Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 23
23 Sjónvarp DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978. Utvarp Sjónvarp annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30: Á vorkvöldi „MÁ ÉG TJALDA í GARÐINUM ÞÍNUM?” Magnús Eiríksson sem leiðbeinir hér s.vni sinum, Stefáni, við pianóleik er meðal gesta í þættinum Á vorkvöldi i kvöld. DB-mvnd Jim Smart. Þáttur Ólafs Ragnarssonar og Tage Ammendrup, Á vorkvöldi erá dagskrá sjónvarpsins annað kvöld, laugardags- kvöld.kl. 20.30. Brunaliðið, sem kom i heimsókn í fyrsta þáttinn, kemur aftur og flytur fyrir okkur 2 ný lög. Þá mun Ólafur rifja upp gamlar og góðar minningar frá árinu 1941. Að því tilefni mun hann ræða við Maríu Markan óperusöngkonu. Sagði Ólafur Maríu alltaf jafnhressa en hún er nú komin á áttræðisaldur og hefur vafa- laust frá mörgu skemmtilegu að segja. Þá munu þeir sjónvarpsmenn enn fara á kreik með falda kvikmynda- tökuvél. Að þessu sinni er ætlunin að kanna viðbrögð fólks við manni, sem kemur með tjald og svefnpoka og biður um leyfi til þess að tjalda i húsa- garði þess. Benti Ólafur réttilega á að ef við förum í útilegu út fyrir bæinn finnst okkur sjálfsagt að tjalda á land- areign einhvers bóndans, förum jafn- vel heim að bæ hans og biðjum um vatn eða að fá að nota salerni, svo ekki sé minnst á eggja- og mjólkurkaup. Verður gaman að sjá hversu margir vilja leyfa þessum ferðalang að gista i garðinum sínum. 1 siðasta þætti var okkur kennt að nota tæki sem hefur hlotið nafnið „simi” og þar sem okkur eru nú orðnar kunnar notkunarreglur þessa undra- tækis er ætlunin að nota þaö ofurlítið í þessum þætti. Ætlar Ólafur að hringja i nokkur númer, valin af handahófi I símaskránni, og leggja spurningar fyrir þá sem svara. Sagði Ólafur að fólk þyrfti ekki að vera hrætt við þess- ar spurningar. Þær væru léttar og skemmtilegar og skipti ekki nokkru máli hvort fólk gæti yfirleitt svarað þeim eða stæði á gati. íslenzkufræðingurinn er upptekinn þessa dagana við nýjar rannsóknir á orðaforða okkar tslendinga, þannig að hann kemur ekki með neitt spaklegt fyrr en í 4. þætti og svo aftur i 6. þætti. Er ekki að efa að þessi spaki fræðingur vinnur þarft verk þar sem hann rannsakar mál okkar svo djúpt niður í kjölinn og meira að segja öllum til mikillar ánægju. t þættinum mun Ólafur einnig ræða við Magnús Eiriksson, sem er aðallega þekktur fyrir lög sin, m.a. á Vísnaplötunni. Hann hefur verið meðlimur hljómsveitarinnar Manna- korn og kemur einnig fram með Brunaliðinu. Magnús er mjög fær tónlistarmaður en mun litið hafa gert af þvi að koma sjálfur fram. t þættin- um að þessu sinni ætlar Magnús að syngja eitt til tvö lög eftir sjálfan sig. Nú stendur yfir Búlgörsk vika á Hótel Loftleiðum og hefur Ólafur fengið þá búlgörsku til þess að koma í þáttinn og munu þeir dansa nokkra þjóðdansa, vitatilega frá heimalandi sinu. Ólafur sagði að þeir Tage legðu áherzlu á að hafa atriöin öll stutt en skemmtileg þannig að þættirnir yrðu sem fjölbreyttastir og við allra hæfi. Þættirnir eru i litum og eru tæplega klukkustundar fangir. RK. SST4* Móðursýkislegar undirfargí ittans kommúnistaofsókttir „Myndin fjallar um McCarthy-tima- bilið en á þvi timabili var alls konar fólk ofsótt, t.d. listamenn og fréttamenn,” sagði Óskar Ingimarsson okkur, en hann þýðir myndina „Undir fargi óttans” sem er á dagskrá sjónvarpsins laugardaginn 22. april. Gerist myndin i Bandaríkjunum á 6. áratug aldarinnar, þegar komm- únistaofsóknir ná hámarki þar. John Henry Faulk er útvarpsfréttamaður og er hann ofsóttur eins og svo margir aðrir. Hann gefst þó ekki upp og berst' eins og hann getur gegn þessum ofsókn- um. John H. Faulk er leikinn af William Devane, en það er sá hinn sami og lék Kennedy i myndinni um Kúbudeiluna. Lögfræðingur Faulks er leikinn af George C. Scott sem er vel kunnur leikari. Sagði Óskar að það kæmi fram að sumir leikaranna lékju sjálfa sig, þannig að myndin er að einhverju leyti byggð á sönnum atburðum. Myndin er einnar og hálfrar klukkustundar löng og er i litum. -RK. William Devane (til hægrí) leikur ofsótta fréttamanninn, John Henry Faulk, en John Houseman leikur vin hans, Mike Collins. Sjónvarpámorgun, kl. 18.00: Stundin okkar Stundin okkar er á dagskrá á morgun kl. 18.00, og er það fyrsti barnatimi sjónvarpsins á sumrinu. Sýndur verður 5. hluti kvikmynd- arinnar um Siðasta bæinn í dalnum en þættirnir eru alls 7, þannig að þeim fer nú senn að Ijúka og við fáum að vita hvernig fer fyrir systkinunum og bæn- um þeirra. Þá mun Rósa Ingólfsdóttir syngja tvö lög en hún hefur oft áður skemmt okkur í stundinni okkar og þá aðallega með söng sinum. í haust fór fram könnun i Lækjar- skóla í Hafnarfirði á því, hvað nemendur vildu helzt gera í tómstund- um sínum. Kom í Ijós að um IS krakkar á aldrinum 12—13 ára höfðu mikinn áhuga á kvikmyndagerð. Skóla- yfirvöld brugðust vel við þessum áhuga krakkanna og keyptu tæki til kvik- myndagerðar, svo sem klippara og skoðara. Gerði það krökkunum kleift að stunda þetta áhugamál, en þau verða sjálf að greiöa fyrir filmurnar. Ásdis Emilsdóttir umsjónarmaður Stund- arinnar fer i heimsókn til krakkanna i Hafnarfirði og fylgist með upptöku á kvikmynd sem nefnist Dagur i lifi skóla- pilts. Gífurlegur áhugi er fyrir þessari tómstundariðju og til merkis um það má geta þess að' 10 nýir meðlimir hafa bætzt í hópinn siðan í haust. Þá verður sýnd teiknisagan Hag- barður og hvutti og er þetta islenzk saga eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Hagbarður á hvutta og hefur hann alið hvutta þannig upp að hann gerir allt öfugt við það sem Hagbarður segir. T.d. ef Hagbaröur segir hvutta að standa, básezt hann. Þá mun verða sagt frá spurninga- keppni sem fram fór i Austurbæjar- skólanum ekki alls fyrir löngu. Eru það krakkar i 12 ára bekk, sem svara um- ferðarspurningum og keppa í góðakstri á reiðhjólum. Þannig keppni fór einnig fram á Akureyri. Sjónvarp i er byggð á sönnum atburðum og gerist I Bandarlkjunum á sjötta áratug aldarinnar, McCarthy-tímabilinu. þegar móðursýkislcgar kommúnistaofsóknir nái hámarki í landinu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Laugardagur 22. apríl 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 17.4S Skidasefmgar (L). 18.15 On We Go. Enskukennsla. 23. þáttur 18.30 Skýjum ofar (L). 19.00 Enska knattspyman (L). Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 A vorkvöldi (L). Umsjónarmenn Ólafur Ragnarsson og Tage Ammendrup. 21.20 Þjóðgarður i Þýskalandi (L). Landslag og dýralíf I Berchtesgadenþjóðgarðinum i þýsku ölpunum. Þýðandi og þulur Óskar Ólafsson. 22.05 Undir fargi óttans (L). (Fcar on Trial). Bandarisk sjónvarpsmynd. Aðalhlutvcrk Georgc C. Scott og William Devane. Myndin 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 23. apríl 18.00 Stundin okkar. (L). 20.00 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Húsbcndur og hjú (L). Breskur mynda- flokkur. Hrunið mikla. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.20 Guðrún og Þuríður (L). Ámi Johnsen blaðamaður ræðir við söngkonurnar Guðrúnu Á. Símonar og Þuriði Pálsdóttur um lif þeirra og listferil, og þær syngja nokkur lög. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.50 Að kvöldi dags (L). Séra Kristján Róberts son, sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli i Rangárvallaprófastsdæmi, flytur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok. EFasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1 — Símar 43466 — 43805 Kóngsbakki 2ja herb. 47 ferm góð íbúð. Verð 8 miRj. Ef stihjalli 2ja herb. íbúð, 65 ferm, vönduð innréttíng. Verð 8 1/2 millj. Efstaland 2ja herbergja 50 ferm góð ibúð. Verð 8 1/2 millj. Kópavogsbraut 2ja herb. 80 ferm. Verð 7,5 millj. Þinghólsbraut 3ja herbergja 96 ferm, bllskúrs- réttur. Verð 12^ millj. Holtagerði 3ja herb. 80 ferm I tvibýlishúsi, efri hsð, bilskúr. Verð 13 millj. Víðihvammur 3ja herb. 95 ferm I tvibýlishúsi, jarðhxð, þarfnast viðgerðar. Verð 9,5 millj. Ásbraut 3ja herb. 95 ferm bflskúr I fjölbýlis- húsi, góð ibúð. Verð 12 millj. Ásbraut 4ra herb. 102 ferm i fjölbýlishúsi. Verð 14 millj. Álfhólsvegur 4ra herb. ibúð, 90 ferm, jarðhæð. Verð 13 millj. Hlégerði 4ra herb. 100 ferm sérhæð I þribýiishúsi, bilskúrsréttur. Verð 14.5 millj. Asparfell 4ra herb. 124 ferm stórglæsileg ibúð. Verð 15,5 millj. eða skiptí á einbýli. Grenigrund 5 herb. 100 ferm raðhús í eldra húsi. Verð 12 millj. Áifhóisvegur 5 herb., 125 ferm góð jarðhæð I þri býlishúsi. Verð 14 millj. Bjamhólastfgur Forskallað einbýlishús, 7 herb. Verð 14 millj. Hlíðarvegur Erfðafestuland 10 þús. ferm, 80 ferm fbúðarhús er á landinu. Verð 15 miilj. Sumarbústaður við Þingvallavatn. Verð 2,5 millj. Engjasel Fokhelt raðhús, múrhúðað að utan, gler I gluggum, einangrun og ofnar fylgja, ca 210 ferm. Verð 14,5 millj. Seljabraut 2 st. fokhelt raðhús, múrhúðað að utan, gler I gluggum, jöfnuð lóð. Verð 12 niiilj., útb. 7 millj. Kópavogur Iðnaðarhúsgrunnur, 450 ferm steypt plata, góð lóð. Uppl. á skríf- stofunni. Garðabœr Stórglæsilegt einbýlishús á Markarflöt, ca 200 ferm með bflskúr, skipti möguleg á sérhæð eða minna einbýlishúsi. Auðbrekka Iðnaðarhúsnæði á efri hæö, 100 ferm fullfrágengið. Verð 10 millj. Vilhjálmur Einarsson sölustjóri. Pétur Einarsson lögfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.