Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAt 1978.
LJOSMYNDIR
BJARNLEIFUR
BJARNLEIFSSON
y 1,11 X
Hart barizt í Kópa voginum:
„Flokksleysingjar og flðkkulýður,>
Hvergi virðist óvissa i komandi
bæjarstjórnarkosningum meiri en i
næststærsta bæ landsins, Kópavogi. t
síðustu kosningum voru fjóri listar í
boði en nú eru þeir sex og sundrung og
flokkadrættir ráðandi. Núverandi
bæjarstjórn er skipuð fjórum sjálf-
— kosningaskrifstofur allra lista heimsóttar og baráttuhugurinn kannaður
K-listinn:
Herbragð
sjálfstæðismanna
t hringferð okkar um kosningaskrif-
stofurnar i Kópavogi lá leiðin fyrst til
Skúli Sigurgrímsson, Jóhann H. Jónsson og Magnús Bjarnfreðsson, B-lista.
stæðismönnum, og þremur mönnum
frá Framsóknarflokki og Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna og skipa
þessir menn meiri hluta bæjarstjórnar.
í minni hluta eru þrir menn frá Al-
þýðubandalagi og einn frá Alþýðu-
flokki.
Nú gengur Sjálfstæðisflokkurinn
klofinn til kosninga, boðnir eru fram
D-listi Sjálfstæðisflokksins og S-listi
Sjálfstæðisfólks. Þá er boðinn fram
nýr listi, K listi, Listi borgaranna, og á
honum munu vera menn úr flestum
stjórnmálaflokkum, en hann er þó að
nokkru sagður byggður utan um Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna. Auk
þessara þriggja lista eru síðan A-listi
Alþýðuflokks, B-listi Framsóknar-
flokks og G-listi Alþýðubandalags.
Rétt þótti að kanna hljóðið í mönn-
um nú rétt fyrir kosningar, sem ljóst er
að verða mjög spennandi og því voru
kosningaskrifstofur allra listanna
heimsóttar. Að sjálfsögðu voru allir
vongóðir, en þó leyndi sér ekki að
nokkur skjálfti er í mönnum, enda er
að miklu leyti rennt blint í sjóinn. t
bæjarstjórn í Kópavogi eru nú 11
menn, en samkvæmt áætlunum við-
mæilenda okkar þurfa þeir að vera á
bilinu 15—17 ef allt á að ganga úpp
þegar þeir tala um örugg sæti og bar-
áttusæti.
kosningar verða viðræður en þeir
verða að breyta afstöðu sinni. Ef sjálf-
stæðismenn halda áfram fjórum
mönnum í Kópavogi, verður það
áreiðanlega S-listanum að þakka.”
Hvað önnur framboð í Kópavogi
snertir töldu þeir stöðu Alþýðubanda-
lagsins veika, Framsóknarflokkurinn
fengi tvo menn og að framboð Borgar-
anna K-listans væri endanlega brostið
þar sem þeir væru hvor á móti öðrum
Sigurjón Ingi Hilaríusson og fimmti
maður á listanum Sigurður Helgason.
Það framboð væri ekki annað en fram-
boð Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna í sauðargæru.
D-listi:
Flokksleysingjar
og f lökkulýður
„Það er aðeins einn listi Sjálfstæðis-
flokksins í þessum kosningum i Kópa-
vogi og það er D-listinn,” sögðu þeir
Bragi Michaelsson og Árni Örnólfsson
en þeir skipa þriðja og sjöunda sæti
lista flokksins. „Hitt eru aðeins flokks-
Bragi Michaelsson og Árni Örnólfsson, D-lista.
leysingjar og flökkulýður. Við
hörmum að þetta skyldi þurfa að
koma fyrir þvi eðlilegast er að allir
sjálfstæðismenn komi fram i einum
flokki. Það eru þessir prófkjörssjúku
menn sem ekki gátu sætt sig við að
verða undir og una ákvörðun fulltrúa-
ráðsins, en það ber ábyrgð á framboði
flokksins.
Það er okkar trú að við höldum
okkar fjórum mönnum og við getum
óhræddir lagt okkar verk undir dóm
kjósenda.
En það má svo sem segja að nú séu
fleiri sjálfstæðismenn í baráttunni en
nokkru sinni og ef S-lista menn vilja
vinna í anda sjálfstæðisstefnunnar, þá
er ekkert sem mælir á móti samstarfi
við þá menn.”
A-listi: Sundrung
eiginhagsmuna-
aflanna
„Hér í Kópavogi er mikil sundrung
og því valda eiginhagsmunir,” sagði
Steingrímur Steingrímsson á kosninga-
skrifstofu Alþýðuflokksins, en Stein-
grímur skipar þriðja sætið á A-
listanum. „Enginn vill missa neitt og
allir reyna að pota sér áfram. Kópa-
vogsbúar hafa ekki leyfi til þess að
hleypa þessum sundrungaöflum inn í
bæjarstjórn eða styðja þessa kosninga-
brellu Sjálfstæðisflokksins að hafa 56
menn i framboði. Bæði K og S-listinn
biðla til D-listans. Sjálfstæðisfólk hér
er með tvo lista og stór itök í þeim
þriðja.
Alþýðubandalagið er í kyrrstöðu og
heldur þremur mönnum en ég hef ekki
trú á því að þriðji maður hjá
Framsókn, Magnús Bjarnfreðsson,
komist inn. Það er erfitt að spá í
Borgaralistann en það er engin eining
innan hans. Við Alþýðuflokksmenn
vitum að það verður aukning hjá
K-listans, Lista borgaranna. Þar var
fyrir Sigurjón Ingi Hilaríusson, efsti
maður á lista. „Ég tel stöðu okkar
mjög góða og samkvæmt skrifum and-
stæðinga okkar erum við hinn sam-
eiginlegri óvinur þeirra allra. Þeir ótt-
ast að við munum hrófla við sam-
tryggingarkerfinu. Ég tel okkur
nokkuð örugga með tvo menn inn en
hvað verður fram yfir það er erfitt að
spá um. Alþýðubandalagið stendur í
stað. Það er ekki hægt að greina neina
sókn hjá því. Þessir tveir sjálfstæðis-
listar eru sami grauturinn og öruggur
samruni þeirra eftir kosningar. Ég tel
þetta herbragð Sjálfstæðisflokksins og
ekki kæmi mér á óvart að Framsókn
hefði staðið á bak við þetta til þess að
tryggja áframhaldandi meirihlutastarf
með Sjálfstæðisflokknum.”
S-listi: Mikið verður
Tryggvi Felixson fyrir miöju, en hann veitir kosningaskrifstofu G-listans forstöðu.
Til hjálpar við störfin eru tveir ungir menn, Hannes Þorsteinsson og Skúli Páls-
son. — DB-myndir Bjarnleifur.
Steingrímur Steingrímsson, A-lista.
Ég hef trú á því að S-listinn komi
inn manni, en ég hef aldrei haft trú á
því þegar barizt er um völd á milli
manna, en málefnin látin fjúka.”
að breytast ef list-
arnir eiga að renna
okkur og stefnum að þvi að fá tvo
menn. Ég tel nokkuð öruggt að breyt-
ing verði á meirihluta eftir kosningar.”
Guðni Stefánsson og Eggert Steinsen,
S-lista.
B-listi: „Umrót á
fylgi flokkanna"
„Við erum hinir bröttustu, enda
þýðir ekki annað,” sagði Jóhann H.
Jónsson, efsti maður á lista Fram-
sóknarflokksins, en hann var á
kosningaskrifstofu flokksins ásamt
Skúla Sigurgrímssyni og Magnúsi
Bjarnfreðssyni, öðrum og þriðja
manni listans. „En það er erfitt að
spá,” sagði Jóhann. „Ég held að það
komist töluvert rót á fylgi flokkanna
að þessu sinni. Við leggjum höfuðkapp
á að koma Magnúsi Bjarnfreðssyni
inn í bæjarstjórn. Ef ekki kemur einn
nokkuð samstilltur hópur út úr kosn-
ingunum getur alger glundroði ríkt að
þeim loknum.
G-listi: Blekkingar-
bragð Sjálfstæðis-
flokksins eftir
peningafylliríið.
Sigurjön Ingi Hilaríusson, K-lista.
saman
Að fenginni þessari yfirlýsingu
Sigurjóns Inga um lymskulegt her-
bragð Sjálfstæðisflokksins þótti rétt að
kanna ástandið I báðum herbúðum
sjálfstæðismanna. Á kosningaskrif-
stofu S-lista sjálfstæðisfólks hittum við
fyrsta og annan mann listans, þá
Guðna Stefánsson og Eggert Steinsen.
Þeir töldu að miðað við óbreytt ástand
mætti mikið gerast ef þessir tveir
listar, S og D rynnu saman eftir
kosningar. „Sumir í hinum her-
búðunum hafa þótt dálitlir eiginhags-
munamenn auk þess sem þeir hafa
farið út i persónulegar svivirðingar, en
það höfum við ekki gert. Sú staðreynd
bendir til rökþrota þeirra og veikrar
stöðu. Hitt er svo annað mál að eftir
„Ef fólk notar skynsemina náum
við inn fjórum mönnum,” sagði
Tryggvi Felixson á kosningaskrifstofu
G-lista Alþýðubandalagsins. „Fólk
'hlýtur að gera sér grein fyrir því að
þetta er blekkingarbragð hjá sjálf-
stæðismönnum að bjóða fram tvo
lista. Þeir vita að þeir eru orðnir svo
óvinsælir í bænum eftir Stefnisbraskið
og peningafylliriið. Þetta er bragð til
þess að ná í þá óánægðu.
Þá er lítill málefnalegur grundvöllur
hjá K-listanum, sem samanstendur af
félagshyggjumönnum og einstaklings-
hyggjumönnum til helminga. Það er
hávaði i Framsókn og þeir skella allri
skuldinni á íhaldið og geta kannski
slegið ryki í augun á einhverjum með
þvi. En þeir ganga í eina sæng með
h verjum sem er eftir kosningar.”
Heitt í kolum
Eins og sjá má að framan er víða
nokkuð heitt undir og verður fróðlegt,
svo ekki sé meira sagt, að fylgjast með
útkomunni. En væntanlega slíðra
menn sverðin að loknum kosningum
og vinna sem bezt að málefnum bæjar-
félagsins, þótt hart sé barizt þessa
stundina.
Vegna óvissunnar í Kópavogi hefur
því verið fleygt að ríkisútvarpið muni
loka mann inni, þar sem talning fer
fram, sem síðan mun senda beinar
fréttir af talningu í bænum.
- JH
Bahá'iar. Munið einingarhátíðina í Kristalsal
Hótel Loftleiða í kvöld kl. 20.30.