Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 21
25 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978. Líklega kannast flestir við hana Idu, eiginkonu Rösks í myndaflokknum Röskir sveinar. En ekki er víst að allir viti hvað hún heitir í raun og veru. Hún heitir sem sagt Gurie Nordwall og er 44 ára gömul. Jafnvel þótt hún hafi leikið stór hlutverk á leiksviði frá því hún var 19 ára gömul var hlutverk hennar sem Ida hennar fyrsta hlutverk í sjónvarpi. Og eftir aðeins örfáar vikur var hún elskuð og virt af löndum sínum og hún hefur einnig hlotið verðlaun fyrir að vera bezta leikkona ársins 1 Svíþjóð og það á hún Idu að þakka. „Það er dásamlegt hve sjónvarps- myndaflokkur getur haft mikil áhrif á svo margt fólk. Meðan þættirnir um Röska sveina voru sýndir i Svíþjóð fékk ég vikulega fjöldann allan af bréf- um og siminn minn, sem ?kki var van- ur að láta mikið 1 sér heyra, þagnaði ekki allan daginn," segir Gurie. „Líklega hafa þessir þættir ýtt ræki- lega við löndum mínum. Margar eldri konur skrifuðu mér bréf og sögöu mér Ida heimsótt frá barnæsku sinni og báru gjarnan sitt eigið líf saman við lif Idu. Þaö var t.d. ein kona sem skrifaði mér langt bréf vikulega um sína eigin ævi,” sagði Gurie. „Eg varð mjög hrærð í hvert skipti sem ég fékk bréf og svaraöi flestum þeirra. Minna getur maður ekki gert. Eitt sinn var ég á gangi á götu hér í Stokkhólmi. Þá stanzaði allt i einu stór vörubíll á götunni við hlið mér. Bíl- stjórinn rauk út, kyssti mig á kinnina og sagði: Þakka þér fyrir að leika Idu. Síðan stökk hann aftur upp í bílinn og keyrði af stað. Skömmu síðar kom ég inn i stórt verzlunarhús og ætlaði að kaupa mér blússu. Þegar ég rétti afgreiðslustúlk- unni blússuna og sagðist ætla að Guríe segir það hafa veríð sérstaklega skemmtilegt að leika á mðti Sven. „Hann er sérstaklega geðfelldur mað- ur,” segir híin. urinn sjálfur, Vilhelm Moberg, hefur einnig haft það í huga.” Ida hefur þekkt Moberg frá því hún var bam. Hann var tiður gestur á heimili hennar og þau urðu brátt góðir vinir. Einu man Ida sérstaklega eftir. Moberg gekk alltaf með hælajárn á skónum sínum og hefur þvi að öllum líkindum eyðilagt nokkuð mörg park- etgólf. En enginn sagði neitt við því og allt var í stakasta lagi, bara vegna þess að þetta var Moberg. „Eiginmaður minn, Per Sjöstrand, skrifaði handritið að myndaflokknum og ræddu þeir Moberg oft um verkið áður en Moberg dó,” sagði Gurie. Mótleikari Gurie i Röskum svein- um var Sven Wollter. „Sven er sérstaklega indæll maður. Flestir taka fyrst eftir hlýjum og fal- legum augum hans og ég get fullvissað alla um aö bak við þessi fallegu augu er hlýja og vinsemd.” Sven og Gurie- ólust upp í sama hverfi sem börn. Þau léku sér saman og þegar þau fóru á skauta bar Sven alltaf skautana heim fyrir Gurie. Einn- ig var hún sjálfsagður gestur I afmælis- veizlum heima hjá honum, bæði i hans eigin afmælum og systkina hans. Innan skamms munu Gurie og mað- ur hennar yfirgefa heimili sitt í Bromma I Stokkhólmi því Gurie hefur tekið að sér að leika í nýjum sænskum myndaflokki sem á að taka upp í Gautaborg. Þessi myndaflokkur nefn- ist Mor gifter sig eða Mamma giftir sig og fer Gurie með aðalhlutverkið. Sonur þeirra, Jónas, sem er fjórtán ára og lék eitt barna þeirra Rösks, mun fara með þeim og svo ætlar Gurie að taka með sér páfagaukana sína, því þeir verða lika að fá að skoða sig ofur- lítið um i heiminum, þótt ekki sé farið lengra en til Gautaborgar. Farandsalinn freistaðiIdu með fallegu köOóttu efni I kjól. kaupa hana, leit hún á mig og sagði: Ó, þarna ertu. Síðan hljóp hún grát- andi í burtu og ég stóð eins og flón eft ir með blússuna í hendinni. Ég flýtti mér að leggja hana frá mér og fara út. En ég hef ekki enn skilið hvers vegna stúlkanfór aðgráta.” Gurie skilur hins vegar vel að Ida geti haft sterk áhrif á aðra því hún hef- ur haft mjög mikil áhrif á hana sjálfa. „Ida er mjög sterk og góð kona. Hún trúir á guð, sem hjálpar henni, en hún reynir ekki að þvinga aðra til þess að trúa því sem hún trúir sjálf. Ég lít svo á,” segir Gurie, „að í myndaflokknum sé verið að hrósa þeim sem hafa löngun og getu til þess að lifa og berjast áfram við slæm lífs- skilyrði. Og ég er viss um að rithöfund- Gurie gefur sér tlma á hverjum degi til þess að rabba ofurbtið við fuglana sina. Stjarnan Jack Nicholson „Hann er snillingur,” segja kvik- myndagagnrýnendurnir. „Hann er dýrlegur,” segja stúlkurnar. Það er enginn annar en leikarinn Jack Nicholson sem fær þessi vægast sagt lofsamlegu ummæli. Hann fæddist fyrir 42 árum í New Jersey og starfaði faðir hans sem skiltamálari. Þegar foreldrar hans skildu stofnsetti móðir hans snyrti- stofu til þess að geta fætt og klætt börnin sín, Jack og tvær stúlkur. Nich- olson klóraði sig einhvern veginn í gegnum skólann og eftir að hafa lokið skólagöngu sinni starfaði hann sem líf- vörður. Síðan gerðist hann sendi- sveinn hjá kvikmyndafyrirtæki og var þar þangað til honum var boðið smá- hlutverk I kvikmynd. Árið 1958 var honum boðið að leika snarvitlausan ungan mann og smátt og smátt bárust hlutverk, lifil þó, upp I hendur hans. Það var þó ekki fyrr en árið 1969 sem hans stóra tækifæri kom, þá lék Punkarinn og mamma hans Hegðun punk-rokk stjörnunnar Johnny Rotten var með bezta móti er hann kom til Englands fyrir skömmu. Ástæðan er einfaldlega sú að mamma hans var með hónum til þess að hafa auga með því að allt færi vel fram. Hún segist örugglega vera ákafasti að- dáandi sonar síns, að furðulegri hegð- un hans slepptri. Rotten er meðlimur i hljómsveitinni Sex Pistols en eitthvað slettist upp á vinskapinn í hljómleikaferð hljóm- sveitarinnar um Bandaríkin því þeir hafa ekki leikið saman siðan. Rotten hefur því ákveðið að koma fram einn og vitanlega verður mamma einhvers staðar nálæg til þess að hafa taumhald á drengnum. hann I myndinni Easy Rider og „sló i gegn”. Upp frá því var hann stjarna. Árið 1975 lék hann í myndinni Gaukshreiðrið sem var jólamynd Tónabíós sl. jól. 1 þeirri mynd lék hann uppreisnarsegginn McMurphy sem er lagður inn á geðveikrahæli og vogar sér að spyrja þeirrar spurningar hver sé veikur þar og hver heiíbrigður. Fyrst fékk Nicholson 1,2 milljónir dollara fyrir leik sinn i þeirri mynd og siðan Óskarsverðlaunin. Konumar í lífi Nicholsons hafa ver- ið nokkuð margar, eins og oft vill verða með kvikmyndaleikara. Fyrir u.þ.b. tveimur árum varð hann yfir sig ástfanginn af Winnie Hollmann, en það leið fljótt hjá og síðan hefur hver vinkonan komið á fætur annarri. Árin 1961—1966 var hann giftur Söndru Knight og eiga þau eina dóttur, Jenny. Jack Nicholson er sagður hafa tekið eiturlyf um nokkurra ára skeið, en hvað sem því líður segist hann vera óskaplega hamingjusamur maður. Hann veit að hann er stjarna og er ekkert feiminn við að viðurkenna það. Punk-rokk stjarnan Johnny Rotten ogmóðirin sem dáir strák að undanskilinni furðulegrí hegðun hans. ■fl/jivaz Nýir umboðsmenn Dagb/aðsins Vopnafjörður Ragnhildur Antoníusdóttir Lónabraut 29; sími 97-3223. Búðardalur Anna Flósadóttir, Sunnubraut, sími 95-2159. Til sölu þrjár pökkunarvélar (vacuum) REYKIÐJAN H.F. Smiðjuvegi 36, Kópavogi, Simi 76340. Q&p VÉLSKÓU fSLANDS Inntökuskilyrði 1. stig: a) Umsækjandi hafi náð 17 ára aldri, b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eða hafi líkamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans, c) Umsækjandi kunni sund. 2. stig: 1) Umsækjandi hafi náð 18 ára aldri, b) sama og fyrir 1. stig, c) sama og fyrir 1. stig, d) Umsækjandi hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hliðstæða menntun, e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu: 1. lokið vélstjóranámi 1. stigs með framhaldseinkunn, 2. öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu I meðferð véla eða í vélaviðgerðum og staðist inntökupróf við skólann, 3. Lokið eins vetrar námi í verknámsskóla iðnaðar I málmiðnaðargreinum og hlotið a.m.k. 6 mánaða reynslu að auki i meðferð véla eða vélaviðgerðum og staðist sérstakt inntökupróf. Umsóknir Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu skólans I Sjómanna- skólanum, 2. hæð. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júni 1978. Kennsla hefst I byrjun september. Skólastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.