Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRlL 1978. ,Eg mæli með Kramer“, Jóhann G. Jóhannsson (Póker). Frábær gitar“, Andrés Helgason (Tivolí). , C'a*erfi • sla°SÍ Bt°^erd f \re • °°S£Vw'd anÓ • £a^\e fao^ •gs£ KYNNING \ á Kramer \ gítörum og \ bassagítörum \ verður haldin í \ versluninni Tónkvísl ' laugardaginn 22. apríl frákl. 14.00- 18.00 Þekktir menn úr bransanum leiðbeina. ■»:ocK"61 GÆÐI FRAMAR ÖLLU LAUFÁSVEG117 SÍMI 25336 Jóhann Páll Valdimarsson, framkvæmdastjórí Iðunnar. Ah Itl iei idi irti pi lötufi lóösíár Iðunn sendir frá sér fjórarhljómplöturáður en árið erhálfnað Bókaútgáfan Iðunn á nú tvær hljómplötur i vinnslu erlendis og í næstu viku verða tvær upptökur til viðbötar sendar utan. Að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar hjá Iðunni koma fyrri plöturnar tvær á markað seinni partinn i mai og hinar einhvern tima fyrir miðjan júní. „Plöturnar tvær, sem eru i skurói og pressun um þessar mundir, eru Undrahatturinn með Ása í Bæ og plata með söngvum og texta úr leikritinu Öskubusku,” sagði Jóhann Páll er Dagblaðið ræddi vió hann um plötuútgáfu Iðunnar. „Þær tvær sem verið er að leggja síðustu hönd á í Hljóðrita þessa dagana er fyrsta plata Melchoir sem mun bera nafnið Silfurgrænt ilmvatn, og platan í grænni lautu með Megasi, Guðnýju Guðmunds dóttur konsertmeistara og Scott Gleckler bassaleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands,” bætti Jóhann við. Á Undrahattinum syngur Ási i Bæ þrettán lög og Ijóð , sem eru velflest eftir hann. Karl Sighvatssor sá um að útsetja lögin, jafnframt því sem hann stjórnaði upptöku plötunnar og leikur á öll hljómborðs- hljóðfæri. Níu hljóðfæraleikarar til viðbótar koma þar við sögu. Leikritið Öskubuska hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu í vetur. Að þessusinnierþaðsett upp i leikgerð Eyvindar Erlendssonar og Stefáns Baldurssonar. 1 leikritinu er mikið af söngvum sem Þórarinn Eldjárn hefur gert texta við. — Textar þessir verða á nýju plötunni og sömuleiðis nokkuðaf leiktexta. Jóhann var að því spurður, hvort mikið fé væri lagt í gerð þessara platna. „Nei, kostnaðurinn er í meðallagi miðað viö aðrar íslenzkar plötur. Sama má reyndar segja um hinar plöturnar tvær, sem við sendum út i næstu viku. Við höfum lagt kapp á að skipuleggja allt mjög vel áður en upptökur hefjast, til dæmis að hafa allt efni fullæft, svo að menn þurfi ekki að vera að fikra sig áfram i miðri hljóðritun. HagnaOurinn er ekki númer eitt Þú spyrð hvort útgáfa allra þess- ara platna eigi eftir að borga sig. Við erum alls ekki með hagnaðarvonina efst í huga, þegar við veljum út- gáfuefni. Ef ég tek sem dæmi Melchoir, þá' er þarna á ferðinni gjörsamlega óþekkt fólk, vel menntað á tónlistarsviðinu. Það er fyllsta ástæða til að gefa þessu fólki tækifæri án þess að reikna endilega með þvi að græða á þvi. Sú kynslóð sem nú kveður hvað mest að í tónlistinni er búin að tröllríða markaðinum svo lengi að það hlýtur að vera kominn tími til að reyna að koma nýjum andlitum að. Jú, ég held að platan hans Ása eigi eftir að seljast vel. Þetta er létt sveifluplata með völsum og alls konar músík. Megas er hins vegar alltaf stóra spurningarmerkið. Það verður mjög spennandi að fylgjast með þvi hvort fólk lokar eyrunum fyrir í grænni lautu áður en það hlustar almennilega. Ég er sannfærður um að ef fólk fyllist ekki fordómum strax um leið og það heyrir rödd Megasar, þá verður annað uppi á teningnum.” Megas syngur barnavísur Efnið á plötunni I grænni lautu eru barnaleikir og vísur, sem Megas hefur safnað saman á undanförnum árum. Jóhann Páll sagði að platan væri alls ekki hugsuð fyrir börn eingöngu, heldur gætu fullorðnir fundið ýmislegt við sitt hæfi. „Megar syngur þarna gamlar vísur, sem við þekkjum öll síðan í æsku,” sagði Jóhann. „Samtals eru 34 titlar á plötunni, sem aftur er skipt í fjóra kafla. — Ég verð illa svikinn ef þessi plata á ekki i einfald- leik sínum eftir að hitta í mark. Iðunn gaf út á síðasta ári plötuna Á bleikum náttkjólum með Megasi og Spilverkí þjóðanna. Sú platá seldist í um 2000 eintökum og er enn ekki farin að borga sig. Þá gaf Iðunn einnig út Vísnabókarplötuna Út um græna grundu, mjög dýra plötu, sem seldist í 8-9000 eintökum. Ennóráðiðum frek- ari plötuútgáfu, en.. Jóhann Páll Valdimarsson var að þvi spurður, hvort búið væri að ákveða um útgáfu fleiri platna á þessu ári, en þeirra fjögurra, sem hafa verið nefndar hér að framan. JÖHANN PÁLL VALDIMARSSON: — Það má ekki yfirlylla markaðinn af dægurflugum frekar en öðru. DB- mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Hann svaraði: „Hingað kemur óstjórnlega mikið af fólki, bæði með efni og hug- myndir sem þaölangar til að koma á framfæri. Mikið af þessu er efni, sem fellur ekki undir þann ramma, sem aðrir útgefendur setja sér og þess vegna kemur fólkið hingað. Hjá Iðunni er bókaútgáfan að sjálfsögðu aðalatriðið og við erum með mikið magn í framleiðslu eins oger. Það fer allt eftir því hvernig vinnst á bókamarkaðinum, hvort við höfum hreinlega tima til að sinna plötuútgáfunni frekar. Mig langar til að gera margt, og hugmyndirnar vantar ekki. Satt að segja reikna ég þó með þvi að einhverjar plötur til viðbótar komi út á þessu ári.” Og Jóhann Páll hélt áfram: „Það hafa verið uppi áætlanir um að gera tvöfalda plötu með Megasi og hljóðrita hana á hljómleikum. Hvenær sem þessi hugmynd kemst i framkvæmd, þá er hún næsta verk- efnið með Megasi. Efnisins vegna er nauðsyn að hafa plötuna tvöfalda. Síðan hefur verið að brjótast í mér að gera þjóðlega jólaplötu og svo ótalmargt annað, að varla er vert að vera að telja það upp.” Markaðurinn að ofmettast af dægurlögum Jóhann Páll var að lokum inntur eftir horfum á plötumarkaðinum á þessu ári. „Mér sýnist allt benda til plötuflóðs í ár, að minnsta kosti á vor-, sumar- og haustmarkaðinum. Árið 1976 var mikið útgáfuár, allt of mikið. Þvi dró nokkuð úr tiila- fjöldanum í fyrra. En þrátt fyrir hrakspár ýmissa kaupmanna um að íslenzk plötuútgáfa væri dauð, þá hygg ég samt að flestir hafi komið vel út i fyrra. Metnaðarlaus dægurtónlist, endurtekning þess sem seldist vel i fyrra, virðist ætla að verða helzta markaðsvaran í ár. Ef við lítum á þær plötur er búið er að ákveða út- gáfu á núna, þá hljóta einhverjir að fara illa á þessu ári. Það má ekki of- metta markaðinn af dægurflugum frekar enöðru.” -ÁT- Bee Gees„eiga” listana enn Stærsta stökkið á erlendu vin- sældalistunum þessa vikuna tekur söngsveilin Boney M. Lag hennar, Rivcrs Of Babylon, er í fyrsta sæli í Hollandi þessa vikuna, en var númer 17 i siðustu viku. Boney M. er einn alvinsælasti erlendi skemmtikraftur- inn hér á landi fyrir lög eins og Daddy Cool, Ma Baker, Belfast og fleiri. Barry, Robin og Maurice Gibb halda áfram að „eiga" vinsældalist- ana enn eina vikuna. í Englandi er lag þeirra, Night Fever, í sjötla sæti og númer eitt í Bandaríkjunum sjöttu vikuna i röð. LagGibb-bræðr- anna, If I Can’t Have You, er i fjórða sæti i Bandarikjunum og enn á uppleið. Sjálfir eru bræðurnir i tí- unda sæti með ganila topplagið sitt Stayin’ Alivc. Ef við lítum á aðra vinsældalista og leitum að Bee Gees-lögum, þá er Stayin' Alive númer fimm i Hollandi og i öðru sæti i Hong Kong. Kínverj- ar virðast halda mest upp á Gibb- lagið Emotion um þessar mundir, þvi að það er í fyrsta sæti i Hong Kong. Fjórði Gibb-bróðirinn, Andy Gibb, cr síðan í þriðja sæti með lag sitt og Barrys stóra bróður, (Love Is) ThickerThan Water. Ef lilið er á ný lög á listunum þá eru Johnny Mathis og Deniece Williams i sjöunda sæti í Englandi með Too Much Too Little Too Late. Þau Johnny og Deniece eru mjög ólíkir söngvarar. en með breiðu radd- sviði, sterkum söngröddum og góðum vilja tekst þeim að ná sérlega vel saman. Vestan hafs er annað dúó nýkont- ið inn á topp tiu. Þar eru þau Roberta Flack og Donny Hathaway á ferðinni með lag af nýjustu plötu Robertu, Blue Lights In The Base- mcnt. Það nefnisl The Closer I Gct To You og er rólegl og fallegt lag, líkt og hefur áður heyrzt frá Robertu Flack. í Hong Kong eru tvö ný lög á topp tíu, sem rélt cr að vekja athygli á. Electric Light Orchcstra er koniin í fimmta sæti. Lag hljómsveitarinn- ar. Sweet Talking Woman er af nýj- ustu LP plötunni, Out of The Blue oger mjög gott. Á hæla ELO koma -þeir Simon, Garfunkel og Jamcs Taylor með Wonderful World, — bráðskemmti lega raddsetningu á gömlu lagi. -ÁT- BANDARIKIN - Cash Box 1. (1) NIGHT FEVER................................BEE GEES 2. ( 2 ) CANT SMILE WITHOUT YOU.............BARRY MANILOW 3. ( 3 ) DUST IN THE WIND..................,......KANSAS 4. ( 5 ) IFI CANT HAVE YOU..................YVONNE ELLIMAN 5. (14) THE CLOSER I GET TO YOU.ROBERTA FLACK AND DONNY HATHAWAY 6. ( 6 ) JACK AND JILL.............................RAYDIO 7. ( 8 ) RUNNING ON EMPTY..................JACKSON BROWNE 8. ( 4) LAY DOWN SALLY........................ERIC CLAPTON 9. (11) GOOD-BYE GIRL.........................DAVID GATES 10. ( 7 ) STAYIN' ALIVE............................BEE GEES ENGLAND - Melody Maker 1. (1 ) I WONDER WHY......................SHOWADDYWADDY 2. ( 6 ) MATCHSTALK MEN AND MATCHSTALK CATS AND DOGS.... ....................................BRIAN AND MICHAEL 3. ( 2 ) BAKER STREET.......................GERRY RAFFERTY 4. ( 9) NEVER LET HER SLIP AWAY..............ANDREW GOLD 5. ( 4 ) IF YOU CANT GIVE ME LOVE..............SUZI QUATRO 6. (18) NIGHT FEVER.................... ..........BEE GEES 7. (11) TOO MUCH TOO LITTLE TOO LATE .... JOHNNY MATHIS/DENIECE WILLIAMS 8. ( 8 ) WITH A LITTLE LUCK........................WINGS 9. ( 3 ) DENIS....................................BLONDIE 10. ( 5 ) FOLLOW YOU, FOLLOW ME....................GENESIS nlTA D

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.