Dagblaðið - 24.05.1978, Page 13

Dagblaðið - 24.05.1978, Page 13
DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 24. MAt 1978. 13 TVÍSÝNAR KOSNINGAR FRAMUNDAN 1 síðustu kosningum á Grundarfirði eða Eyrarsveit, eins og hreppurinn heit- ir, voru boðnir fram þrir listar, Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta, eða þrjá menn, en hinir listarnir sinn manninn hvor. Nú bætist hins vegar við listi Alþýðuflokks- ins en talið er að fylgi hans hafi áður far- ið að mestu til Sjálfstæðisflokksins. Það er þvi Ijóst að kosningamar núna verða spennandi. Vangaveltur eru um það að Alþýðuflokkurinn nái manni af Sjálf- stæðisflokknum eða að Alþýðubanda- lagið fái tvo. Flestir telja aö Framsókn- arflokkurinn eigi öruggan einn mann. Sjálfstæðismenn eru þó ákveðnir i að halda meirihlutanum. Atvinnulíf er að langmestu leyti byggt upp á sjávarútvegi og gerður er út einn skuttogari frá Grundarfirði, Runólfur, og margir smærri bátar. Ný höfn var tekin í notkun á siðasta ári við Gröf. Ibúar í Eyrarsveit eru nú um 800, þar af um 700 á Grundarfirði. Hér á eftir fara viðtöl við fulltrúa þeirra fjögurra lista sem í kjöri eru. Tveir efstu menn Alþýðubandalagsins voru ekki viðlátnir er DB heimsótti Grundarfjörð og nær enginn af lista Al- þýðuflokksins. Það er þvi rætt við þriðja mann á lista Alþýðubandalagsins og ni- unda mann á lista Alþýðuflokksins, Júli- us Gestsson, en hann er gamalgróinn forvstumaður Alþýðuflokksins i Grund- arfirði. Hjálmar Gunnarsson B-lista: Gera þarf nýja vatnsveitu — Heildarskipulag vantar fyrir Grundarfjörð „Brýnustu verkefnin eru bætt aðstaða undirstöðuatvinnugreinanna, útgerðar og fiskvinnslu,” sagði Hjálmar Gunnars- son útgerðarmaður en hann skipar efsta sætið á lista Framsóknarfélags Eyrar- sveitar. „Markvisst verður að vinna að þvi að hér rísi feitmjölsverksmiðja og að fyllsta hagræðis sé gætt. K Hjálmar Gunnarsson: „Bæta þarf að- stöðu undirstöðuatvinnuveganna.” Lengja og lagfæra verður hafskipa- bryggjuna. Bæta verður við viðlegukanti í nýju höfnina og dýpka hana frekar. Unnið skal að byggingu iþróttahúss og þvi lokið sem fyrst. Finna þarf lausn á húsnæðisvandamáli tónlistarskólans. Núverandi vatnsveita erekki nægjan- leg fyrir bæinn og hefjast verður handa við gerð nýrrar vatnsveitu úr Hafliða- gili. Grundarfjörður er vaxandi bær og það þarf að gera heildarskipulag fyrir bæinn og finna iðnaði pláss. Áfram þarf að vinna að varanlegri gatnagerð og sjá þarf til þess að flugvöll- urinn sé ávallt opinn. Vinna þarf að byggingu nýs félags- heimilis og bæta aðstöðuna við íþrótta- völlinn. Styrkja skal alla félagastarfsemi. Læknir þarf að vera staðsettur í Grund- arfirði og sjá þarf fyrir fullnægjandi að- stöðu honum til handa. Stuðla þarf að blómlegum landbúnaði í sveitunum I kring með tilstuðlan sveit- arfélagsins. Við fordæmum þau niður- rifsöfl sem reka sifelldan áróður á það fólk sem býr i sveitum." —JH. Ámi Emilsson D-lista: Ör uppbygging undir stjórn S já If stæð isf lokksins — dreifbýlið þarf að halda vöku sinni gagnvart Reykjavíkurvaldinu Halda verður áfram að vinna með þeirri framkvæmdagleði sem hér hefur ríkt,” sagði Árni Emilsson sveitarstjóri en hann skipar efsta sæti á lista Sjálf- stæðisfélags Eyrarsveitar. „Höfuðáherzlu verður að leggja á að hér risi feitmjölsverksmiðja. Á næstu tveimur árum ættum við að geta lokið byggingu iþróttahúss. Hér þarf að stað- setja lækni og koma á heilsugæzlustöð Hl. Viðskipti sveitarfélagsins við atvinnu- rekendur og hin almennu félagasamtök hafa verið mjög góð og þeim viljum við halda áfram. Sem dæmi má nefna að Rauða krossdeild Grundarfjarðar er að byggja með okkur leikskóla og er það bæði fjárhagslegur og siðferðilegur stuðningur. Við höfum þegar lokið við að leggja varanlegt slitlag á 55% gatna. Því verk- efni viljum við Ijúka og áætlað er að var- anlegri gatnagerð verði lokið árið 1981. Nýja höfnin hefur verið lengd um 50 metra og viðlegukantur dýpkaður, sam- kvæmt áætlun Hafnamálastofnunar. 'Ljúka þarf byggingu leiguíbúða og byggja þarf áhalda- ogslökkvistöð. Við leggjum ofurkapp á að halda meirihluta sjálfstæðismanna i hrepps- stjórn. Með þeim hætti einum verður framhald á þeirri öru uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár.' Dreifbýlið þarf að halda vöku sinni gagnvart Reykjavíkurvaldinu. Tekju- stofna sveitarfélaga þarf að endurskoða meðhliðsjón afþví.” —JH. Árni Fmilsson: „Höfuðáherzlu verður að leggja á að hér rísi feitmjölsverk- smiðja.” Sigurvin Bergsson G-lista: Mikill áhugi fyrir feitmjöls- verksmiðju — Góð skilyrði í Grundarfirði ir að gamlir GrundBrðingar hrekist frá sinum heimahögum.” „Við reynum að vinna að öllum vel- ferðarmálum sem eru byggðarlaginu fyrir beztu,” sagði Sigurvin Bergsson fiskmatsmaður en hann skipar þriðja sætið á lista Alþýðubandalagsins. „Hér hefur margt verið gert en enn er margt ógert. Við eigum iþróttahús í byggingu og því verður að halda áfram. Sama er að segja um varanlega gatnagerð og vinna þarf áframhaldandi að hafnarmál- um. Hér er mikill áhugi fyrir feitmjöls- verksmiðju og góð skilyrði fyrir slikum verksmiðjurekstri hér. Vandræði hafa verið með nýtingu á feitum fiski. Okkur vantar félagsheimili en hér er gamalt samkomuhús, allt of litið. og háir það félagsstarfsemi. Bæta þarf félagsað- stöðu fyrir unglingana. Halda þarf áfram byggingu leiguibúða og koma þarf upp ibúðum fyrir aldraða Grundfirðinga þannig að þeir þurfi ekki að hrekjast i burt frá sinum heimahögum að loknum starfsdegi." —JH.! Úrslitífjórum síðustu kosningum 1974 1970 1966 Framsóknarflokkur 66-1 63-1 Sjálfstæðisflokkur 178-3 150-2 172-3 Alþýðubandalag 97-1 64-1 Framsókn og óháðir 124-2 Alþýðubandalag og óháðir 57-1 1962 óhkitb.kosn. 4 listarí kjöri A—listi Alþýðuflokks 1. Guðrún Ág. Guðmundsd. 2. Magnús Álfsson, 3. Sigrún Hilmarsdóttir, 4. Ágúst Elbcrgsson, 5. Selma Friðfinnsdóttir, 6. Magnús Magnússon, 7. Niels Friðfinnsson, 8. Ásta Jeremiasdóttir, 9. JúliusGestsson. Til sýslunef ndar: Stefán Helgason. Til vara: JúliusGestsson. B—listi Framsóknarfél. Eyr- arsv. 1. Hjálmar Gunnarsson, 2. Guðni Hallgrimsson, 3. Kristján Guðmundsson, 4. HelgaGunnarsdóttir, 5. FriðgeirV.Hjaltalin, 6. Jón Hansson, 7. Ámi Eiriksson, 8. Gunnar Jóhannesson, 9. ElisGuðjónsson, 10. Hringur Hjörleifsson. Til sýslunefndar Friðgeir V. Hjaltalín. Til vara: Amór Kristjánsson. D—listi Sjálfstæðisfél. Eyr arsv. 1. Ámi M. Emilsson, 2. Sigriður Þórðardóttir, 3. RunólfurGuðmundsson, 4. Halldór Finnsson, 5. Jensina Guðmundsdóttir, 6. Hörður Pálsson, 7. Auðbjörg Ámadóttir, 8. Jón A.Ström, 9. Kristín Friðfinnsdóttir. I0. Páll Cecilsson. Til sýslunef ndar Þorsteinn Bárðarson, Til vara: Halldór Finnsson. G—listi Alþýðubandalags 1. Ragnar Elbergsson, 2. ólafur Guðmundsson, 3.Sigurvin Bergsson, 4. Kristinn Jóhannsson, 5. Kristján Torfason, 6. MatthildurGuðmundsd., 7. Fjalar Elisson, 8. Ásdis Valdimarsdóttir, 9. Sigurður Helgason, 10. Sigurður Lárusson, Til sýslunefndar Lárus Guömundsson. Til vara: Sigurður Lárusson. Hvevju spáir þú um úrslit sveitarstjórnar- kosninganna? Ingibjörg Hansdöttir húsmöðir: t-rekar hugsa ég að sami meirihluti haldist. Annars hef ég ekki hugmynd um þetta þvi ég legg ekki hugann að neinum kosningum. Friðfinnur Friðlinnsson húsasmíðameist- ari: Sjáll'stæðisflokkurinn fær tvo. þó ekki með neinum glans. Alþýðubanda- lagið fær einn. Framsókn fær einn og Alþýðuflokkurinn færeinri. Hugsanlegt er einnig að Alþýðubandalagið fái tvo i stað Sjálfstæðisflokks. Ég kýs Alþýðu- flokkinn og fylgi okkar tökum við frá ihaldinu. Sigmundur Friðriksson, vinnur i ra-kju- vinnslunni: Ég reikna frekar með þvi að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sinum þrem- ur mönnum. Framsókn fær þá einn og Alþýðubandalagið einn. Spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn missir einn mann til krata. Valgerður Gisladóttir húsmóðir: Guð. ég veit það ekki. Ég fylgist ekkert með þessu og ég ætla ekki að kjósa. Guðmundur Runólfsson útgerðarmað- ur: Það verður sami meirihluti og verið hefur. Við sjálfstæðismenn eigum nú þrjá af fimm. Framsókn fær einn og kommar einn. Eg hef enga trú á þvi að kratar taki mann frá Sjálfstæöisflokkn- um. L

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.