Dagblaðið - 24.05.1978, Síða 4

Dagblaðið - 24.05.1978, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978. 111 Hvað f innst þér um skoðanakannanir síðdegisblaðanna? hef nú litið vit á því. Ég las ekki síðustu kannanir, ég mátti ekki vera að þvi. Jón Bjarnason: Eg verð því miður aö játa það, að ég las þær ekki. En ég á eftir að lesa þær. Ég held að það sé lítið að marka þær. Fólk segist kannski kjósa þetta og hitt, en breytir því síðan þegar það er komið á kjörstað. Gyða Runólfsdóttir húsmóðir: Ég las þær ekki. Reyndar les ég aldrei síðdegis blöðin. Bera óhæfir stjórn- endur ábyrgð á vanda Hér á Patreksfirði hafa verið eyðilögð verðmæti, hráefni, sem nemur milljónum króna á þessari vetrarvertíð sem nú er lokið. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa gert sér lítið fyrir og eyðilagt mikinn hluta aflans og hent honum i gúanó, beinamjölsverksmiðju á staðnum. Verðmæti fyrir milljónir eyðilögð á vetrar- vertíðinni Þegar líður á vetrarvertíð hér vestra er steinbíturinn oftast uppistáðan i afla linubáta og hefur hann oft bjargað vertíðum. í vetur bregður svo við hér á Patreksfirði að frystihúsin vilja ekki sjá steinbit, þótt þau hafi áður tekið á móti honum. frystihúsanna? Er vandi fiskvinnslunnar á íslandi vegna óhæfra stjórnenda frystihúsanna? Tjón vegna slæmrar nýtingar í frystihúsunum nemur rúm- um 5,5 milljörðum árlega samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Er það vegna óstjórnar að ekki er hægt að greiða verkafólki mannsæmandi laun? Pað er grátlegt fyrir sjómennina að vita til þess að fyrsta flokks hráefni sem þeir koma með að landi skuli vera eyðilagt I vinnslustöðvunum. Stærri myndin er af úldnandi kös af steinbit á Patreksfirði. Einnig hefur miklu magni verið ekið út fyrir bæinn. Hér er um að ræða eitthvert dýrasta hráefni þegar búið er að vinna það. Ég sé ekki betur en islenzka þjóðin búi við efnahags- lega geðveiki hvert sem litið er! Á sama tíma sem leitazt er viö að draga úr sókninni í þorskstofninn er þráazt við að taka á móti öðrum fisktegund- um og þær eyðilagðar. Er ekki kominn tími til þess að skipa ábyrga menn sem hafa vit og þekkingu til þess að stjórna frystihúsum landsmanna? Það er grátlegt fyrir sjómennina að vita til þess að fyrsta flokks hráefni, sem þeir koma með að landi, skuli vera eyðilagt í vinnslustöðvunum. Svona alvarlegt mál varðar að sjálf- sögöu alla þjóðina. Markaðir okkar eru í hættu vegna óhæfra stjórnenda frystihúsanna. Ég hef sjálfur unnið við að pakka inn úldnum fiski til útflutnings. Það eyðileggur markaöinn fyrir okkur. íslendingar eiga nógu mörg fiskiskip en samt er haldið áfram að smíða ný og ný skip, sem verður að teljast efna- hagsleg geðveiki. Við fiskuðum ekkert meira þótt við gerðum út 2000 skip, en skipin eru dýr og dýrt að gera hvert skip út til veiða. Nútímatækni við veiðar er orðin svo mikil að skipafjöldinn ræður ekki um aflamagn. Tæknin ógnar fiskistofnun- um. Já, hvert sem litið er blasir við efnahagsleg geðveiki, Kröfluævintýr- ið, Grundartangaverksmiðjan falla undir það, bankakerfið fellureinnig undir það.Hér á Patreksfirði eru tveir bankar fyrir 1000 manna smábæ og þrjú oliufélög sjá um dreifingu olíu til íbúanna. Það er einnig efnahagsleg geðbilun. Þá er það að lokum innflutningurinn. Með hon- um er ráðizt á ýmsan iðnað í landinu, sem verður að teljast efnahagsleg geöbilun, og nú er svo komið að hvert mannsbarn í landinu skuldar 700 þúsund krónur í erlendum gjaldeyri. Ef þessu heldur áfram leiðir til ófarnaðar og sjálfstæði þjóðarinnar glatast. Magnús Guðmundsson sjómaður Patreksfiröi Þorgeir Sveinsson: Ég hef ekkert fylgzt með því. Pétur Sigurðsson: Ég vona að þær séu algjör markleysa. Guðmundur Þorláksson prentari: Ég á nú eftir að lesa þær. Mér finnst rétt að halda meirihlutanum i borgarstjórnar- kosningunum. Það væri þokkalegt ef maður væri bundinn yfir „imbakassanum” öll kvöld Oddur skrifan Það er næsta furðulegt bull sem Sigríður kemur á framfæri á lesenda- síðu Dagbl. 10. mai siðastliðinn. Hún finnur ekki heila brú i kvölddag- skránni 6. maí. Vissulega er umfjöllun Vcrkakona úti á landi símar Tvö sl. ár hef ég verið fastráðin i vinnu hálfan daginn (20 tíma á viku) hjá sama fyrirtæki. Nú hefur mér ásamt öðrum verið sagt upp starfi með eins mánaðar fyrirvara en við sömd- um við verkstjórann okkar um að stytta uppsagnarfrestinn í dögum með því að vinna allan daginn í hálfan mánuð. Núspyrég: 1. Höfum við leyfi til atvinnuleysis- skráningar og bóta þegar við höfum unnið þennan 1/2 mánuð eða eftir einn mánuð, þ.e.a.s. að loknum upp- sagnarfresti eftir hálfsdagsvinnu? 2. Þar sem við vinnum nú allan dag- inn i 2 vikur, eigum viö þá rétt til bóta sem miðast við heilsdagsvinnu eða hálfsdagsvinnu? 3. Er ekki lögum samkvæmt skylt hennar öll þess efnis að það er ef til vill barnaskapur að eyða tíma i að svara „gagnrýni” hennar. En þar sem meginhluti þess sem ritað er um sjónvarpið og dagskrána er heldur neikvæður. en hitt sjald- að borga atvinnuleysisbætur út viku- lega? Við snerum okkur til Þóris Daníels- sonar hjá Verkamannasambandinu og svaraði hann þessum spurnpingum. Hann sagði að menn ættu rétt á at- vinnuleysisbótum strax og þeir missa atvinnuna, að uppfylltum venjulegum skilyrðum. Samkvæmt því eiga kon- urnar rétt á bótum eftir hálfan mánuð. Þá sagði Þórir að sér sýndist að kon- urnar ættu rétt á bótum sem miðast við hálfsdagsvinnu, þar eð vinnan sið- ustu dagana er til komin með sérstök- um hætti. Loks sagði Þórir að það væri ekkert vafamál að launþegar ættu rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta vikulega. gæfara, að þvi sé hrósað sem vel er gert sendi ég þessar línur. Það má enginn ætla mér að ég haldi því fram að ekki megi finna að mörgu því efni sem á skerminum birtist. Það væri þokkalegur andsk., ef dagskráin væri svo yfirmáta skemmtileg kvöld eftir kvöld að maður vildi helzt ekki missa af neinu. Málefnaleg og yfirveguð um- fjöllun um sjónvarpið er því jafn- nauðsynleg og njótendum þess. Ég vil reyndar koma hér á framfæri nokkrum athugasemdum til skemmtideildar um val á kvikmynd- um þeim er sýndar eru um helgar: Vinsamlegast sýnið spennandi afþreyingarmyndir, einnig grínmyndir (þessar gömlu góðu) NB: amerískar. Unnendum „listrænna" kvikmynda má veita úrlausn af og til, einkuin í miðri viku. En nú ætla ég mér að beina spjótum minum að Sigriði. Mér þóttu ummæli hennar um þáttinn Á vorkvöldi i fyllsta máta ómakleg. Þessi þáttur, sem er sérlega vel unninn og býður upp á óvenjulegt og fjölskrúðugt efni, á sannarlega fremur skilið lof en last. Ég vil að lokum biðja umsjónar- menn lesendabréfa að þýða fyrir mig á skiljanlega íslenzka tungu orðahnoð umræddrar greinar, en þau voru á þessa leið, það er að segja megininntak „gagnrýninnar”. Raddir lesenda Hér kemur hugarsmíð Sigriðar: „Enn voru Slökkviliðsmennirnir á ferðinni á vorkvöldi, dautt og leiðinlegt, og flestir sem nutu þess, sem þar kom fram fyrir 40 árum eru nú dauðir”. „Bíómyndin „Einvigið á Kyrrahaftnu, mannvonzka af lægstu skúffu.” Þar sem lesendasiða Dagblaðsins skipar stórt rúm í efni blaðsins og er að minni hyggju mjög vinsælt efni verður að gera þá kröfu til blaðsins að aðgát sé viðhöfð í birtingu aðsendra bréfa. Svar: Óhætt er að fullyrða að umsjónar- menn lesendasíðunnar viðhafa fyllstu aðgát við birtingu bréfa. Oftsinnis kemur fyrir að bréf sem berast eru þess. eðlis að þau eru ekki talin birtingar- hæf, vegna efnis bréfanna og einnig vegna þess að bréfin fara fram úr þeirri lengd sem æskileg er talin. Hins vegar gefur auga leið að efni bréfa og framsetning verður mis- munandi og er ekki vist að allir séu á sama máli. Varla er við því að búast að allir geti orðið á eitt sáttir um sjón- varpsdagskrána. Þá væru islenzkir sjónvarpsmenn „klárari” en hægt er aðætlast til. Fyrirspurn um atvinnuleysisbætur

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.