Dagblaðið - 26.05.1978, Page 18

Dagblaðið - 26.05.1978, Page 18
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978. EF MENN EIGA EITTHVAÐ VANTALAÐ VIÐ RÍKIS- STJÓRN ER HÆGT AÐ GERA ÞAÐ EFTIR MÁNUÐ — segir Birgir ísleifurGunnarsson, efsti maðurá lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnar- kosningarnar Birgir Isleifur Gunnarsson hefur verið borgarstjóri í hálft sjötta ár. Hann hefur setið í borgarstjórn síðan 1962 — en þá var hann aðeins 26 ára gamall. Hann var á sínurn tíma formaður Vöku og stúdentaráðs i Háskóla íslands og var formaður Heimdallar 1962 þegar hann tók sæti i borgarstjórn. Það er stundum talað um unga menn sem stjórnmálaflokkarnir „ali upp”, og eru þeir af og til nefndir „pabbadrengir” stjórnmálaflokkanna. Framavegur þeirra er sagður beinn og breiður upp eftir metorðastigum flokkanna. Birgir Isleifur er meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem dæmi um slíkan feril. í upphafi spjalls fréttamanns DB við borg- arstjóra vegna borgarstjórnar- kosninganna á sunnudaginn var Birgir Isleifur spurður hvort hann gæti fallizt á að þessi skilgreining ætti við hann. „Nei, ég get ekki fallizt á það,” svaraði borgarstjóri. „Min pólitísku af- skipti, þeir áfangar sem eru undanfari þess að ég sit nú í þessum stól, eru nokkuð tilviljanakenndir. Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál, allt frá þvi að ég fór að lesa stjórnmálakenning- ar í gagnfræðaskóla. Síðan fékk ég áhuga á að gera meira en að lesa svo ég gekk i Heimdall, þegar ég hafði aldur til. Það æxlaöist þannig, að ég var formaður Heimdallar 1962, þegar borgarstjórnar- kosningar fóru fram. Menn í kringum mig töldu æskilegt að fá ungan mann á listann svo ég gaf kost á mér í prófkjör flokksins sem þá fór fram. Nú, ég komst inn og hef verið í borgarstjórn siðan, en það er langt i frá að ég hafi farið að hafa afskipti af stjórnmálum í þeim tilgangi að verða borgarstjóri.” „Um hvað verður kosið að þínu mati í þessum borgarstjórnarkosningum?” „Það er von mín og ósk að kosið verði um borgarmálin í heild sinni — hvernig til hafi tekizt að stjórna borginni undan- farin ár, hvaða trú menn hafa á að ég og flokksbræður minir geti stjórnað borginni svo vel fari. Það hefur verið reynt aö drepa kosningabaráttunni nokkuð á dreif og dengja landsmálunum inn í, samanber kjaramálin. Mitt svar við því er að það er stutt í þingkosningar og ef menn telja sig eiga eitthvað van- talað við ríkisstjórnina, er hægt að gera það eftir mánuð.” „Hvað sýnist þér hafa farið bezt í málefnum borgarinnar á siðasta kjör- timabili?” „Það er erfitt fyrir mig að meta það, sérstaklega þar sem maður er alltaf í miðri hringiðunni. Erfiðast hefur verið að halda fjármálunum í skefjum. Verðbólgan hefur verið óvenju ör á kjör- tímabilinu og það kemur hart niður á sveitarfélögunum sem gera sínar fjár- hags- og framkvæmdaáætlanir í upphafi árs en síðan þýtur verðbólgan áfram með ógnarhraða. Það hefur haft í för með sér að við höfum neyðzt til að skera niður framkvæmdir á miðju ári. Hins vegar er ég ánægður með að fjárhagur borgarinnar er mjög traustur.” Telur þú að þetta atriði hafi komið i veg fyrir framkvæmd grænu bylting- trinnar?” „Hluta hennar. Græna byltingin s okallaða var í fjórum meginþáttum og raunar hefur ekki nema einn orðið eftir, það er gerð gangstíga og hjólreiðastiga milli hverfa. Frágangur grænna svæða hefur verið samkvæmt áætlun, þótt röð hafi eitthvað verið breytt, og sömuleiðis gangstigagerð innan einstakra hverfa og uppbygging útivistarsvæða í Bláfjöllum og Ellióaársvæði." „En hvað hefur farið verst á kjörtíma- bilinu?” „Nú rekurðu mig alveg á gat. Þetta er náttúrlega afstætt. Það sem mér þykir leiðast er að ýmsar framkvæmdir sem maður hafði áhuga á að drifa áfram hefur ekki verið unnið við sem skyldi vegna þessa erfiða efnahagsástands. Það er alltaf erfitt að meta hvað eigi að sitja fyrir og hvað eigi að verða eftir, en við höfum reynt að hafa þetta nokkuð jafnt.” Borgarstjóri kvaðst ætla að félags- og heilbrigðismál yrðu veigamestu málin á komandi kjörtímabili, þau yrðu kostnaðarsömust og rúmfrekust í áætlunum. Áfram yrði haldið að bæta aðbúnað aldraðra og uppbyggingu dag- vistunarstofnana. „Þá verða heilbrigðis- málin mikill póstur,” sagði Birgir Isleifur. „Haldið verður áfram byggingu heilsugæzlustöðva og framkvæmdum við byggingu Borgarspítalans. Það verður einnig haldið áfram að vinna að endurbótum gatnakerfisins, næsta stofn- braut verður milli Árbæjar- og Breiðholtshverfa. Áætlun um umhverfi og útivist verður haldið áfram og búið er að raða niður verkefnum þar.” „Viltu spá um úrslit kosninganna á sunnudaginn?” „Ég hef aldrei verið mikill spámaður I stjórnmálum og sízt þaí sem maður er í hringiðunni alla daga. Ég geng með ákveðnar vonir og vissa bjartsýni en augljóslega má ekkert missasig til að við sjálfstæðismenn getum haldið meirihlut- anum.” „Er það ákveðin og skipulögð baráttuaðferð að vara stöðugt við hættunni á að Sjálfstæðisflokkurinn missi meirihlutann?” „Nei, þetta eru einfaldlega beinharðar staðreyndir. Ég get nefnt sem dæmi að 1966, þegar við höfðum níu borgar- fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn veitti forystu i ríkisstjórn eins og nú, þá misstum við níunda mann og munaði aðeins 280 atkvæðum að við misstum líka áttunda manninn. Svipað var uppi á teningnum 1970 þannig að greinilega má ekki slaka of mikið á.” ÓV. Mw A thugið framhald afbls. 15 f€ REYKJAVtK — um áratuga skeið hafa staðið sviptingar pólitisku flokkanna um höfuðborgina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó alltaf náð meirihluta í bæjar- og síðar borgarstjórn, oft með miklum meirihluta. Markús ðrn Antonsson, D-lista: KJÓSENDUR DÆMIUM AT- HAFNIR OG ÁRANGUR „Þar sem sumir andstæðinganna vilja glepja kjósendur með þvi að halda þvi fram að kosningarnar á sunnudaginn eigi að snúast um landsmál, einkum kjaramál, finnst mér ástæða til að undir- strika að kosið verður um borgar- u Markús: „Fyrir mitt lcyti vil ég beita mér fyrir að uppbyggingu þjónustu- stofnana i Breiðholti verði hraðað.” DB- mynd Hörður. stjórnarmálefni og við sjálfstæðismenn leggjum þá undir dóm kjósenda athafnir okkar og árangur af stjórn sjálfstæðis- meirihlutans síðasta kjörtímabil,” sagði Markús örn Antonsson ritstjóri, 7. maður D-lista. Við væntum að í Ijósi þess taki kjós- endur hlutlæga afstöðu til hvort sjálf- stæðismönnum er treystandi til að fara áfram með meirihluta i borgarstjórn. Sjálfur efast ég ekki um að ef kjósend- ur líta á staðreyndir þessa máls og láti okkur njóta sanngirni í dómum sínum, verði þeir okkur hliðhollir. Næsta umhverfi mitt innan borgar- markanna er Breiðholt, Fella- og Hóla- hverfi. Þekki ég mætavel af eigin reynslu að þar eru ótal verkefni sem biða okkar í næstu framtíð. Hverfið er enn í upp- byggingu, t.d. er nú verið að ráðast í stórfelldar byggingaframkvæmdir verka- mannabústaða. Ekki er þvi komin endanleg mynd á hverfið. Ég vildi fyrir mitt leyti stuðla aö þvi á næsta kjörtima- bili að framkvæmdum við þjónustu- stofnanir í þessu hverfi verið hraðað, svo og frágangi gangstétta og stíga og opinna svæða sem hverfisbúum eru ætluð til útiveru og yndisauka.” ■ GS.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.