Dagblaðið - 26.05.1978, Page 10

Dagblaðið - 26.05.1978, Page 10
10 BIAÐÍD Irjálst'áháð dagblað Útgefandi: Dagbtaðtð hf. Framkvœmdastjórí: Svainn R. Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Péturs- son. RitstjómarfuItrúi: Haukur Halgason. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannas Raykdal. Aðstoðar fréttastjórar Atli Steinarsson og Ómar Valdimarason. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamann: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, HaUur HaUsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ótafur Geirsson, ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnhsiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlarfur Bjamlaifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: ótafur Eyjólfsson. Gjaldkari: Þráinn Þorieifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjórí: Már E.M. Haldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsta, áskriftadeUd, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoKi 11. Aðalsimi btaðsins er 27022 (10 Nnuri. Áskrift 2000 kr. á mánuði innantands. Í lausasölu 100 kr. eintakiö. Setning og umbrot Dagbtaðið hf. SMumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prantun: ' Árvakur hf. Skorfunni 10. Varla vinsamlegt orð Ef alþýða manna mætti ráða, yrði öll- um ráðherrum, þingmcnnum og öðrum stjórnmálamönnum vísað úr landi. Meiri- hluti manna virðist líta á þessa höfðingja sem annaðhvort fífl eða glæpamenn, nema hvort tveggja sé. í skoðanakönnun Dagblaðsins um alþingiskosningarn- ar í Reykjavík féll varla vinsamlegt orð í garð stjórn- málamanna. Af 300 mönnum úr símaskránni var tæpast nokkur, sem lýsti virðingu á leiðtogum þjóðarinnar til hægri eða vinstri. „Hér er upplausn og rotnun í öllum málum. Þessir menn, sem við stjórnvölinn sitja, hafa brugðizt okkur illa og því verðum við að svipast um eftir nýjum mönnum. Ekki skiptir máli, í hvaða flokki þeir eru, aðeins að þeir séu heiðarlegir.” Fleira var sagt í þessum dúr: „Maður er óákveðinn, af því að maður er leiksoppur og lætur allt viðgangast, óaf- vitandi hvað er að gerast.” Og jafnvel þetta: „Ekkert nema gott einræði getur bjargað okkur úr þessu.” Margir eru bitrir vegna verðbólgunnar: „Það er búið að skemma fyrir manni allar gömlu hugsjónirnar og það er ómögulegt þjóðfélag, þar sem húsmóðirin hefur ekki nokkra möguleika á að fylgjast með, hvað verðlagið er frá degi til dags.” Sumir geta sagt langa sögu í stuttu og hnitmiðuðu máli: „Það er mál, sem enginn flokkur virðist hreyfa við, það eru efnahagsmálin.” Svona ummæli segja ótrúlega margt. „Ég er hneyksluð á því, hvernig íslendingar hegða sér, þeir kjósa bara eftir tradisjón, hafa engar heilbrigðar skoðanir. Sjálf er ég aronisti og ætla að ógilda atkvæði mitt.” Þetta er fordæmi, sem margir segjast ætla að fylgja. Sumir trúa því ekki, að nýir siðir komi með nýjum 'nerrum: „Því miður hef ég ekki trú á, að nýir strákar á alþingi breyti neinu. Þeim verður strax spillt með laun- uðum aukastörfum og öðrum bitlingum. Stjórnmála- mennirnir hér nota sömu aðferðir og mafíuforingjarnir í Bandaríkjunum, gera menn samseka, svo að þeir þegi og hlýði.” Fleira er sagt í þessum dúr: „Þessi verkföll duga ekki. Stjórnin verður að gera skyldu sína og leysa þann hnút, sem HÚN hefur sett kjaramálin í. Það er ekki víst, að hér gildi sama formúla og hjá Alþjóðabankanum eða í Bild- erberg-klúbbnum.” Dæmigerð eru þessi ummæli: „Mikilvægasta málið í alþingiskosningunum er, að kosnir verði menn, ^em geta stjórnað landinu. Þeir, sem nú sitja á þingi, hafa sýnt, að þeir gera það ekki. Það skiptir engu máli, hvernig þingið er samansett í flokkslegu tilliti.” Og áfram er sama smjörið: „Er þetta ekki allt sami grauturinn í sömu skál? Ég er ekkert viss um, að ég kjósi núna.” „Ég hef engan áhuga á þessum kosningum og ætla að sitja heima.” „Ég vil engan af þessum fuglum.” ,,Þeir eru allir eins, þegar þeir eru komnir í stólana.” Og loks: „Þetta er nú orðin svo mikil vitleysa, væni minn, að ég ætla ekkert að kjósa meira!” Loks eru svo þeir, sem líta á landið sem Kardimommu- bæ: „Ég kýs trélistann.” „Ég kýs mistök frjálslyndra og allra handa.” Og: „Aðalmálið er að fækka prúðu leikur- unum.” Mikil og þung er ábyrgð leiðtoganna, sem hafa fram- Y allað öll þau ummæli, sem vitnað er til hér að ofan. Víkingainn- rásíFrans Danmörk: Þarna fara dönsku vikingarnir í gegnum vopnaleitina á Kastrupflugvelli. Víkingariiir eiga að hlaupa undir bagga og styðja danskan útflutning til Frakklands. Frændur vorir eru ekki ánægðir með að þeir kaupa stöðugt meira af Frökkum en selt er þangað og genaallt til að bæta úr því. Víkingamir sem strandhögg ætla að gera eru einn liðurinn í því verkefni. Að visu fljúga þeir til Marseilles hafn- arborgarinnar í Suður-Frakklandi en þar bíður vikingaskipið þeirra, sem þeir sigla með pomp og prakt i höfn til að vekja athygli á Danmörku og dönskum framleiðsluvörum. Dönum finnst að i augum margra Frakka sé Danmörk einhver staður sem varla geti talizt til Efnahags- bandalagsins. Herferðin fyrir meiri kaupum Frakka á dönskum vörum á að standa fram á árið 1980. Reyndar hefur hlutur Danmerkur i viðskiptum landanna farið batnandi og mun til dæmis hafa selzt 14 af hundraði meira af dönskum vörum í Frakklandi fyrstu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. r V. Launþegahreyf- ing í vanda Við búum við vonda ríkisstjórn. Það þarf varla að ræða. Ríkisstjórn sem hringsnýst í kringum delluna úr sjálfri sér. Gerir fyrst samninga. brýt- ur þá svo og er nú að hopa með allt saman. Fyrir tveimur mánuðum þoldi þjóðarbúið ekki kauphækkanir, nú virðist það þola þær og samt hefur ekkert breytzt. Þetta er auðvitað slík hringavitleysa, slíkt stjórnleysi, að um það þarf varla að ræða. Þetta er vond ríkisstjórn. En annað skiptir líka máli og verður að ræða af hreinskilni. Launþega- stjórn á líka við vanda að etja, svo stundum má varla á milli sjá hvor er vitlausari, rikisstjórn eða launþega- stjórn. Það hlýtur að hafa verið laun- þegaforustunni alvarlegt umhugsunar- efni að eftir hið siðlausa samningsrol ríkisvaldsins snemma í vor var efnt ti ólöglegra aðgerða. Biturleiki launþega var vissulega skiljanlegur, en athöfnin umdeilanleg. Dagblaðið birti skoðana- könnun. Og hvað kom I Ijós? Sjötíu af hundraði fordæmdu aðgerðir ríkis- valdsins. En sjötíu af hundraði for- dæmdu líka aðgerðir launþegaforust- unnar. Af þessu hefði átt að draga lær- dóma. Það er eitthvað að, eitthvert tengslaleysi milli forustu og fólks. Að- gerðir verða ekki árangursríkar nema þær njóti almannastuðnings. Annars konar aðgerðir eru verri en engar. Síð- an þetta gerðist ( og þá auðvitað ekki síður vegna hryggilegra veikinda Björns Jónssonar) er eins og launþega- hreyfmgin sé stjórnlaust rekald. Það eru teknar ákvarðanir út og suður, þetta og hitt bannað og síðan veittar aðskiljanlegar undanþágur. Enginn veit hvort þetta eru foringjar í valda- leik eða fólk sem vjll verkföll. Karl Steinar Guðnason, launþegaforingi úr Keflavík, hefur lýst því á fjölmennum fundi, að þegar Guðmundur J. boðaði útflutningsbannið 1. mai hafi aðrir forustumenn fyrst um það heyrt úr ræðupúltinu á torginu! Þetta er senni- lega eitthvert valdaspil innan laun- þegahreyfingarinnar, kommar aö yfir- bjóða krata til þess að geta síðar ásak- að þá um linkind og svik. En launþeg- areru litlu bættari. Vandi félagslegra hreyfinga Það er ekki nýtt i sögunni að félags- legar hreyfingar eiga við hefðbundin vandamál að etja. Félög og hreyfmg- ar, sem upphaflega eru stofnuð af þrótti utan um sjálfsögð réttindamál, geta á ótrúlega skömmum tíma orðið að stofnun. Þar sitja á toppi gömlu for- ustumennirnir og ákveðins tregðulög- máls fer að gæta. Það er svo sem ofur mannlegt. Þaðer haldið utan um völd- in. Stofnanirnar verða liflausar og þróttlausar, fólk hættir að nenna að sækja samkomur. Forustufólkið held- ur hátiðaræður á stórafmælum og minnist hetjulegrar baráttu — sigra sem kannske unnust fyrir áratugum. Auðvitað er allt þetta ákaflega virð- ingarvert, en hætt er við að smám saman verði sjálfsögð sannindi að gorti, og þvi næst að rausi. Það gerist aftur og aftur í sögunni að ný kynslóð nennir ekki að hlusta á þetta enda- laust. Það taka við ný sjónarmið, ný áhugamál, ný viðhorf. En tregðulögmálið I stofnunum verður alvarlegra. Til þess að halda ut- an um völdin er valdakerfið gert svo þungt í vöfum og óaðlaðandi, að nýtt fólk kemst ekki að. Það eru settar upp stjórnir og fulltrúaráð, trúnaðarmenn og opnir og lokaðir fundir eftir atvik- um. Kerfið verður einfaldlega þannig úr garði gert, að allt venjulegt fólk, með venjulegan félagslegan áhuga, hvorki meiri eða minni, gefst upp. Það finnur eðlilegri félagshvöt sinni útrás einhvers staðar annars staðar. Svona fór með Sambandið. Fögur hugsjón varð að stofnun, og því næst að auðhring sem rekur hlutafélög og græðir á hernum. Lýðræðið þar er svo margbrotið, flókið og leiðinlegt að í raun er þar gulltrygg fámennisstjórn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.