Dagblaðið - 19.06.1978, Page 13
DAGÖLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1978.
Sjálfstæðisflokknum einum
treystandi í utanríkis-
og varnarmálum
verður komist hjá því vegna innlendra
stjórnmálaaðstæðna, og Ijóst er að það
er framsóknarmönnum síður en svo
kappsmál að Íslendingar taki áfram
þátt í starfi Atlantshafsbandalagsins.
Stefna
Alþýðubandalagsins
Í stefnuskrá Alþýðubandalagsins,
sem gefin er út I Reykjavík árið 1975
segir svo i kafla um „utanríkis- og
sjálfstæðismál”:
„Stefna Alþýðubandalagsins i utan-
ríkismálum tekur mið af viðhorfum
þess til innanlandsmála og er þeim
samofin. Meginmarkmiðið er að
tryggja sjálfsákvörðunarrétt og full-
veldi þjóðarinnar, varðveislu og við-
gang íslenskrar menningar og þjóð-
ernis, jöfnuð og lýðræði meðal lands-
manna og örugga afkomu í bráð og
lengd. Undirstaða þessa eru óskoruð
yfirráð yfir landinu, gögnum þess og
gæðum, ásamt öllum auðlindum
islenska landgrunnsins og sjávarins
yfir þvi. Baráttu íslendinga fyrir
stjórnarfarslegu sjálfstæði ber að
byggja á vinsamlegum samskiptum
við önnur ríki á jafnréttisgrundvelli.
Rétt okkar sem sjálfstæðs þjóðríkis
eigum við að tryggja með virkri aðild
að Sameinuðu þjóðunum og hlut-
lausum alþjóðastofnunum. Á sjálfs-
ákvörðunarrétti okkar hljótum við að
standa af fullri reisn og einurð og verja
hann með friðsamlegum hætti af þeim
styrk sem felst í vopnleysi og hlutleysi
i stórveldaátökum. í samræmi við
þetta berst Alþýðubandalagið fyrir því
að island standi utan allra hernaðar-
bandalaga og leyfi engu ríki hér neins
konar hernaðaraðstöðu eða gefi kost á
að farið sé héðan með rangsleitni gegn
öðrum þjóðum. Þvi er það stefna
flokksins að bandarikjaher hverfi sem
fyrst með allt sitt af íslenzkri grund og
ísland segi sig úr Atlantshafsbanda-
laginu.
Á alþjóðavettvangi eiga íslendingar
að styðja og setja fram þau sjónarmið
er stuðla að þjóðlegu fullveldi ríkja
gegn auðdrottnun og hernaðarsam-
steypum stórvelda. Jafnframt verði af
okkar hálfu fordæmd hvers kyns
hernaðarihlutun í milliríkjasam-
skiptum og lýst fylgi við almenna
afvopnun til tryggingar heimsfriði.
í utanríkisverslun ber okkur að leita
sem víðast fanga og markaða fyrir
íslenzkar afurðir, en forðast að
ánetjast einstökum viðskiptasvæðum
og samsteypum er skert gætu full-
veldi okkar, efnahagslegt og stjórn-
málalegt. Þannig eigum við að standa
utan við markaðssamsteypur og efna-
hagsbandalög, er lúta stórveldaforsjá,
en taka þátt í efnahagssamvinnu á
jafnréttisgrundvelli er miði að því að
styrkja sjálfsforræði okkar sem smá-
þjóðar.
Á þessum grundvelli eigum við að
leggja sérstaka rækt við téngsl okkar
við aðrar norðurlandaþjóðir og hlúa
að norrænu samstarfi er stefni að þvi
að treysta samnorræna menningu og
sjálfsákvörðunarrétt hverrar norður-
landaþjóðar, svo og samvinnu þeirra á
efnahagssviði og um alþjóðamálefni.
Utanrikisþjónusta okkar þarf að
vera virk og vinna að alhliða hags-
munum þjóðarinnar, m.a. með þvi að
tryggja nauðsynleg samskipti við alla
heimshluta. Þar getur öflugt starf
innan Sameinuðu þjóðanna orðið smá-
þjóðaðmiklu liði.
[ umhverfismálum á íslensk alþýða
sérstakra hagsmuna að gæta við hlið
þeirra þjóða er byggja norðlægar
slóðir og hafa við sambærileg vanda-
mál að glíma, svo og með fiskveiði-
þjóðum um allan heim. 1 þessum
efnum ber okkur að hafa frumkvæði
um samvinnu og stuðla að alþjóða-
samningum og svæðisbundnu sam-
komulagi. Einnig ber okkur að eiga
hlut að rannsóknum og eftirliti til
vemdar vistkerfa sjávar og norðlægra
landsvæða."
Hér þarf í rauninni ekkert að koma
á óvart, stefna íslenskra kommúnista í
utanrikismálum hefur jafnan verið
hin sama i meginatriðum. Sú stefna
kann hins vegar að reynast háskalegri
nú en oft áður, þegar allt virðist benda
til þess að Alþýðubandalagið sé orðinn
eða að minnsta kosti að verða, næst
stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á
landi. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn er
stærri, og því er enn mikilvægara en
ella hið mikla hlutverk hans í að
tryggja öryggi þjóðarinnar.
Stefna
Alþýðuflokksins
í stefnuskrá Alþýðuflokksins, sem
samþykkt var á 37. þingi flokksins, I
október 1976, segir svo í IV. kafla,
„ísland í samfélagi þjóðanna”:
„Mikill hluti mannkyns býr við
ófrelsi og ófrið, hungur og fáfræði.
Þjóðir eru undirokaðar. Auði er mis-
skipt. Það er kjarni jafnaðarstefnu að
berjast gegn slíku ranglæti. Boðskapur
hennar er friður um viða veröld, frelsi
öllum til handa, jafnrétti i 'skiptingu
lífsgæða og bræðralag með mönnum
. og þjóðum.
Með alþjóðasamstarfi skal vinna að
friði í heiminum og aðstoð við þær
þjóðir. sem eru afskiptar í efnahags-
málum eða búa við órétt i stjórn-
málum.
Alþýðuflokkurinn telur, að utan-
ríkisstefna lýðveldisins Islands eigi að
markast af þjóðlegri reisn og metnaði
til að varðveita fullveldi þjóðarinnar
og lýðræðislegt stjórnarfar. Gæta
verður efnahagslegs og menningarlegs
sjálfstæðis þjóðarinnar.
Alþýðuflokkurinn telur nauðsyn-
legt að vinna að vinsamlegum sam-
skiptum við allar þjóðir í þágu friðar í
heiminum. Hann styður lýðræðislegar
frelsishreyfingar kúgaðra þjóða og
heilbrigða skiptingu á framleiðslu
jarðar milli allra ibúa hennar.
íslendingar eiga að byggja utanríkis-
stefnu sína á þátttöku í Sameinuðu
þjóðunum og norrænu samstarfi.
Alþýðuflokknum er ljóst að afnám
hvers konar hernaðarbandalaga er
alger forsenda fyrir raunhæfri
friðvæðingu í heiminum og afvopnun
allra þjóða. Þess vegna styður hann og
leggur áherzlu á alla raunhæfa
viðleitni er stefnir að því marki.
Alþýðuflokkurinn berst fyrir því að
tryggja sjálfstæði og fullveldi íslenzku
þjóðarinnar, öryggi hennar og alger
yfirráð yfir landi, landgrunni og
hafinu yfir þvi.
Jafnaðarstefnan er i eðli, sinu.
alþjóðahyggja og verður ekki fram
fylgt til hlítar nema með samvinnui
allra þjóða.
Utanríkismál fela í sér viðleitmi
mannkynsins til að móta eigin framtíð
og eru að þvi leyti sambærileg hinum
stefnumarkandi hugsunarhætti innan
landsstjórnmála. Nú bjóðast smáþjóð
um fá tækifæri til að koma fram
hugsjónamálum eða heildarstefnu á
alþjóðavettvangi, þar sem sérhags
munir og hnefaréttur ráða mestu.
íslendingar gera sér grein fyrir þessum
leikreglum en vilja stuðla að
breytingum á þeim i þá átt :ið atika
mátt alþjóðasamtaka. alþjóðasairistarf
og alþjóðlegrar stefnumörkunar i \cl
ferðarmálum alls mannkyns.”
Hér er hvergi minnst á Atlantshafs-
bandalagið, hvergi minnst á varnar-
liðið, hvergi er minnst á aukin umsvif
Sovétmanna á norðurhöfum. hvað þá
á þau umsvif sem Sovétrikin eru með í
fjarlægari heimshlutum, til dæmis i
Afríku. í ályktun flokksþingsins segir
hins vegar; „Alþýðuflokkurinn berst
fyrir því að tryggja sjálfstæði og full-
veldi íslensku þjóðarinnar, öryggi
hennar og alger yfirráð yfir landi,
landgrunni og hafinu yfir þvi”. Hér
vantar ekki kokhreystina. en hætt er
við þvi að Sovétmenn tækju lítið
mark á yfirlýsingum íslenskra krata ef
þeir hygðu sér til hreyfings. Þeir hafa
gert það I fjarlægum heimshornum,
þeir hafa gert það I Evrópu, og
reynslan sýnir að þcir meta einskis
skoðanir okkar vesturlandabúa á
hernaðaríhlutunum þeirra eða hvernig
mannréttindamálum er háttað I
hinum miklu fangabúðum, Sovétríkj-
unum. Þvi skyldum við færa þeim
sjálfstæði okkar á silfurfati?
Sjálfstæðisflokknum
einum er treystandi
Það er alveg Ijóst, að eina aflið í
islenskum stjómmálum sem treystandi
er til að gæta hagsmuna lands og
þjóðar i utanrikis- og varnarmálum, er
Sjálfstæðisflokkurinn. Stefna flokksins
er skýr og ákveðin, að óbreyttum að-
stæðum á ísland að vera aðili að
Atlantshafsbandalaginu, og hér skal
enn um sinn dvelja bandariskt varnar-
lið.
Reynslan hefur sannað, að hvorki
framsóknarmönnum né krötum er
treystandi I þessum málurn nenia
þegar þeir eru I stjórn með sjálfstæðis-
mönnum.
Valið stendur því á milli þess i
alþingiskosningunum þann 25. júni.
hvort stefna sjálfstæðismanna verður
ráðandi I utanríkismálum áfram. eða
hvort kommúnistar taki stjórn utan-
rikis- og varnarmála i sinar hendur.,
Valið hlýtur að vera auðvelt fyrir þá
sent vilja að ísland sé áfrant i sam-
ielagi hinna lýðfrjálsu þjóða heints. en
það eru engan veginn sjálfsögð lor
rcttindi í þessum viðsjárserða hennr
Anders llansen
franik';eiinlaslj(iri. ^
Þörf áminning almennings
til stjómmálaflokkanna
er tvímælalaust mjög öflugt tæki til
hagstjómar ef honum er rétt beitt. Því
miður hefur reynslan orðið sú að hann
hefur að verulegu leyti brugðist hlut-
verki sínu, og hefur a.m.k. frysti- og
saltfiskdeildum sjóðsins frekar verið
beitt sem styrktarsjóði en
verðjöfnunarsjóði. Flest árin hafa
verið greiddar verðbætur úr sjóðnum,
þrátt fyrir hagstætt árferði og ytri
skilyrði. Þar sem sveiflur á út-
flutningsverðmæti eru mikið álag á
stjórn peningamála og breiðist fljótt út
um allt efnahagslifið getur
verðjöfnunarsjóður, ef honum er rétt
beitt, verið mjög mikilvægt hagstjórn-
artæki, ekki aðeins fyrir sjávarút-
veginn, heldur lika einnig þjóðar-
heildina. Þegar vel árar i sjáv.arútvegi,
hefur líka verið of mikil tilhneiging
til að auka opinber útgjöld og ráðast í
framkvæmdir, og hlýtur það að vera
veigamikill þáttur í að spenna upp
verðbólguna.
Gifurlegar erlendar lántökur eru í
alltof ríkum mæli notaðar i óarðbærar
fjárfestingar. — og til að jafna halla
ríkissjóðs með verðlausum verðbólgu-
krónum, — en þar er um beina
aukningu á peningamyndun að ræða,
— eða réttu nafni nefnt verðlaus
seðlaprentun.
Er þarna I vaxandi mæli farið inn á
þá óábyrgu stefnu, að setja þungar
byrðar á þá kynslóð, sem nú er að
vaxa úrgrasi.
Sú neikvæða vaxtastefna, sem við
höfum búið við, hefur hlaðið undir
verðbólgubálið. — Hún ýtir undir alls-
konar fjármálabrask og færir fé frá
þeim sem spara til þeirra sem nýta sér
verðbólgu og neikvæða vexti á
kostnað sparifjáreigenda og til þeirra
sem geta haft óeðlilega greiðan aðgang
að bankakerfinu.
Og hverjir hafa svo aðgang að lána-
markaðinum? — Þar er fólk dregið í
dilka, — og þar fá ýmsir að kenna á
aðstöðumun, og ýmsum pólitiskum út-
hlutunum, sem þar eiga sér stað.
Lánakerfið er þvi orðið að pólitísku
styrkjakerfi og stjórnlausum eigna-
tilfærslum.
Fróðlegar tölur hafa komið fram i
þessu sambandi, sem sýna I raun fram
á þessar peningatilfærslur frá
sparifjáreigendunt til verðbólgu-
braskara. — Reiknað. hefur verið
út, að á sl. ári hafi sparifjáreig-
endur orðið að sæta verðrýrnun i
bankakerfinu er nam 14 milljörðum
króna. Og á siðustu 4 árum nam hún
um 40 milljörðum króna. — Þarna er
lögleg leið notuð til að stela
gífurlegum fjármunum frá
almenningi. — Vaxtastefnan hefur
þvi enn aukið á ranglætið i skiptingu
tekna ogeigna.
Til að hafa hemil á verðbólgunni og
þessu mikla tapi sparifjáreigenda
verður þvi að taka upp virkari vaxta-
stefnu og beita vöxtum og
visitölubindingu lána I mun rikari
mæli, meðan verið er að vinna bug á
verðbólgunni.
Raunvextir til samræmis við
verðbólgu og verðtrygging lána myndi
líka hvetja til að meira tillit væri tekið
til aukinnar arðsemi fjárfestinga.
Reikningsskil
Mikilvægur þáttur I uppbyggingu
heilbrigðs efnahagslífs er að efnahags-
stefnan njóti skilnings og viður-
kenningar verkalýðshreyfingarinnar.
— Forsenda þess að vel takist í þeim
efnum er náið samstarf og samvinna
við aðila vinnumarkaðarins. hvað
varðar mikilvægar ákvarðanir I efna-
hagsmálum. —Gæti sú samvinna
betur leitt til þess að dregnar yrðu
samræmdar línur í efnahags- og kjara-
málurn, sem stuðluðu að stöðugleika
efnahagslífsins, og tryggðu jafna og
varanlega kaupmáttaraukningu og
launajöfnuð.
Grundvallaratriði fyrir slíkri sam-
vinnu — og raunar algjör forsenda, —
er að gerðir samningar um kaup og
kjör launafólks séu haldnir jafnt og
aðrar fjárskuldbindingar i þjóð-
félaginu.
Ég hef hér aðeins drepið á örfá at-
riði, sem ég tel að beita ætti’gegn
verðbólguvandanum, sem er orðinn
ógnvaldur efnahagslegu frelsi
þjóðarinnar.
Verðbólgukapphlaupið er orðið svo
gifurlegt að hér keyra allir-á fullu—
boginn spenntur til hins itrasta — og
kapphlaupið heldur linnulaust áfram
við sífellt minnkandi
verðbólgukrónur. — Af þessu leiðir að
verðmætaskyn almennings er orðið
svo brenglað, — og verðbólgu-
hugsunarhátturinn svo gróinn i hug-
um fólks, að í kapphlaupinú gleymir
fólk öllu siðgæði og tilliti til náungans.
Hér verður aðsöðla um.
Undirslaða þess að þetta takist er
lika breytt hugarfar, nteiri skilningur
og traust ntilli atvinnurekenda og
launþega. og ekki siður milli ríkisvalds
og alls almennings i landinu.
Rikisvaldið verður þarna að liafa
frumkvæðið. •— Það hefur brugðist
trausti almennings og mun því örugg-
lega reynast erfitt að endurheimta
það. En þeir hljóta sinn dóm I
kjörklefunum, sent til þess hafa unnið.
Almenningur krefst þess að mörkuð
sé skýlaus og traustvekjandi stefna og
forysta.—Hann krefst reikningsskila
að starfað sé fyrir opnum tjöldum i
íslenzkum stjórnmálum. —- Lýsa þarf
upp skúmaskot fjármála, fjárfestingar-
mála. bankamála, samtryggingakerfa.
svoeitthvað sé nefnt.
Þær þjóðfélagslegu umræður sem
skapast hafa um vanda efnahags-
lifsins, og spillinguna og siðleysið i
kerfinu, er það aðhald og sá
þrýstingur, sem knýr á um að frum
skógur stjórnmálanna verði gri-.jaður.
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifstofumaður.