Dagblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978.
Auglýsing
um almennar reglulegar kosningar
til Alþingis 25. júní 1978.
Samkvæmt 57. gr. laga nr. 52 14. ágúst 1959
um kosningar til Alþingis skulu almennar'
reglulegar kosningar til Alþingis fara fram 25.'
júní 1978.
Samkvæmt 1. málsgr. 19. gr. kosningalaganna
skulu sveitarstjórnir hafa lagt kjörskrár fram
eigi síðar en 25. apríl næstkomandi, og skulu
kjörskrár liggja frammi til 23. maí næstkom-
andi. Með heimild í 2. málsgr. 19. gr. laganna
er hér með ákveðið að niður skuli falla frestur
sá, sem þar er settur, til að auglýsa hvar
kjörskrár við alþingiskosningarnar verði
lagðar fram.
Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum
þeim sem hlut eiga að máli.
D6ms- og kirkjumálaráðuneytið,
22. apríl 1978.
Hjallafískur
Mvrkið s«m vann harðflsknum nafn
Farst hjd: Víðir Austurstrœti
Hjallur hf. - Sölusími 23472
Bifreiðastillingin
Smiðjuvegi 38 Kópavogi. Sími 76400.
Nú stendur yfir hin árlega bif-
reiðaskoðun. Við búum bifreið-
ina undir skoðun, önnumst líka
allar aðrar viðgerðir. Björt og
rúmgóð húsakynni, fljót og góð
afgreiðsla.
Bifreiðastillingin
Smiðjuvegi 38 Kópavogi. Sími 76400.
NVJIING Á ISLANDI
Hrcinsum teppi og húsgögn meS nýrri tœkni sem fer sigurför um alfan heim
Nýja vélin þrýstír losandi hreinsiefni
djúpt niður í teppiS.
Við þaS losnar um óhreinindi og sápu-
leifar í botninum og þau koma upp á
yfírborSið.
Nuddar varlega hvern þráS í teppinu og
lasar um föst óhreinindi og bletti.
Sogar um leið öll blaut óhreinindi burt.
Skilar teppunum eins og nýjum.
Upplýsingar og pantanir Í síma 26924
Teppa- og húsgagnahreinsunin Reykjavík
Skátum bannað að hafa loftriffla í tfvolfínu í Austurstræ ti:
SK0TV0PN SAM-
KVÆMT LÖGUM
Margir ráku upp stór augu i miðbæn-
um i Reykjavik i fyrradag þegar þeir
hugðust skjóta af loftrifflum sér til
ánægju. Við tjaldið, þar sem þeir voru
kirfilega festir i keðjum, stóð: Fékkst
ekki leyft. Þeir sem vanir eru útlendum
tivolíum og jafnvel bara okkar gamla
tívolíi urðu mjög hissa þar sem loftrifflar
þykja jafnan sjálfsagðir við svona tæki-
færi.
Skátarnir sem stóðu fyrir hátiðinni
sögðu að ástæðan til þess að mönnum
var ekki leyft að reyna hæfni sina á þess-
um tólum væri sú að enginn opinber
aðili hefði fengizt til þess að gefa leyfi til
FYRSTA
ALVAR-
LEGA
SVIF-
DREKA-
SLYSIÐ
Fyrsta slysið sem orðið hefur á
svifdreka hér á landi varð í
austurhliðum Þorbjarnarfjalls við
Grindavík sl. sunnudag. Þar var
tvítugur skólanemi frá Reflavik,
Haukur Sigurösson að nafni, i svifi.
Hafði hann svifið langar leiðir meðfram
fjallinu og hugðist lenda. Heiftarlegur
sviptivindur kom á svifdreka hans er
hann var i 7—10 metra hæð og stakkst
flugdrekinn harkalega til jarðar.
Nef svifdrekans mun fyrst hafa snert
jörðu og tekið mesta höggið af Hauki.
Við höggið brotnaði þrihyrningurinn,
sem „flugmaðurinn” hangir á. Þá
brotnaði Haukur illa á hægri handlegg
rétt ofan úlnliðs.
Haúkur stakkst svo áfram og við það
nefbrotnaði hann, hlaut skurð á höku og
skrámaðist í andliti. Hann missti
meðvitund stutta stund en var siðan
fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík- til
aðgerðar með aðstoð lögreglunnar í
Grindavík.
Komið hefur fram gagnrýni á svifflug
i dreka þennan umrædda dag, þvi
veðuraðstæður hafi verið afar viðsjár-
verðar við Þorbjörn, m.a. hafi ökumenn
orðið að sýna mjög mikla aðgát vegna
sviptivinda. Haukur Sigurðsson var
nýlega byrjaður svifflug I svifdreka.
-ASt.
' Flugdrekinn skall harkalega niður
neðarlega i fjallshiíöinni. sp----------->
notkunar á þessum „skotvopnum”, jafn-
vel þó allir væru sammála um að eins og
skátarnir gengu frá rifflunum gæti engin
hætta stafað af þeim.
En í nýju lögunum.sem tóku gildi í
fyrra, er það skýrt tekið fram að „Með
skotvopni er i lögum þessum átt við
vopn eða tæki sem hægt er með sprengi- ■
krafti, samanþjöppuðu lofti (feitt letur
blm.) eða á annan þvílikan hátt að skjóta
úr kúlum, höglum eða öðrum skeytum
(feitt leturblm.).”
Lögreglustjóri veitir siðan það sem
kallað er byssuleyfi fyrir skotvopnum.
Geta menn fengið þetta byssuleyfi séu
þeir 20 ára eða eldri, hafi óflekkað
mannorð og nægilegan andlegan þroska
ásamt kunnáttu til þess að fara með
vopnin. Dómsmálaráðherra getur þó
veitt undanþágu frá þessu ákvæði.
Getur hann einnig ákveðið nánar hvaða
efni og tæki skuli teljast skotvopn og
skotfæri.
Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dóms-
málaráðuneytinu sagði að ástæðan til
þess að dómsmálaráðherra veitti ekki
undanþáguna væri sú að þá myndu fleiri
aöilar vilja fá slika undantekningu líka
og ómögulegt væri að fylgjast með því
að fyllsta öryggis væri þá gætt. - DS
.... '***«*
%■' ■
Skagfirzka
söngsveitin:
SEX EINSÖNGVARAR
Á TÓNLEIKUM í DAG
Sex einsöngvarar taka þátt í flutningi
Skagfirzku söngsveitarinnar á
kantötunni Oliveti Calvari eftir J. H.
Maunder, sem flutt verður tvivegis í
kirkju Fíladelfíu um helgina.
Þessir sex eru Margrét Matthías-
dóttir, Rut L. Magnússon, Friðbjörn G.
Jónsson, Halldór Vilhelmsson, Hjálmar
Kjartansson og Hjálmtýr Hjálmtýsson.
Stjórnandi er Snæbjörg Snæbjarnar-
dóttir, eins og í öll þau átta ár sem
Skagfirzka söngsveitin hefur starfað.
Organleikari er Árni Arinbjarnar.
Fyrri söngskemmtun söngsveit-
arinnar verður laugardag 22. aprilkl. 17
og hin síðari mánudag kl. 21.
Aðgöngumiðar fást hjá Eymundsson.
ÓV/DB-mynd HV.