Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 13
er ekki auðvelt að koma orðum að píanöleik meistarans, svo stórkostlegur var hann. a. DB-myndir: Hallgrímur Björgólfsson. fjöldans alls af tríóum sem störfuðu allt fram til ársins 1973. Meðal meðlima triós Oscars Peterson fyrstu árin voru Ray Brown, Irving Ashby, Barney Kessel og Herb Ellis. Árið 1962 breytti Oscar Peterson formi tríós sins. i stað gitarleikarans kom Ed Thigpen, mjög smekklegur trommuleikari, og lék hann með tríóinu fram yfir miðjan sjöunda áratuginn. Á síðustu árum hefur Peter- son notið aðstoðar Joe Pass gítarleikara, trommuleikaranna Bobby Durham, Jake Hanna og Louis Hayes og bassa-. leikaranna Sam Jones, Georg Marz og Niels Henning Orsted Pedersen. Verðlaunaður jassþáttur Á sínum tíma sá Oscar Peterson um fastan jassþátt í sjónvarpinu þar sem ýmsir þekktir jasslistamenn voru gestir hans. Þessir þættir voru sýndir í sjón- varpsstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hafa þar ýmsir eflaust fengið fyrsta smjörþefinn. — Jassþáttur Petersons hlaut verðlaun sem bezti jassþáttur í sjónvarpi. Þá hefur Oscar Peterson ritað tvær bækur, Jazz Exercises and Pieces og Oscar Peterson new Piano Solos, sem Hansen Publications gaf út. Engum blöðum er um það að fletta að Peterson er virtur sem einn af fremstu jasspíanóleikurum heims. Á árunum 1965—75 var hann árlega kosinn bezti jasspíanisti heimsins í tímaritinu Play- boy. Einnig var hann útnefndur sá bezti í ameríska jassblaðinu Down Beat árum Afköstin ógurleg Oscar Peterson fæst einnig við tón- smíðar í „modefn music” og er mjög skapandi og afkastamikill i þeim stíl. Hann hefur leikið inn á meira en eitt hundrað hljómplötur i eigin nafni og áreiðanlega eru þær jafnmargar skíf- urnar, ef ekki fleiri, sem hann hefur að- stoðað vini við. Árið 1975 hlaut hann Grammyverðlaunin fyrir plötu sina, The Trio. Sama ár var hann sæmdur doktorsnafnbót í lögfræði við Carleton University. Hliðarspor frá poppmúsík Eftir tónleikana í Berkeley gafst tæki- færi til að ræða stuttlega við Oscar Peterson. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum likaði „nýi” jassinn.eins og til dæmis hjá Weather Report. „Ég tel þessa tónlist ekki hreinan jass heldur miklu fremur hliðarspor frá popp- músík,” svaraði hann og bætti við: „Það sem mér er annt um er hið klassíska form jassins. Fólki, sem spilar þann jass, er annara um tónlistina en að selja sem flest eintök af plötum. Fólk eins og Duke Ellington og Ella Fitzgerald. Þeirra músík breytist ekki, hún er sí- gild.” Þessu næst snerum við okkur að íslandsferð hans og spurðum hvort ein- hver sérstök ástæða væri fyrir þvi að hann hefði engan trommuleikara með í förinni til íslands. Hann svaraði: Eftir 45 minútna stanzlausa spilamennsku klöppuðu áhorfendur trióið upp aftur. Oscar Peterson lék þá einleik I einar fimm minútur og hlaut fyrir verðskulduð fagn- aðarlæti. „Ég spila stundum með bassaleikara, stundum sóló, það fer eingöngu eftir því hvað mér finnst bezt í það og það skipt- ið. Ég hætti að spila með föstu bandi árið 1973 og byrjaði einn. Það skemmti- legasta við þá breytingu er að nú ræð ég þvi alveg hverja ég fæ til að spila með mér í hvert skipti. Áður var ég fastur við ákveðið form. Ég var búinn að spila eftir því í ein fimmtán til átján ár og fannst nóg komið." Uppáhalds- hljóðfæraleikarinn En hver skyldi uppáhaldshljóðfæra- leikari Oscars Peterson vera? „Óhjákvæmilega mótast maður alltaf af þeim sem á undan fara. Flestir píanó- leikarar hafa spilað Chopin og aðra gamla meistara til að kynnast þeirra stíl. Ég verð að viðurkenna að mér þykir Art Tatum sáalbezti.” Sýnist þér „bítlakynslóðin” svokall- aða vera að snúa sér meir að jasstónlist- inni en áður, spurðum við píanósnilling- inn. „Ég vil taka enn dýpra í árinni en að segja að bítlakynslóiðin hafi snúið sér að jassinum,” svaraði hann. „Það er ungt fólk i yfirgnæfandi meirihluta sem kaupir jassplötur nú til dags. í skólum í Kanada eru starfandi yfir sjö hundruð jasshljómsveitir og yfir tólf þúsund i Bandaríkjunum. Fólk hefur raunar aldrei farið frá jassinum, hann hefur aðeins verið misjafnlega vinsæll." Að lokum var Oscar Peterson spurður hvort hann hefði nokkurn tíma áður heimsótt ísland. „Nei, aldrei,” svaraði hann. „Ég veit þó hvar ísland er á hnettinum og þar er mikill fiskur. Meira að segja lúða sem ég hef ákaflega gaman af að veiða.” - Hallgrimur DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1978 —Ég tel nýja jassinn ekki hreinan jass, held- ur miklu fremur hliðar- spor frá poppmúsík, segir Oscar Peterson i viðtalinu. Hann hefur ekki komið áður til íslands. Þú, stóra svín! Ef þú kæmist hér út myndi ég /VV^ ganga á þér! Jæjajá!?! © Bull's 1 h m I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.