Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978. notkunar almenningsfarartækja og koma að mestu í veg fyrir notkun einkabila í miðborgum. Þá verður að stuðla að baettri nýtingu eldsneytis og að flutningar á lengri leiðum fari fremur fram með lestum en flutninga- bifreiðum. í nefndarálitinu kom einnig fram að naer helmingur orkunotkunar fer I húshitun, þannig að á þvi sviði verður að koma til verulegur sparnaður. VandamáL vegna kjarnorkuveranna má leysa Orkunefndin upplýsti að enn vantaði fullkomnar upplýsingar um þá áhættu sem fólgin væri i þeim sex kjarnorkuverum, sem nú þegar eru i notkun I Sviþjóð og framleiða 25% af þeirri orku, sem fer til rafmagnsfram- leiðslu I landinu, og þeirra fimm kjarnorkuvera, sem nú eru I byggingu. „En rannsóknir sem gerðar hafa verið i Sviþjóð og annars staðar benda til þess að þau vandamál vegna kjarn- orkuvera séu leysanleg. Þau vanda- mál eru þekkt I Svíþjóð, en eru þó minni þar en viða annars staðar,” sagði I áliti nefndarinnar. Allar áætlanir sem nefndin lagöi til að kannaðar yrðu um orkufram- leiðslu á næsta áratug krefjast mikillar fjárfestingar. í áliti nefnd- arinnar sagði að ónýting þeirrar milljarðafjárfestingar, sem þegar hefur verið lögð i kjarnorkuver, hefði mikla fórn i för með sér fyrir þjóðina og efnahagur landsins fengi stóran skell. Álit orkunefndarinnar er að stjórn- völdættuhvorkiaðhætta viðnýtingu kjarnorkuvera, né auka fjölda þeirra að verulegu marki í náinni framtið. Halda ætti öllum möguleikum opnum varðandi orkuöflun i framtiðinni. Án þess að nefna ákveðna æskilega tölu kjarnorkuvera, sem Sviar skyldu byggja, sagði nefndin að skynsamlegt væri að fullgera þau kjarnorkuver, sem þegar hefði verið hafin bygging á. Viðbótaráhætta vegna þeirra væri teljandi litil, en ákvörðun um frekari kjarnorkuframkvæmdir skyldi siðan biða betri tima. Skapar e.t.v. hættu fyrir komandi kynslóðir Er Thorbjörn Falldin forsætis- ráðherra var spurður álits á nefndar- álitinu, sagði hann að erfitt væri að átta sig á því hvaða stefnu meirihluti nefndarinnar vildi fylgja i framtiðar orkumálum Sviþjóðar. „Nefndin leiðir hjá sér margar af þeim ákvörðunum, sem þarf að taka, ef byggja skal á kjarnorkuverum til orkuframleiðslu." Þegar ráðherrann var spurður álits á þeirri fullyrðingu nefndarinnar að ef hætt yrði við nýtingu kjarnorkuvera myndi það skaða efnahag Svíþjóðar verulega, þá sagði hann að það myndi valda mesium skaða ef fjármagn yrði bundið i kjarnorkuverum, sem síðar reyndust vera óörugg fyrir okkurog komandi kynslóðir. „Því fleiri milljarða, sem við festum i slikum framkvæmdum, þcim mun færri höfuni við til þess að nota til orkuöflunará annan hátt.” Nýlegar kannanir i Svíþjóð benda til þess að andsiæðingum notkunar kjarnorkunnar fari fækkandi og Stafar það vænianlega af efnahagsörðug- leikum þjóðarinnar. Fólk gerir sér grein fyrir því að iðnaðurinn verður að hafa nægjanlega orku á viðráðan- legum kjörum, ef takast á að ná fyrri lifskjörum i landinu, en efnahags- ástand hefur ekki verið verra í Sviþjóð en nú frá því á fjórða áratugnum. " ' .................' .............................. ........................... Fæðingarorlof ogatvinnuleysisbætun HVER ER RETTUR MNN? Fyrir röskú ári urðu allmiklar um- ræður og blaðaskrif um rétt félaga í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs úr Atvinnuleysistryggingasjóði og um hámarkstekjur maka er fylgja rétti til atvinnuleysisbóta og fylgdu fyrst rétt til fæðingarorlofs úr þeim sjóði. Í grein sem ég skrifaði I Dagblaðið 28. mars 1977 rakti ég gang þessa máls og sýndi fram á, hversu óréttlátt það væri að aðskilja réttinn til atvinnu- leysisbóta og fæðingarorlofs með þvi að hafa réttinn til atvinnuleysis- bóta bundinn við hámarkstekjur maka, en þá var um það ræiu að fella niður ákvæðið um hámarkstekjur maka varðandi rétt til fæðingarorlofs en halda ákvæðinu um hámarkstekjur maka við úrskurð atvinnuleysisbóta, þannig að sama konan hefði i öðru tilfellinu rétt til fæðingarorlofs, en í • hinu tilfellinu ekki til atvinnu- leysisbóta vegna sömu tekna maka. Hvortveggja bætur greiddar úr sama sjóði út á sömu vinnuskyldu. Taldi ég þá, og tel enn, að afnema eigi ákvæðið um hámarkstekjur maka við úthlutun bóta úr sjóðnum. Ég ætla ekki nú að endurtaka það sem ég sagði þá, þó það sé enn i fullu gildi en gera litillega grein fyrir þeirri meðferð er málið fékk. Miðaldasjónarmiði viðhaldið Þegar mál þetta kom inn á hið háa Alþingi reyndist þar vera ein kona, er ekki felldi sig við, að gerður væri mis- munur á þvi hvort um atvinnuleysis- bætur eða fæðingarorlof væri að ræða, og vildi að konur sem hafa lagt það á sig að vinna t.d. að framleiðslu- störfum i 1032 dagvinnustundir á sl. 12 mánuðum nytu sama réttar hvað bætur úr sjóðnum snertir, hvort sem um atvinnuleysisbætur eða fæðingar- orlof væri að ræða, sem sagt afnema ákvæðið um hámarkstekjur maka. Hinir 59 „starfskraftar” Alþingis treystust ekki til svo róttækra breyt- inga og vildu viðhalda gamla miðalda sjónarmiðinu um framfærsluskyldu maka, þrátt fyrir það að þessi sjóður — Atvinnuleysistryggingasjóður — sé fyrst og fremst eign meðlima verka- lýðsfélaganna. Settur upphaflega þeim til tryggingar, og sjóðurinn myndast af framlögum vegna veru þeirra i við- komandi stéttarfélagi, þannig að tekjur sjóðsins eru meira og minna launatengdar meðlimum verkalýðs- félaganna. Þessari umræðu lauk með þvi að hið háa Alþingi setti lög nr. 28 „um breytingu á lögum nr. 56 27. mai 1975, um breyvingu á lögum um at- vinnuleysistryggingar, nr. 57 27. april 1973 (fæðingarorlof)” en aðalinntak laga þessara er þannig: 1. gr. Aftan við I. gr. laganna komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði i 16. gr. g. 1. málsgrein og i 18. gr, 2. máls- grein skulu ekki skerða bótarétt I for- föllum vegna barnsburðar. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Ákvæði I. greinarskal gilda frá gildistöku laga nr. 56 1975. Fyrir 1. janúar 1978 skal ríkisstjórnin láta kanna á hvern hátt megi veita öll- um konum i landinu sambærilegt fæð- ingarorlof og tryggja tekjustofn í þvi skyni. Niðurstöður þessarar könnunar skal leggja fyrir Alþingi. Þar með var Alþingi búið að tjá hug sinn I þessu máli með því að setja græna bót á græna bót sem fyrir var og nú töldu þingmenn sig geta Iitið með sigurbros á vör framan i verka- konur og sagt: „Nú megið þið, konur góðar, fá fæðingarorlof úr ykkar eigin Kjallarinn Hallgrímur Vilhjálmsson sjóði, en ef þið verðið atvinnulausar fáið þið ekki bætur úr sjóðnum vegna tekna barnsföðurins, eiginmanns ykk- ar.” Hvað hefur gerst? Eftirtektarvert er að alltaf er bætt við „Ákvæði til bráðabirgða” um könnun á þvi hvernig sé hægt að veita öllum konum sambærilegt fæðingaror- lof. 1 lögunum 1975 á þessari könnun að hafa lokið fyrir 1. jan. 1976, og í lögunum 1977 á henni að vera lokið fyrir I. janúar 1978. Ekkert virðist hafa gerst I þessum málum svo greint verði. Er nú ekki kominn tími til fyrir konur að ganga eftir þvi hvað þessi könnun hefur leitt I Ijós, hafi hún átt sér stað, áður en þær velja sér nýja „starfskrafta" til setu á Alþingi. Misrétti það sem nú gildir um at- vinnuleysisbætur og fæðingarorlof úr sama sjóði, er óþolandi eins og áður hefur verið rakið. Finna verður sem fyrsl grundvöll til þess að öllum konum sé tryggt fæðingarorlof i 90 daga. Ástæðulaust virðist þó, að reikna það út I vinnudög- um eins og nú er gert við fæðingaror- lof úr Atvinnuleysistryggingasjóði (það er 5 d. vinnuviku). Með þeim hætti tekur greiðslan yfir um 120 daga og er alveg ástæðulaust að halda konum frá vinnu svo langan tíma. Það vi.ðist bæði skaði fyrir konuna, vinnu- veitanda og aivinnulifið í heild, að hún sé svo lengi frá störfum sé starfs- þrek hennar óskert, sé svo ekki, fær hún sína sjúkradagpeninga. Tækifæri Því er vakin athygli á þessum mál- um nú að framundan virðist vera tækifæri fyrir konur, að þoka þessu til réttrar áttar og verður því tæpast trúað, að óreyndu, að þær notfæri sér ekki þá möguleika sem gefast á þessu vori til þess að knýja á um fullan rétt á bótum úr sinum eigin sjóði. Það mun vera einstætt I félagsmála- löggjöf hér á landi að þeir sem mynda sjóð, með veru sinni i.d. i verkalýðs- félögum, vinnuframlagi sinu og ið- gjöldum á margvíslegan hátt, skuli ekki njóta jafnra réttinda úr sjóðnum vegna annars aðila sem i mörgum til- fellum er ekki I sjóðnum. Nú er öld jafnréttis i orði og verki og hefursumum fundist það jafnréttis- tal ganga einum of langt i hégómleg- um formsatriðum, t.d. varðandi aug- lýsingar á stöðuin o.fl. Væri ekki nær að snúa sér að raunhæfari verkefnum þvi af nægu cr að taka og fyrir öllu jafnréiti og réltlæli þarf að berjast. Hallgriniur Vilhjálmsson tvyggingafulltrúi Akureyri Við og við hefir selveiði, borið á góma á undanfömum missirum. Efst hefir borið ádeilur á kópadráp við Ný- fundnaland og ótrúlegar sögur þaðan, sögur sem gætu vel verið lygaupp- spuni. Þarna hafa áttst við „græn- friðar”fólk, einhverskonar dýravernd- unarfélag, og veiðimenn. Nú skortir mig þekkingu lil að dæma um veiðar þessar, hvort þær ógna selastofninum þarna. En þegar kópaveiði sú sem stunduð er hér við land er lögð þarna að jöfnu, gegnir öðru máli. Ég er uppalinn við selveiði eins og hún gerist við Breiðafjörð. Mér hefir þótt rætt af helst til miklum ókunnugleika og haldið fram ansi fáránlegum kenningum. Muni ég rétt, kom fram krafa um það á „degi dýr- anna” sl. haust, að skjóta kópana séu þeir veiddir. 1 Dagblaðinu 11. april eru ummæli sem helst verður að skilja á likan veg. — Áður en lengra er haldið, mótmæli ég þeirri einstöku smekk- leysu að setja þar undir einn hatt kópáveiði og hungurmorð á hundum, athæfi sem augljóslega er refsivert og útheimtir hclst geðrannsókn. — Þessi höfundur I Dagblaðinu gerir sér litið fyrir og ógnar islenskum hlunninda- bændum með „grænfriðar"flokkum til að koma i veg fyrir kópaveiði. Fá- fróður er hann viti hann ekki að viður- eignimar við strendur Kanada eru búnar að eyðileggja vorkópaskinna- markaðinn fyrir okkur. Hann getur þvi setið sjálfur að þessum pelsklæddu kvikmyndadísum sem láta Ijósmynda sig hjá (dýragarðs)-kópum einhvers- staðar. Nú lítur helst út fyrir að kópaskinn seljist ekki. Væntanlega ferst selveiði að mestu fyrir meðan svo er. Hver veit nema minkaskinn hækki þá I verði? Svo kemur sjálfsagt næst að mótmæl- um gegn frelsissviptingu minkanna og minkabúskapur verður lagður i rúst af fólki með frelsishugsjón minka fyrir Ijósá sálarperunni. Það er dagsatt að vorkópar eru veiddir í net. Selaböndin eru lögð við sker um það leyti sem kóparnir eru orðnir sjálfbjarga, þ.e. undir það að urturnar bita þá undan sér. Þeir koma helst í netin um fjöru og flækja sig I þau. Útdílinn og steinarnir halda net- unum niðri og þegar fellur að, kafna kóparnir auðvitað, drukkna, sætur er sjódauðinn, segir máltækið. Komi kópur i á útfalli, kemur fyrir að hann er lifandi i netinu þegar að er komið og er þá roiaöur. Þetta eru staðreyndirn- ar um kópaveiði, a.m.k. annarsstaðar en á söndunum sunnanlands. Stundum taka urturnar nærri sér missi kópanna. Mér dettur ekki I hug að bera á móti því. Oft verður urtanna ekki vart, enda margir kópar undan- villtir eða urturnar hafa bitið þá frá sér. Netaveiðin hefir ekki virst raska jafnvægi selastofnsins. Aðrar ástæður hafa fækkað sel stundum stórkostlega. Það er illhveli sem hefir klippt kópana I sundur. Benda líkur til að bæði hafi illhvelin drepið alla kópa sem ekki fóru I netin og fælt fullorðna selinn I burtu. Netalagnir virðast ekki fæla seli í burtu að ráði. Og alltaf sleppa margir kópar frá netum. Lítið veiðist I álands- Kjallarinn JátvarðurJökull Júlíusson vindi og lika litið I lognum og stór er sjórinn og víöur og litið fer fyrir þess- um fárra faðma netstúfum á einstöku stöðum. Annað hefir reynst selveiði hættulegra en nokkuð annað. Það eru skot i selalögnum. Ekki er furða þó mann reki I rogastans, að „dýravernd- arar" skuli vilja bana selum með skotum og mæla þeirri veiðiaðferð bót. Sannleikurinn er sá, að ekkert vekur selnum meiri skelfingu en skotadrápið. Ég þekki þess örugg dæmi, að það tók heila öld að seiur settist á ný að I lögn- um i landi jarðar þar sem veitt var með skotum. Líka eru til nýleg dæmi um að selur hafi alveg lagst frá þar sem borið var við að skjóta I lögnum. Fjarlæg framtið ein getur gefið svör við þvi hvenær selur kemur þangað að nýju. Þetta má fólk gjarnan vita, svo það flaski siður á þvi að leggja trúnað á fávislegar kenningar sem eru i sáralitlu samræmi við veruleikann. — Svona uppþot móti selveiði hér á landi, eins og umrædd Dagblaðsgrein 11. april, virðast mér lærdómsrík dæmi um nú- lima fjölmiðlageggjun. Einhver end- emisdella brýst út i annarri heimsálfu. Um leið er rokið upp hér með það sama. Hér er hótað aðför gegn lifn- aðarháttum þessarar þjóðar, háttum sem haldist hafa hver veit hvað margar aldir og sýnt sig að brjóta ekki i bága við lögmál lifs og dauöa. þvert á móti. 1 þeim Breiöafjarðareyjum sem ég hefi gleggstar spurnir af, hefir vor- kópaveiðin aukist svo um munar, svo lugum skiptir, frá þvi sem var fyrir 12—15 árum. Samt hefir verið lagt fyrir selinn á hverju vori. Hvað mætti ekki lika segja um Grænlendinga? Lifað hafa þeir á sel um ótaldar árþúsundir og ekki hefir jafnvægi lífsins raskast að heldur. Mér er óhætt að segja að það situr ekki á Faxaflóamönnum að kenna Breiðfirð- ingum að umgangast seli. Hitt væri sönnu nær, að þeir gætu af Breið- firðingum lært. Þá yrði ekki til fram- búðar sú dauðaauðn sem oröin er þar scm skotóðir skálkar leika ætið lausum hala, eins og í nánd Reykjavíkur. Játvarður Jökull Júlíusson bóndi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.