Dagblaðið - 26.05.1978, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAl 1978.
^———————
Inngangur:
Fyrir um viku gafst fólki tækifæri
til aö sjá frambjóðendur til borgar-
stjórnarkosninganna kynna sin áhuga-
mál i borgarmálum. Kenndi þar
margra grasa og var mörgum óska-
draumnum veifað. Hætt er nú við að
nokkuð grynnkaði í borgarsjóði, ef
framkvæma ætti allt þetta. Eitthvað
fannst manni nú að skorti á málefna-
lega gagnrýni á stjóm borgarinnar hin
síðari ár. Meira var hér miðað við að
koma fram með óskir og drauma, sem
laða eiga til sín atkvæði almennings.
Auðvelt er öllum að finna nýjar
leiðir til eyðslu fjármuna borgarbúa.
Erfiðara er oft að velja og hafna og
velja réttu leiðina, sem ákvarða mun
þróun borgarinnar næstu árin og jafn-
vel lengur. Ákvarðanir um umhverfi,
skipulag og uppbyggingu borgarinnar
eru þess eðlis, að ekki gefst annað
tækifæri til að breyta þar um þótt
menn sjái seint og um síðir að i óefni
er komið.
Gagnrýnisefni hefðu átt að vera nóg
fyrir fulltrúa minnihlutaflokkanna og
ekki hefði málflutningur þeirra orðið
áhrifaminni, ef þeim hefðu verið gerð
betri skil.
Borgin
Reykjavikurborg hefur til þessa
haft upp á margt að bjóða sem minni
bæir og sveitarfélög hafa ekki getað
keppt við, malbikaðar götur, frá-
gengnar gangstéttir, hitaveita og
fleira. Allt þetta hefur byggzt á því að
meira fjármagn hefur verið hér til
ráðstöfunar en annars staðar. Hingað
hefur flutzt fólk utan af landi og
atvinna við uppbyggingu af
þeim sökum orðið meiri. Flest
af þessu hefur ekki orðið til vegna þess
að Reykjavík hafi i raun og veru verið
betur stjórnað en öðrum bæjar-
félögum. Flest það, sem um er að
ræða, eru mál sem leysast á hag-
stæðan hátt, ef þeir sem að þeim vinna
og þau þekkja bezt fá að leysa sín störf
af hendi í friði.
Á siðustu árum hafa orðið nokkur
þáttaskil í þróun borgarinnar og til
hins verra. Sú staðreynd að fólki I
höfuðborginni hefur hætt að fjölga,
þarf ekki að vera slæm. Heldur hafa á
sama tima myndazt hér svefnbæir
uppi á næstu holtum. Má segja að
fólkið hafi verið flutt úr gamla borgar-
hlutanum í þessi nýju hverfi og þá sér-
staklega ungt fólk með börn. Skólar og
aðrar stofnanir fyrir böm i gamla bæn-
Borgin okkar?
— og tvenns konar íbúar hennar
um hafa hálftæmzt. Aftur á móti
ætlar allt að springa utan af barna-
mergðinni í nýju hverfunum.
Umferðin
Umferðin til og frá nýju hverfunum
ryðst inn á götur og stræti eldri borg-
arhluta og það er eins og þeir sem ráða
hafi aldrei gert sér grein fyrir þessum
vandamálum né viljað horfast I augu
við þau. Á sama tima og verið er að
taka ákvarðanir um aukna umferð um
suma borgarhluta er unnið að þvi að
eyðileggja möguleikana á þvi að vel
fari. Dæmið frá Kleppsvegi er
dæmigert. Borgarbúar hafa einnig
allvíða i borginni séð tvíbreiða
götustubba, sem einhvern tíma hafa
átt að vera hlutar i stærri umferðar-
æðum. Þessar umferðaræðar hafa
aldrei orðið til. Breytt hefur verið um
skoðun einhvern tíma á leiðinni, því
miður oft vegna hagsmuna þeirra
aðila, sem greiðastan aðgang eiga að
gæðum borgarinnar. Afleiðingin er
eins og hún blasir við I dag. Það vantar
mikið á að réttur hinna ópólitísku
borgarbúa, sem ég vil kalla utangarðs-
menn i þessari borg, sé virtur. Þeir
geta átt von á því að eignir þeirra séu
skertar og lifi barna þeirra ógnað af
umferð, sem i sjálfu sér hefði ekki átt
að ná til þeirra.
Umferðarnefnd Reykjavíkur ber
skylda til að hafa hér hönd í bagga, en
hún er einnig pólitísk nefnd, sem
virðist einungis vilja auðvelda dæmið
fyrir stjórn borgarinnar, jafnvel þótt
það kosti lif og limi borgarbúa.
Aukning ökuhraða innan borgarinnar
úr 45 km/klst. i 50 km/klst. ber vott
um það.
Tenging Breiðholtshverfis við aðra
borgarhluta virðist hafa lent i handa-
skolum. Er nú svo komið, að ekki er
um annað að velja en að tengja það
Hafnarfjarðarvegi í gegnum Fossvogs-
dalinn. Ef samkomulag verður milli
Kópavogs og Reykjavíkurvirðistmega
leysa það mál svo að sætta megi sig
við það. Hávaðamengun má leysa á
þessum stað með gróðri og lækkun
brautarinnar. Óverjandi er að veita
þeirri umferð, sem eðli sínu sam-
Kjallarinn
Bersteinn Gizurarson
kvæmt ætti að fara þarna í gegn, inn á
götur í Reykjavík og Kópavogi, sem
ekki eru færar um að taka við þessari
umferð. Afleiðingar slíks má reikna í
mannslífum auk óþæginda og eigna-
taps. T.d. má benda á, að hluta
Breiðholtsumferðarinnar er nú veitt
inn á Kleppsveg, sem samkvæmt
skipulagi á einungis að þjóna nánasta
umhverfi og er íbúðagata.
Að vandamál eins og þessi skuli nú
fyrst koma í dagsljósið ber vott um
það ráðleysi, sem rikir i þessum
málum.
Aðrir bæir
landsins
Á siðustu árum hefur orðið sú
breyting, að bæir úti um land hafa tek-
ið miklum stakkaskiptum. Götur eru
nú viða malbikaðar eða oliumalar-
bomar og gengið er betur frá görðum
og lóðum. Útlit margra þessara bæja
hefur gjörbreytzt á tiltölulega skömm-
um tíma. Á þessum stöðum er viða
mikil náttúrufegurð og þægilegri veð-
rátta en í Reykjavík. Hefur þvi ásókn
fólks til að flytja til Reykjavíkur
minnkað mikið. Einnig hefur þróun
síðustu ára gert Reykjavík miklu siður
eftirsóknarverða en áður var. Timi
hinna miklu fólksflutninga til Reykja-
vikur er því liðinn. Einnig hefur fólks-
fjölgun hér á landi minnkað um helm-
ing, eða úr um 2% á ári í um I % á ári,
og er ekki séð fyrir endann á þeirri
fækkun.
Allir þessir bæir eins og Reykjavík
leggja fram skipulög og áætlanir um
mikla útþenslu en erfitt er að sjá að til
sé grundvöllur slíkra áætlana. Einhver
tilfærsla verður eflaust milli staða, en
þegar á heildina er litið verður ekki um
hraða aukningu íbúa þessara bæja að
ræða.
Verkefni
Reykjavíkur
Reykjavik er höfuðstaður íslands,
þar er miðstöð . verzlunar, ýmissar
þjónustu og iðnaðar. Ef iðnaður á að
þróast á íslandi er vissulega hagkvæm-
ast að nýta þá möguleika sem höfuó-
staðarsvæðið hefur upp á að bjóða.
Verður það þó einungis ef iðnaður fær
að standa jafnfætis landbúnaði og fisk-
veiðum og rekstur hans verður tryggð-
ur. Það er raunar miklu mikilvægara
en hin mikla uppbygging iðnaðarhús-
næðis, sem orðið hefur í Reykjavik
síðustu ár. Er hér oft um verðbólgu-
spekúlasjón að ræða. Iðnaðarlóð gefur
inngang í ýmsa sjóði og fyrsta tæki-
færi notað til að breyta húsinu í hús
fyrir næturskemmtistað, sýningarhöll,
kaffistofu, verzlun o.fl. Enda má segja
að hamstur þeirra sem aðgang hafa að
lóðum borgarinnar hafi tröllriðið þró-
un mála á þessu sviði sem öðrum.
Reykjavik er miðpunktur sam-
gangna í landinu oger þess vegna hag-
kvæmasti staður ýmissar þjónustu, op-
inberrar sem annarrar. Tal um að
flytja þessar þjónustumiðstöðvar út á
land á í flestum tilfellum ekki rétt á
sér. Fyrir nokkru kom út furðuskýrsla
um slika flutninga, en eðlilega verið
hljótt um hana síðan. Eitthvað finnst
manni þetta tal um að auka togaraút-
gerð og byggja nýtt frystihús i
Reykjavík öfugsnúið.
Vita þessir menn ekki, að þegar er
búið að yfirfjárfesta út yfir öll mörk i
skuttogurum hér á landi, að frystihús í
þessum landshluta eru hálfnýtt vegna
þess að vertiðaraflinn er að hverfa, og
ekki er eðlilegt að sækja fisk langar
leiðir, þegar fiskvinnslutæki og fiski-
skip eru til staðar og nær fiskimiðun-
um. Reykvikingar hafa að undanförnu
gert út svokallaða Spánartogara. Lík-
lega voru það verstu kaup, sem nokk
urn tíma hafa verið gerð af íslending-
um, Kröfluvélar meðtaldar. Hefur ver-
ið furðuhljótt um það mál, og hefði nú
kannski mátt ræða það í sambandi við
þessar kosningar.
Erfitt getur orðið að losna við þessi
skip úr landinu aftur. Getur niðurstað-
an orðið sú að bezta lausnin verði að
leggja þeim uppi i Hvalfirði, þegar
hækkandi oliukostnaður fer að nálgast
það stóran hluta af aflaverðmæti, að
útgerð þeirra verður óhugsandi nema
með miklum styrk frá borgarbúum.
Niðurlag
Margt má gott segja um það, sem
gerl hefur verið i Reykjavík á undan-
förnum árum. Gróður eykst um borg-
ina og hún frikkar með hverju árinu
sem líður. Að þessum málum vinnur
fjöldi manna, sem vilja einungis leysa
störf sín af hendi svo sem hagstæðast
sé fyrir borgarbúa almennt. En það
dylst engum að i þessari borg búa
tvenns konar íbúar, þeir sem eru inn-
angarðs og þeir sem eru utangarðs,
þegar úthluta á hagsmunum þeim,
sem borgið ræður. Slíka mismunun á
ekki að þola. Það er ekki rétta lausnin,
sem margur fæddur og uppalinn Reyk-
vikingur hefur valið. Það er að leita á
náðir nágrannabyggðanna þegar Ijóst
er, að hann hefur ekki aðgang að gæð-
um borgarinnar vegna þess, að hann
fullnægir ekki þeim kröfum, sem þar
gilda um pólitískan lit. Margur Reyk-
víkingur getur tekið sér i munn orð
Steins Steinars sem voru:
Að sigra heiminn er eins
og að spila á spil
meðspekingslegum svip
og taka i nefið
(og allt með glöðu geði
er gjarnan sett áð veði)
Og jiótt þú tapir,
það gerir ekkert til,
þvi þaðer nefnilega
vitlaust gefið.
Bergsteinn Gizurarson
verkfræðingur.
Svona var Alþýðuflokkurinn þar. til
innri byggingu hans var bylt fyrir svo
sem tveimur árum. Svona er Alþýðu-
bandalagið i dag. Flókin félagsleg upp-
bygging verður í raun að fámennis-
stjórn. Og fólki fer að standa á sama,
það verður sljótt fyrir þessu. Gömlu
kempurnar halda laglegar tækifæris-
ræður, þegar mikið liggur við.
Það ætti að vera öllum velunnurum
launþegahreyfingarinnar áhyggjuefni,
að hún hefur orðið fyrst þessari félags-
legu flækju, og loks hinu félagslega
vonleysi, að bráð. Það ætti að vera
nægjanlegt að benda á, að þegar allur
almenningur átti að gera uppreisn
gegn ólögum lítilsigldrar ríkisstjórnar,
þá reyndust sjötíu af hundraði vera á
móti aðgerðunum eins og að þeim var
staðið. Þarna er eitthvert ægilegt
tengslaleysi, eitthvert ægilegt lýðræð-
isleysi. Það er vitað að fundir og aðal-
fundir í félagi eftir félag eru fásóttir.
Þar rikir drungi og deyfð. Launþega-
hreyfingin hefur ekki náð þvi að laga
sig að nýjum tímum. Það er þjóðar-
nauðsyn að þessu verði breytt.
Frumstæð forusta
Þetta er ekki nýtt i sögunni. Það er
oft um það spurt, hvernig á því hafi
staðið að jafnaðarmenn i Þýzkalandi,
með sinn stóra flokk og, ef ég má segja
svo, heilbrigðu viðhorf, hafi ekki verið
betri brjóstvörn gegn uppgangi nasista
á árunum í kringum 1930 en raun ber
vitni. Nasistarnir komu með ungan og
þróttmikinn flokk á erfiðum tímum.
Fólk áttaði sig ekki á hinum skefja-
lausa viðbjóði sem Iá I stefnu þeirra.
En brjóstvörnin, kratarnir. voru að
þessu leyti annars eðlis. Meðalaldur í
forustu þeirra var feikihár. Þar trón-
uðu orðum skrýddar verkalýðshetjur
frá því um 1880. Kerfið tryggði völd
þeirra. Þeir töluðu stöðugt um liðna
Kjallari á
föstudegi
VilmundurGylfason
tíma og liðin afrek, sem vissulega
höfðu verið virðingarverð. En það
voru nýir timar, ný vandamál. Ný
kynslóð var ekki spennt fyrir endur-
teknum afrekssögum úr fortiðinni.
Þetta kann að vera skýring á dapur-
legri þróun annarra félagslegra hreyf-
inga. Um það er oft spurt, hvernig á
þvi standi að Alþýðuflokkurinn hefur
tapað i kosningum, og aldrei náð sér
verulega á strik. Ég er þeirrar skoðun-
ar að skýringin liggi ekki fyrst og
fremst í of langri íhaldssamvinnu
(1959—1971) eða í fiaskóstjórn til
vinstri (1956—1958), heldur einfald-
lega í þeirri staðreynd að Alþýðuflokk-
urinn var byggður upp með þessu
flókna þrepalýðræði, sem varð fljótt
að fámennisstjórnum og argasta ólýð-
ræði. Hin félagslega uppbygging var
líkið í lestinni. Og svo hafa verið örlög
fleiri félagslegra hreyfmga.
Launþegahreyfingin á við nákvæm-
lega þessi vandamál að etja. Þegar al-
varlegar efnahagslegar hættur steðja
að þjóðinni virðist fara þar fram simp-
ill valdaleikur örfárra forustumenna,
og þeir yfirbjóða sem eru alltaf til-
búnir til að yfirbjóða meir og meir,
sama hvað á gengur, og sama hvað
fólki finnst, á kostnað hinna, sem eru
hvort tveggja, ábyrgir og raunsæir.
Dæmi um það eru linnulausar árásir
Þjóðviljans á Karl Steinar Guðnason i
Keflavik, vegna þess að hann reyndist
ekki reiðubúinn til þess að hlaupa eftir
hverri vitleysu sem Guðmundi J.
kunni að hugkvæmast.
Orkan fer nær öll i frumstæðan
valdaleik á tryggðum toppi. Fræðslu-
mál launþega hafa þvi miður verið
vanrækt fyrir vikið. Neytendamál og
alvarleg efnahagsumræða sömuleiðis.
Fólkið er einfaldlega ekki með. Og æ
fleiri fara einfaldlega að tefla skák eða
fara á völlinn, fremur en að taka þátt i
þessum frumstæða leik með Guð-
mundi J.
Sflul&TTuÍ
im ckki kauprávsflokkí
Launþegahreyfing
í vanda
Það blasir við hverjum manni, sem
horfir ofstækislaust yfir völlinn, að
launþegahreyfingin er i miklum
vanda. Vandamálið er það sama og i
Samvinnuhreyfingunni, Alþýðu-
bandalaginu og gamla Alþýðuflokkn-
um. Það er tengslaleysi milli forustu
og fólks. Það er alvarlegt vandamál.
Það verður að hefja alvarlega um-
ræðu um nýsköpun launþegahreyfing-
ar. Eitt er að hugsa sér, að atvinnu-
greinarnar myndi launþegafélög. Það
þýddi til dæmis, að allir sem vinna að
flugi, hvort sem þeir hreinsa ganga í
flugstöðvarbyggingunni eða fljúga vél-
unum, séu saman í félagi, og greiði um
það atkvæði i einum pakka, hvort far-
ið verður í verkfall eða ekki. Annað er
að launþegahreyfingin fari í miklu rík-
ari mæli að beita þekkingu, auki hag-
deild sína (þar sem Ásmundur Stefáns-
son hefur þegar unnið gott starO. miðli
meiri upplýsingum, geri félagsmenn
sína virkari. Launþegahreyfíngin á að
sinna neytendamálum, láta skipulag
verzlunar og vöruverð til sin taka.
Hún á að sækja fram til atvinnulýð-
ræðis. Verkefnin eru endalaus.
En allt of margir forustumenn i
launþegahreyfingunni eru frumstæðir,
þeir eru gamaldags og þó á öllum
aldri. Það er að vera gamaldags að
skilja ekki önnur rök en verkföll, yfir-
boð og nota sifellt gömlu frasana. Það
þarf að verða viðhorfsbreyting, það
þarf að verða félagsleg bylting i laun-
þegahreyfingunni. Og ég er sannfærð-
ur um það, að æ fleiri launþegar, æ
fleiri framámenn og-konuri launþega-
hreyfingunni eru að komast að þessari
sömu niðurstöðu. Þeir einasta hafa
ekki eins hátt og Þjóðviljinn og Guð-
mundur J.
Það er viðbúið að skriffinnum Þjóð-
viljans liki ekki þessar skoðanir. Eins
og kunnugt er frusu þeir fyrir þrjátiu
árum og hafa ekki þiðnað enn. Af-
hjúpaðir visindamenn og eindregnir
verkalýðssinnar að orðfæri eins og Ól-
afur Ragnar Grímsson kalla þetta
sennilega verkalýðsfjandsamlegar
skoðanir. Þeir um það. En út um allt
er fólk sem veit betur. Út um allt er
fólk sem veit að þriðja flokks valda-
leikur er eitt og kjarabarátta er annað.
Út um allt er fólk sem veit að laun-
þegaforustan er i allt of ríkum mæli,
því er nú verr og miður, slitin úr
tengslum við launþegana. Þessu fólki
fjölgar stöðugt. Hvað sem Þjóðviljinn
segir þá er það að gerast að upplýsing
er að leysa upphrópanir af hólmi. Og
upplýsing er ævinlega til góðs.