Dagblaðið - 24.05.1978, Síða 7

Dagblaðið - 24.05.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1978. 7 Bamadauöi eykstí flótta- mannabúðum f Bangladesh — þúsundirflóttamanna bætast við daglega Fornsalar ákærðirfyrir að selja gamlanasista búninga Tveir fornsalar í Vestur Þýzkalandi hafa verið úrskurðaðir í varðhald vegna þess að þeir eru grunaðir um að hafa selt gamla nasistaeinkennisbúninga, borða og heiðursmerki. Samkvæmt vestur- þýzkum lögum er ekki heimilt að dreifa nasiskum áróðri en saksóknari landsins telur áðurgreinda muni heyra undir þaö. í Vestur-Berlín eru ellefu manns fyrir rétti sakaðir um að hafa stofnað nasista- flokk i borginni. Meira en tvö hundruð flóttamenn hafa dáið í flóttamannabúðum í Bangladesh þar af meginhlutinn börn, samkvæmt tilkynningu opinberra yfir- valda þar i gær. Flóttamennirnir sem hafa flykkzt frá nágrannarikinu Burma undanfarna daga eiga ekki sjö dagana sæla og að sögn þjáir þá bæði matarskortur og veikindi auk flóða sem stafa af miklum rigningum und- anfarið. Á þriðja hundruð þúsund manns eru í átta búðum sem stjórn Bangla- desh hefur komið upp. Þar sem það er eitt fátækasta ríki heims og hefur hing- að til ekki verið fært um að fæða eigin ibúa hefur það leitað til Alþjóða Rauða krossins um aðstoð. Hefur hann nýverið sent hjálparbeiðnir um allan heim. Þeir sem látizt hafa, sem eins og áður sagði eru aðallega börn, féllu að- allega úr hungri eða magasjúkdómum sem stafa af fæðuskorti. Enn koma þúsundir manna dag hvern yfir landa- mærin. Eru þeir að eigin sögn að flýja grimmdarlegar hefndaraðgerðir af hálfu Burmastjórnar. Aftur á móti segir hún að fólkið sé á flótta undan opinberum embættismönnum vegna þess að það hafi ekki löglegt landvist- arleyfi i Burma. Yfirvöld I Bangladesh hafa safnað flóttafólkinu saman í búðir en nokkuð mun orðið um að það fari burt og reyni að koma sér fyrir í sveitum Bangladesh. KVIKMYNDARI FERST VIÐ FALL- HLÍFARSTÖKK Myndatökumaður, sem var að kvik- mynda fallhlífarstökkvara í Indiana í Bandaríkjunum hrapaði í gær meira en þrjú þúsund fet og lézt. Verið var að vinna að gerð auglýsingamynda. Slysið mun hafa orðið vegna þess að kvikmyndatökumaðurinn, sem var tuttugu og átta ára, rakst á einn fall- hlífarstökkvarann, þegar þeir stukku úr flugvélinni. Féll myndatöku- maðurinn siðan til jarðar án þess að opna fallhlif sina. Hinn aðili málsins mun hafa slasazt eitthvað þvi hann var fluttur i sjúkrahús eftir að hafa lent með fallhlif sina hálfopna. Bandaríkin: LÉn Á VIÐSKIPT- UMVIÐ UNGVERJALAND Fulltrúadeild Bandarikjaþings gera sér ljóst, að Ungverjaland væri samþykkti í gær tillögu Carters forseta hernumið land en ekki frjálst ríki. um að létta á viðskiptahömlum gagn- Samþykkt þessarar tillögu táknar að vart Ungverjalandi. Athygli vakti þó viðskiptakjör Ungverja í viðskiptum hve litlu munaði á milli þeirra sem við Bandarikin verða mun hagstæðari studdu tillöguna og hinna sem andvig- en áður. Einnig verða felldar niður ir vóru. Atkvæðatölur voru 209—173. ýmiss konar takmarkanir, sem hingað til hafa gilt. Hingað til hafa aðeins Gamli kaldastríðstónninn er sagður Júgóslavía, Pólland og Rúmenia notið hafa svifið yfir þingdeildinni við um- sambærilegra kjara og Ungverjaland ræðurnar og einn þingmanna repú- fær á næstunni. Er þá að sjálfsögðu blikana sagði að nauðsynlegt væri að aðeinsátt viðaustantjaldslöndin. Citroen til A-þýzkalands Allar horfur eru taldar á að frönsku Citroen bifreiðaverksmiðjurnar muni taka að sér að reisa mikla verksmiðju i Austur-Þýzkalandi sem framleiða mun drifsköft í bifreiðar. Að sögn talsmanna verksmiðjunnar hafa miklar viðræður farið fram um málið og hófust þær strax árið 1973. Helzti keppinautur Citroen verk- smiðjanna hefur verið brezka fyrirtækið Quest Kenn and Nettleford en Frakkarnir hafa nú náð yfirtökunum. Erlendar fréttir REUTER Það er leikur einn að slá meö LAWN-BOY garðsláttuvélinni, enda hefur allt verið gert til að auðvelda þér verkið. LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Rafeindakveikja. sem tryggir örugga gang- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf að raka. 3,5 hö, sjálfsmurð tví- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum Auðveld hæðarstilling Ryöfrí. Fyrirferðalitil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. Fólkvangur í Bláfjöllum Staða forstöðumanns fólkvangsins í Bláfjöll- um er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi borgarstarfsmanna. Staðan veitist frá 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Umsóknir sendist til íþróttafulltrúa Reykjavíkur, Tjarn- argötu 20, sem gefur nánari upplýsingar. Sími 28544. Bláfjallanefnd. Kjörfundur vegna bæjarstjórnarkosninganna í Bolungarvík 28. maí 1978. verður í Félagsheimilinu frá kl. 10 árdegis til kl. 12 ogfrá kl. 13 til kl. 23. Kjörstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar. VÉLSKÓLI ISLANDS Inntökuskilyrði 1. stig: al Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri, b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmurn sjúkoómi eða hafi iíkamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans, c) Umsækjandi kunni sund. 2. stig: 1) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri. b) sama og fyrir I siy cl sama og fyrir 1. stig. d) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hliðstæða menntun, e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu. I. lokið vélstjóranámi 1. stigs með framhaldseinkunn, 2. öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu i meðferð véla eða i vélaviðgerðum og staðist inntökupróf við skólann, 3. Lokið eins vetrar námi i vcrknámsskóla iðnaðar I málmiðnaðargreinum og hlotið a.m.k. 6 ntánaða reynslu að auki i meðferð véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt inntökupróf. Umsóknir Umsóknareyðublöð liggja frammi i skrifstofu skólans i Sjómanna- skólanum, 2. hæð. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júni 1978. Kennsla hefst i byrjun september. Skólastjóri.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.