti nokkrum einkennum alkóhólisma og skipti þeim í fjóra flokka: 1. Líkamleg einkenni: sjúklingurinn fær ónot í maga, melting verður slæm, mikil gas- og loftmyndun á sér' stað, skjálfti er algengur, „black-out” og síðan fer lifrin að gefa sig. 2. Andleg og tilfinningaleg ein- kenni: sjúklingnum finnst hann ekki standa sig, hann fær sektarkennd, finnur til smánar, einangrar sig frá umhverfi sinu og nánum ættingjum og vinum. Hann fer að ljúga um drykkjuvenjur sinar og fleira. 3. Hegðunareinkenni: hegðun hans breytist, einkum við drykkju. Sjúklingurinn drekkur sig oftar fullan, hugsun slappast og vinnuafköst fara mjög minnkandi. 4. Félagsleg einkenni: alkóhólistinn verður stöðugt ergilegur, skapstirður, sambúð hansáyg samband við fjölskyldu og vini fer versnandi og hann á stöðugt erfiðara með að sætta sig við umhverfi sitt. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem dr. Herzlin drap á á blaðamannafundinum í gær. Hann mun ræða þessi atriði og mörg fleiri á ráðstefnu sem Freeport- klúbburinn á Islandi gengst fyrir á Hótel Sögu um helgina, laugardag og sunnu- dag, kl. 10—12 og 13:30—16 báða dagana. Ráðstefnan verður öllum opin. frjálst, úháð dagbJað ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. Dularfullir hjólbarðar á Bíldshöfða Um miðjan dag í gær var kært vegna innbrots í geymslu SAAB- umboðsins á Bíldshöfða. í Ijós kom að engu hafði verið stolið en hurðir skemmdar m.a. hurð hjólhýsis sem í geymslunni var. En það dularfulla er að undir hjól- hýsinu fundust tveir dýrir hjólbarðar á felgum af stærðinni 700x15. Enginn hjá umboðinu kannast við hjólbarð- ana sem eru tugþúsunda virði. Er uppi tiigáta um að geymslan hafi verið notuð sem þjófageymsla. Málið er í rannsókn. ASt. Sjálfstæðismenn á Austurlandi: Þingmaðurinn í fyrsta sæti Sverrir Hermannsson alþingismaður verður í 1. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Austurlandskjördæmi við næstu alþingiskosningar. Framboðslistinn var ákveðinn á fundi kjördæmisráðs á Reyðarfirði núna um helgina. í öðru sæti er Pétur Blöndal forstjóri, Seyðisfirði, í þriðja sæti Egill Jónsson ráðunautur, Seljavöllum A-Skaft. i fjórða sæti Jóhann D. Jónsson umdæmisstjóri, Egilsstöðum og í fimmta sæti Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, Vopnafirði. Austurland hefur verið nefnt fram- sóknarsvæði en þar eru þeir með þrjá af fimm þingmönnum. Sjálfstæðismenn fengu 1344 atkvæði við síðustu kosningar og einn mann kjörinn, Sverri Hermannsson. HP Alþýðuflokkurínná Norðurlandi vestra: FinnurTorfi í efsta sæti Kjördæmisráð Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra hefur nú gengið frá endanlegum framboðslista flokksins i kjördæminu fyrir alþingis- kosningarnar i vor. í fyrsta sæti verður Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður, Reykjavik, í öðru sæti Jóhann Möller ritari verkalýðs- félagsins Vöku á Siglufirði, i þriðja sæti Jón Karlsson formaður verkalýðsfélags ins Fram á Sauðárkróki í fjórða sæti Elín Njálsdóttir póstmaður, Skagaströnd og í fimmta sæti Þórarinn Tyrfingsson héraðslæknir, Hvammstanga. Við siðustu alþingiskosnningar hlaut Alþýðuflokkurinn 445 atkvæði en Alþýðubandalagið, sem hlaut fimmta þingmanninn, Ragnars Arnalds, hlaut 850 atkvæði. HP

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.