Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978. HVAfl VILJA ÞEIR? J FRAMBOÐ '78 I |fc_. Reykjavík Sjöfn Siguröjörnsdóffir, A-lista: MÁLEFNIFJÖL- SKYLDUNNAR MÍN HJARTANS MÁL „Ég mun aðallega beita mér fyrir mál- efnum fjölskyldunnar,” sagði Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir, er fréttamaður DB spurði hana, hverju hún hygðist beita sér fyrir. Fréttamaður spurði hana hvernig og á hvaða sviðum hún hugsaði sér að gera þetta. Hún sagði: „Fjölskyld- an er meðal homsteina þjóðfélagsins I öllum skilningi. Hún er eins og minnkuð mynd af samfélaginu. Samstaða innan fjölskyldu er mikiis virði. Eðlileg fjöl- skyldusambönd eru bæði einstaklingum og þjóðfélaginu styrkur.” „Ýmis frumskilyrði þarf að uppfylla. Meðal annars, hvernig búið er að henni t.d. varðandi húsnæði, svo og umhverfi bæði heima og á vinnustað. Á fleira er að líta svo sem vernd, menntunarað- stöðu, útivist og dagvistun yngri sem eldri, sem sagt allt það, er skapað getur öryggi og fegurra mannlif,” sagði Sjöfn. „Nauðsyn ber til að koma á raunhæf- ari samvinnu skóla og foreldra i þvi skyni að leggja grundvöll að heilbrigðum félagsþroska strax I upphafi. Þá vil éggera börn og ellilifeyrisþega virkari i samfélaginu. Síðast en ekki sízt verður að taka miklu meira tillit til heima- og útivinnandi kvenna en gert hefur verið. Sérstaklega þarf að bæta að- stöðuna til endurmenntunar og starfs- náms.” — Hvað segir þú um glundroðakenn- inguna, sem svo er nefnd? „Mér hefur alltaf fundizt þeir, sem halda henni fram, vera að óvirða kjós- endur og dómgreind þeirra. Ég held að sivaxandi flokkapólitík i stórum byggð- Sjöfn Sigurbjörnsdóttir I upptökusal útvarpsins. arlögum sé ekki til góðs. Vitanlega á að stjórnmálaflokki þeir fylgja,” sagði Sjöfn kjósa um menn og málefni. Menn eru aðlokum. hvorki betri né verri fyrir það eitt, hvaða BS. Elín Pálmadóttir, 8. maður á D-lista: ÞAÐER LÍFSFORM OKKAR SEM KOSIÐERUM Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja fólk til að hjálpa sér sjálft „1 þessum borgarstjórnarkosningum er kosið um einstaklinginn og lífsstíl hans í þessari borg,” sagði Elin Pálma- dóttir blaðamaður, 8. maður á D—list- anum. „Aldrei hefur komið betur i ljós en í þessari kosningabaráttu munurinn á grundvallarskoðunum sjálfstæðisfólks og alþýðubandalagsmanna, sem mundu ráða ef sjálfstæðismenn misstu meiri- hlutann. Þeir vilja haga öllum málum svo, að þurfi undir opinbera aðila að 'sækja um hvað eina, húsnæði í opinber- u Elin Pálmadóttir leggur mesta áherzlu á umhverfismálin.— DB-mynd Hörður. um leiguíbúðum, atvinnu i bæjarrekn- um fyrirtækjum og allar lífsins þarfir i stofnunum, sem greiddar eru af sífellt þyngri skattsjóði. Allt frumkvæði komi frá skrifstofum pólitíkusa og embættis- manna, en ekki einstaklingnum sjálfum. Við sjálfstæðismenn viljum styðja — ég legg áherzlu á styðja — fólk til að hjálpa sér sjálft hvort sem er i félagslegri aðstoð eða til atorkusamrar atvinnu- starfsemi. Það er því lífsform okkar, sem um er deilt, hvort við viljum hið alvalda forsjárþjóðfélag með miðstýringu opin- berra aðila, eða hvort við stefnum að frjálsri umhyggju og ást einstaklinganna hver við annan, þar sem stuðningur op- inberra aðila beinist að því að gera þeim fært að veita slíka persónulega og sjálf- valda samhjálp. Elín hefur undanfarin 4 ár einbeitt sér mest að umhverfismálum í borgarstjórn, en þar eru þau mál nýr málaflokkur. „Að fengnum brýnustu nauðsynjum, at- vinnu, húsnæði o.s.frv., koma í Ijós kröf- ur um betra umhverfi og fjölbreyttari möguleika til lífsfyllingar," sagði Elín. „Enginn sleppur frá umhverfi sínu og því er nauðsyn að halda i það sem bezt er í umhverfinu^hreint loft, hreint vatn, víðáttu og rými til útivistar í auknum frí- stundum.” Elín benti á margt sem að hefði verið unnið. Áherzla hefði verið lögð á við- fangsefni þar sem fjölskyldan væri sam- an, skiðasvæði í Bláfjöllum, aðstöðu fyr- ir hestamennsku og hvers konar útilíf. Elín sagði að hafnar væru athuganir á þvi hvort fá mætti meira líf í borgina með skemmtigarði og eins með því að finna leiðir til að fá fólk aftur í gömlu hverfin í auknum mæli. —ASt. Sigurjón Pétursson, G-lista: KJARA- OG ATVINNUMÁUN í BRENNIDEPU Eins og málin standa nú, legg ég höfuðáherzlu á tvö mál, sem ég álít þess- ar kosningar standa um: atvinnumálin og kjaramálin, sagði Sigurjón Péturs son, trésmiður 1. maður á G-lista. Þótt frambjóðendur haldi fram ein- hverjum ákveðnum kosningamálum, verða þeir, sem ná kjöri, að taka afstöðu til allra þeirra fjölmörgu mála, sem fyrir eina sveitarstjórn geta komið á kjörtíma- bilinu, en það eru flest mál er varða mannlífiö í samfélaginu. Þess vegna skiptir ekki höfuðmáli, að minni hyggju, hvaða afstöðu menn hafa til slikra einstakra mála, heldur skiptir meginmáli hvaða heildarstefnu og lífs- viðhorf sú stjórnmálahreyfing hefur, sem frambjóðandinn er fulltrúi fyrir. 1 dag eru kjaramálin i brennidepli. Með lögum hefur ríkisstjórnin skert kjör allra launþega sem nemur 5 vikna launum miðað við ár. Þegar launafólk mótmælti með skyndiverkföllum, gekk borgarstjórn Reykjavíkur, undir forystu borgarstjóra, fram fyrir skjöldu í því skyni að refsa þeim starfsmönnum borg- arinnar, sem tóku þátt í verkfallinu. Allir sjálfstæðisfulltrúar og annar f ramsóknarfulltrúinn samþykktu að draga 32% af mánaðarlaunum þeirra starfsmanna, sem höfðu verið aðeins 2 daga i verkfalli. Þetta sýnir betur en flest annað afstöðu borgarstjórnarmeirihlut- ans til réttindabaráttu launafólks. A.m.k. árlega og jafnvel oftar á ári koma kjaramálin til kasta bæði sveitar- og ríkisstjórnar. Afstaða til þeirra skiptir þvi miklu máli. Þess vegna verður óhjá- kvæmilega kosið um þau á sunnudaginn kemur. Þá verða atvinnumálin einnig í brennidepli einmitt nú. 1 Ijós hefur komið við rannsókn að undirstaða at- vinnulífs i Reykjavik stendur á mjög ótraustum grunni. Þeim málum hefur ekkert verið sinnt skipulega af hálfu meirihlutans á undanförnum áratugum og afleiðingin er sú að hér hafa fram- leiðslu- og úrvinnslugreinar dregizt saman, en viðskipta- og þjónustugreinar þanizt út að sama skapi. Flótti fyrir- tækja til nágrannabyggðanna hefur far- ið hraðvaxandi á síðustu árum. Alþýðubandalagið hefur lagt fram ítarlegar atvinnumálatillögur þar sem lögö er áherzla á að borgin sjálf hafi frumkvæði og forystu um uppbyggingu atvinnulifs. Við viljum styðja atvinnu- reksturinn með þeim hætti að borgin öðlist hlutdeild og beri ábyrgð á fyrir- tækjum til jafns við framlag sitt til þeirra. Þama er grundvallarskoðanamunur á milli Alþýðubandalags og annarra flokka í borgarstjórn. í tillögum sjálf- stæðismanna sem framsóknarmenn styðja heilshugar, miðast allur stuðningur við að styrkja at- vinnurekendur, án þess að borgin hafi þar nokkra aðild eða áhrif. Skoðanakannanir síðdegisblaðanna leiða það í Ijós, þegar tillit hefur verið tekið til allra fyrirvara, að baráttan virðist standa milli 9. marms D-lista og 4. manns G-lista. Ég bið Reykvíkinga að hugleiða hvilikt gagn það væri borgar- stjórn Reykjavíkur að jafn ágætur fulltrúi og Guörún Helgadóttir (4. maður G-lista) ætti þar sæti næstu 4 ár. -G.S. 1» Sigurjón: „Borgin taki sjálf þátt I at- vinnuuppbyggingunni.” Þjóðvmynd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.