Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRtL 1978. hjálst, nháð dagblað Útgofandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrffstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: AtJi Steinarsson. Handrit: Ásgrímur P&lsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlotfur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þoriotfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson Drorfingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla Þvorholti 2. Áskrtftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðal- slmi blaðsins 27022 (10 línur). Áskrtft 1850 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skotfunni 19. Farniraðáttasig Forystumenn Verkamannasambands-^ ins eru farnir að átta sig á óvinsældum útskipunarbannsins. Þessum verkfallsað- gerðum er beint gegn ríkisstjórninni fremur en atvinnurekendum. Þetta er pólitískt verkfalkAðgerðirnar voru afleik- ur. Þær voru eins og mótaðar eftir mynstri Ólafs Jóhann- essonar, sem vildi svona stríð til að draga úr óvinsældum ríkisstjórnarinnar. Markmið þessa verkfalls eins og menn túlkuðu það. þegar það var boðað, mæltist að vonum illa fyrir. Þeir forystumenn klofinsVerkamannasambands,semstóðu að aðgerðunum, boðuðu, að leitað yrði samstarfs við hafn- arverkamenn erlendis, þannig að löndunarbann yrði sett á íslenzk skip, ef þeim væri ætlað að sigla með afla að marki. Þetta þótti almenningi hart, þegar brezki mark- aðurinn hefur loks opnazt. Almenningur hafði samúð með rökum stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur, sem mótmælti því kröftuglega, að brezkir hafnarverkamenn yrðu að nýju æstir til löndunarbanns, nú fyrir tilmæli ís- lenzkrar verkalýðsforystu. Jafnvel formaður Sjómanna- sambands íslands, Óskar Vigfússon, tók aðgerðum Verkamannasambandsins mjög treglega þrátt fyrir sam- starf hans við þá menn, sem að þeim stóðu. í þessu tilviki „bakkaði” forysta Verkamannasam- bandsins, þegar á hólminn kom, með yfirlýsingu, sem felur í sér frestun allra framkvæmda í þessum efnum, hvað sem síðar verður. Yfirleitt eru verkföll í svokölluðum lykilgreinum til þess fallin að valda verulegri stöðvun atvinnu, þótt aðeins fáir verkamenn taki þátt í þeim. Mörgum þóttu einkennilegar yfirlýsingar forystu Verkamannasam- bandsins um, að ekki stæði til að stöðva einstakar at- vinnugreinar eða einstök byggðarlög, eins og komizt var að orði. í raun var verkfallið illa undirbúið og rennt blint í sjóinn um framhaldið. Síðustu daga sjá menn gjörla, hversu hikandi þessir forystumenn eru í verkfallinu. Þegar hætta skapast á uppsögnum í fiskvinnslufyrirtækj- um, veita þeir undanþágur, jafnvel til útflutnings, svo sem í Eyjum, á Höfn og Norðfirði. Vissulega ber að fagna, að framleiðslan getur haldið áfram á þessum stöðum. En fátt sýnir betur, að þessar aðgerðir voru vitlaus leikur í stöðunni. Þær eru óvin- sælar og draga úr óvinsældum ríkisstjórnarinnar, sem er auðvitað þvert á móti því, sem sú verkalýðshreyfing, sem ' hyggst hnekkja ranglátri kjaraskerðingu, ætlast til. Ríkis- stjórnin hlakkar yfir hagstæðari stöðu. Þær kljúfa verka- lýðshreyfinguna. Fólk lítur á aðgerðirnar sem þátt í pólitísku spili, einkum þar sem verkalýðshreyfingin er klofm í afstöðu til þeirra. Þetta spil mælist ekki vel fyrir. Skynsamlegri er afstaða verkalýðsfélaganna á Vest- fjörðum, sem taka ekki þátt í útskipunarbanni en halda opnum leiðum til aðgerða upp úr mánaðamótum, ef eng- in jákvæð viðbrögð fást hjá atvinnurekendum. Verkafólk á að endurheimta skertar verðbætur eða ígildi þeirra, og líkur eru til, að það muni gera það. Sorg- legt er, hversu ólánsamir sumir forystumenn þess eru í aðgerðum. Thorbjörn Falldin fyrir framan sinn versta fjanda, kjarnorkuver. Svíar nauðbeygð ir til nýtingar kjamorkuvera Í— Slæmt efnahagsástand krefst þess — Andstæðingum kjarnorkuvera fækkar Stjórnskipuð nefnd allra sænsku þingflokkanna hefur fordæmt áætlanir Thorbjörns Faildins forsætis- ráðherra, sem fela í sér lokun allra kjámorkuvera landsins. Nefndin telur slikar áætlanir leiða til ónýtingar stór- kostlegrar fjárfestingar, sem hefði slæm áhrif á efnahagslíf landsins, sem jregar er á niðurleið. Nefndin lagði áherzlu á að Svíar gætu ekki haldið óendanlega áfram' að flytja inn kol til orkuframleiðslu, sem næmi 70% af allri orkuframleiðslu þjóðarinnar. Falldin einangraður Skýrsla nefndarinnar eykur pólitiska einangrun Fálldins vegna stefnu hans i kjarnorkumálum. Þá er einnig liklegt að lýsing nefndarinnar á möguleikum Svía i orkumálum víkki sjóndeildarhring þeirra og leiði til frekari pólitískra umræðna, sem tvö undanfarin ár hafa að mestu snúizt um hve marga kjarnaofna ætti að smíða til notkunar i kjarnorkuverum. Árið 1976 barðist Miðflokkurinn undir forystu Thorbjörns Falldins harðlega gegn kjarnorkuverum og nýt- ingu kjarnorku í Sviþjóð. Eftir kosningaT myndaði Fálldin siðan stjóm í samstarfi við Frjálslynda og Íhaldsmenn, sem eru fylgjandi nýt- ingu kjarnorku. Falldin varð því að gera nokkrar tilslakanir áður en af stjórnarmyndun varð. Þessi stjómar- myndun varð til þess að rjúfa valda- feril jafnaðarmanna sem var óslitinn frá því á fjórða áratugnum. Kjarnorkumálið líklegt til þess að valda stjórnarslitum Stjórnarandstaða jafnaðarmanna og ýmis stóriðnaðarfyrirtæki í Sviþjóð hafa barizt mjög fyrir þvi að komið verði upp fleiri kjarnorkuverum i Svíþjóð. Þeir líta svo á að kjarn- orkumálið sé eins og tímasprengja, sem geti sprungið hvenær sem er og valdið stjómarslitum sænsku borgara- flokkanna. Upp á síðkastið virðast sijörnarflokkamir þó hafa gert sér grein fyrir því að jreir verði að ná sam- komulagi um kjarnorkumálin tíman- lega fyrir kosningar, sem verða á árinu 1979. Að áliti hinnar stjórnskipuðu nefnd- ar ætti það að vera aðalmarkmið sænskra stjórnvalda i orkumálum, að stórminnka oliuinnflutning sem er hlutfallslega með þvi mesta sem jrekkist. Svíar eiga nánastengar kola- námur eða olíulindir og árlega eyða þeir yfir I5 milljörðum sænskra króna til eldsneytiskaupa erlendis frá. Frá árinu 1974 hafa Sviar i ríkara mæli tapað mörkuðum fyrir út- flutningsvöru sína til keppinauta sem búa viðódýrara vinnuafl. Þetta hefur leitt til jress að stjórnin hefur sífellt fengið stærri erlend lán til fjár- mögnunar og eyðslu. Orkusparnaður Eigi sænskur iðnaður að fá næga orku til þess að halda uppi hagvexti, á meðan oliunotkun er minnkuð, þá verður að koma til mikill orku- spamaður, auk þess sem stórauka verður rannsóknir á þvi hvemig nýta megi nýjan orkugjafa, sem fengnir eru heimafyrir. Má þar nefna nýtingu sólarorku og viðar. Stjórnin verður að beila sér fyrir aðgerðum, sem leiða til aukinnar Stjörnarandstæðingar í Sviþjöð telja að kjarnorkumálið muni verða stjörn Thor- björns Fálldins að falli en mikill ágreiningur er meðal stjörnarflokkanna um nýtingu kjarnorkunnar. Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.