Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JÚNt 1978 3 SÖGUR AF KÓNGULOM í JÓHANNESARBORG Viggó Oddsson skrifar frá Jóhannes- arborg: Elztu skráðar heimiidir segja frá baráttu mannkynsins við pöddur. Alls staðar eru pöddur. Heimskautafarar segja frá óþolandi mývargi ogá „dauð- ustu” eyðimörkum heims, eins og Namib i SV-Afríku er fjölbreytt skor- dýralif. Sjálfur er ég alla daga að reka kóngulær út úr húsinu mínu í Jóhann- esarborg, þótt innfæddir hafi ekkert á móti húsakóngulóm „því þær borða mýflugur”. Mýflugur eru plága víða í I Skjalda kónguló er á stærð við tvær I sveskjur og með 8 fætur. Vefur hennar I er á stærð við regnhlif. Afriku, einkum á regntimanum. Oft koma lófastórar bólgur eftir nætur- árásir þeirra. Stór landsvæði í Afríku eru óbyggileg vegna malariu sem mý- flugan ber, ásamt svefnsýki frá ann- arri flugu. Risakóngulær Þótt kóngulær séu flestar mein- lausar eru þær samt ein óvinsælasta padda I heimi, einkum hjá kvenfólki. Skáldsagnahöfundar skrifa mikið um risakóngulær og Japanir gera kvik- myndir af risakóngulóm sem eru hlaupandi um holt og hæðir á eftir Ijóshærðu kvenfólki i baðfötum. Fyrsta risakónguló, sem ég sá, var uppstoppuð á Þjóðsafninu i Pretoriu, apakónguló, álíka stór og útglenntur lófi eða hönd. Svipaða ló fann ég í bað- herbergi á móteli í S-Afríku. Ég gisti þar eina nótt og var að hugsa um að þvo mér vel eftir mörg hundruð km akstur. í baðkerinu fann ég lófastóra risakónguló, með búk á stærð við stóra kokkteilpylsu og stórar loðnar lappir í allar áttir. Nú fannst mér að ég væri ekki lengur neitt skítugur og lét mér vist nægja að gera eins og segir í vis- unni: „Hendur þvoði og hálft andlitið, / hitt varekki mjög útskitið.” I kofanum við mótelið háttaði ég, setti föt og skó upp áborð og hlustaði á óhugnanleg hljóð úr skóginum, þar sem andatrú, galdrar og kukl svert- ingja leikur lausum hala. Skjalda kónguló i rósagarðinum meðfram götunni við húsið mitt hefur feikna stór kóngu- ló ofið sér vef sem er álíka stór og regnhlíf. Hef ég látið hana vera í friði enda mjög óvenjuleg, með skrautlegan búk á stærð við 2 sveskjur, svartan skjöld og eru skjaldarrendurnar gular og 4 þverrákir. Nú koma fullir bílar af fólki til að skoða viðundrið. Paddan veiðir flugur og hengir þær snyrtilega í röð á tvo strengi. Ég yrði ekki hissa þó kóngulónni yrði stolið. Ég hef lesið margar bækur um kóngulær (á safni) og finn engin deili á henni, svo ég kalla hana Skjöldu. í miðri sögu Einhvem tíma las ég hryllisögu frá Cape Town. Þar var einhver frúin að tala við vinkonu sína i síma og var í miðri sögu þegar hún sá einhverja brúna flygsu í trektinni á simtólinu. Hún hélt að þetta væri fjöður úr af- þurrkunarkústi og ætlaði að fara að taka hana í burtu. Þá tekur „fjöðrin” á sprett, reyndar stór, meinlaus húsa- kónguló. Eins og nærri má geta kross- brá aumingja konunni. Hún rak upp Raddir lesenda skaðræðisóp, henti símtólinu og hljóp út úr húsinu. Vinkonan við hinn end- ann náði i lögregluna og sagði að ógur- legt morð hefði verið framið og sagan komst i blöðin. Einkennileg eldspýta Til að slá botninn i pöddusögur I bili er hér ein frá góðum heimildum frá Ródesíu, þar sem mikið er af kóngu- lóm. Einhver borgarkona fór til að hitta ættingjana á einum búgarðin- um. Fólkið sat i notalegum kvöldsval- anum á verönd hússins. Þá skáskýtur stór kónguló sér yfir veröndina. Allir horfa á og velta því fyrir sér hver ætli að sópa kvikindinu i burtu. Þá kemur heimilishundurinn og stígur með löpp- inni á kóngulóna. Borgarkonan grams- aði i veskinu, tók pödduna og stakk henni í eldspýtustokk og ætlaði að gefa frænda sínum fundinn, því hann átti skordýrasafn. Eins og nærri má geta fór þessi gjöf öðruvisi en til stóð. Konan var að segja sveitafólkinu sögur og þurfti að ná sér í sígarettu og ætlaði að fara að kveikja i, rótaði i veskinu, tók upp stokkinn með kóngu- lónni. Paddan hafði þá raknað úr rot- inu og var fljót að smeygja sér úr skúffunni. Mér var sagt að stokkur- inn, sígaretturnar, veskið og allt sem í þvi var hefði flogið út um allan garð og ópin í konugarminum heyrzt á næstu bæi. Viggó Oddsson Jóhannesarborg PÓSTSENDUM vHamrííbora Fataverzlun, Hamraborg 14, K6p. Sími 43412. Gallabuxur 3—6 ára kr. 3.900.- 7— 11 ára kr. 4.350.- Flauelsbuxur 3— 7 ára kr. 3.850.- 8—12árakr. 4.300.- Denim-jakkar , - 5-IOám' ‘ ICr 3.940.- Þaðer hagstætt að verz/a í Prjónakjólar Stærðir 5—12 ára Verð kr. 3880.- til kr. 4.200.- Denim-kjólar 3ja-7árakr. 3.750.- 8-12 árakr. 3.940.- Spurning dagsins Stundarþú morgunleikfimi? Helga Veturliðadóttir, forstöðukona fyrir fjölskylduheimili: Nei, ég hef aldrei stundað morgunleikftmi. Krakkarnir hjá mér gera það annað slagið. Magnús Eliasson fisksali: Nei, ég stunda ekki neina leikfimi. Dóra Gisladóttir nemi: Nei, ég iðka ekki morgunleikfimi, en hún mamma stundar morgunleikfimi á hverjum morgni. Anna Soffia Hauksdóttir háskólanemi: Nei, ég stunda aldrei morgunleikfimi og þekki engan sem gerir það. Jón Einar, II ára: Ég stunda aldrei morgunleikfimi. Ég þekki heldur engan sem er i henni. Ég er i leikfimi í skólan- um. Eirikur Ólafsson, 14 ára: Nei, ég er ekki í morgunleikfimi. Móðir mín stundar morgunleikfimi og er hún nokkuð liðug. Ég er í leikftmi I skólanum og er litið liðugur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.