Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 30
34 Spennandi og skemmtileg ný ævintýra- mýnd frá Disney-félaginu. íslenzkur texti David Hartman Agneta Eckemyr Sýndkl. 5,7og9. SlmU.1476 Eyja víkinganna Kyikmyffidir Austurbæjarbíó: Útlaginn Josey Wales (The Outlaw Josey Wales), aðalhlutvérk: Clint Eastwood, kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuöinnan lóára. Hækkað verd. Gamla bíó: Eyja vikinganna. Aðalhlutverk: David Hartman og Ageneta Eckman. Sýnd kl. 5,7 og 9. Hafnarbíó: Þrjár dauðasyndir kl. 3, 5, 7, 9 og II. Bönnuöinnan lóára. Háskólabíó: Að duga eða drepast (Marchor Die): Aðalhlutverk: Gene Hackman, Terence Hill, Max von Sydow. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. Laugarásbió: Car Wash. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Nýja bió: Fyrirboöinn (The Omen), kl. 5,7.10 og 9.15. Myndin er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Bönnuö innan lóára. Hækkað verð. Stjömubíó: Shampoo, leikstjóri Hal Ashby, aðalhlut- verk Warren Beatty, Goklie Hawn og Julie Christie, kl. 5,7.l0og9.l0. Tónabió: Maðurinn með gylltu byssuna (The Man with the Golden Gun), leikstjóri Guy Hamilton, aðal- hlutverk Roger Moore, Kristopher Lee og Britt Ekland, kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan I4 ára. Hækkað verð. ®Lóðasjóður Reykjavíkurborgar Auglýst er eftir umsóknum um lán úr lóða- sjóði Reykjavíkurborgar. Lán úr sjóðnum tak- markast við úttekt á malbiki og muldum ofan- íburði frá Malbikunarstöð og Grjótnámi Reykjavíkurborgar og pípum frá Pípugerð. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og þurfa umsóknir að hafa borist á sama stað fyr- ir 15. júní. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Borgarstjórinn í Reykjavík. BLAÐBURÐARBÖRN ÓSKAST STRAX: Hverfisgata 4—117 Tjarnargata Gunnarsbraut Suðurgata Skipholt Uppl. á afgreiðslunni, sími27022. mnBunw DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978. Sjónvarp I) (i Útvarp Sjónvarpíkvöld kL 20,35: Bavíanar DÝRALÍF í AFRÍKU í kvöld kl. 20.35 verður sýnd í sjón- varpinu mynd um baviana. Er þetta dýralífsmynd úr myndaflokknum Sur- vival. í Botswana í Afríku býr samhent fjölskylda baviana, samtals um 120 ap- ar. Þessi mynd sýnir, að bavíanar eru skynsöm og ástrík dýr sem hugsa vel um afkvæmi sin og búa þau undir framtið- ina. Myndin er í litum og 25 minútna löng. Þýðandi og þulur er Guðbjöm Björg- ólfsson. RK u Þáttur þeirra Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar, Áfangar, erá dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 22.50. Sagði Guðni Rúnar okkur að aðaluppistaða þáttarins væri tónlist, sem ætti rætur sinar að rekja til innblásturs i bókmenntaverkum. Þessi stefna kom fyrst upp í Kaliforniu árið 1965 og náði hámarki vinsælda sinna árið 1967. Þapr hljómsveitir sem fluttu slíka tónlist höfðu yfirleitt mjög vel menntuðum hljómsveitarmeðlimum á að skipa, því vitanlega urðu þeir að hafa vit á því sem þeir voru að fást við. Sumar þessara hljómsveita eru starfandi enn í dag, en með árunum hefur þessi tónlistarstefna tekið miklum breytingum, og sagði Guðni Rúnar, að ekki væri eins djúpt farið í hlutina og áður. Rannsóknir á bókmenntaverkum sem tónlistin er Útvarpiðíkvöld kl 22,50: Áfangar legurbak- grunnur tónlistarinnar Þeir Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson ætla að kynna tónlist sem á bókmenntalegan bakgrunn i þætti sinum Áföngum i útvarpinu i kvöld. samin eftir er grunnfæmari en á blóma- skeiði tónlistarinnar. En það er ekki bara lagið sem sækir hráefni til bókmenntanna, það er einnig mjög mikilvægt að textinn sé góður. Þá þýddi litið að semja lög með textanum „I love you” út í gegn. Sagði Guðni Rúnar að meðal þess sem flutt væri í þættinum væri lagið Triad með hljómsveitinni Jefferson air- plain. Það er byggt á vísindaskáld- sögunni Stranger in a strange land..Segir hún frá jarðarbúa, sem alinn er upp á stjörnunni Marz, en flyzt til jarðarinnar aftur. Hann kemur hingað með nýja siði, ný trúarviðhorf og speki sem jarðar- búum er algjörlega ókunn. t þessari skáldsögu er vatn það mikilvægasta i lifinu og votta menn hver öðrum vináttu sína með þvi að drekka vatn saman. Einnig er þessi Jarðar-Marzbúi giftur tveimur konum og hjá þeim þekkist hvorki afbrýðisemi né illindi. Einnig verður flutt verk með hljóm- sveitinni Doors, en forsprakki hljóm- sveitarinnar, Jim Morrison, er mjög vel menntaður á sviði bókmenntanna. Heitir verk þeirra End of the night og er byggt á sögu Lous Céline, Journey to theEndofthe Night. Sagði Guðni að oft virtist sem bók- mentalegur grunnur tónverks væri nokkuð langsóttur, en þegar ferill og félagslegur bakgrunnur tónlistarmann- anna er rannsakaður, á enginn að vera lengur i vafa. Einnig sagði Guðni að það kæmi til greina að fjalla um tónlist, sem hefði orðið til við innblástur frá kvikmyndum. •RK. Sjónvarp íkvöld kl. 21,40: Eyðingin hljóða BETRILÍFSKJÖR í B0RGINNI Eyðingin hljóða (Holt vidék) nefnist ungversk bíómynd frá árinu 1972, sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 21.40. Lítil og vinaleg þorp er hægt að finna út um allan heim, og i Ungverjalandi er eitt slíkt. Smám saman taka þó íbúar þorpsins að flytjast til borgarinnar, þar sem betri lífskjör bjóðast, og þegar þessi mynd hefst eru aðeins ung hjón og göm- ul kona orðin eftir i þorpinu. En hvað það er sem heldur i þau er ekki gott að vita og fáum við væntanlega að vita það í kvöld. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Mari Törocsik, István Fernczi og lrma Patkós. Myndin er í litum og er hún rúmlega hálfrar annarrar klukkustundar löng. Þýðandi er Jón Gunnarsson. RK. Hvernig ætli sé að búa aðeins með manninum sinum og gamalli konu i heilu þorpi?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.