Dagblaðið - 26.05.1978, Síða 6

Dagblaðið - 26.05.1978, Síða 6
AUGLÝSING Föstudagur 26. mai 1978 —43. árg.—167. tbl. DAGBLAÐÍÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978. Þið, sem ekki verðið heima á kjördag: Kjósið strax Kosningaskrifstofa G-listans er á jarðhæð að Grensásvegi 16. Simi: 83281 og 83368. ■ Opifi hréf frá Guðrúnu Helgadóttur til Revkvíkinga: | jTokum höndum saman j á simnudagmn kemurj Fyrir nokkrum dögum komu tveir skrautlegir bæklingar inn um bréfalúg- una hjá mér. Báöir voru frá flokkunum, sem nú sitja i rikisstjórn. Báðir báru yf- irskriftina BORGIN OKKAR. Og ósköp átti þaö vel við. Þetta ernefnilega borgin „þeirra.” Áð minnsta kosti fannst mönn- um það, þegar fulltrúar þeirra réttu upp 10 hendur til stuðnings refsiaðgerðum gegn starfsmönnum borgarinnar, þegar þeir leyfðu sér að mótmæla riftun kjara- samninga sinna 1. og 2. mars s.l. Þá var Reykjavik fyrst og fremst „borgin þeirra”, ekki okkar. Þeir spurðu okkur ekki þá, hvort við vildum refsa starfs- mönnum okkar. Þó hefði verið full ástæða til, þvi að peningarnir sem þeir eru með I höndunum eru þó óumdeilanlega pening- arnir okkar. Það erum viö sem borgum. Um það verður kosið á sunnudaginn, hvernig við viljum verja þessum pening- um. Það veröur kosið um það, hvort Reykjavik verður áfram höfuðvígi fjár- magnseigenda i skjóli steinrunnins borg- Guðrún HelgadótUr: Það eru aðeins tvær leiðir. arkerfis, eða hvort hún verður borg allra Reykvikinga, borg þar sem vinnandi hendur framleiða verðmæti, sem öllum borgurunum koma til góða, ekki bara sumum. Ef menn velja siðari leiöina — þvi að þær eru aöeins tvær —, þá greiða Reykvikingar Alþýöubandalaginu at- kvæði sitt á sunnudaginn kemur. A lista Alþýðubandalagsins er hópur fólks á öllum aldri, sem hefur umfangs- mikla þekkingu á málefnum borgarinnar. En fyrst og fremst hefur þetta fólk að leiöarljósi þá hugsjón sem allt starf þess hlýtur að byggjast á, hugsjón jafnréttis allra manna.þá viröingu fyrir frelsi ein- staklingsins, sem sannur gósialismi grundvallast á. Það frelsi er i þvi fólgiö að sérhver maöur i samfélaginu eigi rétt á að lifa frjóu menningarlifi við efnalegt sjálf- stæði i heilbrigðu samfélagi við aðra menn. Ef eitthvaö annað er kallað sósial- ismi, er þaö rangnefni. Þetta samfélag langar okkur Alþýöu- bandalagsmenn að reisa hér i Reykjavik, fyrir börnin, fyrir gamla fólkið, fyrir hina sjúku og fötluðu, fyrir okkur öll. Við get- um þetta, ef þið veitiö okkur umboð ykk- ar. Og ef þið gerið það nógu mörg, er okk- ur ekkert að vanbúnaöi. Þá verður Reykjavik BORGIN OKKAR. Tökum höndum saman á sunnu- daginn kemur og greiðum Al- þýðubandalaginu atkvæði okkar. Hittumst heil. I EÐVARÐ SIGURÐSSON um bráðabirsðalösin: Harkaleg árás sem verður eldd látið ósvarað Þeim verður svarað í verkalýðsbaráttunni og þeim verður svarað í kjörklefanum Breiðholt III SJA 11. SIÐU UNGT FÓLK Dansleikur og skemmt- un í Sigtúni í kvöld Sjá auglýsingu á 3. síðu Verka iýðshrey f i ng i n sættir sig ekki við bráða- birgðalögin sem úrslit mála í y f irstandandi kjaradeilu/ sagði Eövarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar í stuttu viðtali við Þióðviljann í gær. Verkalýðshreyfingin mun hugsa sitt ráð og þaö þarf allt launafólk að gera# ekki sist nú þegar gengið er til tvennra kosninga. Menn þurfa að hafa það rikt i huga aö þaö eru ekki aöeins þessi bráðabirgöalög og lagasetningin frá I vetur sem viö er að glima, heldur yfirlýsingar stjórnarflokk- anna um að kjaraskerðingaraö- gerðirnar i vetur væru aðeins upphaf aö öðru meira. Það sem meö bráðabirgöalögun- um er það að fólk sem vinnur á 'lægstu kauptöxtunum fær nokk- urn veginn fulia visitölu á það kaup sem það vinnur fyrir í dag- vinnu. Þetta er verulegt undan- hald hjá rikisstjórninni. Hins veg- ar er langt frá þvi að kaupskerð- ingunni sé i heild aflétt, og ráöist er mjög harkalega á samnings- bundin réttindi verkafólks. Arás á 8 st. vinnudaginn Alag fyrir yfirvinnu er lækkað úr þeim hlutfallstölum sem það hefur verið i undanfarinn áratug — 80% og 40% — þannig að ef þetta stendur um nokkurn tima eins og bráöabirgöalögin mæla fyrir, þá veröur eftirvinnukaupiö oröið það sama og dagvinnukaup- iö. Með þessu væri' i reynd verið að afnema 8 stunda vinnudaginn, og menn ynnu á sama kaupinu — dagvinnukaupi — 10 stundir. Þá væri okkur kippt 30 - 40 ár aftur i timann. Jafnvel er fræðilegur möguleiki á þvi að eftirvinnukaupið yrði lægra en dagvinnukaup, ef þetta fyrirkomulag fær að haldast. Meö sama hætti mundi næturvinnu- taxtinn nálgast eftirvinnutaxt- ann. Ég tók eftir þvi, sagði Eövarð Sigurösson, að forsætisráðherra hagaði oröum sinum i útvarpinu þannig um bónusmálin að fjöldi VERKAM ANN ASAMBANDIÐ: Eftvarð Sigurftsson. fólks skildi það svo að ekki yröi þar um slerðingu aö ræða. Hiö rétta er að fólk fær ekki fulla heldur hálfa visitölu á það kaup sem bónusinn er reiknaður út frá, þannig að kaupaukagneiðslan skerðist á sama hátt og yfirvinnu- greiöslur. Félagsleg réttindi skert Óskiljanlegur er sá naglaskap- ur aö lifeyrissjóðstillög má ekki reikna af verðbótaviðaukanum, og útreikningstalan fyrir orlof er einnig undir skeröingarákvæöun- um. Höfuðtilgangurinn virðist vera aö skeröa þessi félagslegu réttindi fólks til lifeyris og orlofs, eöa er meiningin bara sú að gera allt málið flókiö og illviðráðanlegt i launaútreikningum kaupgreið- Framhald af 19. siðu. Útflutningsbanniö áfram Á f ramkvæmdastjórnarf undi Verkamannasam: bandsins í dag vár ákveðið að allar þrýstiaðgerðir sambandsins/ svo sem útf lutningsbann, standi áfram uns öðruvísi verður ákveðið. Verkamannasambandið mótmælir eindregið setningu bráðabirgðalaganna og boðar til ráðstef nu á þriðjudaginn til að marka f rekari stefnu til aðgerða, svo að markmið verkalýðs- félaganna um óskert kaup og óskert réttindi nái f ram aðganga. Boðar til ráðstefnu á þriðjudaginn

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.