Dagblaðið - 19.06.1978, Qupperneq 3
Spurning
dágsins
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19.JÚNÍ 1978.
Ætla andstöðuflokkamir
líka að fara illa með bifreiða
eigendur?
1368—1686 skrifar:
Það er ein spurning sem mig langar
að leggja fyrir andstöðuflokka rikis-
stjórnarinnar. Ef þeir komast að
völdum hvort þeir ætla að rétta hag
bifreiðaeigenda eða halda áfram að
fara í vasa þeirra? Það eru margir
'bifreiðaeigendur hér á landi, enda
ríkisstjórnin búin að tapa tugum
þúsunda atkvæða fyrir hömlulaust
svínarigagnvartþeim.
Hvernig geta
ráðherrar
sem brotið
hafa stjórn-
arskrána
boðið
sigfram?
Magnús Guömundsson á Patreksfirði
skrifan
Nokkur orð vegna alþingiskosning-
anna sem fram fara 25. júní en þá fá
landsmenn tækifæri til þess að dæma
og velja sér fulltrúa til Alþingis. Það
eru ótrúlega margir sem telja alþingis-
menn og ráðherra ábyrgðarlausa en
þvi fer fjarri. Þeir bera mikla ábyrgð
og er hægt að lögsækja þá rétt eins og
aðra menn.
Á síðasta löggjafarþingi var þvi
haldið fram af alþingismanni að
ráðherra væri sannur að skjalafölsun-
um og svikum. Þingmaðurinn lýsti því.
yfir að skýrsla iðnaðarráðherra vegna
Kröflu væri svikin og fölsuð. Skjala-
fölsun varðar við hegningarlögin.
Hvernig getur ráðherra boðið sig fram
til Alþingis ef hann er talinn hafa
svikið skjöl?
Stjórnarskrá lýðveldisins ber að
halda og eiga alþingismenn og ráð-
herrar að virða hana og halda vörð um
að ákvæði innan hennar séu virt. Með
lögum skal land byggja en ólögum
eyöa. Það gerðist einnig á síðasta lög-
gjafarþingi að forsætisráðherra setti
„lög” sem brutu í bága við stjórnar-
skrána, ólög sem tættu í sundur
samningsréttinn. Síðan bað Geir
landsmenn að virða ólögin. Fjármála-
ráðherra refsaði opinberum starfs-
mönnum fyrir að virða ekki ólögin.
Menn sem haga sér svona eiga ekki
heima á Alþingi Islendinga. Til að
staðfesta framanskráð skal hér vitnað
i lög um ráóherraábyrgð: „J. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarfram-
kvæmdum öllum eftir því sem fyrir er
mælt i stjórnarskrá og lögum
þessum.
3. gr. Sá ráðherra sem ritar undir
lög eða stjórnarerindi með forseta ber
ábyrgð á þeirri athöfn. 8. gr. Ráðherra
ber ábyrgð á ef hann annars fram-
kvæmir sjálfur, fyrirskipar fram-
kvæmdir á eða lætur viðgangast að
framkvæmt sé nokkuð það sem fer i
bága við stjórnarskrá lýðveldisins 10.
gr. Loks verður ráðherra sekur eftir
lögum þessum: a) ef hann misbeitir
stórlega valdi sinu, enda þótt hann
‘hafi ekki beinlinis farið út fyrir
embættismörk sin.
13. gr. Hafi ráðherra bakað
almenningi eða einstaklingi fjártjón
með framkvæmd eða vanrækslu sem
refsiverð er eftir lögum þessum skal og
þegar þess er krafizt jafnframt t
hegningunni dæma hann til að greiða
skaðabætur, en um skaðabótaskyldu
hans fer eftir almennum reglum.
Landsdómur fer með og dæmir mál
þau sem Alþingi ákveður að höfða
gegn ráðherra út af embættisrekstri
þeirra."
Núna er það kjósandinn sem dæmir
við kjörborðið 25. júní 1978.
Ef skipt verður um rlkisstjórn verður þá gert meira fyrir bileigendur? DB-mynd Ragnar.
Ég er til í allt . . .
búin 1340 watta afli og
r 12 lítra rykpoka. «
k (Made in USA) 1
STERKASTA RYKSUGA
í HEIMI
HOOVER S-3001
Hoover S-3001 er á tnargan hátt lang sterkasta heitnilisryksuga
sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þtn teppi af hvers
kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar.
Þér til mikils vinnuhagrceðis er rofinn íhandfanginu, undirþumal-
fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog-
stykki sérfyrirþvi. Stór hjólog hringlaga lögun gera Hoover S-3001
einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þín.
Til þceginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber
sjálf öll hjálpartceki, svo nú geturþú loksins haft fullt gagn af þeim.
Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér t marga mánuði án
tcemingar.
Hringlaga lö rtin gefur
hinum risastora 12 lítra
rykpoka nœgjanlegt rými.
HOOVER
er heimilishjálp.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
®
Pekking
/feynsla
'Þjonust
SENDUM
BÆKLINGA
Finnst þér ástæða til
að f riða hvali?
Guðrún Jóhannsdóttir húsmóðir og
verzlunarmaðun Nei. alls ekki. Þeir eru
ekki i neinni hættu. Þessir Greenpeace
menn hafa rangt fyrir sér.
Pétur Ólafson leigubilstjóri: Ég vil
benda á i þessu sambandi að hval eins og
allan annan fisk á að friða ef hann er i
hættu. Kannski væri i lagi að hvila
hvalastofninn eitthvað en ég ber fullt
traust til sérfræðinga okkar þegar þeir
segja að hann sé ekki i hættu.
Loftur Ásgeirsson Ijósmyndari: Nei. nei.
Mér finnst ekkert hafa komið fram sem
bendir til ofveiði en þeir verða auðvitað
að passa upp á að til hennar komi ekki.
Gils Guðmundsson alþingismaður: Eg
tel nauðsynlegt að gæta mikilla varúðar
í hvalveiðum. Hins vegar sé ég ekki
nægilega sterka röksemd til þess að friða
stofninn. Ef það er rétt að einstakar
hvalaiegundir séu ofveiddar á hins vegar
að takmarka veiðar á þeim.
Guðjón Guðmundsson nemi i húsasmlði:
Ég veit ekki. Ég held að við eigum nóg af
hvölum til þess að leyfa veiðar. Það segir
Matthias.
Pétur Guðjónsson verzlunarmaður: Nei,
það er allt i lagi að veiða þá. Það skapar
atvinnu.