Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978. VONDIR MENN MEÐ VÉLAÞRAS Allir þekkja kvæöi Bjarna Thorarensens um séra Sæmund Hólm, guðsmanninn sem batt hnúta sina öðruvisi en samferðamenn og var á sinni ævireisu oft I urð hrakinn. Bjarni þótti nokkuð dómharður og var ekki talinn mikill miskunnarmaður, þegar þvi var að skipta. Þegar Bólu-Hjálmar fór á fund hans vegna sinna málaferla, fátækur búandamaður til sjálfs amt- mannsins, var Bjarni, segir sagan, nokkuö. þungur á brúnina. En ekki höfðu þeir lengi ræðst við, er annað varð uppi á teningnum. Siðan er til visa, sem fullyrt er að þeir hafi ort saman. Bjarni: Vondir menn með vélaþras að vinum drottins gera brigsl. Hjálmar: Kristur stóð fyrir Kaifas klögumálin ganga á víxl. Við skulum veita athygli einu orði I hendingu Hjálmars. Eðlilegra hefði verið að ganga hefði »' verið gengu, I þátíð einsog stóð. Hann var að tala um Krist, sem stóð I líkum sporum og hann — Hjálmar — sjálfur frammi fyrir sinu yfir- valdi. En með því að segja, klögumálin ganga, undirstrikar hann, að hann á við sín eigin mál. Mér finnst nú raunar varla hægt að gera ráð fyrir svona mikilli skáldsnilli I einu vctfangi. Þessu kann að hafa verið breytt seinna. En liklegast þykir mér, að þessi vísa sé tilbúin síðar, sé þjóðsaga og hvorki eftir Bjarna né Hjálmar. (Og eftir að þetta er samansett hef ég frétt að Jón Helgason prófessor telji þetta vera sögn — og færi að þvi rök). En góð er hún hvernig sem hún hefur verið sköpuð. Þetta mót þeirra skálda Bjarna og Hjálmars er tímasett rétt fyrir 1840, einu eða tveimur ár- um fyrir þann tima. Þá er Bjarni liðlega fimm- tugur, en Hjálmar er réttum áratug yngri, kannski I hæsta lagi orðinn sýslufrægur hag- yrðingur. Um þessar mundir var enn ófrægari maður, Daði nokkur Níelsson, vinnumaður á ýmsum bæjum I amtsumdæmi Bjarna. Nokkrum árum seinna hefur hann sest að á Akureyri I námunda við nýja prentsmiðju þar. Hann hlaut aldrei stórskáldsnafn. Enn er hann þó I minnum hafður vegna fræðiiðkana sinna, enda hlaut hann viðurnefnið hinn fróði. Hér eru nokkrar vísureftir hann. Betra er að þiggja boðin hús en biðja um önnur, falla á kné, en fá þau ekki, fullvel slikan kost eg þekki. Um ofmælskan mann yrkir hann: Megna brúkar mælsku hér maðurinn orðafreki. Málróf gefið mörgum er, miklu færrum speki. Og af öðru tilefni. Vel ei faraast manni má, meinleg er sú flækja, gagn sltt þegar ætið á undir högg að sækja. Næstu vísur yrkir hann um sina eigin hagi, en hannátti harðaævi. Sár ef þvingar sulturinn, sæld þá drottinn veitir, að einhver fyllir maga minn mat, og hryggð umbreytir. Vísurog visnaspjall iön Gunnar Jönsson > ti#y Gefur það hans gæskan rik, ef ganga verð eg nakinn, að einhver kastar á mig flík auman þá og hrakinn. Maður sem þannig yrkir gerir ekki miklar kröfur, heldur treystir forsjón guðs. Ég af margskyns mæðu blaki merki langsamt ber. Það er meir en tárum taki titt sem þjakar mér. Sú er huggun sinnuranns, sér fram árin þoka, mun svo hjálpa mildin hans mér til æviloka. Frá Daða fróða hefur áður verið sagt I þessum þáttum. En það var ekki alveg út I hött, að ég nefndi séra Sæmund Hólm I upphafi þessa pistils. Hann var fæddur 1749 og er þvi tæpum fjórum ára- tugum eldri en Bjarni Thorarensen. Hann var lengi prestur að Helgafelli við Stykkishólm. Hann var drátthagur og skáldmæltur og mjög sérkennilegur gáfumaður. En þó bendir margt til, að hann hafi á köflum varla verið með öllum mjalla. Hann átti lengi I miklum deilum og málaferlum. Á Reykjavikurárum Bjarna Thorarensens kom það i hans hlut að fjalla um mál Sæmundar, og jafnvel að kveða þar upp dóma. Þessar upplýsingar hef ég úr ritum Daða fróða, þeim sem Finnur Sigmundsson hefur lát- ið prenta. Svo er á þeim að skilja að Bjarni hafi verið Sæmundi mjög hliðhollur. — t 4. árg. Klausturspóstsins, sem Magnús Stephensen gal út, er sagt frá þessum málum. En Daði segir afi Sæmundur hafi dregið upp mynd Magnúsar á mykjuskán. Gef ég nú Daða fróða orðið, en stytti nokkuð: Sæmundur Hólm hélt Helgafelli I 30 ár, giftist aldrei né átti barn... Niðurníddist staðurinn og túnið fór versnandi af órækt, en hann byggði á þvi garða marga, sem hann lést ætla að sá I. Starfaði hann þar einn og var svo stórvirkur, að mikil furða þótti, hvað hann gat einn unnið, enda var hann svo hraustur til burða, að enginn maður vissi afl hans. Ekki var hann búsýslumaður, en snillingur I mörgu öðru, söngmaður besti, og kunni vel sönglist, predikari göður, þegar hann hafði enga útúr- dúra við.... Syndur var hann sem selur.... ó- stoltur og þægilegur heim að saskja.... hagorður vel, en níðskár mjög... Síra Sæmundur. var gildur meðalmaður á vöxt og stinnvaxinn, ■ekki fríður sýnum að sögn, en sómdi sér þó allvel... tók ákaflega neftóbak, hafði alltið góða heilsu, og það eignaði hann laugun þeirri, sem hann brúkaði jafnan, og var svo háttað: Hann safnaði keýtu í stóra lagar- tunnu og lét stækna þar I svo árum skipti. Síðan kastaði hann þar ofan í biautri há, með öllu hári á, af skjóttri meri, er hann átl hafði og kallaði Dontu. Þetta ker lét hann standa hjá sæng sinni og hélt vel hreinu utan... laugaði sig oft i þvi, en ekki þótti fólki þægilegur þefur af honum verða áeftir. Sagt er aö þegar útgefarar messusöng- bókarinnar nýju sendu honum hana til inn- leiðslu i kirkjur sínar, slægi hann nagla í gegnum hana og hnoðaði ró yfir, sendi hana svo suður aftur... Deyði i sæng sinni nóttina milli 4. og 5. april 1821, ósjúkur það menn vissu.... J.GJ.-S. 41046. 29555 OPHE> VIRKA DAGA FRÁ 9—21 UM HELGAR FRÁ Miðvangur 60 f m sérlega göð 2ja herb. ibúö, sérþvotta- aðstaða I ibúð, suðursvalir. Verð 8,5 m. ÍJtb. 6,5—7 m. Ásvallagata Ca 85 f m 2ja herb. íbúð á jarðhæð + gott sjðn- varpshol, sérinngangur, sérhiti, afgirt- ur sér garður. Verð 8,5—9 m. ÍJtb. 5,5—6 m. Hverfisgata 70 fm gód 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Verð 7,5 m. Útb. 5—6 m. Kópa vogsbraut 80 f m 2ja herb. kj.ibúð, fallegt eldhús, sérhiti og -inngangur. Laugavegur 65 fm 2ja herb. ibúð á 2. hæð. Verð 6,5 m. Borgarholtsbraut 80 fm 3ja herb. ágæt íbúð á 1. hæð, sérhiti, sérinngangur. Verð 8 m. Útb. tilboð. Bugðulækur 90 fm 3ja hb. göð jarðhæð, sérinngangur og - hiti. Verð 11 m. Útb. 8,5 m. Bergþórugata 50 f m 3ja herb. á 1. hæð, allt sér, gæti verið mjög göð 2ja herb. ibúð með breyting- um. Verð tilboð. Útb. 4,3 m. Hringbraut 83 fm 3ja herb. ibúð á 2. hæð i 5 ára húsi. Útb. 10 m. Lækjargata Hafn. 3ja herb. ibúð á 1. hæð i timburhúsi. Útb. 4,5 m. Lauf vangur 87 f m 3ja herb. falleg ibúð, sérþvottahús. Verð 11,5 m. Útb. 8m. Miðvangur 75 fm 3ja herb. ibúð. Verð 10—10,5 m. Mávahlið 75-80 fm 3ja herb. ágæt samþ. kj.ibúð. Verð 8 m. Útb. 5,5—6 m. Æsufell 110 fm 3—ra herb. störfalleg ibúð, þvottaað- staða á baði. Verð 12,8 m. Útb. 8-8,5 m. Dyngjuvegur 110 fm 4ra herb. jarðhæð, sérinngangur, nýtt eldhús og bað, mikið útsýni. Verð 13,5 m. Fífusel 106 fm 4ra herb. + 1 herb. i kjallara, glæsi- legt eldhús, sérþvottur. Verð 13,5 m. Útb. 8,5-9 m. Hraunbær 110fm 4ra herb. ibúð á 1. hæð + 1 herb. i kjallara, mjög falleg ibúð. Óskar eftir skiptum á rúmgöðrí 3—4ra herb. í Hraunbæ eða Austurbergi. Kópavogsbraut 100 fm 3—4ra herb. sérlega skemmtilcg ris- ibúð i mjög göðu timburhúsi, bílskúrs- réttur, sérhiti og inngangur. Verð 10,5 m. Útb. 7 m. Krummahólar 105 fm 4ra herb. ibúð, allar innréttingar mjög vandaðar. tbúðin er á jarðhæð og sér- garður. Verð 13,5—14 m. Útb. 9 m. Ljósheimar 100 fm 4ra herb. mjög göð ibúð i háhýsi. Verð tilboð. Mávahlíð 90 fm 4ra herb. mjög snyrtileg ibúð i risi. Útb. 6—6,5m. 13—17 Rauðalækur 100 fm 4ra herb. sérlega göð ibúð, 2 svefnher- bergi, 2 stofur, verksmiðjugler, ný teppi, suðursvalir. Útb. 10 m. Mögu- leg skipti á 5 herb. ca 150 fm sérhæð eða raðhúsi. Sörlaskjól - 2 íbúðir 4ra herb. á 2. hæð + 3ja herb. ibúð i risi, báðar mjög göðar, bilskúr. Aðeins i skiptum á einbýli á Seltj.nesi, ca 160 fm + bílskúr, þarf ekki að vera fullbú- ið. Langholtsvegur 100 fm 4ra herb. glæsileg risibúð, sérínn- gangur, öll nýstandsett. Verð 13 m. Útb. 9 m. Blikahólar 120 fm 4—5 herb. falleg ibúð, 3 svefnherbergi + 35 fm stofa + sjönvarpshol. Frá- bært útsýni. Verð 14,5—15 m. Gaukshólar 138 fm 5 herb. störfalleg ibúð, 4 svefnherb. á sérgangi, suðurstofa, búr + sauma- herb. inn af eldhúsi, 3 svalir, bílskúr. Verð 17 m. Bogahlíð 4 herb. göð ibúð, mikil sameign. Grenimelur sérhæð 150 fm 6—7 herb. 4 svefnherbergi + húsböndaherbergi + stofur, 35 fm bíl- skúr, glæsileg eign, i kjallara 2ja herb. ibúð, sérlega göð með sérinngangi. tbúðirnar seljast saman eða sin i hvoru lagi. Uppl. ekki i síma. Arnartangi Mosfellssveit Einbýli, 135 fm, glæsilega innréttaö, 5 svefnherbergi, alit á einni hæð. 35 fm. bílskúr. Verð 22 m. Holtagerði 125 fm 6 herb. sérefri-hæð i tvibýli. Göð ibúð, bilskúrsréttur. Verð tilboð. Kóngsbakki 163 fm 6 herb. glæsileg ibúð, gestasnyrting, húsböndaherbergi, stofa ca 40 fm, 4 svefnherb. Möguleiki á skiptum á tveim 4ra herb. ibúðum i sama húsi. Laugateigur sórhæð 3 svefnherb., 2 stofur. Útb. 10—10,5 m. Krummahólar 185 fm 7 herb. íbúð á 6. og 7. hæð, 5 svefn- herb. 2 stofur, ca 20 fm suðursvalir, sérþvottur, störglæsileg eign. Mögu- leiki á skipti á einbýli i austurbænum, fremur i Vogum-, Smáibúðahverfi, fuil- búið eða í smíðum. Þurfa 7—8 herb. ibúð. Mosfellssveit Viðlagasj.hús þrjú göð hús, öll 4 herb., kæliklefi inn af cldhúsi, gufubað. Útb. 9 m. Laugarnesvegur 140 fm einbýli á 1. hæð, samþ. teikning fyrir 2 hæðum ofan á húsið, stör löð. Húsið er hentugt fyrir t.d. leiksköla. Engjasel Raðhús, fokhelt, glerjað, fullfrágengið að utan, einangrun og ofnar fylgja. Hagstætt verð. Teikningar á skrifstofunni. Jörðtil sölu i ölfushreppi, sæmilegt hús, 15—20 ha. ræktað land, alls ræktanlegir ca 50 ha. Véla- og bifreiða- verkstæði á Suðurlandi. 380 fm verkstæði, 2ja hæða ibúðarhús sem getur veríð 2 ibúðir. Vélar og verkfærí fylgir, gott verð. Eignir úti á landi: 3 einbýli Vogum Vatns- leysuströnd Einbýli í Grindavík Einbýli á Hellu Einbýli í Þorlákshöfn Einbýli á Selfossi Einbýli í Grundarfirði Okkur vantar einbýli og raðhús, sérhæðir og allar gerðir ibúða i Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði. Höfum á söluskrá ca 340 eignir en vegna gifurlegrar eftirspurnar get- um við ekki fullnægt öllum eftirspurn- um. Gerið svo vel og ath. opnunartíma skrifstof- unnar. Hafið samband og við verðmetum samdægurs. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 5 SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson, Lárus Helgason, Sigrún Kröver LOGM.: Svanul- Þór Vilhjáímsson hdl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.