Dagblaðið - 26.05.1978, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978.
Jarðvegsþjappa óskast!
Óskum eftir að kaupa góða jarðvegsþjöppu, 100 til 200
kg. Aðeins gott verkfæri kemur til greina. Uppl. í sima
94—4150 og helgarsími 94—3939.
BÍLAPARTASALAN
Höfum urval notaóra varahluta íýmsar
tegundir bifreiða, tildæmis:
Nýkomnir varahlutir í:
Willys árg. '55, Citroen Ami 8 árg.
'72, Peugeot 204 árg. '70, Vauxhall
Viva árg. '69, Fíat 128 árg. '72.
NORÐMENN HAFA MILUÓNA-
TUGIUPP ÚR LÚÐUVEIÐIVIÐ
Hafa hérundanþáguílandhelgi fyrir45 skip
án þess að láta nokkuð í staðinn
ÍSLAND
Uppgripaafli hefur verið hjá norskum
línubátum sem stunda lúðuveiðar fyrir
austan Island. Eru Norðmenn einráðir í
þessum lúðuveiðum hér við land og
græða vel að sögn Auðuns Auðunssonar
skipstjóra.
Það er hvítlúða sem Norðmennirnir
veiða fyrri hluta sumars en grálúðu
síðari hluta sumars. Þessar veiðar hafa,
að sögn Auðuns, gefið norskum sjó-
mönnum vel í aðra hönd því verð er hátt
á lúðu á Norðurlöndum.
„Verð á lúðu hér á landi er aðeins um
þriðjungur af því verði sem fyrir hana
fæst á Norðurlöndum,” sagði Auðun.
Kvað hann fást fyrir hana hér um 300
kr. á kílóið en á sænskum mörkuðum
gengur hvítlúða á 1000—1500 kr. hvert
kíló og þangað selja Norðmenn hana.
Grálúðumarkaðurinn er hins vegar betri
i Noregi.
Auðunn harmaði að hér á landi væri
ekkert gert til að ýta undir sjómenn til
að stunda lúðuveiðar og taldi mikil verð-
mæti ganga islenzkum sjómönnum úr
greipum.
„Islenzk yfirvöld veita Norðmönnum
undanþágu til veiða á islenzkri landhelgi
og stunda þeir veiðamar upp að 12
mílum frá lslandsströnd. Hafa Norð-
menn veiðileyfi fyrir 45 skip í landhelg-
inni og nýta þau skip sín veiðileyfi vel.
Við fáum ekkert frá Norðmönnum i
staðinn. Aðrar þjóðir skipta á jafnréttis-
grundvelli á veiðiheimildum í Iandhelgi
sinni. Slik pólitík sem hér er rekin í þess-
um málum er augljóslega röng,” sagði
Auðunn.
- ASt.
26.51968
Svona var umferðin á Miklubraut í Reykjavfk rétt áður en skipt var yfir til hægri. Skritið, ekki satt?
í dag, 26. maí, 10 ár frá H-degi:
FJÁRSK0R1UR ÓGNAR STARF-
SEMIUMFERDARSKÓLANS
— póstburðargjöld dýrari en sjálft efnið sem skólinn sendir út
Einnig höfum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10- Simi 11397
Steypuhrærivél.
300 lítra steypuhrærivél til sölu. (1 til 2ja
poka). Rafmagnsstýrð. Uppl. í síma 94—4150.
Helgarsími 94—3939.
Framhaldsskólanám
að loknum grunnskóla
Athygli er vakin á að umsóknarfresti um inngöngu á
ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi lýkur 10. júní,
og nemendur sem síðar sækja geta ekki vænst skólavist-
ar. Tilskilin eyðublöð fást í þeim grunnskólum, sem
brautskrá nemendur úr 9. bekk, og í viðkomandi fram-
haldsskólum. Leiðbeiningar um hvert senda skuli um-
sóknir eru á umsóknareyðublöðunum.
Manntamélaráðuneytið, 25. mai 1978.
í dag, 26. maí, eru 10 ár síðan hægri
umferð var tekin upp á íslandi. Þann 26.
mai 1968 skiptu ökumenn yfir i hægri
umferð. Umferðarfræðsla var stóraukin
og 1970 var Umferðarráð sett á laggirn-
ar. Umferðarskólinn var og settur á
stofn en nú 10 árum eftir H-daginn eru
allar likur á að skólinn verði að draga
verulega úr starfsemi sinni vegna fjár-
skorts.
Umferðarskólinn hefur einkum
starfað meðal barna á forskólaaldri og
mælzt vel fyrir meðal foreldra og barna.
Þar hefur verið unnið heilladrjúgt starf.
En fjárskotur háir nú starfseminni.
Kostnaður vegna póstburðargjalda er
meiri en vegna sjálfs efnisins sem sent er
til barna. Fjárveitingar til Umferðarráðs
hafa hraðminnkað i óðaverðbólgu sið-
ustu ára. Umferðarráð berst nú í bökk-
um við að koma efninu út og halda uppi
eðlilegri starfsemi. „Við veigrum okkur
mjög við að auglýsa vegna fjárskorts,”
sagði Sigurður Ágústsson, fulltrúi hjá
Umferðarráði, í viðtali við DB.
ísland hefur haft lága slysatíðni
miðað við aðrar Evrópuþjóðir. „Með
hægri breytingunni gafst tækifæri til að
stokka upp. Umferðarmenning stórbatn-
aði þó mér finnist hafa hallað undan
fæti undanfarið en mikil aukning öku-
tækja á þar vafalítið drjúgan þátt,” sagði
Sigurður ennfremur.
í kjölfar breytingarinnar 1968 fækkaði
slysum næstu tvö árin en fjölgaði síðan.
Frá 1973 hefur slysum aftur farið fækk-
andi. En eins og málum er háttað er hið
mikla starf, sem unnið hefur verið og sá
árangur sem náðst hefur í hættu vegna
minnkandi fjárveitinga til umferðar-
fræðslu.
H Halls
OLÍUFÉLAGIÐ HF. FÆR NÚ
SINN BENSÍNSKAMMT
ÚR RÚSSNESKA SKIPINU
— Hafnfirzkir verkamenn töldu ekki réttað mismuna félögunum með
þvíað standa við löndunarbannið íHafnarfirði
Á fundi trúnaðarmannaráðs fengu þá aðeins Shell og Olís skammta birðgalög ríkisstjómarinnar frá í fyrra-
Verkamannafélagsins Hlifar í gær var sina þar sem Olíufélagið hefur sína dag, heldur hafi trúnaðarráðið talið
ákveðið að heimila Oliufélaginu hf. bensinhöfn i Hafnarfirði og verka- rétt að endurskoða afstöðu sína þegar
losun á bensínskammti sínum i rússn- mennþarhöfðuekkiheimilaðlosun. Ijóst var að meirihluti farmsins yrði
eska skipinu Pobeta. Sem kunnugt er Talsmaður Hlífar tók fram að þetta losaður annars staðar.
var losun'heimiluð í Reykjavík og stæði ekki I neinu sambandi við bráða- G.S.