Dagblaðið - 26.05.1978, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAl 1978.
JAMAICA
fyrir norðan
„sunnanhljómsveitir
yfirkeyra markaðinn”
„Þetta er orðið anzi erfitt, því það
má segja að flestir staðirnir hér norð-
anlands séu upppantaðir af hljóm-
sveitum að sunnan,” sagði Snorri
Guðvarðsson gítarleikari hljómsveit-
arinnar Jamaica á Akureyri í viðtali
við DB. Tíðindamaður poppsíðu var
á ferðalagi þar nyrðra fyrir skömmu
og fékk þá að líta inn á æfingu hjá
hljómsveitinni, en auk Snorra skipa
hana þeir Helgi Magnússon
(píanó+elka), bræðurnir Árni og
Matthías Hénriksen (báðir á tromm-
ur), Kristján Jónsson (bassi) og Ólaf-
ur Sigurðsson (gitar).
Þeir Ólafur, Matthías, Snorri og
Kristján stóðu saman að hljómsveit-
inni Hjólið, sem starfaði um tíma
fyrir norðan, en fyrir skömmu gengu
þeir Helgi og Árni til liðs við þá og
var sveitinni gefið nýtt nafn auk
þess, sem strangt hefur verið æft að
undanförnu.
„Við höldum okkur ekki við neitt
ákveðið tónlistarlega séð og við telj-
um það hafa verið rétta stefnu því
þetta hefur gengið vel það sem af
er,” sagöi Snorri ennfremur. „Við
eigum næst að leika á Akureyri á
þjóðhátíðardaginn og reyndar einnig
Jamaica á æfingu i kjallaranum í Glerárþorpi: Ólafur Sigurðsson, Árni Henriksen, Kristján Jónsson, Matthias
Henriksen, Snorri Guðvarðsson og Helgi Magnússon. DB-mynd: FAX.
þann 16. Það verður á Ráðhústorg-
inu.”
Fyrir utan Jamaica er hljómsveit-
„Músík”blaöið Halló erkomið tífc
MEGIÞAÐ DEYJA DROTTNI
SÍNUMSEM ALLRA FYRST
Er kynferðislíf aðstandenda
„músík” blaðsins Halló ekki alveg í
lagi? Sú spurning gerist áleitin, þegar
w
1.TBL. 1.ÁRG.
MAt.1978. VEHD.KR.4Sa,-
HAMM STÓHGRÆfilB Á t>VÍ ÁO VERA'
HOMf.t!
tJEtREAU
STÓRÞJÓFÓTTÍR
jy' reið henni
AFTAN FRÁ EN ÉG
KVERKAOi HANA
SVO IVtED HUÓO-
nfmasnúrhnmí
blaðinu er flett. Tónlist situr þar alla-
vega ekki í fyrirrúmi, heldur miklu
fremur frásagnir af kynferðislega
brengluðu tónlistarfólki.
„Hann stórgræðir á því að vera
hommi”, „Pungrokk-ræflarokk”,
„Cheetah reið henni aftan frá en ég
kverkaði hana með hljóðnema-
snúrunni”og „Þeir eru stórþjófóttir”
eru uppsláttarfyrirsagnir þessa nýja
„músík”-blaðs sem sent var á
markað fyrir nokkru. Þessir
stórþjófóttu eru islenzkir lagasmiðir.
Annars er efni Hallós utan þess
kynferðisbrenglaða mestmegnis nei-
kvæðir punktar, aðdróttanir alls
konar og úreltar myndir. Eini Ijósi
punkturinn í Halló er stutt rabb við
Gunnar Jökul Hákonarson mat-
vörukaupmann og fyrrverandi
trommuleikara.
Stafsetningarvillur i Hallói eru
fleiri en svo að taki því að telja þær
og ritstill skrifaranna rís sjaldnast
upp úr meðalmennskunni.
Ef formúlan til að gera hressilegt
tónlistarblað er sú ein að reyna að
hneyksla fólk með alls kyns efni,sem
hæfir betur tímaritinu Konfekti og
frænkum þess af sömu gerð, er tími
til kominn að fara að endurskoða
málin frá grunni. Ritstjóri Hallós
boðaði á sinum tíma útkomu þriggja
tölublaða af afkvæmi sínu og siðan
yrði fjármálahliðin skoðuð. Vonandi
hefur Halló dáið drottni sinum áður
en til þess kemur. Afstyrmi eins og
það eiga ekki tilverurétt.
Ásgeir Tómasson.
Bréffrá Kissaödáendum
Vilja fá hljómsveitakynn-
ingará poppsíöuna
Abba, Smokie og Boney M, heldur
grúppur, sem ekki eru í útvarpinu á
hverjum degi, eins og Kiss, Rain-
bow, Queen og fleiri álika. Og ekki
mætti gleyma punkinu, sem er stór-
kostleg músík.”
Svan
Meginstefnan hefur verið allt frá
þvi er Dagblaðið hóf göngu sína að
segja nýjustu tónlistarfréttirnar á
poppsíðunni. Út af þessu hefur þó
verið brugðið öðru hvoru, til dæmis
með löngum viðtölum og ýmiss kon-
ar öðru efni s.s. hljómsveitarkynn-
ingum. Nokkuð er síðan til greina
kom að kynna fyrirbærið Kiss, en
tími ekki unnizt til þess ennþá. Hver
veit nema sá timi gefist áður en langt
um líður. —ÁT—
Mick Abrahams sýnirlífsmark
Kiss-aðdáendur skrifa:
„Okkur hefur lengi langað til að
spyrja poppsiðu Dagblaðsins að
einu:
Hvernig væri að þið tækjuð fyrir
eina og eina hljómsveit og kynntuð
hana rækilega? Við erum ekki að
tala um hljómsveitir á borð við
Mick Abrahams, fyrrum gítarleik-
ari Jethro Tull, Bloodwyn Pig og
sinnar eigin hljómsveitar um nokk-
urra ára skeið hyggst nú snúa sér
aftur að lifandi tónlist eftir tveggja
ára hlé. Áformað er að efna til stórra
hljómleika í London og fara síðan i
ferðalag út frá þeim. Abrahams *
ætlar ekki að stofna formlega hljóm-
sveit fyrir ferðina en koma þess í stað
frarn I eigin nafni með undirleikara á
bak við sig.
Um þessar mundir er Mick Abra-
hams að hljóðrita plötu sem áætlað
er að komi út á miðju sumri.
Honum til aðstoðar eru stúdíóhljóð-
færaleikarar.
ÚrMELODYMAKER
in Hver starfandi á Akureyrarsvæð-
inu, en menn muna kannski eftir
henni úr sjónvarpi í vetur. Þá er
hljómsveit Finns Eydal „föst” í Sjall-
anum.
—HP.
nnnn)
\
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í
lagningu dreifikerfis í Gerðum 1. áfanga,
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita-
veitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A Keflavík
og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álfta-
mýri 9 Reykjavík, gegn 20.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja fimmtudaginn 8. júní kl. 14.00.
h
HITAVEITA
SUÐ URNESJA
*
TIMARIT A ENSKU