Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 31
.35
BÍLASALAN
Flestargeróir
bifreida
Opid íhádeginu
Stmar29330og29331
Söngkonan Wenche Myhre ásamt tveimur barna sinna.
Sjónvarp í kvöld kl. 21,00: Margt getur skemmtilegt skeð
NORSKA SÖNGKONAN
WENCHE MYHRE
Margt getur skemmtilegt skeð nefnist
danskur skemmtiþáttur sem verður á
dagskrá sjónvarpsins í kvöid kl. 21.00.
Er það norska söngkonan Wenche
Myhre sem skemmtir ásamt Per Palle-
sen, Eddie Skoller, Jimmie James og
hljómsveit Bent Fabricius-Bjerre.
Árlega er haldin samkeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva um skemmtiþætti, og
fer keppnin fram í Montreux í Frakk-
landi.
Til þessarar samkeppni, sem fór fram
nú í maí, sendu Danir þátt þann sem við
sjáum í kvöld. Skemmtikröftum er það
mikill heiður að vinna þessa samkeppni
og eru sigurverðlaunin hvorki meira né
minna en rósúrgulli.
Þessi norska söngkona, Wenche
Myhre, sem kemur fram fyrir hönd
Dana, er 31 árs gömul. Hún er gift
dönskum tannlækni og býr í Danmörku.
Auk þess að vera þekkt og vinsæl söng-
kona í Danmörku er hún einnig mjög
vinsæl í heimalandi sínu, Noregi,
Svíþjóð og í Þýzkalandi, en i Þýzka-
landi hefur hún nýlega tekið við verð-
launum fyrir söng.en þessi verðlaun eru
nefnd Gullmyndavélin. Þýzka sjón-
varpsblaðið Hör-Zu veitti henni þessi
verðlaun og i keppninni yfirbugaði
Wenche bæði þær Mireille Mathieu,
sem vann söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva sl. ár, og einnig eftirlæti
Þjóðverja, Caterinu Valente.
Wenche byrjaði að syngja aðeins fjög-
urra ára gömul. Þremur árum síðar
keyptu foreldrar hennar handa henni
fiðlu, en úr fiðlunámi varð litið sem ekk-
ert, þvi að söngurinn hafði þá þegar náð
tökum á henni.
^ Sjónvarp
Föstudagur
26. maí
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dapskrá.
20.35 Bavianar (Li. Dýralifsmynd úr mynda-
flokknum „Survival". í Botswana i Afriku býr
samhent fjölskylda bavíana, samtals um 120
apar. Þessi mynd sýnir, að bavíanar eru skyn-
söm og ástrík dýr, sem hugsa vel um aflcvæmi
sin og búa þau undir framtíðina. Þýðandi og
þulurGuðbjörn Björgólfsson.
21.00 Margt getur skemmtilegt skeð (L).
Norska söngkonan Wenche Myhre skemmtir
ásamt Per Pallesen, Eddie Skoller, Jimmie
James og hljómsveit Bent Fabricius-Bjerre.
Þessi þáttur er framlag danska sjónvarpsins til
samkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um
skemmtiþætti, sem haldin er ár hvert í Mon-
treux í Frakklandi. (Nordvision — Danska
sjónvarpið).
21.40 Eyðingin hljóða(L). (Holt vidék) Ungversk
biómynd frá árinu 1972. Leikstjóri István
Gaál. Aðalhlutverk Mari Törocsik, István
Fernczi og Irma Patkós. Þorp nokkurt i Ung-
verjalandi er að mestu leyti komið í eyði. íbú-
arnir hafa flust til borganna, þar sem betri lífs-
kjör bjóðast. Enn eru i þorpinu ung hjón og
gömul kona. Þýðandi Jón Gunnarsson.
23.20 Dagskrárlok.
Eftir stúdentspróf hafði Wenche
hugsað sér að nema læknisfræði, en af
því varð ekki, einkum vegna þess að á
þeim árum var hún þegar orðin eftirsótt-
ur skemmtikraftur. Árið 1964 tók hún
þátt í söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva og fékk önnur verðlaun fyr-
ir lagið Lad mig være ung.
Núna er Wenche þriggja barna móðir
og á fjölskyldan hús i Danmörku og
Noregi. í Noregi á hún mjög stórt hús á
eyjunni Nesöya sem liggur um 15 km frá
Osló, en lögheimili hennar er i Dan-
mörku, í Charlottenlund.
Það verður því gaman að fá að heyra í
þessari söngkonu, sem er svo vel þekkt
og vinsæl hjá frændþjóðum okkar en
hefur ekki enn notið vinsælda hér hjá
okkur íslendingum.
Þátturinn er í litum og um 40 mín-
útna langur.
RK
Föstudagur
26. maí
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegíssagan: „Glerhúsin” eftir Finn
Söeborg. Halldór S. Stefánsson les þýðingu
sina (5).
15.00 Miðdegistónleikar. Alexander Schneider
kvintettinn leikur Strengjakvintett í E-dúr nr.
5 op. 13 eftir Boccherini. Marilyn Horne
syngur ariur úr óperunum „Carmen" eftir
Bizet og „Samson Dalila" eftir Saint-Saens.
Óperuhljómsveitin í Vin leikur. Henry Lewis
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popp.
17.20 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson
sér um timann.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Boðið til veizlu. Bjöm Þorsteinsson
prófessor flytur sjöunda og siðasta þátt sinn úr
Kínaferð 1956.
20.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands 27. apríl sl. Halldór Vilhelmsson syng-
ur með söngsveitinni Fílharmoniu og Sin-
fóniuhljómsveit íslands „Sigurljóð" eftir
Johannes Brahms. Stjórnandi: Marteinn
Hunger Friðriksson. Kynnir: Jón Múli Ama
son.
20.30 Hákarlaútgerð Eyfirðinga á siðari hluta
19. aldpr. Jón Þ. Þór sagnfræðingur flytur
þriðja erindisitt.
21.00 West Side Story. Sinfóníuhljómsveitin i
San Francisco leikur „Sinfóniska Dansa" úr
West Side Story eftir Leonard Bernstein; Seiji
Ozawa stjórnar.
21.20 „Straumendur”, smásaga eftir Jón
Helgason. Ámi Blandon les.
21.40 Sinfónía nr. 49 í f-moll eftir Haydn.
Ungverska filharmoníusveitin leikur; Antal
Dorati stjórnar.
22.05 Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjalds-
sonar frá Balaskarði. Indriði G. Þorsteinsson
les siðari hluta (13).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson ogGuðni Rúnar Agnarsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Hjallafiskur
Mcrkið sem vann harðfisknum nafn
Fœst hjó: Kaupfélag Þingeyinga
Hjallur hf. - Sölusimí 23472
Bílavík hf.
Baldursgötu 14, Keflavík — Sími 3570.
Heimasími 2423.
Bílaleiga.
Vélastillingar.
Almennar viðgerðir.
Varah/utirá staðnum.
Reynið viðskiptin.
Selfoss og nágrenni
múrþéttingar, sprunguviðgerðir.
Margra ára reynsia.
KJARTAN HALLDÓRSSON
SÍMI3863
HREVnLL
Sími 8-55-22
BAST
Q
LJOS 1
VERDFRA KR. 6.965.-
RIS-
KÚLUR
Ýmsar gerðir
frákr. 1.770.-
Landsins
mesta
/ampaúrva/
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi 84488
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ1978.