Dagblaðið - 24.05.1978, Side 10

Dagblaðið - 24.05.1978, Side 10
10 fíiamn frfálst, úháð dagbJað DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978. Útgefandi Dagbladiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttin Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjórí: Atii Steinarsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndin Ámi Páll Jóhannsson, Bjamletfur Bjamleifsson, Hörður Vjlhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Práinn ÞoríeHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson DreHingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla Þyerholti 2. ÁskrHtir, augiýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöaj- simi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 2000 kr. á mánuði innanlands. I lausasöki 100 kr. eintakið. Setning og umbrofc Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Myrtda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkoHunni 10. Gerólíkar niðurstöður Gífurlegur munur reyndist vera á niðurstöðum skoðanakannana Vísis og Dagblaðsins um úrslit borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík. Áhugamenn um skoðanakannanir hafa ástæðu til að hugleiða þennan mun, því að hann er langt umfram eðlileg frávik. Forvitnilegt verður að sjá, hvor niðurstaðan verður nær hinum raunverulegu úrslitum, sem koma í ljós aðfaranótt næsta mánudags. Þá verður fyrst unnt að vega og meta kosti og galla hinna mismunandi aðferða, sem blöðin beittu. í Dagblaðinu hafði Sjálfstæðisflokkurinn 52% af gild- um atkvæðum, Alþýðubandalagið 23%, Alþýðu- flokkurinn 15% og Framsóknarflokkurinn 10%. Þetta jafngildir 8 borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, 4 fulltrúum Alþýðubandalags, 2 fulltrúum Alþýðuflokks og 1 fulltrúa Framsóknarflokks. í Vísi hafði Sjálfstæðisflokkurinn stuðning 47,5% hinna spurðu, Alþýðubandalagið 10,6%, Alþýðu- flokkurinn 9,2% og Framsóknarflokkurinn 4,3%. Þar við bættust svo 28,4%, sem ætluðu að skila auðu, voru óákveðnir eða vildu ekki svara. Ef tölur Vísis eru gerðar sambærilegar tölum Dag- blaðsins með því að miða við gild atkvæði, kemur í ljós 66% stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, 15% stuðningur við Alþýðubandalag, 13% stuðningur við Alþýðuflokk og 6% stuðningur við Framsóknarflokk. Hvort sem notaðar eru hinar raunverulegu tölur Vísis eða hinar sambærilegu, er niðurstaðan hin sama: Sam- kvæmt Vísi fær Sjálfstæðisflokkurinn 11 borgarfulltrúa, Alþýðubandalagið 2, Alþýðuflokkurinn 2 og Fram- sóknarflokkurinn engan. Auðvitað er verulegur munur á því, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn fær 8 fulltrúa eða 11, Alþýðubandalagið 4 fulltrúa eða 2 og Framsóknarflokkurinn 1 fulltrúa eða engan. Einkennilegt er, að í Vísi er fólki skipt í flokka og síðan í sjö hópa annars vegar eftir aldri og hins vegar eftir bú- setu. Samkvæmt því virðast 20% framsóknarkvenna vera á áttræðisaldri og 0% búa í Árbæjarhverfi! Hvort tveggja byggist á úrtaki einungis fimm kvenna. Dagblaðsmönnum þykir þetta benda til, að félagsfræð- ingar Vísis skilji ekki takmörk skoðanakannana. Dagblaðið hefur alltaf haft mesta trú á hinu hreina lögmáli óvissunnar í stærðfræðinni og reynt að nálgast. það í könnunum sínum. Dagblaðið hefur forðast svo- nefndar .kvótakannanir, sem margir félagsfræðingar beita, en verða því hættulegri sem úrtakið er minna. Segja má, að hugleiðingar sem þessar séu ekki tíma- bærar. Auðvitað er bezt að bíða úrslita borgarstjórnar- kosninganna sjálfra. Matið, sem þá verður lagt á skoð- anakannanir, hlýtur að ráða miklu um þróun þeirra í ná- inni framtíð. Á mánudagsmorgni verður unnt að sjá, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn fær átta menn Dagblaðsins eða ellefu menn Vísis, hvort Alþýðubandalagið fær fjóra menn Dagblaðsins eða tvo menn Vísis og hvort Framsóknar- flokkurinn fær einn mann Dagblaðsins eða engan mann Vísis! Næf listakona — Umsýninguá verkum Mary Bruce Sharon íMenningarstofnun Bandaríkjanna Hvað skal nefna þá sem taka upp á því á gamals aldri að búa til málverk, án nokkurrar tilsagnar? Sumir vilja kalla þá alþýðumálara, sem er reyndar ekki nægilega víðtækt hugtak — nær til dæmis ekki yfir kaupsýslumanninn sem fer að dunda við myndlist á eftir- launum — og lýsir heldur ekki ein- kennum slikra málara, eins og erlend orð eins og „naive” eða „naif’ gera en þau skilgreinir orðabókin sem „bama- legur, tilgerðarlaus, náttúrulegur”. Dr. Kristján Eldjárn hefur stungið upp á þvi að þessu orðið verði snúið yfir á íslensku, í „næfur”, sem þýðir trjá- börkur, og lýsir kannski náttúrulegu og hrekklausu eðli slíkra málara. Ætla ég hér með að taka það orð til handar- gagns, með leyfi dr. Kristjáns. Hver eru svo einkenni þessarar listar? Yfir- leitt er mikið um smáatriði í henni sem nostrað hefur verið við og hefðbundn- ar reglur um fjarvídd og sjónhorn hafa þar lítið aðsegja. Yndisleg sýning Mikið er um sterka liti í verkum næfra málara og oft fjalla þau um dag- legt líf innan einhvers samfélags, eftir minni eða þá eftir póstkortum eða ljós- myndum. Við höfum átt a.m.k. einn næfan listamann af guðs náð, tsleif Konráðsson, sem fellur inn í þetta mynstur, auk þess sem við eigum nokkra málara sem notið hafa ein- hverrar kennslu en viðhalda þó eigin innlifun og ferskleika. Væri það þarft verk að gera úttekt á verkum okkar næfu málara innan tíðar. En ástæðan fyrir þessum formála er einföld, þ.e. yndisleg sýning á verkum amerísks málara, Mary Bruce Sharon, í Menn- ingarstofnun Bandarikjanna, en öll hennar verk hafa þau einkenni sem ég gat um hér að ofan. Sýningin er sam- ansett af dóttur listakonunnar og hefur ferðast víða um Evrópu. Fyigir henni vönduð sýningarskrá og ræki- legur texti mönnum til glöggvunar. Frú Mary Bruce Sharon var komin Móöir min á balli. Eitt af verkunum á sýningunni í Menningarstofnuninni. DB-mynd Bjarnleifur. yfir sjötugt þegar hún hóf að mála að áeggjan tengdasonar síns sem hafði séð litlar teikningar eftir hana. Úr borgara- stríðinu Hélt gamla konan þessu áfram til dauðadags árið 1961 en þá var hún 83 ára gömul. Þegar minnst er á næfa ameríska málara dettur manni ávallt Amma Móses fyrst i hug og kannski réttilega. En það er lítinn samanburð hægt að gera á frú Sharon og ömmu Móses, því viðfangsefni þeirra eru afar ólík. Amma Móses túlkaði samtíð sína á sinn sérkennilega og innilega hátt en frú Sharon málaði fortiðina, þ.e. svip- myndir frá æsku sinni og uppruna i 'Kentucky þar sem minningar frá borgarastríðinu lifðu góðu lífi. Og hverri mynd fylgir frásögn eða útskýr- ing sem eykur enn á þokka þessara mynda. Hún málar Tom frænda sinn sem var i surðurríkjahernum og segir frá framkomu hans, við sjáum fljóta- bátana og lestirnar og svo fjölleikahús Buffaló Bills, þar sem frú Sharon málar sjálfa sig ásamt Bill og dvergn- um Tuma þumal — og svo framvegis. Auk frásagnargleðinnar hafði frú Sharon til að bera mikla skreytihæfi- leika sem glöggt koma fram í litavali og svo heildarskipulagi myndanna. Litir hennar eru ferskir og oft mjög skemmtilega samvaldir og öll smáat- riði falla eðlilega inn í myndfletina. Hér er sem sagt sýning sem engan svíkur. AÐALSTEINN INGÓLFSSON OÞORF LAGASETNING Breyting á grunnskólalögum Á síðustu dögum Alþingis nú í vor var samþykkt breyting á grunnskóla- lögum sem heimilar menntamálaráð- herra að stofna sérstakt fræðsluum- dæmi i sveitarfélagi með yfir 10000 íbúa. Um þessa lagabreytingu urðu harðar deilur á Alþingi og var laga- breytingin samþykkt gegn harðri and- stöðu menntamálaráðherra. Fræðslu- ráð Reykjanesumdæmis mótmælti samþykkt frumvarpsins og hið sama gerðu önnur fræðsluráð sem ályktuðu um málið. Bæjarstjórn Kópavogs mót- mælti samþykkt frumvarpsins og segir í samþykktinni m.a.: „Bæjarstjórn Kópavogs telur að það þjóni best hagsmunum sveitar- félaganna að þær fræðsluskrifstofur sem fyrir eru í landinu verði efldar en ekki að þeim verði fjölgað.” Grunnskólalögin voru samþykkt á Alþingi vorið 1974 eftir rækilegan undirbúning og umræðu. Megintil- gangurinn með þessari lagasetningu var að setja skólalöggjöf sem hæfði is- lensku nútímasamfélagi. Mörg ný- mæli eru í lögum þessum, bæði að þvi er varðar einstök atriði og stefnumörk- un. í lögunum er tvímælalaust stefnt að valddreifingu í menntamálum, m.a. með því að færa heim i héruð ýmis þau mál sem menntamálaráðuneytið fjallaði eitt um áður. í þeim tilgangi var landinu skipt í 8 fræðsluumdæmi, sem er nýmæli, því áður var landið allt eitt fræðsluumdæmi. Stofnun embætta fræðslustjóra er einnig nýmæli í grunnskólalögum. Fræðslustjóri er embættismaður rikis- ins og heyrir beint undir ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins. Fræðslustjóri fer með úrskurðarvald í ýmsum málum samkvæmt lögunum og reglugerð um störf fræðslustjóra. Skipting landsins í fræðsluumdæmi hefur alls engin áhrif á vald- og verk- svið einstakra sveitarstjórna i skóla- málum. Engin völd eru tekin af sveitarstjórn þótt hún þurfi ekki að leita til hinna ýmsu deilda mennta- málaráðuneytisins með sín skólamál en geti þess i stað leitað til fræðslu- stjóra viðkomandi fræðsluumdæmis. Þessi skipan hefur gefist mjög vel og hafa fjölmargar sveitarstjórnir lýst yfir ánægju sinni með þetta fyrirkomulag, þ.á m. bæjarstjórnir Akureyrar og Kópavogs, svo og velflestar sveitar- stjórnir í Reykjanesumdæmi. En hvers vegna var lögunum breytt? í greinargerð með frumvarp- inu um breytinguna segir að það sé flutt að beiðni bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar, beiðni sem byggð er á sam- þykkt sem gerð var skömmu eftir að lögin voru sett. Samþykkt bæjar- stjórnar Hafnar- fjarðar og naf na- breytingar í grunn- skólalögum Eins og áður er getið voru grunn- skólalögin samþykkt vorið 1974. í nóvember sama ár samþykkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar samhljóða að skora á Alþingi „að gera þá breytingu

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.