Dagblaðið - 24.05.1978, Síða 12
VILJA
ÞEIR?
Tónlist
LEIFUR
ÞÓRARINSSON
Povel Ramel og Sven Olsons trio
mánudaginn 29. maí kl. 20.30,
þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30.
miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30.
Aðgöngumiðar á kr. 1.000.- í kaffistofu
Norræna hússins.
íslensk-sænska f élaqið Norræna húsið
Veríð velkomin
NORRÆNA
HÚSIÐ
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAt 1978.
Hálíð á Akureyri
Hátt á heims-
mælikvarðanum
Tónlistardagar i maí, sem haldnir
voru um hvitasunnuhelgina á Akur-
eyri, tókust ótrúlega vel og voru öllum
aðstandendum til mikils sóma. Það er
ekkert smáfyrirtæki að skipuleggja
þrjá stórkonserta, þar sem koma fram
fleiri hundruð tónlistarmanna, enda
eru víst áreiðanlega fáir bæir af þessari
stærð í heiminum, sem geta státað af
slíku framtaki. Sennilega hafa Norð-
lendingar slegið þarna eitthvert met, í
það minnsta miðað við höfðatölu, þó
ieikurinn hafi eflaust ekki verið til þess
gerður. Auðvitað voru það ekki allt
innanbæjarmenn sem komu fram.
T.d. var þarna öll sinfóniuhljómsveitin
mætt á föstudeginum, með prógramm
sem var að mestu leyti hið sama og
hún hafði leikið kvöldið áður í Reykja-
vík. Eina breytingin var að í stað
Konsertkantötu eftir Guðmund Haf-
steinsson, sem lofar reyndar mörgu
góðu um það tónskáld, þó langt sé og
ívið sundurlaust, var kominn for-
leikurinn að HoUendingnum eftir
Wagner. Páll Pampichler stjórnaði
honum og öðru af sUkum fítonskrafti,
að annað eins hefur sjaldan heyrst hér
á landi. Var ekki laust við að færi um
mann á hápunktunum, sérstaklega i
lokaverkinu, Furutrjám Rómaborgar
eftir Respighi, þar sem tjaldað er öllu
sem sinfóniuhljómsveitin hefur yfirað
ráða í hljómmögnun, og reyndar bætt
við extrablásurum og fuglasöng. En
merkilegasta og fallegasta verkið var
þó víólukonsertinn eftir Béla Bartók
og honum stjórnaði Páll með hárfínni
tilfinningu fyrir smágerðum blæ-
brigðum og frjálsu en markvissu
formi. Einleikarinn, Unnur Svein-
bjarnardóttir, sem er ógleymanleg frá
tónleikum hjá Tónlistarfélagi Reykja-
víkur i vetur, vann þarna enn einn
stórsigur, og hef ég sjaldan eða aldrei
heyrt íslending leika jafn margslungið
og erfitt verk af slíku „átoríteti.” Má
undarlegt heita, ef hún á ekki eftir að
ná hátt á heimsmælikvarðanum. Já,
þetta var glæsileg byrjun á tónlistar-
dögum og áfram var haldið í samvirk-
um takti með bros á vör.
Lúðrahljómur
Næsti leikur, á laugardagskvöldið,
var heimamanna að mestu. Þar kom
fram Lúðrasveit Akureyrar, styrkt
nokkrum hljóðfæraleikurum úr
sinfóníunni og félagar úr hvorki meira
né minna en sex kórum, Passíukórn-
um, kirkjukórum Akureyrar og Lög-
mannshlíðar, kvennakómum
Gigjunni, karlakór Akureyrar og
karlakórnum Geysi. öllu þessu
stjórnaði Roar Kvam, sem er norskur
tónlistarkennari þama á staðnum, og
var greinilegt þegar í fyrsta stykkinu,1
forleik eftir Mendelsohn.að þarna var
bæði kunnáttu og dugnaóarmaður að
verki. öll verkin á þessum tónleikum
voru flutt i fyrsta sinn hér á landi, og
þó þau væru í býsna ójöfnum gæða-
flokkum var að þeim talsverður
fengur. Það var ýmislegt gott og gilt í
Styrkt lúðrasveit Akureyrar og einn af sex kórum er fram konu.
Rapsódiu fyrir einleiksklarinett og
lúðrasveit eftir Alfred Reed, sem
Sigurður I. Snorrason lék af mikilli
prýði, og sömuleiðis Hollenskri svítu
eftir Lijnschoten. En áhugaverðust
var stórskritin sorgar- og sigursinfónía
eftir Berlioz, full með hetjurembing og
grófleg banalítet svo allt ætlaði um
koll að keyra. Þama komu kórarnir til
skjalanna, og þó aUsvakalegur
lúðrahljómurinn hleypti þeim ekki í
gegn nema á köflum, virtist allt á sín-
um stað og vel og vandlega unnið.
Stundum var þó þrýstingurinn á
hljóðhimnurnar næsta skuggalegur,
og er ekki víst að aUir hafi náð sér jafn-
fljótt eftir þær raunir. En ekki hefði
ég þó viljað missa af þessu fyrir
nokkurn mun.
Bach og Mozart
Lokatónleikamir voru svo á sjálfan
hvitasunnudag, og þeir voru i rauninni
mesta fyrirtækið. Passíukórinn, sem er
með bestu kórum landsins, söng þarna
með kammersveit úr sinfóníunni, og
fjórir afbragðs einsöngvarar, Ólöf K.
Harðardóttir, Ruth Magnússon, Jón
Þorsteinsson og HaUdór Vilhelmsson,
létu Ijós sin skína. Efnisskráin var
engin smásmíði; heljarmikil kantata
(Ich hatte viel Bekúmmernis) eftir
Bach og aUt(og óstytt) Requiem eftir
Mozart. Stjómandi var aftur Roar
Kvam, og verður ekki annað en dáðst
að elju og þrautseigju hans að koma
þessu á fót. Það þarf ekkert smávegis
úthald til að kenna misjafnlega tíma-
bundnum áhugasöngvurum allar
raddir í svona flóknum verkum. Að
koma þessu á raunverulega listrænt
plan, þar sem allt verður sungið og
leikið eðUlega og án erfiðismuna, nálg-
ast kraftaverk. En það tókst, mér er
eiður sær, og hef ég raunar ekki lengi
orðið jafn snortinn á tónleikum.
Nú er spurningin, hvernig fara
Akureyringar eiginlega að þvi að
framkvæma þessa hluti? Einhverja
opinbera styrki hafa þeir eflaust
fengið, einhver nefndi 400.000,
krónur, og mörg fyrirtæki og
einstaklingár á staðnum eru skráðir
styrktaraðilar í efnisskrá. En aUur
undirbúningur var unninn í sjálfboða-
vinnu, nafnlaust að því er virðist, og
svo var það auðvitað áhugi staðar-
manna, sem fyUtu íþróttaskemmuna
alla þrjá dagana, sem reið bagga-
muninn.
Já, það er meira gleðiefni en orð fá
lýst þegar kemur á daginn að meistara-
verk tónlistarinnar geta orðið al-
menningseign, þrátt fyrir efnahags- og
menningarlega rangsnúið þjóðfélag.
Það eru miklir gæfumenn sem þar fá
lagt hönd á plóginn, og verður þeim
seintfullþakkað.
Leifur Þórarinsson.
Júlíus Gestsson
A-lista:
Óeðlilegtað
aðalatvinnu-
tækið sé á
einni hendi
— hreppurinnþarf
að hafa höndíbagga
JúUus Gestsson: „Nauðsynlegt er að
hafa lækni, a.m.k. á vertiðinni.”
„Halda verður þeirri uppbyggingu,
sem verið hefur, áfram," sagði Július
Gestsson, niundi maður í lista Alþýðu-
flokksins. „Þar á ég m.a. við frekari
gatnagerð og hafnarframkvæmdir en
aðstöðu vantar tilfinnanlega fyrir smá-
báta.
Okkur þykir slæmt að aðalatvinnu-
tækið hér, skuttogarinn, er á einni
hendi, þótt Guðmundur Runólfsson út-
gerðarmáður eigi annars allt gott hrós
skilið. Togarinn var t.d. leigður burtu í
fyrra og slikt skapar ótryggt atvinnu-
ástand.
Koma þarf heilbrigðisþjónustu i betra
ástand, hér þarf a.m.k. að hafa lækni á
vertiöinni, sUkt er öryggi mikið þvi dæm-
in sýna að ófært getur orðið til Stykkis-
hólms.
Þá er ég óánægður með það hvað lítið
er gert fyrir ungUngana en öll íþrótta-
starfsemi er í lágmarki. Hreppurinn þarf
að leiða í þessu efni, t.d. með því að út-
vega krökkunum þjálfara.
Atvinna hefur verið næg en verður
það varla í sumar, en það byggist að
miklu leyti á togaranum. Bæjarfélagið
þarf að hafa hönd í bagga með slíkum
stórfyrirtækjum og einnig þarf hreppur-
inn sem stórhluthafi í frystihúsinu að
styðja að þvi að annaðhvort verði keypt-
ur nýr togari eða floti smærri báta.”
—JH.
Unnur Sveinbjarnardóttir vann stórsigur á Akureyri með einleik sinum og lék á
heimsmæUkvarða. DB-myndir F. Ax.
ZV
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hagtryggingar hf. árið 1978
verður haldinn í Tjarnarbúð í Reykjavík laug-
ardaginn 27. maí og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. 15 gr. samþykkta
félagsins.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða-
seðlar verða afhentir hluthöfum eða öðrum
með skriflegt umboð frá þeim í skrifstofu
félagsins að Suðurlandsbraút 10, Reykjavík,
dagana 23. til 27. maí á venjulegum skrif-
stofutíma.
Stjórn HAGTRYGGINGAR HF.
JÓNAS
HARALDSSON
Grundarfjörður