Dagblaðið - 19.06.1978, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19.JÚNÍ 1978.
Hjólaskáflur
Getum útvegað eftirtaldar hjólaskóflur með
stuttum fyrirvara:
1. Michigan 175IIIA ’73, mjög góð.
2. IH Hough 90 ’70, mjög góð.
Borgartúni24, R. Shnar28590og28575.
PASSAMYNDIR
t hvitt a í- min.
* LITUR ENGIN • BIÐ ! *
* Ljósmyndastofa AMATÖR *
* LAUGAVEGI 55 ‘S' 2 27 18 *
L -y? y? -x- -x- -x- -x- -x- -x- -x- *• W * -x- -x- ->f
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Kalda borðið
-kjörið í hádeginu
Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu víðkunn-
ar. Óteljandi tegundir af kjöt- og sjávarréttum auk íslenskra
þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum.
Bjóðið viðskiptavinum og kunningjum í kræsingar kalda
borðsins.
Verið velkomin, Hótel Loftleiðir.
ZINC
132
RYÐVARNAREFNI
Myndar sterka húð, sem
lokar yfirborðinu fyrir
frekari ryðmyndun.
Zinc. 182 er einnig ágætur
grunnur undirlakk.
Zinc 182 er frábært efni.
Framleiðendur þeir sömu
og framleiða hið vel þekkta
Isopon og P-38 viðgerðar-og
fyllingarefni. Þeir þekkja
vandamálin.____
(fflílnaust h.f
SlÐUMÚLA 7—9 • SlMI 82722
REYKJAVlK
Argentína:
Ritstjórí myrtur
i bifreiö sinni
fangelsum lögreglunnar
Þekktur argentínskur ritstjóri, sem
hvarf 2. júní síðastliðinn, fannst látinn
í bifreið sinni á götu i Buenos Aires í
siðustu viku. Er hann hvarf var hann
á leið til læknis. Ekki er vitað með
vissu hverjir morðingjar ritstjórans
eru en talið vist að þar hafi einhver
hryðjuverkahópanna sem njóta vernd-
ar ríkisstjórnarinnar verið að verki.
Munu þeir hafa fyrir venju að
kynna sig sem sendimenn öryggislög-
reglu landsins er þeir taka fórnardýr
sín. Hafa þúsundir Argentínumanna
horfið þannig sporlaust eða verið
myrtir.
Yfirvöld hafa ekkert viljað segja um
dauða ritstjórans en vitað er að opin-
berir aðilar hafa lýst yfir óánægju
sinni með að blöð hafa meðal annars
birt nöfn nokkurra blaðamanna sem
horfið hafa sporlaust eða orðið fyrir
árásum að undanförnu.
í lok síðustu viku komu allt i einu
þrír læknar í leitirnar en til þeirra
hafði ekkert spurzt siðan 15. apríl.
Kom í Ijós að þeir voru í gæzlu lögregl-
unnar i Buenos Aires.
Engin ákæra hefur verið birt á
hendur læknunum og þeir ekki fengið
að vita hvað þeim er gefið að sök.
Ritstjórinn sem myrtur var skrifaði
einkum um efnahags- og fjármál í blað
sitt.
Miklir jarðskjálftar voru í Japan fyrir nokkrum dögum og á myndinni sést hvernig bensínsöluskýli hefur dottið á hliðina.
Ekki er vitað hvort einhver slasaðist þar en i heildina mun tuttugu og einn hafa farizt f jarðskjálftunum.
Tíu fiskimenn
skotnir niður
Að minnsta kosti tíu thailenzkir
fiskimenn létu lifið er fallbyssubátar
frá Kambódíu réðust á togbáta þeirra
á hafinu þar sem landhelgi rikjanna
mætist á Thailandsflóa.
Að sögn lögregluyfirvalda í Thai-
landi var árásin gerð á laugardaginn er
tveir fallbyssubátar vopnaðir
sprengjuvörpum og hríðskotarifflum
réðust að sjö togbátum og hófu á þá
skothrið. Skömmu síðar komu thai-
lenzkir varðbátar á vettvang og skipt-
ust á skotum við hina kambódisku.
Tókst þeim að eigin sögn að ná aftur
þrem togbátum.
Sambúð Thailands og Kambódíu
hefur verið mjög stirð síðan rauðu
kmerarnir tóku völdin í hinu síðar-
nefnda. Raunar hefur Kambódia eld-
að grátt silfur við alla nágranna sina
síðustu mánuði.
Japan:
Þrjátíu og
sex
taldir
drukknaðir
í methita
Talið er að þrjátíu og sex manns hafi
drukknað er hundruð þúsunda Japana
flykktust á baðstrendur um síðustu
helgi. Ástæðan fyrir örtröðinni var mesti
hiti sem nokkru sinni hefur komið þar
siðan mælingar hófust.