Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — LAUGARDÁGUR 3. JÚNÍ1978 — 116. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022. Verkfallsátökin harðna í Hafnarf iröi: STARFSFOLKH) LÆST INNIA ÚTGERDAR- SKRIFSTOFUNNI þegarþaðsettist að og beið útborgunar Enn aukast átökin vegna verkfalls- ins i fiskiðjuveri Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar. Ekkert virðist hafa þokazt í samkomulagsátt og i gaer var útborg- unardagur og fékk þá aðeins hluti starfsfólksins greidd sín laun. Trúnaðarkonur fengu sín laun greidd, svo og það fólk sem unnið hafði á undanþágu við að þrífa i fisk- iðjuverinu og verkstjórar. Starfsfólkið sat i gær i matsal fyrirtækisins og eftir kl. l'imm fór stór hópur starfsfólks til gjaldkera og settist þar og sagðist ekki fara fyrr en laun fengjust greidd. Fólk- inu var þá tjáð að engir peningar væru fyrir hendi. Þegar tiðindamenn Dagblaðsins komu á staðinn hafði þetta fólk verið læst inni i húsinu og komust menn hvorki út né inn. Með góðri aðstoð gátu blaðamaður og Ijósmyndari DB þó „smyglað" sér inn á skrifstofu Bæjarútgerðarinnar þar sem fólkið beið úrlausnar sinna mála. Skömmu siðar var tilkynnt að hver starfsmaður fengi 15 þusund króna' borgun. Það var nokkur kurr i mann- skapnum þar sem vikugreiðslan er venjulega 37—40 þúsund krónur. Þetta fannst þeim þunnur þrettándi. Það fór þó svo að fólkið samþykkti þessa greiðslu þar sem sýnt þótti að meira væri ekki að hafa. Þetta var þó betra en sú yfirlýsing, sem áður hafði verið gefin, að ekki væri til króna til útborgunar. Að þessu loknu fór skrifstofustúika niður og opnaði fyrir hópnum sem hafði verið læstur inni. í viðtali við forstjóra BUH, sem er i DB í dag, kemur fram að kröfur starfsfólks séu óljósar, auk þess sem það sé á misskiln- ingi byggt, að konunni, sem átökin standa út af, hafi verið sagt upp. Þá segir forstjórinn einnig að sáttatilboði hans hafi verið hafnað. Það er því ljóst að verkfallsátökin i Hafnarfírði eru að harðna. • JH Það var ekki nema viss höpur s tarfs- manna Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sem fékk útborgað I gær vegna verk- fallsins. Hlub' starísfólksins sætti sig ekki við þau malalok og settist að á skrífstofu fyrirtækisins þar sem það var siðan lokað inni. Eftir nokkurt japl hafðist það i gegn að hver fékk 15 þús- und kr. og miöad við aðstæður var það betra en við mátti bíiast. Það er þ6 hægt að skrimta 'af yfir helgina. Hér má sjá hluta starfsfóHts Bæjar- útgerðarinnar og er hver með sin 15 þúsund I höndunum en venjulegt viku- kaup er um 40 þusund. DB-mynd Ragnar Th. T Einkaviðtal DB við Oscar Peterson - sjá bls. 12-13 Gömul og falleghús, — en vanhirt — sjá bls. 4 Listahátíðhefstídag: ÞAR VERÐUR Ein- HVAÐ FYRIR ALLA HEIMSMEISTARI í DAGBLAÐSLIÐIÐ — Jón L Árnason skrifar um skák í DB DB er í sókn — á hvítum reitum og svörtum. Heimsmeistarinn ungi í skákinni, Jón L. Árnason, hefur tekið að sér að skrifa skákþætti i DB. Hinn fyrsti er í blaðinu í dag — bls. 8 og 9. Þar skrifar Jón um deildakeppni Skák- sambands tslands, sem er að Ijúka. Skákþættir Jóns verða í laugardags- blöðum DB — það er flesta laugar- daga — en aðrir munu gripa inn i þegar Jón er erlendis. DB fagnar að hafa fengið inn unga, snjalla skák- meistara i lið sitt og býður hann vel- kominn. Þá mun Friðrik Ólafsson stórmeist-, ari einnig sktifa skákþætti i DB eins og áður hefur verið skýrt frá. Skrifar hann af og til þætti eftir þvi sem efni rekur á fjörur hans, Skákhorn Friðriks Ólafssonar. Fylgizt með skákþáttum þessara snjöllu skákmanna i DB. - hsim. Reykvikingar og gestir i höfuðborginni hafa í mörg horn að lita næstu vikurnar. Listahátið i Reykjavík verður opnuð i dag með viðhöfn að Kjarvalsstöðum en þar sýnir listamaðurinn Erró verk sín. Um helgina má skoða myndlistar- sýningar i FtM-salnum að Laugarnes- vegi 112 en þar er sýning Kristjáns Daviðssonar, i Norræna húsinu eru blómamyndir Vigdísar Kristjánsdóttur og sýning finnskra hjóna. Þá eru franskar og ameriskar sýningar i gangi, höggmyndasýning, tónleikar i Þjóðleik- húsinu, listdans á þeim sömu fjölum og kátir leikarar munu leika á stultum á stað sem nánar verður auglýstur í út- varpinu. Þá má ekki gleyma Oscar Peterson og félögum i Laugardalshöll. Þeir skemmta jassunnendum í kvöld. Meira um listahátið á bls. 6—7 i blaðinu í dag. HM-sígurltatíu gegn Frakklandi -2-líMardelPlataígær Það tók Frakkann Bernard Lacombe aöeins 41 sek. að skora gegn ítölum á HM i gær í Mar del Plata — fyrsta mark i heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1978 — en það nægði Frökkum skammt. ltalir skoruðu tvi- vegis og sigruðu 2-1 i fyrsta leiknum i 1. riðli og hafa nú alla möguleika á að komast i milliriðil. Paolo Rossi, markakóngur ttaliu á síðasta leiktimabili, jafnaði á 29. min. Á 16. min. hafði Bettega sent knöttinn i mark Frakka en það var dæmt af vegna rangstoðu. Bossis fékk mögu- leika að koma Frökkum i 2-0 en skall- aði fram hjá i opnu færi, 1 -1 í hálfleik. Zaccarelli skoraði sigurmark ttala á 54. min. en hann kom inn á sem vara- maður fyrir Antognoni í byrjun s.h. Frakkar reyndu mjög að jafna. Dalger átti spyrnu rétt yfir þverslá og Lacombe skallaði rétt fram hjá. En allt kom fyrir ekki. ttalir sigruðu til mikill- ar ánægju fyrir 45 þusund áhorfendur. sem nær allir voru á þeirra bandi. ¦ hsim. Errö, til vinstri, asamt aðstoðarmanni við uppsetningu sýningarinnar miklu i Kjar- vaLsstöðum. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.