Dagblaðið - 24.05.1978, Page 1

Dagblaðið - 24.05.1978, Page 1
| ujfiau f dagblað 4. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 - 107. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGARÓG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. - AÐALSÍMI27022. --------| ÞAÐ GETUR VERIÐ DÝRT AÐ TRASSA SÖLUSKATTINN! |- VEXTIR OG VIÐURLðG NÁ NÚ ALLT AÐ102% Á ÁRI BRUNALIÐIÐ DREGUR FRAM FARALDSFÓTINN - ÍTREKUÐ BROT VARÐA10 MILUÓNA SEKT, AUK VARÐHALDS OG MISSISSTARFSRÉTTINDA Tollstjórinn í Reykjavík, Björn Hermannsson, hefur sent bréf ti! ýmissa kaupmanna i Reykjavík þar, sem telur „rétt að vekja athygli á! breyttum lögum varðandi viðurlög1 vegna vanskila á sölugjaldi.” 1 bréfinu segir að samkv. lögum nr. 26/1978 verði viðurlög 4% á dag fyrstu fimm daga vanskilanna allt að 20% síðan verða reiknaðir 3% vextir fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Ársvextir af sölugjaldsvanskilum verðaþví 53%. Siðan segir í bréfinu orðrétt: „Ef þér eða fyrirtæki yðar er í ítrekuðum van- skilum við Tollstjóraembættið og vanskil gerð upp eftir hvert álagning- artimabil skattstofu þá eru raunvextir yfir árið 102%.” Síðan er tekið dæmi um vanskil á 1.000.000 kr. sölugjaldi á hverjum ársfjórðungi og gert ráð fyrir að greiðandi greiði ekki fyrr en lokun atvinnurekstrar hans er hótað. Verða þá viðurlög vegna vanskilanna 260 þúsund kr. á ársfjórðungi eða 1.040.000 áárieða 102%. í niðurlagi bréfsins er tollstjóri svo hógvær að benda kaupmönnum á refsiábyrgð sem stöðugum og ítrekuðum vanskilum sölugjalds fylgir. í lögum er kveðið á um allt að 10 milljón króna sektir auk varðhalds og fangelsis allt að 6 árum og sviptingu starfsréttinda. Sumum sem bréfið lásu flaug i hug hvað gert yrði væri dauða- refsing til í íslenzkum lögum. Mikill styr hefur lengi staðið milli kaupmanna og yfirvalda. Hafa kaupmenn látið i Ijósi þær óskir að fá einhverja umbun fyrir innheimtu söluskattsins fyrir rikið. Ofanskráð bréf sýnir að langt ei iji. !i: eðaðríkið sjái af einhverjum eyri tn Kaupnv'nna sem þóknun fyrir innheumuna. -ASt. Kjarni Brunaliðsins, Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartansson og Sigurður Karlsson æfðu af kappi I Tónabæ í gær en gáfu sér samt smá tima til upp- stillingar er Ijósmyndara DB bar að garði. Brunaiiðsferðin hefst á Húsavík um helgina. DB-mynd: Ragnar Th. — SjáPOPPábls.19 Fleygja tugum tonna af mat Af einhverjum furðulegum ástæð- um hafa bæði frystihúsin á Patreks- firði kastað tugum tonna af steinbit, jafnvel á víðavangi, þann tíma sem steinbítsvertiðin hefur staðið yfir, frá enduðum marz fram i maí. Þannig er blaðinu t.d. kunnugt um 14 tonna steinbítsfarm sem barst öðru húsinu fyrir nokkru og var fleygt i heilu lagi. Sjómenn og aðrir heima- menn skilja að vonum ekki hvað hér er á seyöi, húsin greiða sjómönnunum milli 60 og 70 krónur fyrir kílóið af I. flokks steinbít en kasta honum svo eða selja bræðslunni hann fyrir um 7 kr. kilóií. Sjá nánar grein á bls. 4 FYRSTA FERÐAMANNA-,STRANDnwuvi.v Fyrsia skemmtiferðaskip sumarsins renndi inn á ytri höfnina í Reykjavík snemma i morgun og brátt tóku létt- bátar að flytja ferðamennina í land, sem flestir munu fara til Gullfoss og Geysis, ef að líkum lætur, og rölta um miðbæinn i leit að minjagripum. Skipið er grískt og heitir Britanis og er 18000 tonn. Sér ferðaskrifstofan Úrval um afgreiðslu þess. Mörgunt landanum þótti í morgun sem undur og stórmerki væru að gerast, þar sem saman fór koma skemmtiferðaskips og einstakt góðviðri. G.SVDBmynd: Sv. Þorm. Barnadauð i eykst í f lóttama nnabúðum í Bangladesh Fornsalar kærðir fyrir að selja gamla nasista- búninga og merki — Sjá erlendarfréttirá blaðsíðum6 og7 Bráðabirgðalögin rýmka hinn fasta ramma febrúarlaganna Skerðingu léttaf allra lægstu launum Ríkisstjórnin gefur út bráðabirgða- lög í dag eða á morgun. Efni þeirra verður meðal annars að draga í land frá ákvæðum febrúarlaganna um skerðingu verðbótavisitölu á öll laun. Bráðabirgðalögin fella niður skerð- ingu á allra lægstu laun. Síðan verður skerðingin stigan.innkuð að vissu marki launa. Upphaflega var ráðgert að miða minnkandi skerðingu febrúarlaganna við útborguð laun. Launþegasamtökin hafa hins vegar lagt áherzlu á það, að miðað verði við dagvinnu einvörð- ungu en ekki við eftirvinnu- eða vakta- álag. í þessu atriði er sennilegt að bráða- birgðalögin fari einhvern milliveg. Yf- irleitt rýmka bráðabirgðalögin þann fasta ramma sem febrúarlögin settu á verðbætur launa. Um setningu bráðabirgðalaganna hefur verið leitað samráðs launþega- forystunnar. Ekki er þó Ijóst, hvort húnerþeim samþykk. BS

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.